Frækorn - 01.09.1912, Qupperneq 4

Frækorn - 01.09.1912, Qupperneq 4
52 F R Æ K O R Sjálfur fæddist frelsarinn fyrr í húsi slíku. Oiðið guðs í atinað sinn enn varð fyrir slíku. Svona gengur einatt enn, eins og það gekk forðum: Hæli ljá ei margir menn mætum drottins orðum. Fái orðið eigi stað upp í háa salnum, bjóð því heim og hýstu það heirna’ í lága dalnuin. Fyrr var iagður freisarinn fjár í jötu tóma. Birta drottins sama sinn sást um húsið ljóma. Eflaust kringum Odd og skein eins sú birtan skira. Fylgir dýrðin há og hrein herrans orði dýra. Dimt og þröngt og ljótt og lágt iíst þjer hreysið vera. Bjart og vítt og hýrt og hátt hægt er það að gera. Hýstu Krist, hinn hæsta gest, hann það Ijóma skreytir. Drottins orð þig batar best, blessun aíla veitir. Hvað ert þú að hafast að? hverju’ ert þú að sinna? Herra þinn vill heyra það, hvað þú ert að vinna. Vinn þú gott á meðan mátt, myrkrið dettur yfir. Drottins lögmál dag og nátt dýrka meðan lifir. JESÚS. Þitt nafn, ó, Jesú, er svo ástrík gjöf, að óttinn hverfur fyrir dauða’ og gröf, því hjartnæmari hugmynd er ei til, sem hærri og dýpri veiti friðaryl. Ó, Jesú kær, æ jeg vil vera þinn, ó, Jesú kær, æ vertu líka minn; ó, Jesú kær, mjer greiddu götu þá sem geislar þinnar náðar skína á. Svo vil jeg glaðurskunda lífsins leið við Ijóma Jesú nafns í gleði’ og neyð; við sólbros það mitt gæfublómstur grær, uns guðs við brjóst mín sála frelsi nær. M. Hj. M. Hvaða dag er Jssús fæddur? Jólin mannasetmng? Sjera Magnús Jónsson ritaði um það mal meðal annars í Breiðabl. VI. 5 það, sem hjer fer á eftir: »QuðspjölIin segja ekkert orð um það. Fyrstu aldirnar eítir Krists fæðingu segja ekkert um það. Menn lögðu enga áherslu á það, og töldu meir að segja óguðlegt athæfi að vilja halda upp á fæðingardag Jesú. Engir nema verstu níðingar eins og t. d. Faraó og Heródes hjeldu upp á afmæli sín, sögðu þeir. Þaðskifti hundruðum ára, áður en nokkrum dettur í hug að fara að rannsaka hvenær Jesús hafi fæðst. Og þá eru skoðanirnar ákaflega sundur- leitar. Og þegar menn loks hall- ast að 25. desember, þá er það af þeim ástæðum, sem við ekki getum talið sem best gildar. Mönnum fanst sem sje sjálfsagt, að sá fyrsti og sá annar Adam mundu hafa orðið til sama mánaðardag. Nú þóttust menn vita að Adam mundi hafa orðið til um vorjafndægrin, Hvernig menn fóru að komast að þeirri niðurstöðu má guð vita! Og þá hjeldu marg- ir að Jesús mundi hafa fæðst sama oag eða eitthvað kring um 25. mars. En flestir hölluðust að hinu, að Jesús hefði verið getinn þá, og því fæðst 25. desember. Þctta eru menn fyrst að brjóta heilann um á 3. öld eftir Krists fæðingu, og röksemd- irnar þessar. Jólahátíðina er þar á móti ekki farið að haida fyr en seint á 4. öld. Gregorius frá Nazi- anz hjelt jól í fyrsta sinn árið 379, Gregorius frá Nissa fyrst 382. Chrysostomos heldur jólaræðu árið 388 og segir þar meðal annars að ein 10 ár sjeu síðau menn hafi fyrst farið að halda hátíðlegan fæð- ingardag Krists. En lengi vel var jólahátíðin í miklu minni metum en aðrar hátíðir kirkjuársins. Það er því alveg óhætt að segja að við höfum enga hugmynd um það hvaða mánaðardag Jesús sje fæddur.« Það er með jólahátíðina eins og með suunudaginn: Hvorttveggja á rót sína að rekja til samsteypu heiðninaar og kristindómsins á 4. öld e. Kr. Jólin bola ekki út nein um hátíðisdegi sem af guði er boð- inn til minningar um fæðingu Jesú. Og ekkert virðist á rnóti því að nota jólahátíðina til þess að gleðj- ast sjerstaklega yfir fæðingu frelsar- ans. Sunnudagurinn þar á móti er keppinantur hins sanna hvíldardags, sem drottinn sjálfur hefur skipað. Þar sem hann er tekinn í stað hvíldardagsins er hann orðinn að setning, sem »ónýtir guðs boð«, og því verður maður að athuga það mál með mikilli alvöru. Les Matt. 15, 9.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.