Gjallarhorn


Gjallarhorn - 05.01.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 05.01.1911, Blaðsíða 2
2 GJALLARHORN. V. ♦ • •• • • • •• •• • • • • • •«••••••••••••••••••• • • • • •-• ♦ • • • • • • • • • • • • • • • dugir ekki að vilja aðeins — í laumi; viljinn verður að vera gerður heyrin- kunnur, og þeir er þannig vilja það sama, skipa sér undir sama merki. Skilnaðarhreyfingin er eðlilega sömu lögum háð og aðrar stefnur, er menn vilja til sigurs leiða: hún verður að koma fram í dagsbirtuna, ákveðið og einbeitt. Þeir einir, er aðhyllast það, geta talist skilnaðarmenn. Síðan eiga þeir að sýna í verkinu, að þeir séu það, berjast fyrir því að fuilur skiln- aður milli íslands og Danmerkur geti sem fyrst orðið. Minnisvarði Jóns Sigurðssonar. Bæjarstjórnarkosnirigarnar fóru fram hér ( bænum 4. þ m. Var óvenjulega mikið kapp um þær og með ýmsu móti reynt að hafa áhrif á kjós- endur. Sjö > listar•* voru í kjöri, og var fleiri en eitt fulltrúaefni á flestum þeirra. Svo fóru leikar að fyrstu menn á fjórum »listum« náðu kosningu og voru þessir: Otto Tulinius konsúll, Björn Líndal yfirdómslögmaður, Kristín Eggertsdóttir spítalabaldari og Guðmundur Ólafsson timburmeistari. Eins og sjá má af úrslitunum rak kvenfólkið af sér slyðruorðið frá í fyrra. Hœzt aukaútsvör á landinu eru greidd í ísafjarðarkaupstað, og eru þar efst á blaði Asgeir Asgeirsson etazráð og kaupmaður með 3,500 kr. þá Leonh. Tangs verzlun með 2,250 kr. og Edinborgar verzlun 2,100 kr. Á Austurlandi er nú víðast auð jörð. Þar hefir verið bezta tíð að undan- förnu. Féiagið »Framtíðin< á Seýðisfirði hélt skemtisamkomu á annan í jólum og átti að verja ágóðanum af henni til minnisvarða Jóns Sigurðssonar for- seta. Halldór Jónasson skólastjóri hélt ræðu um J. S. og lét þess rækilega getið að sér væri fast í hug að tala ítarlegar um hann 17. júní n. k. Hall- dór talaði einnig um að réttasta fjár- söfnunaraðferðin til minnisvarðans væri sú, að hvert mannsbarn á Iandinu gæfi til hans 25 aura. Mundi með því móti safnast ærið nóg fé til varðans í viðbót við það sem þegar er til. Undirtektir urðu litlar og gerðist ekki markvert á fundinum. (Fréttaritari »Gjh.« Seyðisfirði.) Söngfélag bæjarins starfar nú af töluverðu kappi, en kvefið hefir haml- að þeim nú að undanförnu frá því, að láta heyra til sín opinberlega. Samt er sagt að söngfél. »Gígja« er Magn- ús Einarsson stjórnar, muni gera vart við sig innan skamms. Bæjarfógeti Guðl. Guðmundsson. Heilsa hans fer nú batnandi, og líkur til að hann verði heill heilsu áður en langt um líður. / / bœjarstjórn i Seyðisfirði voru kosn- ir nú eftir nýárið St. Th. Jónsson kon- súll og kaupmaður, og bókhaldari hans Jón Jónsson í Firði (endurkosinn). Sá er lagði þar niður bæjarfulltrúastarf var Herm:::m Þorsteinsson skósmiður. Stórhýsi er sagt að Carl Höepfners- verzlun hér í bænum ætli að Iáta byggja norðan við búðarlækinn, gegnt íbúðarhúsi konsúls Otto Tulinius. Er sennilegt að það verði bæjarprýði. Va ðla um boðsjarðir Iausar frá næstkomandi fardögum 1911. Ytra-Gil í Hrafnagilshreppi. Litlu-Hámundarstaðir í Arnarneshreppi. Sveinagarðar í Grímseyjarhreppi. Ytri-Grenivík í sama