Frækorn - 15.12.1912, Síða 2

Frækorn - 15.12.1912, Síða 2
82 F R Æ K O R N Davíð segir þú: »Sannarlega fylgja mjer þ;n góðgirni og miskunn alla daga míns Jífs, og æfiniega mun jeg búa í drottins húsi«. Sál. 23,6. Þá skilurðu, að einnig um þig talar Jesús, er hann segir: »Mfnir sauðir þekkja mína raust, og jeg þekki þá og þeir fylgja mjer- Og jeg gef þeim eilift iíf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast; enginn skal slíta þá úr minni hendi.« Jóh. 10, 27. 28. Þá verður gleðin möguleiki. Þá verður hún sjálfscgð. Þá verður hún stöðug. Þú gleðst, og gleðst »ávalt í drotni«. Reynsla. Eftir A. F. Bcillenger. Jeg hef reynt, að fyrirgefnirig syndanna er Diessuð gjöf guðs, og hún er ekki end'r, heldur upphaf að lífi hins kristna manns. »Margir munu verða hreinir, klárir og skírir.« Dan. 12, 10. Eftir afturhvarfið kemur reynslan. Sumir eru að furða sig á, að þeir skuli mæta þungum raunum eftir afturhvarfið ; en þetta er ekki undar- legt. »Látið yður eigi undra eld- raunina yðar á meöal, sem yfir yður er komin til reynslu, eins og yður hendi eitthvað undarlegt.« Oft undraði það mig, að jeg skyldi verða fyrir erfiðurn freisting- um, þégar eftir afturhvarf mitt, og oft varð jeg yfirunninn. Jeg hafði lært, hve fús drottinn er til þess að fyrirgefa oss syndir vorar, og jeg f ýtti mjer að játa synd mína og fa fyrirgefningu, og svo byrjaði jeg aftur með föstum ásetningi og björtum vonum, — en aðeins til þess að falla aftur. Þessi hrösun og iðrun var reynsla mín, þangað til jeg varð svo þreyttur og niður- beygður, og svo fullur af þrá eftir sigri, að jeg var fús til þess að taka á móti tilsögn frá hinum lítilmot- legasta manni-, sem drottinn mundi vilja nota til þess. Meðan jei; var í þessu ástandi var jeg af forsjón guðs leiddur til að fara í samkomuhús nokkurt í einni af stórborgum Bandaríkjanna. Jeg ha.fði hugsað mjer, að vera að eins áhorfandi og tilheyrandi, til þess að fá það góða, sem jeg gæti fengið, án þess að láta neinn vita, hver jeg væri. Sá, sem samkomunni stjórnaði, las stuttan ritningarstað og gerði út af þessum orðum nokkrar viðeig- andi athugasemdir og fór því næst að vitna unt trúfesti guðs til þess að uppfylla fyrirheit sín. »Fyrir þremur árunt síðan í kveld«, sagði hann, »kom jeg inn í þennan sal sem yfirkominn drykkjumaður. Jeg var að þrotum kominn líkamlega, andlega og fjárhagslega. Ef frels- unin hefði kostað rnjer einn ein- asta eyri, þá hefði jeg ekki getað keypt hana. Jeg hafði heyrt, að maður gæti fundið vini hjer, þegar allir yfirgæíu niann. Jeg heyrði vitnisburði annara manna,sem sögðu, að ,þer het'ðu orðið frelsaðir frá gröf drykkjumannsins fyrir trú á Jesúm Krist, og jeg ákvað að gefa sjálfan mig guði á vald og biðja hann að frelsa mig; þetta gerði jeg, og hann frelsaði mig. Jeg hef ekki drukkið einn dropa áfengi, ekki neytt tóbaks og ekki blótað eitt einasta skifti síðan það kveld. Kona mín og börn, sem voru dreifð sökum drykkjuskapar mínsog synda- lífs, eru nú sameinuð aftur með injer. Morgun og kveld höfum við bæn sanian og þökkum drotni fyrir hjálpræði hans.« Vitnisburður þessa auma manns gekk mjer til hjarta. Hann hafði ekki bragðað einn dropa af áfeng- um drykkjum, ekki neytt tóbaks, tkki blótað í þrjú ár! »Þetta var eitt- hvað varanlegt«, sagði jeg við sjálf- an mig. »Því get jeg ekki orðið frelsaður frá mínum synuum eins og hann? Því get jeg ekki orðið frelsaðurfrá óþolinmæði minni rneð slíkri frelsun eins og hann?« Vitnisburður þessa manns hafði svo mikil áhrif á mig, að jeg vildi helst háfa hrópað hátt »amen« af ölJu hjarta, en af því jeg vildi ekki, að nokkur þekti mig, þá hjeit jeg mjer kyrrum. »Jeg var fæddur í Boveru«, sagði aiinar maður, »jeg seldi blöð til þess að geta lifað og jeg svaf úti. Þegar jeg varð eldri, fór jeg að stela til þess að geta lifað, því næst fór jeg að gefa mig við fjárhættu- spilum, drakk og var í áflogum og drýgði allar þær syudir, sem til- heyra slíku lifi. í örvæntingu minni kom jeg inn í þennan sal fyrir fimm árum, þrem mánuðum og tuttugu og einum degi síðan; hjer leitaði jeg drottins, bað hann að frelsa mig, og það gerði hann. jeg hef ekki stolið, njeverið’í áflogum, nje drukkið síðan það kveld. Lof sje drotni! Og það, sem liann hef- ur gert fyrir mig, vill hann gera fyrir livern syndara, sem er hjer.« »Þetta er það, sem jeg þarfnast,« hugsaði jeg með sjálfum mjer. »Því get jeg ekki orðið frelsaður frá mínum syndurn á sama hátt? Fimm ár, þrír mánuðir, tuttugu og einn dagur! Því er inaðurinn svona nákvæmur með tímann? Hann hlýt- ur að meta mikið hvern dag, sem hann er frelsaður frá sínum gömlu syndum. Því tala jeg ekki um frets- unina rneð dagatali? Skyldu þessir

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.