Gjallarhorn


Gjallarhorn - 19.01.1911, Page 1

Gjallarhorn - 19.01.1911, Page 1
Gjallarhorn. Ritstjóri: Jón Stefánsson. |V,3. | Akureyri 19. janúar. t 1911. • • |MtM •••#»• ## • • • ••• • Brunabótafélagið rar JSÍordisK Brandforsikring tekur í brunaábyrgð hús, innbú, vörur o. s. frv. Umboðsmaður: JÓN STEFÁNSSON, Akureyri. Jón Sigurðsson. Undirritaðir hafa verið kosnir í nefnd til þess að gangast fyrir að reisa Jóni forseta Sigurðssyni minnisvarða. Minnisvarðinn er ætlast til að verði líkneski á stalla, og verði afhjúpaður á aldarafmæli hans, 17. júní 1911, svo framarlega sem samskot ganga svo grclðlega, að þess verði auðið. Óskandi væri, að sem flestir tækju þátt í samskotunum, þótt framlögin séu eigkmikil; enda vitum vér fyrir víst, ' jhver íslendingur telur sér Ijúft og bÁyft að eiga þátt í því, að heiðra minningu hans. Samskotaeyðublöð munu verða send prestum, hreppstjórum og oddvitum o. fl. Eftir á er ætlast til að gefið verði út minningarrit með mynd af minnis- varðanum og myndum af Jóni Sig- urðssyni og híbýlum hans, og fylgi skýrsla yfir tölu gefenda í hverju hér- aði. Auk þess má greiða samskotafé beint til annars hvors gjaldkera nefnd- arinnar og gjaldkera á útibúum bank- anna. Áríðandi er að allir bregði sem fyrst við, er styðja vilja málið ef það tak- mark á að geta náðst, að afhjúpa minnisvarðann 17. júní næstkomandi. Reykjavík 28. des. 1910. Tryggvi Gunrtarsson formaður nefndarinnar. Bjarni Jónsson frá Vogi alþm. ritari nefndarinnar. Björn Kristjánsson alþingism. gjaldkeri nefndarinnar. H. Hafstein alþingism. gjaldkeri nefndarinnar. Pórh. Bjarnarson varaform. nefndarinnar. Skúli Thoroddsen p. t. forseti sameinaðs alþingis. Kristján fónsson p. t. forseti efri deildar alþingis. Hannes Porsteinsson p. t. forseti neðri deildar alþingis- Ari Jónsson alþingism. Ásgeir Sigurðsson pt. t. formaður Kaupmannafélagains. Guðmundur Helgason forseti Búnaðarfélags íslands. Helgi Valtýsson _ formaður Ungmennafélaga Islands. Hannes Hafliðason formaður skipstjórafél. »Aidan«. Jón Jensson yfirdómari. K. Zimsen form. Iðnaðarmannafél. í Reykjavík. Ólafur Ólafsson fríkitkjuprestur. Pétur G. Guðmundsson form. verkamannafél. »Dagsbrún«. Stgr. Thorsteinsson p. t. varaforseti Bókmentafélagsins. Ráðherrann. (Bréíkafli til »Gjh.< eftir gamlan þingmann.) . . . Þú minnist á ráðherrann og ýmsar gerðir hans. Jú, það má heita að það sé almenn óánægja yfir hon- um um land alt. Fjölda manna virðist líka, að hann hafi sýnt það í verkinu, að hann sé óhæfur til þess að vera stjórnandi íslands. í raun og veru er hann heldur eigi ráðherra íslands nema að nafninu einu. Hann er ráðherra flokks síns. Og þó ekki einu sinni það, heldur að eins nokkurs hluta hans, þeirra manna, er skipa sér í kring um hann og eru pólitískir hús- karlar hans. Það er að vera »klikku<- ráðherra. Og hvernig er húskarlalið hans? Eru það atkvæðamenn þjóðar- innar, eða eru það pólitískir leigulið- ar og brauðbítir, er láta sannfæring sína fala fyrir bitling af fé þjóðar- innar? Hafa þeir haft fyrir augum heill og velgengi þjóðarinnar eða hef- ir