Frækorn - 08.11.1912, Blaðsíða 3

Frækorn - 08.11.1912, Blaðsíða 3
F R Æ K O R N 67 Heb. 10, 1. — Þar segir: »Því lögmálið, sem einungis hefur skugga tilkomandi gœða, en ekki þeirra skýru mynd, megnar eng- an veginn með þeim sörnu fórn- um, er árlega verða frambornar án afláts, fullkomlega að hreinsa fórnfærendurna.r Um þetta sama lögmál er tal~ að í Heb. 7, 18: »Svo er þá hið fyrra lögmál aftekið sökum þess ófullkomleika og vanhlítar.» Hver og einn, sem riokkurn skiln- ing hefur á guðs orði, hlýtur að sjá, að hjer getur ekki verið að tala um sama lögmál og þar, sem Jesús talar um það lögmál, er giltli, þótt himinn og jnrð for gangi. I þessu fórnt'æringarlögmáli vorn ýmsir halgidagar ákveðnij, og hlutu þeir að falla úr gildi með því. Slíkir fórnfæringardaí>ar voru taldir hvíldardagar (sjá 3 Mós. 23. kap), t. d. hinn mikli frið- þægingardagur, páskar, fimtug- asta dags hátíðin, laufskálahátíð- in o. s. frv. Um slíka daga, sem ekki gilda kristnum mönnum, talar Páll postuli á nokkrum stöðum í brjefum sínum, t. d. Kól. 2, 16., og er liægt að sjá á orðum Páls um þessar reglur: »sem alt er skuggi hins tilkomanda « að hjer á haun eingöngu við fórnfær- ingarlögmálið og þá daga, sem stóðu í sambandi við það. — Líka talar hann auðsjáanlega um samskonar daga í Róm. 14, 6.; sambandið sýnir, að hann á vió fórnfæringarlögmálið og þær siða skipanir, sem Móses fyrirskipaði, en ekki við tíu boðorðin. T. d. sýnir það, sem sagt er um fæðu í sambandi vtð dagahaldið, að ekki er átt við tíu boðorðin, því að í því lögmáli eralls ekkert fyrirskipað um fæðu. Um þá fórntæringar-helgidaga, sem mist höfðu gildi sitt við krossdauða Krists, er það, að Páll talar eins og hann gjörir í Róm. 14. kap. Reynum að setja oss inn í kringumstæðurþeirra, sem lifðu á dögum postulans. Sumir hinna kristnu skildu ekki, að þessir fórnfæringardagar höfðu mist þýðingu sína og hjeldu »af þeim vegna drottins», en hinsvegar voru það sumir, sem skildu betur þetta mál, og ekki gátu gjört sjer þennan dagamun, og um þá segir postulirm, að þeir gerðu hann ekki »vegna drottins». Vanræksla þeirra gagn- vart þessum gyðinglegu helgidög- um var afleiðing af þeirra trú á Krist; þess vegna ættu þessir menn ekki að dæma hver annan, heldur gæta þess, að þeir gerðu alt í trú. (Niðurlag næst.) Lögmálið hið irtnra með oss. Eftir sjera Otto Witt. ---- Frh. Sökum þessarar hlýðni, sem einka- sonurinn auðsýndi, vill guð semja nýan sáttmála við mannanna börn, Því með ávítun segir hann til þeirra: Sjá, þeir dagar munu koma, segir drottinn, þá jeg vil semja nýan sáttmála við ísraelsætt og Júða ætt, ekki líkan þeim sáttmála. er jeg gerði við forfeður .þeirra á þeim degi, þá jeg tók í hönd þeirra, til þess að leiða þá út af Eypta- landi, því vegna þess þeir hjeldu ekki minn sáttmála, þá yfirgaf jeg jaá segir drottinn. En sáttmáli sá er jeg hjer eftir mun semja við ísraelsfólk, skal vera á þá leið, seg- ir drottinn, að jeg mun gefa mitt lögmál í þeirra hugskot og grafa það á þeírra hjörtu. Að lögin flytj- ast inn í hjörtu vor sjálfra, er þann- ig það, sem einkennir nýa sáttmál- ann. Á tímum gamla sáttmálans voru lögin gefin fyrir utan mann- inn — á steintöflur. En vjer vit- um, að ef lögin eru ekki skrifuð í hjartað, heldur eru eingöngu fyrir utan oss, án innra samræmis, þá verður líf vort aumt þrældómslíf. Hugur vor stefnir ekki í sömu átt og iögín, en vjer þorum ekki að brjóta þau, af ótta fyrir hegningu. En alt öðruvísi er, þegar guð skrif- ar lög sín á hjörtu vor, svo vor innri maður er í samræmi við guðs lög. Þá verður unun vor að gera guðs vilja og hlaupa með gleði veg guðs boðorða. í gamta sátt- málanum voru lögin gefin í setn- íngum fyrir utan fólkið, og gátu þess vegna ekki haft þýðingu nema í hinu ytra, því segir postulinn, að lögmálið sje vor tyftunarmeistari til Krists, til þess að vjer rjettiætumst af trú. En þegar trúin kom, stönd- um vjer ekki iengur undir tyftunar- meistaranum, því vjer eruni allir guðs börn fyrir trúna á Jesúm Krist. Gal. 3, 24.—26. Þegar trúin komr eða þegar Kristur kom, erum vjer ekki lengur undir tyftunarmeistar- anurn. Hver er hugsanagangur post- ulans? Meinar hann, að lögmáhð knýi oss, þangað til vjer, bugaðir af ógnunum þess og af ótta fyrir hegningu guðs, flýum til Krist? O, nei! Sá guð, sem helgaði Krist Og sendi hann hingað, hann er ekki reiði, heldur kærlcikur, og viljirðu sjá, hvað býr í hinum eilífa guði sem skrifaöi lög sín fytir ísraels- börn, þá stattu hjá Golgata krossi

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.