Frækorn - 31.12.1912, Blaðsíða 5

Frækorn - 31.12.1912, Blaðsíða 5
F R Æ K O R N 93 til þeirra ráða, að senda boð upp til hans, sem hefur yfirráð yfir öll- um bönkum, fjársjóðum og öðru í heimi jjessum, bað hann að senda eitthvað sjer til hjálpar. Það fór alveg eins og fyrir Elías* Guð sendi fátæka konu, sem ekkert átti. Hún kom til Francke, og tjáði honum neyð sína. Gagntekin af fneðaumkvun gaf hann henni síð- asta dúkatinn sinn. í fáti og fögn- uði hrópa'ði konan: »Góður guð gefi yður heilt fjall af dúköfurn.<! Eftir þessa heimsókn komu í marga daga gjafir til hans í ein- tómum dúkötum, svo einn daginn gat hann bent á rúm 300, sem lágu í hrúgu á borðinu hans. Þá sagði Francke: »Þetta er fjallið fá- tæku konunnar.« Verðmæti i>mans. Gildi tímans. Einn sinni var kóngsdóttir, er átti band með perlum á. rtnnar end- inn var bilaður, og oft datt perla af bandinu og týndist. Vinkona hennar sagði henni frá, að hún tapaði perlunum sínum. ”Ó — festin er löng«, sagði hún kæruleysislega. »Veistu, hvað margar perlur eru á henni?« »Nei*. sGeturðu fengið aðrar í staðinn Þegar þessar éru týndar?« »Nei«. ‘Þú berð missirinn vel. Þessar P^rlur eru ómetanlegar*. »j'á, jeg vona að festin sje mjög löug«, svaraði kóngsdóttirin, »og auk þess nota jeg hana aldrei.« Heimska kóngsdóttir! Þetta er dæmisaga, sem sýnir oss, hvernig vjer oft sóum hinum dýrmæta tíma. Hann er dýimæiur. Hann rennur hljóðlega burt, og er að eilífu tapaður. Vjer vitum ekki hve mikill tími muni verða oss afmælduri Sagt er, að hin enska drotning, Elísabet, hafi átt að hrópa á bana- beði sínum: »Miljónir fyrir eina mínútu«. En »tíma« var ekki unt að kaupa, hvað sem í boði var. Heiðra föður og móður. Auðvitað heiðrar þú föður og móður; en hvernig gjörir þú það? Jeg ætla að segja þjer frá auðveldri aðferð til að gjöra það. Þú átt bara að hlífa þeim við öllum erfið- leikum, sem þjer er unt. Það er elíkert sior''lrki, sem þjer er boðið að vinna; það er einfalt og óbrotið. Hugsaðu um fyrirfram: »Hvað get jeg gjört? Mamma þarfnast eins og annars; jeg ætla að gjöra það áður en hún biður mig um það. Jeg vil gjöra það sem hún vill, áður en hún nefnir það.« Það er ekki svo mikið að gjöra eitthvað, sem þú ert beðinn um. Ekki að- eins að þú ekki yptir öxlum eða greltir þig, eða gerir sjálfan þig að píslarvott, af því þú átt að gjöra það, sem þú ert beðinn um. Nei, að fara áður en þú ert beðinn um það, það er leyndardómurinn í því að heiðra föður og móður rjettilega. Kraftur skordýra ---- i Maurinn getur borið byrðir, sem eru 40—50 á við þyngd hans. Tordýfillinn getur hreyft til hrúgur, sem er hundrað falt þyngri en hann. Hundrað bíflugur getað hangið hver aftan í annari an jjéss að fscturnír slítni af þcírri efstu. Menn hafa talið svo til. að ef fíllinn væri eins sterkur og tordýfi' í hlutfalii við þyngd sína gæti hann velt um hinum alkunnu amerísku »skýasköfurum«. Kraft- ar sumra skordýra sjást af því, hve langt þau geta stokkið. Ef t. d. hestur gæti stokkið eins og fló, í hiutfalli við þyngd sfna, gæti hann komist nálægt 3000 í einu stökki. Lærðu hlýðni. Mjög vel mentaður maður, heims- spe ingur, átti vin, er kom til hans. Hann fann fyrst unga dóttur heims- spekingsins, en þar eð hann vissi, að faðir hennar var svo lærður maður, hugsaði hann, að þessi litla stúlka hlyti að hafa lært eitthvað sjerlega djúpsætt og mikilvægt af þvílíkum föður. Þessvegna spurði hann: »Nú, hvað er það þá, sem faðir þinn kennir þjer?« Hún horfði á hann með skæru bláu barns-aug- unum sínum og svaraði: *Hlýðni«. Si von, sem sigrar, er sú von, sem bíður. Hinn vitri veit, að hann hefur ástæðu til að vera þolinmóð- ur í voninni um uppfyllingu óska sinna og fyrirtækja. Alt, sem er þess virði, að óska sjer þess, er líka þess vert að bíða eftir. — Það er göfuglyndis-einkenni að vona lengi. — Sá, sem ekki vill fyrirgefa öðr- um, brýtur brúna, sem hann á sjálf- að ganga yfir.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.