Frækorn - 11.08.1912, Blaðsíða 4

Frækorn - 11.08.1912, Blaðsíða 4
42 við honum, varð hann hreinn. Vilt þú verða hreinn? Sjáðu guðs lamb, sjáðu dauða hans á krossínum fyrir óhreinleika þinn. Lífið er í blóð- inu, þessvegna friðþægir blóðið. Hann gaf blóð sitt, en, dýrð sje guði, hann hefur tekið aftur líf sitt. Jeg hefi vald til að láta það, og jeg hefi vald til að taka það aftur (Jóh. 10, 18.). Guð hefur uppvak- ið hann og mun uppvekja oss með bonum. Sjá guðs lamb! Eigum vjerekki einhverntíma að fá að sjá hann augliti til auglitis? Þegar guð opnar augu síns þjóns og sýnir honum komandi viðburði, þá segir hann: Þá sá jeg lamb, eins og slátrað, standa milli hásaetisins og þeirra fjögra dýranna og öldung- anna, og þeir sem voru frammi fyrir hásæ^nu sungu: Verðugur ert þú að taka við bókinni og opna hennar innsigli, því þjer hefur ver- ið slátrað, og þú hefur keypt oss guði til handa með þínu blóði. (Op. 5, 6. 0.) Og ennfremur: Lambið, sem er fyrir miðju hásætinu, mun gæta þeirra og vísa þeim á Iifandi vatnslindir, og guð mun þerra h-’ert tár af þeirra augum. (Op. 7, 17.) Og loks: Kom hingað, jeg mun sýna þjer brúðina, sem er gift lamb- inu. Og jeg sá borgina helgu. Hún hafði tólf undirstöðusteina, á þeim voru tólf nöfn hinnatólf post- ula lambsins. Ekkert musteri sá jeg í henni, því guð drottinn hinn al- valdi og lambið er hennar must- eri. Borgin þarf ekki heldur sólar við eða ti’ngls, til að lýsa henni, því dýrð guðs uppljómar hana og lambið er hennar Ijós. Ekkert óhreúit, enginn, sem fremur viður- stygð eða fer með lýgi, mun þang- að inn koma, heldur þeir einir, sern eru skrifaðirí lífsbóklambsins. Op.21. F R Æ K O R N Hvað er eðli lambsins? Að halda sjer tilbaka að afneíta sjálfum sjer. Það er þannig, sem vjer höfum sjeð Jesúm í bókinni. Og sem guðs lamb tnunum vjer sjá hann, þegar kann kemur aftur. Hann mun ekki breyta eðli sínu. Og þó stendur, að postulinn sá þá óguðlegu fela sig í hellum og hömrum fjalla, segjandi til fjallanna og hamranna: hrynjið yíir og felið oss fyrir ásjónu þess, sem í hásætinu situr og fyrir reiði lambsins. (Op. 6, 15. 16.) Reiðist lambið? Ó nei, lambið get- ur ekki reiðst; það getur ekki ann- að en elskað. Eða var það reiði, sem lagði á varir Jesú orðin: vin- ur, svíkur þú niannsins son með kossi? Hve óbærilegur hlýtur kær- lekurinn að hafa verið fyrir Júdas, þegar hann sveik meistara sinn! Þegar þeir fá að sjá hann á hásætinu, lambið, sem einnig þá elskar, sem einnig þá verður að sakna þeirra, sem tapast, vegna þess þeir Ijetu ekki frelsast, hver áhrif hefur kær- leikurinn þá á þessa, nema sem eydandi eldur. Sá kærieikur hefði getað orðið minn, mín eign; mjer var boðinn hann, en jeg hef forð- ast hann, — og nú dæmir hann mig; — nú er það of seint. Sje nokkuð, sem brennir samviskur vorar, þá er það forsmáð e'ska. Guð sagði: Jeg vil ekki tilreikna þjer synd þína, jeg hefi þegarliðið fyrir hana. Þegar hann kemur til þess að vegsamast í sínum heilögu, þá mun kærleikur hans virðast þeim, sem ekki vildu taka á móti honum, eins og tortímandi reiði. Komdu því og meðtak hlutdeíld í þeim kærleika. Honum var slátrað, en sjá har.n lifir. Vjer skulum sjá lambið, og verða brúður Iambsins. Otto Witt. „Kristur alt.” Guð ertrúr. Fyrirheiti hans bregð- ast aldrei þeim, sem honum treysta og reiða sig á hans orð. í þessum byltingaheimi finst þó öruggt hæli: »bjargið aldanna«. Flýum þangað. »HelIubjarg og borgin mín, byrg þú migískjóli þín«. Guð drottinn er vor frelsari — alt, sem sála vor þarf og þráir. Sálm. 18, 1. 2. — Lof og dýrð sje drotni. Það er vormorgun. En andlega vorið og Iífið er miklu sælia, ríkara, helgara. Guð sjálfur er þar ljósið og lífið. Es. 60, 19. 20. 2. Kor. 5, 17. »Alt af guði«. »Sjálfur guð er nær og í hæstri hátign skín handarverk- in gegnum sír.«. »Vér erum hans verk, skapaðir í Jesú Kristi til góðra verka.« Ef. 2, 10. Vor nýi maður er guðs verk og vor góðverk eru ekki vor, heldur ávöxtur af Jesú lífi í vorum dauðlegum líkama. Það er guð, sem kemur því til vegar í oss, að vjer viljuni og framkvæm- um. Fil. 2, 13. Og frelsarinn segír: »Án mín megnið þjer ekkert.« Mann- leg hrósun er útilokuð, Frelsarinn vegsamaði ekki sjálfan sig, ekki heldur gjöra guðs sönnu börn það. En guð gjörir nafn sitt vegsamlegt. Jóh. 12,18. Hann heiðrar þá, sem hann heiCra með lilýðni Jesú Krists, og undirgefni við vilja hans. Þá, sem leita þess heiðurs, sem er hjá Guði einum. (Jóh. 5, 44.) Þeir þjónar eru sælir, sem húsbóndinn finnur þannig breyta er hann kemur (Lúk. 12.) Jesús þekkir þá og upphefur. Þeir þekkja hans nafn, (Sálm. 91.) að það er heilagt og óitalegt. (Sál 111). Og án heilagleika getur eng- inn sjeð guð. En hann er sá, sem helgar sín börn. Esek. 20, 12. 20. Hann hreinsar þá sjálfur eins og gull og silfur er hreinsað. (Mal. 3.)

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.