Frækorn - 11.08.1912, Blaðsíða 2

Frækorn - 11.08.1912, Blaðsíða 2
F R Æ K O R N 42 Sjá guðs lamb. 1. Mós. 22, 1—8. ---- Frh. Fyrsta spurningin, sem fyrir oss verður i gamla testamentinu, hljóð- ar svo: hvar ert þú? Þegar Adam braut guðs boðorð og fól sig bak við trjeð, kemur guð ogspyr: hvar ert þú? Og alt gamla testamentið með ógnunum sínum og hegningar- dómum, helgisiðum og fórnum, er alt aðeins ein mikil spurning: hvar ert þú? En jafnframt einn einasti mikilfenglegur vitnisburður um, að í hjarta barnsins býr von ættföð- ursins: guð mun sjá fyrir tórnar- dýrinu. Þar á móti er fyrsta spurn- ingin, sem fyrir oss verður í nýa testamentinu, þannig hljóðandi: hvar er hann — hann, sem er fæddur Qyðinga konungurinn? (Matt. 2, 2). Það er spurning fallins manns til guðs er hann hefur brotið á móti: Hvar er hann, er friðþægt getur, sem fært getur fórnina sem þú krefst? Og ait nýa testamentið svarar: hann er hjer, því iambinu er sláfrað. Mörg- um öldum áður hafði guð sagt: sjá jeg sendi engil minn undan þjer, er greiða skuli þjer veg (Matt. 11.10.). Og hjer við byrjun nýa sáttmálans sjáum vjer einmitt þennan engil, Jóhannes skírara. Hann er sendur til að greiða drotni veg; og hvað segir hann: sjá guðs lamb, er ber heimsinssynd. Og aftur næsta dag: sjá guðs lamb. Hjer er viðurinn, og hjer er eldurinn, en hvar er sauðurinn til brennifórnarinnar ? Sjá guðs lamb. Þetta svar var áður veitt í líkingum og táknmyndum í gamla testamentinu, en hjer stendur hann sjálfur frammi fyrir augum vorum. Jóhannes bendir á hann og segir: Sjá guðs lamb, sem burtu ber heimsins synd. Þannig hafði engillinn einnig vitnað um hann, við boðun tilkomu hans: hann skaltu láta heita Jesús, því hann mun frelsa sitt fólkfrá þesssyndum.(Matt. 1.21.). Sjá guðs lamb, sem burtu ber heims- ins synd! Var hann þá þvílíkt iamb? Var það eðli lambsins, sem lýsti sjer hjá honu n, hinir sjerstöku eiginleikar sem komu í Ijós f þess- um manni? I gamla testamentinu er hann oss sýndur í táknmyndum en einstakir sáu hann í anda, að hann var hinn lifandi guð sjálfur. Einn þeirra segir: sannarlega bar liann vor sár og lagði á sig vor harmkvæli; en vjer álitum hann refsaðan, sleginn og lítillættan af guði. Og þó var hann vegna vorra misgjörða særður, og fyrir vorra synda sakir lemstraður; hegningin lá á honum, svo vjer hefðum frið, og fyrir hans benjar urðum vjer heilbrigðir. Vjer fórum allir villi vega, sem sauðir; hver stefndi sína leið; og þó lagði drottinn á hann syndir vor allra. Sektin var krafin, og hann leið; hann lauk ei upp sínum munni, sem lamb það er til slátrunar er leitt, eins og sauður- inn þegir fyrir þeim er hann klipp- ir, eins lauk hann ei upp sínum munni (Es. 53, 4—7). Spámaður- inn sjer þegar á tímum gamlatesta- mentisins, að öll þessi lömb, sem slátrað var og borin inn í helgi- dóminn, voru fyrirmyndanir,er bentu til hans, guðs lambs. Og hjer segir skírarinn: sjá guðs lamb. Var hann þá lambið? Var Filippusi heimilt að flytja fagnaðarerindið um Jesúm á þenna hátt: taka þenna teksta úr gamlatestamentinu fyrir upphafsstað: Eins og sauður var hann til slátr- unar leiddur, og sem lambið þegir hjá þeim, er klippir það, eins lýkur hann ekki upp munni sínum? (Pgb. 8, 32.). Já, þegar þeir, sem með honum voru, þegar hann gekk um á jörðunni, fluttu fagnaðarerindið, sem alt hljóðar um hann, þó kom- ast þeir þannig að orði: hann gekk um kring, gerði gott og græddi alla, (Pgb. 10, 38.). Þegar hann mætti þeim, seni aðrir höfðu andstygð á, þá tók hann á móti þeim, því mannsins sonur var kominn til að leita hins týnda og frelsa það. Holdsveiki maðurinn, sem varð að kalla álengdar: »óhreinn, óhreinn«, hann, sem allir flýðu fyrir, hann var velkominn til Jesú; og Jesús snerti við honum. Bersynduga kon- an, sem hlaðin var smán og fyrir- litningu, kom grátandi til Jesú, fjekk að heyra hugljúfu orðin: syndir þínar eru þjer fyrirgefnar (Lúk. 7,). Konan, sem var staðin að hórdómi, hana sýknar hann, segjandi: far, og syndga ekki framar (Jóh. 8,). Og hann, sem klifrar upp í • trjeð, til að sjá Jesúm, og er sjer þess með- vitandi, að hann liefur peninga, sem ekki eru hans eign, við hann segir Jesús: í dag ber mjer, að dvelja í húsi þínu. Ber mjer, segir hann. Kærleikurinn þvingar hann, — þannig var lambið. Hann lað- aði til sín þá glötuðu og týndu, og þegar þeir komu rak hann þá ekki burt. Og þegar geigvænlegustu freistingar ráðast á Jesúm þá segir hann: Faðir, verði þinn, en ekki minn vilji. Ef hans vilji hefði ráðið, þá hcfði ekki hið týnda og • glataða frelsast. En þarna stendur lambið i'rammi fyrir oss: Sjá, guðs lamb, sem burtu ber heimsins synd, sem þegir fyrir þeim, sem klippur það. Þegar þeir koma með sverð- um og forkum til þessa að handsama hann, segir hann: Jeg em hann. Látið þessa fara. Þar stendur lambið aftur. Þegar hann er leidd- ur fram fyrir dómara sína, spyrja æðstuprestarnir hann viðvíkjandi

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.