Gjallarhorn


Gjallarhorn - 12.01.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 12.01.1911, Blaðsíða 2
4 OJALLARHORN. V. • ééM 1 ••• • # -• • • • •••• •••• ♦ • • ♦ • • •••••••• ♦ •-•—• ••• • • ♦ ♦ •• •• Jóhann Sigurjónsson skáld. A ðeins 8 eintök eftir af íslands- ™ kortunum góðu. Kosta að- eins 2 kr. Fást á Iandssímastöðinni. Brunabótafélagið JJordisK Brandforsikring tekur í brunaábyrgð hús, innbú, vörur o. s. frv. Umboðsmaður: JÓN STEFÁNSSON, Akureyri. Hann starfar nú kappsamlega að því, að fullgera leikrit, sem á að heita »Fjalla-Eyvindur«. Efnið er tekið úr íslenzku þjóðsögunum, og styðst höf- undurinn að miklu leyti við sögurnar af Fjalla-Eyvindi. — Sumarið 1908 fór Jóhann fótgangandi suður fjöll frá Akureyri til Reykjavíkur, hafði hann þá »Eyvind< sinn í huga og var hans vegna að litast um á háfjöllunum og kynna sér útilegulíf á íslandi! í nóvembermánuði síðastl. lékk for- stjórinn fyrir Þjóðleikhúsinu í Kaup- mannahöfn, J. Nielsen, að heyra kafla úr »Eyvindi«. Féllu honum þeir svo vel í geð, að hann falaði réttinn til þess að láta sýna leikritið fyrst á Þjóð- leikhúsinu. Varð það svo að samning- um með honum og Jóhanni, og greiddi leikhúsið honum þegar í stað nokkra fjárupphæð fyrir. — Jóhann ráðgerir að hafa fullgert leikritið eftir miðjan janúar og verður þá þegar byrjað að æfa það á leikhúsinu. Hann langar einnig mjög til að geta látið það koma út á íslenzku um sama leyti, en óvíst er ennþá, hvort honum tekst það. »Bóndinn á Hrauni« hefir ekki verið sýndur ennþá á Konunglega leikhús- inu, sem þó gerði samning um það í fyrra við Jóhann. Kemur það sér mjög illa fyrir hann, því hann fær ekki neinar tekjur af honum, svo teljandi sé, fyr en farið verður að leika hann. En dýrt er að lifa í Khöfn, og Jó- hann ekki fésterkur til þess að geta gefið sig eingöngu við leikritagerð og skáldskap, sem hann þyrfti þó, ef vel ætti að vera. Það er nú orðið viður- kent, að Jóhann er skálcl, og það meira að segja skáld, sem miklar líkur eru til, að veki eftirtekt á þjóð sinni og ættjörð og verði henni til sæmdar í augum mentaþjóðanna. Ætti alþingi því að bæta nú úr skák í vetur og veita skáldinu dálítil skáldalaun til viðurkenningar fyrir starf hans. Er það eins og flest annað af verkum þingsins 1909, að neita Jóhanni um þann lítilfjörlega styrk, er hann sótti þá um, en ausa fé f gegndarleysi á báða bóga til dindilmenna Björns Jónssonar. Þess má geta, til gamans, að hug- vit Jóhanns kemur fram í fleiru en skáldskapnum. Hann hefir fundið upp mjög haglega gert áhald, sem ætlað er til þess, að halda höttum föstum á höfði kvenfólksins, og á það því að útrýma hinum illræmdu löngu hatt- prjónum, sem margir karlmenn hata og margan hafa meitt, og kvenfólkinu sjálfu þykja óhentugir. Jóhann hefir þegar fengið einkaleyfi fyrir þessari uppfynding sinni í Dan- mörku, og fær það einnig að lfkind- um bráðlega í Englandi, Þýzkalandi og Frakklandi. Danskar konur eru mjög hrifnar af þessu áhaldi, og segja það einkar þægilegt, og ein af hinum helztu skartgripaverzlunum í Austurgötu í Höfn hefir beðið um að hafa það á boðstólum. Hver veit nú nema þessi uppfynd- ing Jóhanns geri hann að miljóna- mæringi! allskonar, svo sem þríhyrnur, langsjöl, ýmsan nærfatnað, sokka, vetlinga o. fl. tekur undirrituð að sér. tar Fljót, ódýr og góð vinna. -fn Quörún Sveinbjarnardóttir, Hafnarstrœti 06. Vinnukona þrifin og hlýð- in getur fengið vis't nú sfrax í góðu húsi. Ritstjóri ávísar. • ••••••»>»»»—• • • • • - •• Slys. Jón Kristjánsson á Litlu-Há- mundarstöðum var eitthvað að fara ineð byssu nú fyrir skömmu, hljóp þá. skot úr henni honum að óvörum, og tók af honurn litlafingur á annari hendi og særði hann auk þess mikið á hendinni. FyrirlesUir hélt Karl Finnbogason kennari í leikhúsinu á laugardagskvöld- ið var, er hann nefndi: »Eitt er nauð- synlegt.