hreppi. Syðri-Grenivík í sama hreppi. Umsóknarfrestur til 1. febr. þ. á. Umboðsmaður Vaðlaumboðs, Akureyri 4. jan. 1911. Stephán Stephensen. PANTIÐ SJÁLFIR FATAEFNi YÐAR beint frá verksmiðjunni. Stórkostlegur sparnaður. Hver maður getur fengið gegn eftir- kröfu, burðargjaldsfrítt, 4 mtr. 130 cm. breitt svart, blátt, brúnt, grænt eða grátt, vei litað fínullarklæði í fallegan og haldgóðan kjól eða útiklæðnað (Spadseredragt) fyrir einar 10 kr. (%0 pr. meter). Eða 3'Á mfr. 135 cm. breiff svart, dökkblátt eða grá- möskvað nýfízkuefni í haldgóð og falleg karlmannsföt fyrir að eins 14 kr. 50 aura. Séu vörurnar ekki eins og óskað er eftir, þá verður tekið við þeim aftur. Þykk ullar- mikil ferðateppi 2x3 al. að eins 5 kr. Gráleit hestateppi mjög þykk 2 x 23lt al. að eins 4 kr. 50 aura. Aarhus Klædevæveri, Aarhus, DanmarK- Uppboðin á síldveiðahúsunum verða á Litlaskógssandi 25. jan. og í Dældum þriðjudaginn 31. jan. Eggert Laxdal. Kembing í lopa. KLÆÐAVERKSMIDJAN Á AKUREYRI er nú aftur tekin til starfa, og tekur joví móti HREINNI ULL og ULLARTUSKUM til kembingar í lopa ög plötur fyrir sömu borgun og áður. Til sérkembingar í lopa eru tekin minst 5 pd. af ull. Innan skamms verður einnig farið að spinna ýmislegt band og byrjað að vinna allskonar dúka o. fl., er síðar verður auglýst. Þeir, sem senda ull til kembingar, spuna eða í dúka, eru beðnir að gæta pess að tvisttuskur eða tvistband sé eigi í ullinni, pví pað skemmir vélarnar og pað sem vinna á úr henni. Séu ull og tuskur sendar saman til að vinna úr, eru menn beðnir að hafa petta sitt í hvoru lagi, og bréf á milli í pokanum. Vinnan verður fljótt og vel af hendi leyst. Umboðsmenn verða teknir víðsvegar um land, og eru peir, sem óska að taka að sér umboðsstörf fyrir félagið, beönir að senda skriflega umsókn til Verksmiðjuféiagsins á /tkureyri. Prentsmiðja Odds Björnssonar. G.GísIason & Reykjavík og Leith, útvega ódýrastar og vandaðastar út- lendar vörur og selja langbezt ís- ^lenzkarvörur.^ Kau pmönnum og kaupfélögum bezt að skifta þá. -uSTP Sápa Sapa! Sápuverksmiðjan í Glasgow. Hreinlæti ei öllum nauðsynlegt. Hreinlæti og þrifnaður er ávalt talið hið augljósasta merki um sanna menn- ingu hjá þjóðunum. Því meira hreinlæti, þess meiri menning. Því meiri sápueyðsla, þess meiri þrifnaður. Þetta heizt alt í hend- ur. Við höfum nú látið ransaka nákvæm- lega og bera saman, hvaða sápugerðarhús búi til bezta, drýgsta, en um leið ódýr- asta sápu og komist að þeirri niðurstöðu, að það er hin nafnfræga, nær 200 ára konunglega sápuverksmiðja þeirra Ogston & Tennants. Til þess því að gera Islendingum hægt fyrir með að geta fengið verulega góða sápu, sem að öllu Ieyti'svari kröfum nú- tímans, sé drjúg, góð en ódýr, með þægi- legum ilm og bæti hörundið, höfum við útvegað okkur söluumboð á íslandi fyrir þessa ágætu verksmiðju. Sýnishorn og verðlistar eru til reiðu á skrifstoíum okk- ar í Reykjavík og Leith og fjölgar þeim altaf jafnt og þétt er biðja okkur að senda nokkurar tegundir af hinum ágætu sápum frá Ogston & Tennants. / * Sápa frá G. Gíslason & Hay. Sápuverksraiðjan í Aberdeen.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.