Gjallarhorn


Gjallarhorn - 05.01.1911, Side 1

Gjallarhorn - 05.01.1911, Side 1
Gjallarhorn. Ritstjóri: Jón Stefánsson, Hatnarstræti 3. -♦ • • •• ••• # Akureyri 5. janúar. ■■♦■-♦-•- •• • •>• ♦ • ♦••♦♦•• • ♦• • ♦•>•• • • •-• • j 1911. ♦ ♦♦ ♦ ♦♦• • ♦ ♦♦♦-♦-♦ ♦ ♦ ♦ • ♦♦ • • Skilnaðarstefnan. Eftir Gísla Sveinsson. I. Eins og nú er komið má óhætt gera ráð íyrir því, að engum verði bylt við, þótt talað sé og ritað um skilnað og skilnaðarstefnu. Þó eru ekki mörg ár síðan, er óefað ekki fáum meðal þjóð- arinnar fanst það nærri óðs manns æði að ta.'a um slíka hluti í alvöru, hvað þá heldur bindast samtökum til þess að koma þvílíkri stefnu f fram- kvæmd. Eg þykist vita, að menn reki minni til þess arna, bæði úr viðræð- um manna á milli og eins úr opin- berum umræðum svo sem í blöðum og víðar. Menn muna t. d. sjálfsagt, að jafnvel blöð, sem nú bera nainið sjálfStæðisblöð, könnuðust ekki fylli- lega við þessa stefnu fyrir nokkrum árum, er fáir menn kváðu upp úr með hana. En þetts breyttist fljótt — hjá mikl- um hluta þjóðarinnar, ef ekki hjá öll- um þorra hennar. Nú kannast margir óhræddir við það, a. m. k. í orði, að þeir séu skilnaðarmenn, og aðrir, er ekki gera það, láta sér hægt um and- róður eða varast að ganga í berhögg við stefnuna. En hversu mikið sé að marka þetta, með eða móti, eða hvort mikið sé upp úr því leggjandi, er erfitt að fullyrða nokkuð um — eins og nú er ástatt, og meðan þessi stefna hefir ekki fengið neitt verulegt skipulag. A meðan svo er og »stefnufylgið« er alls- kosfar laust og óákveðið, er auðvelt að hvarfla til og frá, án þess að til þess sé tekið. En verði stefnan föst, eindregin og ákveðin, játist menn undir merki henn- ar — eða móti henni — þá verður torveldara að hringla, og er það jafn- gott. ------- Er gaumur er gefinn þessu máli, skilnaðarstefnunni, og um vinnu að þeirri stefnu er að ræða, hlýtur í fyrstu röð að verða fyrir spurningin: Vill þjóðin skilnað? Vill íslenzka þjóðin losna til fulls úr stjórnmálasam- bandi við Danmörku, eða vill hún það ekki ? Hefir nú þjóðin látið nokkuð ótví- rætt í ljósi um það? Árið 1907, þ. 29. júní, komu full- trúar úr því sem næst öllum héruðum landsins, kosnir á almennum fundum, saman á Þingvelli. í ályktun þeirri um sjálfstæðismálið, er náði einróma sam- þykki þeirra, er skýrt kveðið á um, að fáist ekki viðurkenning Dana á fullveldiskröfum okkar við þá samn- inga, er þá fóru í hönd, sé ekki ann- að fyrir enn skilnaður — skilnaðar- vinna. Þetta var vilji þeirra allra, að því er virtist og ef þeir hafa ekki logið fyrir sjálfum sér og öðrum. Og þessir fulltrúar fóru auðvitað mjög eftir því, sem kjósendur þeirra heima fyrir í héruðunum höfðu látið í ljós sem sinn vilja, svo að af þessu ætti ekki lítið að vera hægt að ráða um vilja landsmanna. Menn, sem nokkuð fylgd- ust með í því, er gerðist heima fyrir í sýslunum, voru og heldur hvorki né eru óvitandi um það, að mörgum var þetta — skilnaðarhugmyndin — þá þegar nærri skapi. Það kom fram í umræðum og lá að baki ályktunum, er teknar voru. Sumar þingmálafund- arályktanir frá þeim tíma eru hreinar skilnaðarstefnuályktanir, svo sem sú, er samþykt var á Seyðisfirði. Og hvað sýndu kosningarnar 1908? Hvað sem menn annars um þær segja, þá geta þær að minni hyggju ekki sýnt annað en það, að meiri hluti ís- lendinga vili út úr sambandi við Dani. Hvar sem farið er um landið, mætir hið sama. Hugurinn sami: íslendingar una ekki í sambandi við Dani! Hvað er