Frækorn - 11.08.1912, Blaðsíða 5

Frækorn - 11.08.1912, Blaðsíða 5
F R Æ K O R 45 »Hver má af bera þarin dag, er hann kemur?« »Sá, sem hefir saklausar hendur og hreint hjarta.« (Sál. 24.) »Gjörir rjett og talar sannleikann af hjarta.« (Sál. 15.) »Sælir eru hreinhjartaðír, þeir munu guð sjá.« Guð frelsar sín börn frá öllum óhreinleika. Esek. 36, 25—29. »Blóðið Jesú Krists hans sonar hreinsar oss af allri synd.« 1. Jóh. 1. Það eru þeir, sem framganga í Ijósinu, en ekki — eftir að vera upplýstir — falla frá (Heb. 6), syndga af ásettu ráði, eftir að hafa öðlast þekk- ingu sannleikans (Heb.10), slopnir úr heimsins saurugleika, flækja sig í lionum ný (2. Pjet. 2,18—22.) Hinn gamli maður á að deya, en hinn nýi að vaxa til aldurshæð- ar Krists fyllingar. »Kristur alt.« »Pjer eruð dánir, og líf yðvart er falið með Kristi í guði. En þegar Kristur, vort líf, opinberast, þá munuð þjer og ásamt honum í dýrð opinberast.« Kól. 3, 3.4. Petta er von og traust guðs barna, að fá að »sjá hann eins og hann er.« 1. Jóh. 3, 1—3. »Og hver sem hefur þessa von til hans, hreinsar sjálfan sig, eins og hann er hreinn.« »Hansþjón- ar skulu honum þjóna.« »Peir skulu sjá hans auglit og bera hans nafn á ennum sjer.« Op. 22, 3. 4. »Peir liafa sigrað fyrir blóð lambsins og fyrir orð vitnisburðar síns. Þeir hafa hætt lífi sínu fram í dauðann.« Op. 12, 11. Trú þeirra er sigurinn. sem hefir sigrað heiminn. Það er trú guðs sonar. Hann er þeirra rjettlæti, friður og líf. Fyr- ir fórnardauða eru þeir friðþægðir, en fyrir líf hans frelsaðir. Róm. 5. Hann er eini meistarinn. Hann er konungur sálarinnar. »Kristur alt.« [28—5—’12.] B. B Launin. »Verður er verkamaðnrinn laun- anna«. Víst er um það, að það er rjettlæíi. Og í guðs ríki er það eins. »Það gott hver og einn gjörir, það mun lionum endurgoldið af drotni, hvort hann sje þræll eða frjáls.« En þótt hverjum og einum sem á annað borð ætlar sjer að þjóna daotni og starfa að hans málefni, ætti að vita það, að Iaunin hljóta að koma, þá er póreyndinaltönnur hjá fjöldanum af starfsmönnum þeim sem guðs þjónar kallast í heimi. Flestir þeirra hata gleymt því að eins og það er fyrir drotni sem þeir eiga að starfa, svo er það líka hann, sem á að sjá þeim fyrirlaun- um. Þeir hafa svo algerlega gleymt þessu, að þeir allflestir hafa gefið sig að því að semja við menn um launin, sem guð sjálfur ætti að veita þeim. En er það ekki að afneita hinum lifandi guð? Ef þú á annað borð þjónarguði, þá reiddu þig áhann, aðhann inuni launa þjer starf þitt, bæði þessa heims og annars. Arfur Moodys. Hinn mikli ameríski afturhvarfs- prjedikari var fyrir miklum skaða við Chicago-brunann. Maður nokkur kom til hans eftir á og sagði með mikilli sam- hygð.- »Jeg heyri, að þjer hafið mist aleigu yðar í Chicago-brunanum, hr Moody.« »Hafið þjer heyrt það ? Pað hefur þá einhver sagt yður rang- lega frá.« »Mjer var sagt mjög svo ákveð- ið, að þjer hefðnð mistallar eigur yðar.« »Nei,« svaraði Moody, »þetta hlýtur að vera misskilningur, al- ger misskilningur.« »Hafið þjer þá mikið eftir ?« sagði maðurinn. »Já,« sagði Moody, »jeg hef mikið meira eftir, en það, sem jeg hef mist. En ekki get jeg sagt, hve mikið jeg niisti.« »Það gleður mig að heyra, að þjer eruð svo vel efnaður, herra Moody. Jeg vissi ekki, að þjer voruð svo efnaður fyrir brun- ann.« »Jú», sagði Moody »jeg er talsvert auðugri, en þjer hafið hugsað yður. Afsalsbrjef mitt hljóðar svo: ’Sá sem sigrar, mun erfa alla hluti.’ Pað er sagt, að bræðurnir Rotschild vitaekki, hve mikið þeir eiga, og eins er ástatt fyrir mjer. Alt í þessum heimi tilheyrir mjer. Jeg er samarfi Jesú Krists, sonar guðs. Ein- hver hefur sagt. »Guð gefur fyrirheit, trúin höndlar það, von- in fagnar því, og þolinmæðin bíður rólega eftir uppfyllingu þess.« Samkomuliúsið Sílóam við Grundarstíg hefir Fyrsti söfn- uður s. d. adventista í Reykjavik tekið á leigu til næstu 2 ára, og verður húsið upplýst með gasljósi og nýmálað. Opinberar samkomur byrja þar fyrsta sunnudag í október næstkom- andi kl. 61/2 að kveldi. D. Östlund, forstöðumaður. L

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.