Frækorn - 30.11.1912, Blaðsíða 1

Frækorn - 30.11.1912, Blaðsíða 1
I^f A r f~ Árg. kostar hér á landi 75 au. í I*-. i\ l ^JVesturheimi 40 cents. Ojaldd. 1 okt. REYKJAVÍK, 30. NÓV. 1912. Auglýsingar 1 kr. 25 au. þumlunginn. Afgr. Austurstr.17. - Prsm. D. Östlunds 10. TBL. Með Jesú. Um hina innilegu umgengni við frelsarann. Sjert þú í innilegu sambandi við Jesúm, þá er alt goít, og ekkert virðist þjer þungt. Sje, þar á móti, Jesús fjarlægur þjer, þá verður alt hart og erfitt. Verðirðu ekki var við hans raust í sáln þinni, þá eru allaraðrar raddir einskisvirði. F.n eitt einasta orð frá honum veitir hina bestu hug- svölun. Stóð ekki hin gratandi María upp undireins, þegar Marta sagði við hana: »Meistarinn er hjer og vill finna þig«. Ó, sæluríka stund, þegar Jesús kallar þig frá tárum til sálarrósemi! Hve kaldur og kæru- laus ertu ekki án Jesú! Hvílík heimska og hjegómi að óska eftir eða þrá nokkuð annað en hann! Já, þetta er meiri skaði en aó missa allan heiminn. Hvað megnar heimurinn að gefa þjer, er bætt geii þjer missi frelsara þíns? Að lifa án hans er helvíti, að vera með honum er himininn. Sje Kristur með þjer, getur enginn unnið þjer mein. Sá, sem hefur Jesú liefur fengið auð, já, anð- legð Iri annari dýrmætari. Sá, sem hefu> ust Krist, hefur nnst a t. Öílum öðrum fátækari er sá, sem lifir án Krists; nkari en konungur er sá, sem lifir í friði með honum. Hver sem þekkir, hvernig hann á að lifa með Jesú, hann á mikla gnægð viskunnar, og sá. sem veit, hvernig hann geti átl hann, sá á mikinn vísdóm. Sjertu auðmjúkur og friðelskandi, þá mun Jesús vera með þjer. Vertu guðrækinn og kyrlátur, þá mun hann vera með þjer. Snúir þú þjer til heimsins, þá hrekur þú Krist burtu frá þjer, þá missir þú náð hans. Til hvers ættir þú að flýa; hvern ættir þú að velja að vini? Vinalaus er ekki gott að lifa sæll; og ef Jesús er þjer ekki vinur, öllum viuum æðri, verð- ur líf þitt huggunarlaus eymd. Þú breytir eins og heimskingi, ef þú festir traust á nokkrum öðrum eða hefur unaðsemd þína í nokkrum öðrum en jesú. Láttu heiminn held- ur en Jesúm vera óvin þinn. Með- al allra, sem þú hefur mætur á og metur míkils, þá láttu Jesúm vera þjer dýrmætastan og kærastan! Mennina eigum við að elska vegna Jesú, en Jesúm vegna hans sjálfs, já, hann einn eigum vjer að elska fyrir hans eigin sakir; því meðal allra vina er hann hinn trú- 'astasti og besti. Hans vegna og f honutn mátt þu elska vini og óvini og biðja fyrir þeim öllum, að þeir fái að þekkja og elska hann. Heimt- aðu ekki að þú sjert virtur og elsk- aður í fyrstu röð; því það tilheyrir aðeins guði, er engan á sinn jafn- ingja. Hafðu ekki geðþekkni á, að nokkur verði af hjarta hrifinn af þjer eða þú af nokkrum öðrum, en sjáðu um, að Jesús sje sá ein- asti í þjer og sjerhverjum góðum manni. Gættu þín, að saurgast ekki eða verða fanginn af nokkrum heims- legum kærleika. Þú' verður að gefa þig guði á vald af öllu þínu hjarta, ef þú vilt ».taka eftir og sjá, hversu drottinn er góður« En svo langt kemst þú ekki, nema guðs náð fái algert vald yfir þjer, svo þú segir skilið við alt, sem' getur aftrað þjer frá innilegri sameiningu við hann. Fyrir guðs náð verður maðurinn auðugur og sterkur, en sviftiir henni fátækur og lasburða, h|ður sífeldutn vonbrigðum. Láttu þó ekki hugfallast, varpa ekki frá þjer hinni einu sönnu huggun, jafn- vel þó svo viiðist, sem flest gangi þjer á móti. Einungis vertu róleg- ur og ánægður með guðs vilja, og

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.