« Efni hans var um járnið, þýðingu þess og gagnsemi fyrir mann- kynið. Þjóðskáídið Matthías Jochumsson fékk lyrir skömmu skrautritað ávarp, er ýmsir danskir rithöfundar og lista- menn höfðu ritað undir og var það gert í tilefni af 75 ára aímæli hans (n. nóv. s. 1.) Aflalaust má heita að sé nú hér á pollinum. Tíðarfar hefir verið mjög óstilt nú undanfarið. Snjólétt er víðast hér norð- lendis. Sunnanpóstur kom fjórum dögum á eflir áætlun, að Stað í Hrútafirðí og ollu þvf stórhríðar er hafa verið ná- lega alla síðastliðna viku, sunnan Holta- vörðuheiðar. Má því gera ráð fyrir að Sigurjón póstur Sumarliðason geti ekki komist hingað á áætlunardegi, þótt hann duglegur sé og harðsækinn. (Símfrétt.) Vefnaðarvöruverzlun Gudmanns Efíerfl., yVkureyri. — Stærst úrval. — Lægst verð. — Gudmann öllum býður beztu kjör, beztar vörur, lægsta verðið þó. — Þangað menn og konur flýta för um fjöll og dali, lönd og kaldan sjó. Framvegis verður tómum steinolíufötum veitt móttaka á þriðju- dögum og fimtudögum, í húsi hins danska steinolíufélags á Oddeyrartanga, frá kl. 11 til 1; að færu veðri, sömu- leiðis verður afhent steinolía á þessum tíma, og eru bæj- armenn vinsamlega beðnir að nota penna tíma, svo framarlega sem kostur er á. Munið eftir að hjá hinu danska steinolíufélagi eru til átta teg- undir af steinoiíu, svo þar geta allir fengið steinolíu til hverra af- nota sem vera skal. Akureyri 10. janúar 1911. Carl F. Schiofh. dan$ka smjörliki er be5f. Þingmálafund hefir þingmaður Seyð- firðinga boðað x8. þ. m. (Símfrétt* Látin er í dag í hárri elli Maren J. Havsteen, systir etazráðs J. V. Hav- steen. Hennar verður nánar getið síð- ar hér í blaðinu. Björn Líndal yfirdómslögmaður og frú hans urðu fyrir þeirri sorg 5. þ. m. að missa dóttur sína 9 mánaða gamla. Oamlaársbrennur tvær voru haldnar hér í bænum á Gamlaárskvöld. Var önnur þeirra suður á Krókeyfi en hin út á Oddeyrarklöppum, þyrptist að þeim múgur og margmenni. Seyðfirðingar skutu flugeldum er út- vegaðir höfðu verið samstæðir, til þjóð- minningarhátíðar er halda átti þar í sumar en fórst fyrir, og kostuðu þeir 140 krónur að sögn. Biðjið ijm \egund\rnar „Sóley** „Ingólfur” „Hehla"eáa Jsórfold' Smjörlikið fcesb einungi$ fra : Otto Mön5ted h/f. Kaupmannahöfn og/lro'sum i Danmörku. PANTIÐ SjÁLFIR FATAEFNl VÐAR beint frá verksmiðjunni. Stórkostlegur sparnaður. Hver maður getur fengið gegn eftir- kröfu, burðargjaldsfrítt, 4 mtr. 130 cm. breitt svart, blátt, brúnt, grænt eða grátt, vel litað fínullarklæði í fallegan og haldgóðan kjól eða útiklæðnað (Spadseredragt) fyrir einar 10 kr. (2/so pr. meter). Eða 31/4 mfr. 135 cm. breitf svart, dökkblátt eða grá- möskvað nýtízkuefni í haldgóð og falleg karlmannsföt fyrir að eins 14 kr. 50 aura. Séu vörurnar ekki eins og óskað er eftir, þá verður tekið við þeim aftur. Þykk uilar- mikil ferðateppi 2x3 al. að eins 5 kr. Gráleit hestateppi mjög þykk 2 x 23/í al. að eins 4 kr. 50 aura. Aarhus Klædevæveri, Aarhus, DanmarK. Prentsmiðja Odds Björnssonar. /

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.