þá að gera annað en lei:|:ast við að losna? Nú hefir að því rekið, að það, er fyrir lá 1907 og fram kom í ályktun- um, samningatilraunir við Dani, er um garð gengið — árangurslaust að því leyti, að Danir vilja ekki viðurkenna óskoraðan rétt okkar sem alfrjálst þjóðfélag; þeir vilja ekki viðurkenna fullveldi þjóðarinnar. Þá er hitt til: að keppa sem beinasta leið að tak- markinu, án þess að vera í samninga- stappi við þá. Eftir Þingvallafundar- ályktuninni að dæma er það líka sú leiðin, sem nú á að fara. ■— Ekki get- ur það heldur dregið úr, hvernig Danir hafa snúist við samþyktum sfðasta þings, að því er sjálfstæðismálið snert- ir, sem þó voru í samræmi við yfir- lýstan vilja rneiri hluta kjósenda. Þeir létu ekki svo lítið að bera sambands- lög þau, er alþingi samþykti, undir rfkisþingið. Þau fengu þar ekki að koma, enda þótt skylt væri að láta það þing fjalla um þau, samhliða hinu upphaflega frumvarpi (uppkastinu). Þetta var þvílík fádæma lítilsvirðing, að varla nokkur þjóð mundi hafa þolað það þegjandi og ávítunarlaust. Og þar á ofan lýstu Danir skýrt yfir því, að þeir ætluðu sér að standa sem einn maður gegn réttarkröfum okkar. Víst er tfmi til kominn — og það þótt fyrri hefði verið — að við látum á sjá, ósmeykir, hvert við œtlum að stefna. En að menn hallist nú að skilnaðar- stefnunni, þurfa menn hvorki að miða né geta miðað við neitt sérstakt fram- komið frá Dana hálfu. Við miðum stefnuna blátt, áfram við alt, sem á undan er gengið f sambandi landanna, er aldrei hefir blessast. Slíkt þarf ekki að taka fram. Og þótt ekkert væri að taka tilefni af, þá ætti vilji okkar é og tkoðun í þessu efni að vera nægi- leg rökstuðning — En þýðir nokkuð, geta menn spurt, að berjast fyrir skilnaðarbaráttunni, enda þótt vilji kunni að vera til þess meðal landsmanna, ef þjóðin hvorki er né verður þess megnug að bera skilnað? Það er nú mín skoðun, óhikað, að þjóðin geti, ef hún vildi og væri ein. huga um, risið undir skilnaði. Og víst verður að gera ráð fyrir, að henni fari fram en ekki aftur. Sjálfstæðis- kröfur þjóðarinnar, þótt ekki kallist þær »skilnaður«, byggjast og vitan- lega á því, að þjóðin geti þegar stað- ið straum af sjálfstæðinu. Þeir menn, er samþyktu »sambandslögin« á síð- asta þingi, hljóta að vera þeirrar skoð- unar—annars hafa þeir ekki vitað, hvað þeir voru að gera. Því að fullveldis- konungssamband, verði það framkvæmt »bókstaflega«, verður ekki ódýrara en skilnaður. Rétt sjálfsagt hata þeir nú gengið út frá, að samið yrði um, að Danir færi með einhver mál (svo sem sjS má af hinum samþyktu lögum), en ffflæði væri að halda þvflíku fram sem kröfu, um leið og við heimtum réttinn allan. Með réttinum verðum við að vera við því búnir, að takast skyldurnar fullar á herðar. Ef við getum risið undir konungs- sambandi, hvað efnin snertir, þá get- um við risið undir skilnaði. Ekki þarf að efast um það, að útgjöldin ykust nokkuð frá því sem nú er, en ókleift ætti sifkt alls ekki að verða. Kon- ungsútgjöld yrðu ekki, má gera ráð fyrir, ef fullur skilnaður yrði; og kostnaðurinn við að gæta hagsmuna okkar erlendis þyrfti ekki að verða nándar nærri svo mikill, sem margir halda. Þjóðunum er sem sé algerlega í sjáifs’vald sett, hvað þær finna sér hent í þeim efnum. Þær eiga að sníða sér stakk eftir vexti, Lfka mundi sjálfsagt verða að því ávinningur, einkum óbeinlínis, ef við létum sjálfir gæta hagsmuna okkar, á þeim stöð- um erlendis, er þörf er á. Efnalega