Frækorn - 08.11.1912, Blaðsíða 2

Frækorn - 08.11.1912, Blaðsíða 2
56 F R Æ K O R N Jeg hef heyrt, að Mr. Cox vilji ekki kannast við þessa kenn- iugu um »hvíldardagsbrot Jesú« og að hann hafi að eins hermt, hvað Gyðingar hjeldu fram, en þessi undanbrögð eru ómögu- leg. Hin ofan tilfærðu orð taka af öll tvímæli í því efr.i. Mr. Cox segir sjálfur, að Jesús hafi brotið hvíldardagsboðorðið. Annars væri til að mynda orð hans um Jes(úm sem »iyrirmynd vora«, þrátt fyrir »brotið«, eintóm endaley a. En vilji hatin opinberlega aftur- kalla þessa voða-staðhæíingu stna, þá væri það sjálfsagt að virða það vel. Jesús braut ekki hvíldardaginn, heldur sýndi hann í orði og verki, hvernig rjettilega ætti að haida hann heilagan. SjáMatt. 12,1—8.; og sjerstaklega 12. vers: »þess vegna er leyfilegt að gjöra það, sem gott er, á hvíldardeginum.« Þannig talaði Jesús. En orð Faríseanna um hvíidardagsbrot Jesú eru ósönn, jafn ósönn og þau orð þeirra, að Jesús starfaði »fyrir fulltingi Belsebúbs,« o. fl. því líkt. VII. Ní.m Jesús lögmáiið úr gildi ? Það fullyrðir Mr. Cox. En hvað segir Jesús? »Ætlið ekki, að jeg sje kom- inn til þess að aftaka lögmálið og spámennina, til þess er jeg ekki kominn, heldur til þess að fullkomna það. Sannlega segi jeg yður: '»Þangað til himinn og jörð forgengur, mun ekki hinn minsti bókstafur eða titill iög- málsins líða undir lok, uns því öllu er fullnægt.« Kenning Mr. Cox í þessu efni er gagnstæð orðum Krists. Sbr. Lúk 16, 17. VIII. Rjettlæting og hvíldardagur. Mr. Cox er altaf að tala um það í riti sínu, að þeir, sem halda heilagan hinn biblíulega hvíldardag, gjöri það til þess að rjettlætast af því. En þarf það að vera frekar en hjá þeim, sem halda sunnu- daginn sem hvíldardag? Það er hægt að gjöra of mikið úr hvað eina, sem stendur í sam- bandi við -breytni mannsins, en það held jeg alls ekki, að Mr. Cox geti með nokkrum sanni sagt, að vjer s. d. adventistar gjörum, hvað hvíldardeginum viðvíkur. .. d. adventistar setja frelsun- arvon sína einungis til Jesú Krists, °g jeS get óhræddur vitnað 1 alla mína prjedikunarstarfsemi hjer fyrir s. d a. öli þau 15 ár, sem jeg hef dvaliö á íslandi, og skírskotað til hverrar einustu ræðu, sem jeg hef haldið; aldrei hef jeg Kaldið að mönnurn neinu öðru en Jesú Kristi sem frels- unarvon Og með guðs hjálp vona jeg, að það verði minn eini boðskapur framvegis. En hlýðni við guðs orð er ekkt tncðalið til frelsunar, heldur er hún afleiðing af verk guðs anda í sálunni. Meðal alis þess i ritlingnum, sern er rangt og fjarstætt öllum sanni, standa þó þessi orð á bls. 16: »Það er hin fullkomna fórn Krists fyrir syndirnar, framborin þegar Itann dó fyrir þá óguð- legu, setn frelsar alla þá, er á hann trúa, en ekki helgihaid, „ hvorki fyrsta, sjöunda, nje nokk- urs annars dags vikunnar.« En jafnsatt og þetta er, þá er það engu síður heilagur sann- leikur, að sá maður, sem drott- inn hefur frelsað, hann langar til þess að gjöra guðs vilja. Hjá slíkum manni verður fyrir guðs náð í Kristi það innileg löngun eftur að samþýðast guðs heilaga vilja. Þannig uppfyllist krafa iög- málsins á oss, og í oss. Róm. 8, 3., 4. Og slíkurn manni verður hvíldardagur drottins kær, »feg- insdagur og heiðurs verður.« IX. Tvennskonar lögmál. Miicið af bækling Mr. Cox’s fer í það að halda fratn röng- um skilningi viðvíkjandi afstöðu kristins manns til gamla sáttmál- ans. Hann talar stöðugt um, að eitthvað sje afnumið; það telur hann ýmist »lögmálið« eða »þjónustu fordæmingarinnar«, ýmist er það »þrældómshlekkir gyðingdómsins« eða »ok gyð- inglegrar fyrirdæmingar,« »lög- mál syndarinnar og dauðans« o. s. frv. En aðalmeining Mr. Cox virðist vera sú, að þetta, sem afnumið er, sje hvíldardagurinn, á hinum sjöunda degi vikunnar. í þissu fer hann viliur vegar. Lög guðs um breytni vor mannarina, eins og þau eru gefin í tíu boðorðunum, eru óhögguð, og ljettara er það, að himinn og jörð forgangi, en að hið minsta atriði lögmálsins falli úr gildi (Lúk. 16, 17.). Hinsvegar taiar guðs orð um annað lögmál, sem samkvæmt eðli sínu lilaut að gilda að eins um stundar sakir. Það var hið svo nefnda »fórnfæringarlögmál« eða »skuggalögmál.« Um þetta lögmál er talað í

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.