Frækorn - 30.11.1912, Blaðsíða 3

Frækorn - 30.11.1912, Blaðsíða 3
F R Æ K O R N 75 komnir innum dyrnar, Krist, eigum vjer að bjarga oss sjálfir framvegis, því sjálfur, er hann bæði dyrnar og vegurinn; og hvert spor á göngu vorri verður að vera af guðs náð, og á því augnabliki, sem vjer ætl- um að hjálpa oss sjálfir, þá föllum vjer. Holdið girnist gegn andan- um, og andinn gegn holdinu, þau eru hvort gegn öðru, svo þjer gjör- ið ekki það, sem þjer viljið. Gal. 5, 17. Egin-viljinn, maðurinn sjálfur,-á að leggjast á guðs altari; þá er oss veitt, sem gjöf frá guði, það líf, sem er hans eigið, en gef- ið oss. Því vjer erum hans verk, skapaðir f jesú Kristi, til góðra verka, sem hann hefur fyrirfram til- ætlað, að vjer skyldum stunda. Ef. 2, 10. Þegar postulinn ósjálfbjarga gefur sjálfan sig guði, fær hann líf- ið að gjöf. Það sem lögmálinu var ómögulegt, af því það varð van- máttugt vegna holdsins, það gjörði guð. Það var ekki Páll, sem átti að gjöra það; guð hafði gjört það fyrir sinn son, og veitti það sem gjöf hinu hjálparlausa barni sínn. Þegar postulinn stendur frammi fyrir guði, þá verður hans eigin vanmáttur og eymd honum eigi til hindrunar, því að guð er orð- inn mikill fyrir hann, og guði gef- ur hann dýrðina. Hann sjer sína eigin útvalningu af guði og finnur, að frelsun sín er vís. Nú er það eigi lengur hið lítilfjörlega »jeg«; nú er það hið mikla og volduga »hann*. Þá, sem hann fyrirfram þekti, hefur hann einnig fyrirhug- að, að þeir skyldu verða líkir mynd snnar hans, svo að hann sje frum- burður meðal margra bræðra. Og þá sem hann fyrirhugaði, hefur hann einnig kallað, og þá, sem hann kallaði, hefur hann og rjett- lætt, og þá, sem hann rjettlætti, hefur hann og dýrðlega gjört. Ef hann er með oss, hver getur þá verið á móti oss? — Sjöundi kapí- tuli í Rómverjabrjefinu er fullur af »jeg«, og því er hann Iíka fullur af ósigri; áttundi kapítulinn af Kristi, og því er hann lika fullur af sigri. Slíkir kaflar í guðsorði, sem tala um hann, sjerstaklega, hafa ávalt verið guðsbörnum dýrmætir. Hversvegna hefur altaf 23. sálmurinn verið kær þeim, sem elska guð? Vegna þess hann talar um hann: í grænu hag lendi lætur hann mig hvíla, að hægt rennandi vatni leiðir hann mig. Hann hressir mína sál; hann Ieiðir mig á rjettan veg fyrir sins nafns sakir. Og þegar sálmaskáldið tal- ar um guð, finnur hann, hversu guð nálgast hann, svo hann verður að tala við hann. Það verður ekki einungis »hann«, það verður »þú«: þú er með mjer; þín hrísla og staf- ur hugga míg. Þú tilreiðir mjer matborð fyrir minna óvina augsýn; þú smyrð mitt höfuð með viðsmjöri. — Hjer er Kristur orðinn mikiil, en Páll lítill og lítilsvirði; já, svo eink- isverður, að hann sjálfur óskar að vera útskúfaður frá Kristi, að guðs fvrirheit mættu ná sinni fullkomn- un handa ísraels-börnum. Róm. 9, 3. Hvað gerði það til, hvern- ig fór fyrir Páli, aðeins að guös nafn yrði vegsamað? Krafturinn er fólginn í sjálfsafafneituninni. Þegar vjer meðtökum lögmálið í hjörtu vor, ætli vjer verðum þá lausir frá lögmálinu í ytri mynd, svo að boðorðin sjeu oss óvið- komandi? Páll segir, að lögmálið er ekki ætlað rjettlátum. Tim. 1,9. Já, það er ekki lagt fyrir hann, en það er skrifað innaní hann, í hjarta hans og líf. Hinn rjettláti er ekki /relsaður frá lögmálinu, heldur í því. Þegar jeg kom til Zúlulands- ins, var mitt fyrsta ætlunarverk, að leijast við, að tileinka mjer lög Zúlutungumálsins, að verða gagn- kunnur málfræðinni, og að því reyna að notfæra það í viðræðum mínum við þarlenda menn. í fyrst- unni gekk það erfitt, þvi málfræð- in var ennþá fyrir utan mig, og ógnaði mjer, að jeg bryti reglulög- mál hennar. En smám saman, eftir því sem jeg varð gagnkunn- ari málinu, varð mjer auðveldara að tala; og nú, þegar jeg tala Zúlu- málið, hugsa jeg jafn lítið um reg- ur málsins, eins og jeg hugsa um málfræðisreglur í móðurmáli mínu, þegar jeg tala það. En þó er jeg ekki frelsaður frá reglunum, heldur frjáls í þeim. Þegar jeg var barn átti jeg að læra að leika á »forte- píano«; en fingurnir gátu ekki far- ið yfir nóturnar af eigin vild, því lög tónlistsrinnar voru skráð fyrir utan mig. Og um lengri tíma varð jeg að hugsa um, hvernig ein eða eða önnur nótan væri tekin. En smátt og smátt eftir því, sem söng- reglurnar urðu nógu ríkjandi í sjálf- um mjer, jafnvel í fingrunum, varð varð mjer auðveldara að leika á hljóðfærið, og enn í dag eru nót- urnar fyrir utan mig, en ekki ávít- andi og dæmandi, heldur leiðbein- andi og samsvarandi krafi innan frá. Því verður aldrei þannig varið, að vjer losumst við útvortis lögin, svo þau verði þýðingarlaus fyrir líf vort; en innra líf vort fer að verða í samræmi við orð guðs, svo að hjarta vort svarar já og amen við því. Og þá verður oss ekki örð- ufh að ganga helgunarinnar veg; vor heitasta löngun verður að feta þann veg. Niðurl. Framhald af greininni um hvíld- ardagsmálið kemur í næsta tbl.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.