Frækorn - 15.12.1912, Blaðsíða 8

Frækorn - 15.12.1912, Blaðsíða 8
88 F R Æ K O R N Samviska, Nokkrir ungir menn sátu á gisti- húsi nokkru eitt kveld og ræddu rreð gáska miklum um, hverju þeir trúðu og hverju þeir trúðu ekki, og hvað þeir þorðu að hafna af trú- málum. Loks sagði hinn helsti þeirra, að hann fyrir einar 20 kr. afsalaði sjer allri hlutdeild í trú kristinna manna, sem hann úliti hjegóminn emberan. Gamall maður var þar sfaddur, heyrði þessi orð og sagði um leið til unga mannsins: »SkiIdi jeg yður rjett, að þjer vilduð afsala yður allri hlutdeild í kristinni trú fyrir einar 20 kr?« »Já, það er rjett«, sagði ungi mað- urinu. Gamli maðurinn, sem þekti mann- legt hjarta allvel, sagði þá við hann um leið og hann tók 20 kr. upp úr. vasabók sinni: »Ungi maður, ef þjer viljið koma hingað til borðsins og undirskrifa yfirlýsingu samskonar og þjer nú hafið viðhaft, þá eru 20 krónurnar yður«. Maðurinn kom að borðinu, greip pennannogfór að skrifa eftir fyrir- sögn öldungsins: »Jeg undirskrifaður lýsi því hjer með yfir í viðurvist þessara votta, að [eg afsala mjer allri hlutdeild nú og eilíflega — -- — Þá slepti hann pennanum og sagði um leið og hann neyddi sig til að Brosa: »Jeg tek það aftur; jeg'var aðeins að gera að gamni mínu.« Ungi maðurinn vissi, að guð er til. Hann ætlaði einhvern tíma að gerast kristinn. Alvaran vakti hina sofandi samvisku. Sjerstætt tilboð! Vjer gefum 2000 kr. í verðlaun! Til þess að kynna vörur vorar hvarvetna, gefumvjer hverj- um þeim, er kaupir hjá oss: Anker-Remonioir Karl- eða kven-úr eða einhvern annan verðmætan hlut með því skiiyrði að pöntun fylgi á ágætlega eftirgerðri Diana-gullkeðju og jafn- framt kr. 1.65 með póstávísun eða í frímerkjum. Sendingin fer með fyrsia pásti. 3íí\xxv\B ejftr ben\ sewditv^u fcauptaust wr eBa atvwar vevlSmæta* M\ú- ut. Sex\&\x\$\t\ ófce^pxs. §MT Hinn stóri skrautverðlisti vor yfir allar vörutegundir fylgir hverri sendingu. Skrifið þegar: C. ChristensensVarehus, Saxo^ade 50. Köbenhavn V. Stofnað 1895. Stofnað 1895. Verkarjettlæti. »Ykkar hvíldardagshelgihald er aðeins verkarjettlæti,* sagði vinur við mig. »Yður hlýtur að skjátlast,« svar- aði jeg. »Er ekki hvíld hið mót- setta við vinnu?« »Jú.« »En þegar við hvílumst, eða höldum heilagan hvíldardaginn, þá getur þetta óniögulega talist verk, svo framarlega hvíld er ekki vinna.« — — Vinur minn þagnaði. Drottinn segir: »Jeg gafþeim mína hvíldardaga.* Hvíldardagurinn er gjöf guðs til vor. Að leggja niður verk vor á þeim degi er að þíggja þá hvíld sem gjöf, er drottinn veitir oss með hvíldardeginum. Og hvíldardagurinn er merki — ekki um vor verk — heldur um verk drottins. Drottinn segir: »Jeg gat þeim mína hvíldardaga til merkis um það samband, sem er milli mín og þeirra, svo þaraf skyldi kunnugt verða, að jeg etn drottinn, se/n þá heilagagjörir.« Es- ek. 20, 12. Rjett skoðað er helgihald hvíld- ardagsins andstætt öllu verkarjett- læti. Gamaltjárn, kopar, lát- ún, blý kaupir Vald. Poi’S- sen, Hverfisg. 6, Reykja vík.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.