þeim verið annast um að leika á lægstu tilfinningar hennar og ínaka krók sinn? Hvað finst mönnum um þá auðsveipnustu af »liðinu< — auð- mjúkustu húskarlana? T. d. Bjarna frá Vogi, Sigurð Hjörleifsson, Ara Jónsson o. fl. í minni sveit mælir enginn ráð- herranum bót, og svo mun nú vera að verða víða um land. Flestir hygn- ustu mennirnir, sem hafa verið flokks- menn hans, játa nú og viðurkenna, hvernig málum þjóðarinnar sé komið í hans höndum. En hvernig fer nú um þingmannalið hans þegar á alþing kemur? Hörmulegt ástand er það, þegar þingmenn eru svo æstir og hlutdræg- ir eða háðir ráðherra, eins og þeir sem lifa á hans vegum, að þeir t. d. hvorki þora að halda þingmálafundi né biðja um aukaþing, þó mikill meiri hluti kjósenda í kjördæmum þeirra krefjist þess. En er slfkt eigi mátu- legt þeim kjósendum, er hafa eigi vit á að velja nýta menn á þing? Var það t. a. m. ekki minkun fyrir Strandamenn, að hafna einhverjum nýtasta bóndanum, sem sat á alþingi, og velja í hans stað — Ara Jónsson? Eða kosningin ykkar Akureyringa. Margir áttu von á meiri stjórnmála- þroska hjá ykkur en hún lýsti. Að ógleymdum Dalamönnum, sem settu kórónuna á alt saman — Þú vilt nú ef til vill segja, að þessi kjördæmi hafi það sér til afsökunar, að þá hafi eigi verið ljóst um þingmenskuhæfi- leika þessara manna, þó nú séu þeir öllum auðsæir! Satt er það, að það sást bezt þegar á þing var komið. Svo var um fleiri þingmenn, sem þá komust á þing einungis vegna æsinga út af Uppkastinu. En hvers vegna vilja menn vera að kjósa þá menn til þingsetu, sem hafa eigi starfað áður að þjóðmálum til gagns fyrir al- menning, þegar völ er á betri full- trúaefnum? Eg get eigi neitað því, sem marg- ir segja, að ráðherrann sé orðinn sannur að ósannindum, bæði innan lands og utan, síðan ráðaneytisfor- setinn birti brét hans. Og svo öll ó- sannindin í »ísafold<. Það er mitt á- lit, að enginn maður í nokkuru ment- uðu landi hefði getað setið í ráðherra- sæti eftir slíkt. Það eitt ætti að vera nægilegt til þess, að hann hefði beð- ið konung um lausn, ef hann hefði hugsað um sóma landsins. Illa lízt mér á fjárhag landsins. Eg óttast að landið verði gjaldþrota, ef þessu heldur áfram. Til þess að komast hjá því, verður að leggja gjöld og skatta á menn. En á hvað á að leggja? Mér sýnast eignir manna litl- ar f samanburði við skatta, gjöld og skuldir. Víðsvegar að. Dularfull fyrirbrigði. Menn mega ekki halda, að ráðlegt sé að lftilsvirða einlægar tilraunir til að ná í teikn og tilkynningar frá heimi hinna framliðnu — þótt margt komi meir en ókunn- uglega fyrir. Þessir huliðsheimar eru afar-torveldir til rannsókna, og sam- band vort, sem búum hérna megin, nálega óvinnandi tálmunum búndið, þótt hinsvegar bregði fyrir óvæntum ljósgeislum. Oftlega virðist meiri hluti opinberinganna stafa frá vitundarpört- um miðilsins sjálfs og hitfna viðstöddu, eða þá trá einskonar »villiöndum í loftinu< (eins og þar stendur), en ekki frá þeim, sem persónum, sem nefna sig; þess vegna þarf að »prófa and- ana«. Góðir andar bera sér ávalt vitni sjálfir, sé vel athugað; þeir