Frækorn - 01.09.1912, Blaðsíða 1

Frækorn - 01.09.1912, Blaðsíða 1
„ .nr Árg. kostar hér á landi 75 au. íl DCWI A ..f,, , (PDT iniO Auglýsingar 1 kr. 25 au. þumhmginn. 13.AKU. Vesturheim 40 cents. Gjaldd. 1 okt. KtYKJAVlK., I. StKi. IVM^. Afgr.Austurstr.17. - Prsm, D. Östlunds 7. TBL. Flokkarnir. Hefur þú, lesari góður, lekið eftir því, að flokkadráttur sá, sem á sjer stað meðal kristinna manna, er með hörðustu orðum fyrir- dærnd í guðs orði? »Holdsins verk eru: Bræði, tví- drægni, flokkadráttur* o. s. frv. Og um þá, sem lifa á þennan hátt, er sagt, að þeir »erfi ekki guðs ríki.* Þungur og alvarlegur er þessi dómur, þegar vjer lítum til kirkn- anna og flokkanna. Hver flokk- urinn fyrirdæmir annan, og hver kirkjan út af fyrir sig hygst vera »eina sáluhjálplega kirkjan*. Sannleikurinn er sá, að kirkja drottins er ekki nema ein, og hún er ekki í innbyrðis ófriði; hún hatast ekki við neinn, því Krists kirkja hefur Krists anda, og ávöxtur andans er »kærleikur, gleði, friðsemi, langlundargeð, góðlyndi, góðvild.« Oal. 5. 22. Eitt skifti varjesús spurður af faríseunum, hvenær guðs ríki mundi koma, og þá svaraði hann: »Quðs ríki kemur ekki þannig, að á því beri; og ekki verður sagt: sjá, það er þar, eða þaðer hjer; því guðs ríki erinnraíyður* Lúk. 17, 20. 21. Með þessum orðum hefurdrott- inn lýst yfir því, að hann kannast ekki við neitt af kirkjufjelögum sínum sem sitt ríki. Hvert og eitt þeirra hefur gert sjálfí s\g ásakanlegt með því að gefa sig út fyrir að vera hið eina rjetta, er þess vegna fyrirdæmt. Krists ríki er ekki þar! Og engin kirkja og enginn trú- arflokkur er frelsandi; því ai eng- utn öðrum en Jesús er hjálpræðis að vænta og meðal manna gefst ekkert annað nafn, sem oss er boðið frelsi fyrir. Post. 4, 12. Ekki kirkjan, heldur Kristur! Ekki kenningar, heldur lífið Krists frelsar. Hvar sern einlæg sál leitar drott- ins og setur á hann sitt traust, þar er guðs ríki, sem er »hið innra hjá yður.« Hvenær og hvar sem slíkar sálir hittast þar er »samfjelag heilagra,* því þar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er jeg mitt á meðal þeirra«,segir Jesús sjálfur. Hve gott, ef allir þeir, sem nefna sig kristna, vildu hugfesta sjer þessi einföldu meginatriði. Bramwell Booth. William Booth látinn. Stofnandi og yfirhöfðingi Hjálp- ræðishersins, William Booth, ljest í Lundúnum 20. f. m., 83 ára að aldri. Hann hjelt til síðustu ára fullu starfsþreki og fór langar og erfiðar ferðir, prjeðikaði og ritaði, eins og ungur maður væri, en er sjón hans bilaði næstum að fullu, Ijet hann, fyrir hálfum þri^ja mán- uði, gera á sjer skurð í þeirri von,

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.