Frækorn - 31.12.1912, Blaðsíða 1

Frækorn - 31.12.1912, Blaðsíða 1
13.ARG. Árg. kostar hér á landi 75 au. f Vesturheimi 40 cents. Ojaldd. 1 okt. REYKJAVÍK, 31. DES. 1912. Auglýsing'ar 1 kr. 25 a«, þumjun^inn. Afgr. Austurstr.17. - Prsm. D. Östíunds 12.TBL. Fagnaðarboðskapur frelsisins. Hinn nafnkunni enski prestur Charles A. Berry sagði einU sinni vini sínum, 1. H. Jowett, presti í Birmingham á Englandi, frá eftir- farandi viðburði er sýnir, hvílíkur kraftur er í boðskapnum um hinn krossfesta frelsara: »Þegar jegvar í Lancashire, kom til húss míns, seint á kveldi, stúlka nokkur með sjal yfir höfðinu og trjeskó á fótunum. »Er það presturiun ?« spurði hún. »Já.« »Þá óska jeg, að þjer komið með mjer til móður minnar, henni til hjálpar.« Jeg hjelt hún ætti við einhverja drukkna konu, sagði þessvegna: »Þjer verðið að snua yður til lögreglunnar«. »Nei, nei,« svaraði sldlkan, móðir mín liggur fyrir dauðanum, og jeg bið yður að koma með mjer og hjálpa henni að öðlast frelsunina.« »Hvar búið þjer?« Hún sagði til bústaðarins, hann var hjer um bil tvo kílómetra frá heimili mínu. »En er þá enginn prestur, sem býr nær?« »0 jú, en nú óska jeg eftir yður, og þjer verðið að koma með mjer*. jeg stóð þarna með morgunskó á fótunum, talaði í hljóði við sjálf- an mig, hugsaði um, hvað safnað- arfólkið • mitt segði, ef það sæi prestinn sinn úli á næíurtíma í fylgd með stúlku, er hafði sjal sveipað um höfuðið. Jeg reyndi með alls konar undanbrögðum að komast hjá því að fara, en árangurslaust. Stúlkan sat við sinn keip. Jeg varð að búa mig og fara með henni. Þegar jeg kom að húsinu, sá jeg, að það var alþekt. Niðri sat fólk við drykkju og ósæmilegt orðbragð, en uppi fann jeg aumingja konuna, sem lá fyrir dauðanum. Jeg sett- ist niður og talaði viö hana um Jestím, sem hina fegurstu fyrir- mynd, vegsamaði hann, sem leið- toga og fræðara. Hún horfði á mig, augnaráðið sýndi, að dauðinn var í nánd. Hún sagðí: »Prestur, þessi ræöa getur ekki hjálpað slíkum, sem jeg er. Jeg þarfnast ekki fyrirmyndar — jeg er syndari«. Þarna sat jeg augliti til auglitis hjá glataðri, deyjandi konu, og hafði ekkert til að segjt henni. Jeg átti engan fagnaðarboð>knp. Þá kom mjer í hug, hvað móðir mín hafði kent mjer, svo flutti jeg gamla, góða boðskapinn^ um guðs kær- leika í Jesú Kristi, er gaf sig í dauðann fyrir synduga menn — jeg talaði, án tillits til hvort jeg sjálfur trúði eða ekki því sem jeg sagði. »Nú komist þjer að því rjetta,« sagði konan; þetta er það, sem jeg þarfnast. Það var handa mjer.« Og þannig fjekk jeg að ieiða hana á veg frelsunarinnar og öðlaðist sjálfur frelsun. Upp frá þeirri stundu, hef jeg ávalt átt fullkominn frelsunar-gleðiboð- skap, að flytja glötuðum syndurum.« Eins og margir aðrir á vorum tímum, hafði þessi prestur lært nýja guðfræði. En er nokkuð til, sem getur komið í stað hins gamla fagnaðarerindis sannleikans, að Jesús Kristur dó fyrir syndara? Nei, engin ný guðfræði getur komið í stað hins gamla fagnaðarboðskapar. Og hvers vegna á að eiga við hið »nýja«, úr því það á enga frelsun að færa glötuðum syndur- um? Kristur, sem ekki er guðs sonur, er enginn frelsari. Kristur, sem aðeins er fyrirmynd, veitir ekki eilíft líf. Og því segjum vjer: »Ekkert

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.