verða aldrei tvísaga, og alt, sem þeir segja, hefir alvörublæ og önnur sannleikans einkenni — enda þótt þeir fræði oss lítt um það, sem vér helzt viljum vita; þeir eru og stundum litlu fróðari en vér, sumu er þeim og bannað frá að segja, sumt er þeim eins hulið eins og oss, og sumt skil- jum vér ekki eða misskiljum, þótt þeir segðu oss eitthvað um það. Alt þetta hafa vinir vorir hinu megin sagt oss og margsagt, og ekki síður hitt, að gegnum flesta miðla eigi þeir af- ar-erfitt með að koma réttum eða ó- menguðum skýrteinum. Mest ríður á í byrjun þessara rann- sókna aýnilegum sannindamerkjum, að komast til fastrar sannfæríngar um að sjónhverfingar eða sjálfsblekkingar séu hvergi til hindrunar. Og þó er öllu fremur áríðandi, að verða viss um að persónurnar, sem til sín segja, séu vafalausar. — — Andríki, djúpsæi og aðrar innri gáf- ur eru áríðandi við þesskonar tilraun- ir, svo og sú trú, eða löngun a.m. k., að samband við aðra tilveru sé til. Hitt er heimskulegt, að afneita öllum dulrænum hlutum eða hæðast að þeim. Því sýnilegar sannanir fyrir tilveru mannkynsins eftir dauðann eru og verða óumræðilega þýðingarmiklar. Sá tími kemur að þær sannanir verða sá kraftur og það guðdómsvald, sem samansafnar öllum þjóðum undir sól- unni — stefnir öllum lifendum að einu og sama guðsborði til hugsvöl- unar og endurnæringar. Þá rætist trú- in »samneyti heilagra<. (Úr blaðinu >Light<.) JVIisjafn efnahagur í Lundúnum. Drottinn er sá sem gerir fátækan og ríkan, sagði Salómon, en Loyd George, fjármálaráðherra Englendinga, er á annari skoðun. Nýlega skýrði hann á fjölmennum fundi frá því, hve miklar eignir eða arfar hefðu komið til skifta tvö síðastl. ár í hinni miklu Lundúna- borg (með 6 mill. íbúa). Hann kvað tölu fullorðins fólks, sem dáið hefði á ári, vera 420 þúsundir, og 5 sjöttu partar af þeirri tölu hefðu ekki eftir- látið neinar teljandi eignir, en sjötti hluti fólksins hefði eftirskilið 300 mill. punda sterling, og nærfelt helmingur þeirrar kynja - upphæðar hefði verið skuldlaus eign ekki fullra 2000 manna (75000 pund á mann). Þar næst spyr hann hvort þessar 35 þús., sem dáið hefðu í örbyrgð, hafi goldið tómra sjalfskaparvíta, eða verið eyðslumenn og ónytjungar, svo og hvort hinir auðugu, sem dóu og voru grafnir, hefðu allir verið hagsýnir og dugleg- ir menn. Hann kvaðst ekki neita, að mörg væru sjálfskaparvítin,,sem styddu að örbyrgð og volæði, né heldur væri öll auðlegð »guði að þakka«, og ekki heldur dugnaði eigendanna, Mammon gæfi sofandi sínum. En hvað sem því liði, hrópaði þetta ástand í himininn. Endimark allrar viðleitni löggjafarvalds og borgaranna væri að ná tiltekinni miðlun og meðalmælikvarða í eignum og afkomu íbúanna. Aðferðirnar eru margar, þ. á. m. fyrst og fremst efl- ing þekkingar, alls manndóms eða sið- menningar, hverfaskifting befri, fækk- un öl- og vínhúsa, og loks lífeyris- stofnanir, sem næði betur og betur » # ♦ • • • > ♦ ♦ » » > »««»«» <* Frumbœkur , Og Avísanabœkur fást í pi entsmiðju Odds Björnssonar,

x

Gjallarhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.