Gjallarhorn


Gjallarhorn - 12.01.1911, Síða 1

Gjallarhorn - 12.01.1911, Síða 1
Gjallarhorn. Ritstjóri: Jón Stefánsson. • • ♦ ♦ #- % 2. f • • • •••< V, • • • • ♦ ♦ » é » ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦- Akureyri 12. janúar. i • • • • ••••••• >-»» • •• • • • • • >•••••••• • • » » » « » « • • • • • 1911. dag þóknaðist Quði að kalla okkar elsk- uðu systur og: tengda- systur, Maren Jacobeu Havsteen, til hinnar ei- lífu hvíldar. Þetta tilkynnist hér- með œttingjum, vinum og vandamönnum nœr og: fjoer. Fyrir hönd systkina hinnar látnu. Oddeyri, 12. jan. 1911. J. V. HAVSTEEN. THORA havsteen. Bókmentir. (Bækur sendar „Ojallarhorni".) ]. P. Jacobsen: Maria Qrubbe. Pýðing eftir Jónas Gúðlaugsson. — Gyldendalske Boghandel Khöfn. 1910. Þess hefir áður verið getið í »Gjh.«, að Jónas skáld Guðlaugsson væri byrj- aður á að þýða á íslenzku skáldrit J. P. Jacobsens, hins fræga danska skáldsagnahöfundar, byrjaði hann á sögunni »Marie Grubbe* og er sú bók nú komin hingað fyrir nokkru. — Ut- gáfan er vönduð, pappír góður og prentun smekkleg, er hún því hentug tækifærisgjöf. Bókin er í umboðssölu hér á landi í bókaverzlun Sigf. Ey- mundssonar (Pétur Halldórsson) í Rvík. er svo hefir sent hana bóksölum víðs vegar um land, hún kostar óbundin 3,75 en í fallegu skrautbandi 4,50. Jónas Guðlaugsson hefir tekið sér afarerfitt starf fyrir hendur, þegar hann byrjaði á þessari þýðingu, enda kvart- ar hann yfir því í formála er hann hefir skrifað fyrir þýðingunni, að »eink- um hafi verið torvelt að ná þeim tíð- arblæ á tali manna og viðræðum, sem Jacobsen hefir náð svo snildarlega á á frummálinu.* Var það því rétt af honum að gera sem minst til að halda þeim rithætti. »Marie Grubbe« hefir verið þýdd á mörg tungumál og hlotið mikið lof. Má því gera ráð fyrir að hún nái einnig vinsældum meðal Islendinga og hún seljist vel. — Þýðandinn segir í for- málanum, að ef íslendingar taki þess- ari bók að verðleikum, hafi hann 1' hug, að þýða fleiri af beztu skáldsög- um norrænna bókmenta á íslenzka tungu. Þitigmálafuncl hefir alþingismaður Suður-Þingeyinga boðað til á Br^iðu- mýri 23. þ. m. Ekki hefir neitt heyrst ennþá hvenær þingmaður Akureyrar ætlar sér að halda þingmálafund hér. Skilnaðarstefnan. Eftir Gisla Sveinsson. II. Hvert gagn verður nú að því að ákveða stefnuna og gera hana að virki- legri póliiískri stefnu? Þjóðinni allri hlýtur það að verða að gagni, að þessi mál skýrist Og rek- ist á heilbrigðum grundvelli; og von- andi verður .þetta mál ekki rætt sem persónulegt hatursmál eða í öfgum einum. En ræðast verður það, og þeir sem hyggja það vera hina heillavæn- legustu stefnu, íslendingum, munu berjast fyrir því. Þjóðin verður að venjast við ekki einungis að hugsa það, heldur líka að tala um það Og vinna að því (eða móti því, þeir sem það kjósa). En slíkt getur ekki gerst í pukri, því að þannig verður stefnan ekki rakin og rædd til nytsemdar þjóðinni, heldur í heyranda hljóði. Það ætti og að leiða af því, að skilnaður verður að virkilegri pólitík, að þokunni, er hvílir yfir stefnu margra manna hér í landi, fœri að létta. Ruglingurinn á að hverfa: Annaðhvort sambandsmenn og vinnandi í þeim anda, eða skilnaðarmenn á skilnaðar- braut. Annaðhvort — eða! Að vísu verður sjálfsagt ekki hjá því komist allskostar, hér fremur en annarsstaðar, að „spekúlantar“ játist undir stefnuna, án þess að meina nokkuð með því — en — til lengdar getur þeim ekki haldist það uppi, því að: sýn mér trú þlna i verkum þín- um! Og þessi hreina niðurstaða á loks að gera það að verkum, að við hætt- um sem mest þrasinu við Dani, vinn- um okkur ótrauðir fram að takmark- inu, er við höfum það einhuga fyrir stafni. Með þeim hætti verður næði til þess að starfa öfluglega og í rétta átt að framfaramálum heima fyrir. Ut ávið á einbeitt og ákveðin skiln- aðarstefna ekki síður að verða okkur að gagni. Aðrar þjóðir fá að vita hvað við viljum, og ganga þvf ekki gruflandi að því og koma ekki upp úr kafi um það, ef við hugsum ein- hverntíma til að framkvæma það. Og það er er engu siður nauðsynlegt, að þœr venjist við að heyra þessa stefnu okkar, heldur en islenzka þjóðin sjálf! Réttmæti stefnunnar verðum við sem sé að gera skiljanlegt öðrum þjóðum. Samhygð þeirra með rétti okkar og óskum verðum við á alla lund að reyna að vinna og efla. En það næst ekki með því, að leyna sjálfri stefn- unni, ef við á annað borð þykjumst geta haldið henni fram. Gagnvart Dönum höfum við heldur engu að leyna um það, hver stefnan sé. Og ef þeim er kappsmál að halda í sambandið, þá gera þeir vitanlega sitt til þess að halda f það og hljóta að sjá, ef á herðir, að líkindin eru mest til að það takist, ef þeir gera okkur til hæfis og verða við kröfum okkar. Þess vegna er það glópska, ef þeir skilnaðarmenn, er álíta fullréttis- samband góðan millilið og góða leið að takmarkinu, þora ekki að viður- kenna skilnaðarstefnuna eða opinbera hana. Og fákænskubragð var það, sem þeir Björn Jónsson og Kristján Jóns- son gerðu sig seka í, þá er þeir í »forsetaförinni« afneituðu allri skiln- aðarhreyfing hér heima en ætluðu sér að fara sleikjuleiðina. Slíkt athæfi gerði okkur líka að öðru leyti ógagn og vanza, eftir framkomu forkólfanna áður. Danir bjuggust við alt öðru; en þeir leystust úr öllum vanda og hirtu þar á eftir ekki um að athuga kröfur okkar á þingi sfnu. En tjón geta Danir ekki unnið okk- ur, til Iengdar, þótt þeir reyni að beita þeirri aðferð fyrst í stað. Það verður að hafa það, þótt þeir vinni á móti skilnaðarstefnunni (það mundu þeir lika gera, þó hún væri ekki opin- beruð); um þetta verður orrahrfðín að standa. Ef íslendingar starfa ötullega og samvizkusamlega undir merkjum þeirrar stefnu, er ekki hætt við að Danir geti gert okkur óskunda áfram eða heft gang hennar. íslendingum á og að aukast ásmegin í sllkri baráttu — og yrði hún þá ekki til einskis. Að öllu leyti .er því gagn að þvf, að skilnaðarstefnan verði opinber, virki- leg pólitísk stefna. Hún á að verða mælisnúra og leið- arstjarna íslendinga í því, hvernig þeir eigi að vinna sjálfstæðisvinnu, hvað þeir eigi að gera og hvað þeir eigi að varast. Er grundvöllurinn er fast- ur, verður hœgra að átta sig. í hverju einstöku atriði, í smáu og stóru, vinna þeir, sem skilnaðarmenn eru í raun og veru, í samræmi við aðalstefnuna. Þá geta Islendingar kept að takmark- inu, og kepst um að framkvæma það, er miðar í rétta átt. Og þá getur líka til mála komið, hvort millistig