Frækorn - 01.09.1912, Blaðsíða 6

Frækorn - 01.09.1912, Blaðsíða 6
54 F R Æ K O R N Biblíu-tölvísi. Án tölu er ekki hægt að hugsa sjer hvorki verk nje orð. »Vegur guðs erlýtalaus« (Sál. 18,30). >Lög- mál drottins er lýtalaust* (Sál. 19, 8). Öll guðs verk eru gjörð, o% öll hans orð töluð og rituð, á rjettan hátr, á rjettum tíma, í rjettri röð og í rjettri tölu. »Hann ákveður tölu stjarnanna* (Sál. 147,4). »Hann . . . leiðir út her þeirra með tö/u«. (Es. 40,26). »Hann ákvað þunga vindarins« (Job. 28,25). í þessari ritgjörð ætlum vje, stutt- lega dvelja við töiur þær í ritning- unni sem sjerstaka þýóingu hafa og kallast mættu »heilagar tölur«. Meðal þeirra verður fyrst og fremst nefnd Sjötalan. Hún mætir oss á fyrstu blaði biblí- unnar, þar sem sagt er frá sköpun alls á 6 dögnm, og að hinn 7. er settur til minningar þessa verks. Með því að »hvíldardagupnn erorð- inn til mannsms vegna,« þá fellur allur lífstími vor manna inn milli þessara minnisdaga guðs sköpuna - verks. Með hvíldardagsboðinu eru allar skapaðar verur settar í óraskan- lega afstöðu til hinnar helgu tölu, sjötölunnar, og þar með til þess guðs, sem hún minnir um, hins alfullkomna og heiiaga guðs. Frh. Orða-skraut. Á vorum tíma er það alment, að menn klæða prjedikanir sínar óþörfu skrauti. Það á að vera svo skáld- legt og háfleygt, að sannleikurinn, hinn einfaldi sannleikur, kemst ekki að. En þjónar drottins hafa annað að gjöra en að fylgja slíkum sið. Vjer eigum að standa guði reikningskap orða vorra, eins vel og gjörða vorra, og ef vjer höfum myrt sálir, þá muni það ekki oss til málsbóta, að vjer höfum gjört það með því að blanda Iýgi og tögrum skáldskap saman. Spurgeon. 1 einkalífi manna. Einusinni, þegar hinn mikli stjórn- málamaður, William Ghdstone, hafði heyrt ágæta prjedikun og var að fara úr kirkjunni, kom ungur maður til hans og sagðist vera mjög óánægð- ur með ræóuna. »Það er sannar- lega of slæmt, að maður skuli vera neyddur til að hlusta á s'.íka prje- dikun. Þessi prjedikari ætlast blátt áfram til að þess að trúarbrögðin komi við einkalíf manna.« Hann hjelt, að Gladstone innndi vera á sama máli. En í þessu skjátlaðist honum. »Þetta er ræða, sem mjer líkar«,svaradi Gladstone. »Og slíkar ræður þarf fólk að heyra, en þær eru sjaldnast á boðstólum.« »Testamenti hins lög- lausa.« Einn vina minna lánaði mjerfyrir nokkru Nýtt testamenti, sem er eiri- kennilegt að því leyti, að það er strykað undir í því víða í Galata- brjefinu, en hvergi annarstaðar, og er jeg spurði, hvernig á þessum ein- kennilegu undirstrykunum stæði, var mjer svarað, að lesarinn væri lög- málsneitandi og hafði lesið á sína vísu í nýatestamentinu. Vinur minn bað mig athuga það, sem erundir- strykað og segja eitthvað um það. Þeíta ætla jeg að gjöra í Frækorn- um og hugsa, aö það geti vakið umhugsun hjá einhverjum um þetta mikilsvarðandi málefni. I. Fyrsta undirstrykunin var þessi . »En með því vjer v'tum, að maðurinn rjettlætist ekki af verkum lögmálsins, heldur fyrir Jesu trú, þá höfum vjer trúað á Jesum Krist, svo vjer rjettlættumst af trú Jesú Krists, en ekki verkum lögmálsins, því enginn maður mun rjettlætast af verkum lögmálsins.« Gal. 2, 16. Það er alls ekki að hafna lög- mál guðs, pó maður trúi af öllu hjarta á Jesúm sjer til rjettlætingar, Lögmálið sýnir guðs heilaga vilja, en það getur ekki rjettlætt oss, af því að vjer höfum brotið það (sjá Róm.3,20). En í Jesú Kristi fáum vjer af guðs náð eilíft líf (Róm. 6,23) og það líf verður i fullu samrærni við guðs heilaga lögmál. (Sjá Róm. 8, 1—4.__________ Hve lengi á að sofa? Það er erfitt að segja ákveðið um þá spurningu. Það er að miklu feyti komið undir því, hvernig maðurinn er að upplagi, og flestir eru sam- mála um það, að menn, sem vinna andlega vinnu og eru taugaveikiaf r, þurfa lengri svefntíma en þeir, sem vinna Iíkamlega vinnu. Samt sem áður eru dæmi af hinum mestu spek- ingum heimsins sem aðeins þttría aðsofa4 klukkustundirá sólarhringn- um og eru þó frískir. Hið almenna mun vera, að börn og unglingar þurfa 8—10 kl.tíma svefn og alment munu menn þurfa að sofa í 7—8 tíma Það er ekki gott að nota vekjara- klukkur. Taugakerfið skaðast oft á því, og það er hægt að vakna eftir vild, ef maður aðeins æfir sig í því. Það er mjög óheppiiegtað leggja sig til, eftir að maður er vaknaður

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.