Fylkir - 02.01.1923, Blaðsíða 1

Fylkir - 02.01.1923, Blaðsíða 1
JVlinnisblað. ísland hefur ýmsa kosti, sem mörg heitari lönd hafa ekki, svo sem: afar hreint andrúmslopt, tærasta lindarvatn, aflmikla fossa, ágæt fiski- mið og fagurt útsýni. Kostir íslands yfirgnæfa ókosti þess. 1. Helztu atvinnuvegir og fólksfjöldi. Land þetta getur hæglega framfært 4 til 5 milliónir dugandi og reglusamra manna. Landbúnað- urinn, sem nú fæðir, klæðir og hýsir um 60 þúsund manna, þ. e. 2/3 allra íbúa landsins, þó aðeins 200 ? km., þ. e. tæplega einn hundraöasti af því landi, sem telst vel ræktanlegt, sé enn tún og sáðgarðar, getur, þegar alt ræktanlegt land er ræktað, framfœrt a. m. k. 3 (þrjár) milliónir manna. En af sjávarútvegi og iðnaði geta 1 til 2 milliónir manna lifað. Arð og nytsemi landbúnaðarins og sjávarútvegsins á síðustu 27 árum geta menn séð nokkurnveginn af því, að á sama tímabili námii útfl. landafurðir um 106 mill. kr., en útfl. sjáyarafurðir um 350 mill. kr., samkv. Hagsk. ísl. Kostnaður til landbúnaðar nam á sama tíma í aðfl. vörum rúml. 10 milliónum kr., en til sjávarútvegs yfir 80 miilión kr. (sbr. 25.—40. bls. VII. h. F.). 2. Vatnsorka íslands getur í meðalári alið um 5 millión t.h.ö. (sbr. 78. og 79. bls. VII. h. F.), eða sem svarar 4 millión h.ö. raf- magns og getur því fullnægt öllum þörfum landsbúa til herbergja hitunar, ljósa og iðju, þó þeir verði 3 (þrjár) milliónir að tölu. Sé orkan notuð þannig, sem mest má, gildir hún árlega á við 180 til 300 millión kr. virði af kolum og steinolíu, reiknað með vana verði hér á íslandi fyrir heimsófriðinn, og getur um leið gefið 60 milli- ón kr. hreinan arð á ári =^ 5°/o af 1200 millión kr. höfuðstól, svo lengi sem sólin' skín og fljót falla til sjávar. 3. Steinariki ístands geymir svo mikið og gott byggingar efni að landsmenn þurfa lítið byggingarefni að kaupa frá útlöndum ef þeir aðeins kunna og né.nna að nota innlend efni, t. d. ísl. blágrýti, grágrýti, hraunstein, móhellu, sandstein, móruðning og leir, eins og má í byggingar. Úr sjávarskeljum kringum landið mun mega vinna árlega um 30—40 þúsund tn. kalk eða 50 þús. in. cement (með 75,000 kr. hagnaði) á ári, eða sem nægir til að byggja íveruhús handa 8000 til 10000 manna á hverju ári. En það nægir til að gefa öllum landsbúum hlý, hrein, varanleg og snotur hýbýli á minna en 12 árum og um leið ráða bót á húsnæðisleysinu og vinna bug á hættulegusta siúkdómum, sem stafa af óhreinindum og kulda. 4. Jarðvegur og bergtegundir og jurtir íslands geyma öll þau frjóefni, sem þarf til jarðræktar, sé úr þeim unnið. 5. Skógrœkt mundi þrífast betur hér á íslandi væri trjáfræ frá Alaska og Nv. Kanada gróðursett í veðursælustu dölum landsins. 6. Til rafhitunar, Ijösa og iðju á hverju bygðu bóli á öllu land- inu, ætlandi 1 kw. á mann, þarf, nú sem stendur, um 93þús.kw.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.