getan hlýtur þvf að vera eða verða fvrir hendi til þess að stand- ast skilnað. Að öðrum kosti væru ajálf- stæðiskröíur íslendinga á síðari tím- um reykur tómur. Getan hlýtur að vera, ef viljinn er. En þó að sagt verði, að íslendingar muni, cftir því sem fram hefir komið fyr og síðar, vilja aðhyllast skilnaðarstefnu, þá er ekki með því gefið, að nógu sterkur vilji sé hjá þjóðinni til þess að vinna eindregið að framkvæind þeirrar stefnu. Til þess að vitað verði um þetta til fuils, þarf viljinn að vera ákveðinn og yfirlýstur. Fyr verður ekki talað um skilnaðarmenn. Og fyrir því verður ekki enn svo að orði komist, að allir íslendingar séu skilnaðarmenn, enda þótt líkurnar bendi til að svo sé. En það þarf einmitt að koma fram ótvírætt, hverir eru skilnaðarmenn, og hverir ekki. Stefnan þarf að fá fasta mynd. Þá verður hægra að átta sig á, hvort menn vinna samkvœmt þeirri stefnuskrá, er þeir þykjast fylgja. Tveni aðeins er nú til; íslendingar hljóta að verða og vera annaðtveggja: skilnaðarmenn eða sambandsmenn. Þjóð- in ætti að vera orðin leið á ruglingn- um. Menn verða að koma sér niður á því, hvert stefnir—ákveðið. Umræð- urnar og baráttan um þetta á að geta farið fram með allri gætni. í þessu máli ber að rasa ekki fyrir ráð fram. Þeim, sem vilja vera sambandsmenn er það auðvitað heimilt; en svo haga þeir sér þá eftir því. Fyrir þeim, sem eru sambandsmenn, þ. e. hafa samband við Danmörku, þótt frjálslegt sé, að takmarki, getur ekki annað vakað og ekki annað kom- ið til greina en það eitt, að sambandið verði sem heppilegast, hagkvæmleg- ast, arðsamast o. s. frv. Þó það sé rígfest & einum eða fleirum stöðum, gerir auðvitað ekkert til. Samband er takmarkið og því bezt að ganga sem öflugast frá því. »Sambandsmenn« (ef þeir eru nokkrir í raun og veru) áttu því eiginlega allir að vera með nefndar- uppkastinu sæla; ekki veit eg. þó, hvort svo hefir orðið. Þeim, er hafa samband að takmarki, hafði það full- sæmilega kosti að bjóða. Og þeir geta eðlilega með góðri samvizku, nú og frarnvegis, aðhylst slíkt tilboð sem það frumvarp, er tryggir sambandið og ger- ir það ef til vill arðvænlegra. Ef einhverir sambandsmanna hafa verið á móti frumvarpinu, eða skiln- aðarmanna með því, hefir það hlotið að orsakast af misskilningi — sem þarf að leiðrétta. Því að skilnaðarmenn mega ekki taka neinu því, er bindur. Hinir mega það. Grundvallarstefnurnar í sjálfstæðis- pólitíkinni geta ekki verið nema tvær: skiinaðarstefna og sambandsstefna. Þær verða að bítast og upp úr kafinu verð- ur að koma, hvor hefir áreiðanlegt fylgi þjóðarinnar. Það er lífsskilyrðí að fá það út, hver verið hefir og er meining okkar í sjálfstœðisbaráttunni — hefir hún verið sú að losast, eða hin að tryggja sambandið? Fyrir þessari spurningu verða menn að gera sér grein — og hætta að vaða elginn út í bláinn. En til þess að svo verði, þarf mál- ið, skilnaðarmálið, að komast opinskátt á dagskrá og menn verða að skipa sér annaðhvort með eða móti. Og stefnan fær ekki fast skipulag af sjálfri sér ef ekkert verður aðhafst. Reglu- legur skilnaðarflokkur verður að kom- ast á fót, er tekur stefnuna upp á sína arma og vinnur og hegðar sér eftir þeirri stefnuskrá. Ef til nokkurs á að verða sú hreyfing, sem áreiðan- lega er til staðar fyrir þessari stefnu, • • • • ♦ ♦-• •••••••• •-•♦ • Tvíritunarbœkur Og Ávísanabœkur fást í pientsmiðju Odds Björnssonar.

x

Gjallarhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.