Frækorn - 30.11.1912, Blaðsíða 5

Frækorn - 30.11.1912, Blaðsíða 5
F R Æ K O R N 77 Þa3 var þá, að hann sagði við mig: »Það er á k nungsveginum, sem við göngum, og vittu það, að sendi- boðar hans ganga þar einnig.« »En það vac nú ekki nema draumur.* »Það er nú sjáifsagt, en guð talar til barna sinna í draumi og með orðum sem berast í myrkr- inu.« »Hann er vanur að gjöra það.« »Vilt þú segja, að hann tali ekki framar til mannanna á þann hátt? Nú skal jeg segja þjer nokkuð, sem skeði einusinni; jeg skal segja þjer það, alveg eins og það gerð- ist; jeg skal engu bæta við og ekkert taka af.« ■>Það skeði fyrir fimm árum frá 1. júní að telja. Jeg var í Storno- way i The Lews, og ætlaði að ferðast á samkomurnar í Gairlock. Það var ömurlegt hvassviðri; öli fiskiskipin lágu við akkeri, og það vorú engar likur til að veiða þá nótt. Fiskimennirnir sátu og töluðu sam- an um óveðrið. Svo gat jeg safnað þeim í kofa Donalds Braes, og þar höfðum við saman mjög ánægju- legar stundir. Jeg tók eftir ókunn- um manni, sem sat út í horni á herberginu, og einhver sagði mjer að hann væri málari; líka sá jeg hann í óða-önn vera með ritblý og pappír, meðan á prjedikuninni stóð. Daginn eftir ferðaðist jeg á áðurnefndar samkomur og hugsaði ekki meíia um hann.« »Hinn 1. september var jeg í Oban. Jeg var búinn að ganga langt og var mjög þreyttur, en jeg fór til húss John Mac Maos, og er jeg hafði etið og drukkið dálítið, leið mjer betur. Jeg taiaði svo við John um upprisu líkainans; því hann þjáðist af hugsunum og efa um það, hvort drottinn vor ávalt væri íklæddur manndómi eða ekki.« Og jeg sagði við hann : »John, Kristur hefur endurleyst vort eðli, og því er svo varið, að líkaminn jafnt og andinn er keyptur fyrir svo dýrt verð eins og Krists líkama, þá mun liann á sama hátt verða hreinsaður og dýrðlegur gjörður. Eftir að jeg var kominn í herbergi mitt, sat jeg og hugsaðí um þetta efni og um ekkert annað. Það heyrðist ekkert annað hljóð en frá öldunum, er geystust millurn kleíta og drógu með sjer glamrandi stein- ana ofan fjöruborðið. Þá opnuðust mín andlegu eyru, og jeg heyrði eftirfarandi oið: »Jeg vil fylgjast með þjer til Olasgow.« í stað þess að svara hinu himjieska boði: »Jeg er tilbúinn,« tók jeg að rökræða við sjálfan mig á þessa leið: Hvað í ósköpunum á jeg að gjöra í Glasgow? Þar þekki jeg engan og enginn mig. Jeg hefi skyldur að annast í Portsee, og má ekki van- rækja þær. Og enga peninga hef jeg til þessarar ferðar. »Með þessum hugsunum sofnaði jeg. Svo dreymdi mig —* eða jeg sá — konu yndislega, sem engil guðs, hún sagði: »Jeg vil fylgjast með þjer til GlasgowÞ Jeg vakn- aði með undarlegri tilfinnmgu, eins og jeg væri rekinn áfram í flýti — glaðvakandi eins og knúður til þess, án þess að vita það sjáifur, svaraði jeg: »Jeg er tilbúinn, jeg er til- búinn nú!« *Þegar jeg fór úr kofanum, sló klukkan tólí; jeg hugsaði undrandi um, hvernig jeg gæti komist til Glasgow um miðja nótt. En jeg fór beint ofan að bryggjunni, og þar lá og beið lítið ferðbúið gufu- s ip. Óþolinmóðlega var blásið í pfpuna til brottferðar, og skipstjór- inn sá mig koma, kallaði hann snarplega: »Skyldi jeg eiga að bíða yðar alla nóttina?« »Jeg skildi strax, að þetta voru misgrip, jeg var ekki John Balmerto, er honum var skipað að bíða eftir. En jeg hirti ekki um þetta; jeg hafði fengið skipun, og jeg þorði ekki annað en hlýðnast. Þetta var verslunarskip hlaðið vand- geymdum vörum, sem fljótt gátu skemst, villibráð og humar, svo vjer komum hve:gi við fyr en í Glasgow. David Mac Pherson var einn farþeganna á skipinu, mjög góður maður frá Harris, er hafði kynst mjer á ferðum mínum. Hann ferðaðist til Glasgow, til að bera vitni í máli, sem átti að rannsaka milli Harris fiskimauns og umboðs- húss þeirra í Glasgow. Við urðum samferða frá gufu- skipinu, þá sagði hann við mig: »Við skulum ganga umhverfis ráð- húsið, John, þá göt jeg fengið að vita, hvenær jeg á að mæta«. Það kom sjer vel fyrir mig; því mjer fanst eins og hlyti að fara rjetta leið, hvaða veg sem viö gengjum, og jeg fylgdi honum hvert sem hann vildi. Hann hitíi málaflutningsmann, sem þurfti hans með fyrir rjettarhaldið, en meðan þeir töluðust við, gekk jeg dálítið innar og hlýddi á mál- sókn, er þá stóð yfir. «Það var yfirheyrsla út af morði, og jeg gat engan veginn haft augun af unga manninum, sem var sikaður fyrir glæp. Hann yirt- ist yfirkominn af sorg og blygðun. Rietti var slitið, áður Mac Pherson kallaði á mig, og lögreglúþjónarnir leiddu liinn unga mann burtu. peg- ar hann fór fram hjá mjer, mættust augu okkar, það greip mig ótti og ákafur hjartsláttur; jeg gat ekki skil- ið, livað að mjer gengi. Andlit mannsins stóð mjer fyrir hugskoís-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.