eigi að taka, ef það býðst og léttir leið að takmarkinu. Otalmörg atriði koma af sjálfu sér í þessu starfi. Og ef nokkur stefna kennir Islendingum í raun og sann- léika að standa á eigin fótum, þá er það skilnaðarstefnan. Hugsunin um að ná því takmarki að við verðum al- sjálfstæðir, hvetur til dáða, og þess er íslendingum fremur þörf en að kjark- ur sé úr þeim dreginn. Margt mætti telja, er vinna ber ög í rétta átt stefnir. Allar sannar fram- farir innanlands, ef þær eru ekki keyptar með sjálfstæðismissi að öðrum þræði, efla skilnaðarhreyfinguna. Og um þær láta menn sér hugað, ef þeir missa ekki sjónar á takmarkinu. Að koma á fót þjóðfélags- og menningar- stofnunum, svo sem ceðsta dómstól i landinu og háskóla, er og sjálfsagt verkefni skilnaðarmönnum. Fjárhags- sjálfstceði landsins hlýtur þeim að vera áhugamál o. s. frv. o. s. frv. — Ekki að gleyma, að íslenskan fána hljóta þeir að kappkosta að viðhafa og inn- leiða. Og strandgcezlunni verður að ná í okkar hendur sem mest! Og, síðast en ekki sízt, stjórnarskrá landsins verða skilnaðarmenn að byggja á hreinum grundvelli. Stjórnarskráin er líka »vopnið« eitt allra bezta, er er við getum notað til þess að svæla undir okkur rétt okkar aftur: okkar ríkisrétt. En þeir sem eru skilnaðarmenn, verða umfram alt að vera óháðir og sífelt á varðbergi. Fylgja þeim stjórn- um einum, er með sanni verður sagt um, að vinni að skilnaðartakmarkinu, viðurkenna líka hjá hverri stjórn það, sem miðar í áttina, víta hana fyrir hitt, sem hún vinnur til ógagns hinni réttu stefnu. Ef svo þjóðin vill skilnað, þá gerir hún að sjálfsögðu og menn hennar til- raun til að framkvæma hana, er fceri gefst og tök verða á. Það ber fram- tíðin í skauti sfnu, en alt að þeim tíma búa menn sig undir að geta sætt færunum.-------- Þessi er mín skoðun. íslenzka þjóðin verður nú að láta uppi, hvað hún vill. Menn verða, hver í sínu lagi og í flokkum, að tjá og sýna sig skilnaðarmenn, ef þeir hafa hug til þess. Og félög þau, er um landsmál fjalla, taka skilnað upp á sína stefnuskrá.* Því að öflugur skiln- aðarflokkur þart að myndast og í þann flokk eiga að lokum allir Íslendíngar að skipa sér — af þeim sökum, að skilnaðarsteínan er sú stefna, sem leiðir út úr þeim ruglingi, er nú á sér stað, og (ef gerlegt er) kemur festu og alvöru—og heiðvirði—á skoðanir manna og vinnu í þarfir sjálf- stæðis lands og þjóðar; sú stefna, sem íslendingum, ef þeir ætla að verða alsjálfstæðir, ber að aðhyllast, því að með því móti keppa þeir vísvitandi að þvf, að geta staðið á eigin fótum sem sérstök fullvalda þjóð, ríki meðal rfkjanna! * Félagið „Landvörn" (í Rvík) hefir riðið á vaðið, er það samþykti 25. nóv. 1910 svohljóðandi ályktun: Fundurinn telur ákveðna skilnaðarstefnu þá réttu stefnu í sjálfstæðismáli þjóðar- innar og að fslendingum beri því, ein- stökum mönnum, flokkum og félögum, er við stjórnmál eður landsmál fást, að vinna eindrtgið að viðgangi hennar og efling hvers þess, er miðar til að skiln- aðartakmarkinu verði sem fyrst náð. Tvíritunarbækur kaupa nú flestir kaupmenn á Norður- Iandi og allmargir á Austurlandi í bókaverzlun Odds Björnssonar á Akureyri, é

x

Gjallarhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.