Gjallarhorn


Gjallarhorn - 26.01.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 26.01.1911, Blaðsíða 1
UJALLARHORN. Ritstjóri: Jön Stefánsson. 4. | Akureyri 26. janúar. »*•»***•» 9 » 9 »•••••••••• • • • • •• •••••••••••••• • • • • »« « 1911. Þingmálafundur Akureyrar. Fádæma hneykslis-athæfi. Alþm. Kjördæmisins sfekkur af fundi í miöju Kafil! Lögregluþjónarnir látnir reka kjósendur út! Ljósin slökt. Undan hallanum! Uppreisn í liðinu. Sú fregn barst hingað til bæjar- ins í fyrra dag, að uppreisn hefði orðið í þingmannasveit Björnsjóns- sonar og þótti það tíðindum sæta. Ýmsir af fylgifiskum hans hér í bænum, neituðu sögunni þegar harð- lega, sögðu hana vera tilhæfulausa lýgi og illkvittnis uppspuna úr stjórn- arandstæðingum. Einn þeirra kvaðst hafa símað til Bjarna frá Vogi, og spurt hann um þetta, en Bjarni varð- ist þá allra frétta um það. Hitt gat manninum ekki dottið í hug, að Bjarni mundi vilja Ieyna sig þessu! Að hann mundi ekki tafarlaust segja sér öll leyndarmál flokksins. Gjallarhorn símtalaði því við mann í Reykjavik, sem hlaut að vita hvað satt væri í þessu, og sagðisthonum svo frá, að alþingismennirnir Ari Jónsson, Bjarni Jónsson frá Vogi, Björn Kristjánsson, Benedikt Sveins- son, Hannes Þorsteinsson, Jón Þor- kelsson, Magnús Th. Blöndahl og Skúli Thoroddsen hefðu haldið fund með sér, rétt fyrir síðustu helgi, og komið sér þar saman um, að skora á Björn Jónsson að leggja niður völd, þegar er alþingi yrði sett. En, ef hann vildi ekki verða við þeirri áskorun, mundu þeir vinna að því, að samþykt yrði í þinginu vantrausts- yfirlýsing gegn honum. Séra Jens Pálsson mætti ennfremur á þessum þingmannafundi, en gekk þegar af honum, og kvaðst mundi fylgja Birni Jónssyni eins og að undan- förnu. Sig. Sigurðsson ráðanautur hafði og verið kvaddur á fundinn, en hann þurfti burtu úr bænum og gat því ekki mætt. Björn ráðherra hafði boðað á fund á sunnudagskvöldið þá þingflokks- menn sína, er hann náði til. Þar skýrði Ari Jónsson frá samþykt þeirra félaga, og bar fram áskorun þeirra, en Björn svaraði engu góðu. Bene- dikt Sveinsson átti þá talsverð orða- skifti við Björn og fóru þau fram í fullri alvöru á báðar hliðar. Björn gerði svo miklar tilraunir til, að fá þá til að taka aftur þessa áskorun, og reyndi það bæði með blíðmæl- um og heiftyrðum, en þeir sátu fastir við sinn keiþ, og kváðust ó- fáanlegir til þess. Lauk tundinum við það, að Björn bað þá um frest til umhugsunar áður en hann svar- aði, og að þeir vildu gera það fyrir sig, að halda þessari ráðagerð leyndri þangað til alþingi kæmi saman. Það er kunnugt fyrir löngu, að nokkrir hinna sjálfstæðustu þing- manna, er fylgdu Birni að málum á síðasta þingi, voru nú orðnir hon- um fráhverfir með öllu, og þegar þeir bætast við hóp þeirra, sem nú voru taldir, fer að verða þunnskip- að lið Björns. Þó prýða nokkrir af helztu liðléttingum þingsins sveit hans ennþá. Það fer að líkindum, að.ýmsum getum er þegar farið að leiða um það, hver hafi verið aðalorsökin til þess, að ýmsir þeirra þingmanna, er áður eru nefndir, sáu sér eigi annað fært, en snúa baki við Birni, og hefir Gjh. heyrt ýmislegt um það, er ekki verður getið um að svo stöddu. Ekki lögleysur! Björn Jónsson skrifaði ýmsum helztu fylgismönnum sínum, að sögn, skömmu áður en hann fór frá Höfn nú síðast, og ávítti þá þar, mjög harðlega, fyrir ýms ummæli þeirra, út af því, að hann hefði ekki fengið hinum núverandi konungkjörnu þingmönnum hrundið úr scssi. Kvað hann það öllum heilvita mönnum auðsætt, að þeim bæri að sitja á næsta þingi, og enginn, ekki einu sinni vafasamur, lagabókstafur væri til, er gæti hamlað því. Enda væri það gagnstætt öllu viti og gild- andi lögum. Enginn skyldi fá sig til að fremja lagabrot og lögleysur, og hann ætlaði ekki að reyna að hanga við völdin með því að fremja lögleys- ur, þó það ef til vill gæti hjálpað í svipinn!! Ó ekk’ í. Fróðlegt er að bera þetta saman við prédikanir »Norðurlands« um »böðla þjóðarviljans«, og hefir þar illa verið eytt miklu rúmi að óþörfu í sæluríkri von um, að geðjast vilja hús- bóndans. En sennilega hefir ritstjóri þess verið búinn að fá eitt af þess- um bréfum frá Birni áður en hann bjó út dagskrána fyrir þingmálafundinn sinn, því ekki var þar eitt einasta orð um að »böðlarnir« ættu ekki að mæta á þessu þingi. Hefir hann verið furð- anlega fljótur að átta sig, gamli mað- urinn, eftir að hann fékk bréfið, og ekki hikað við að rass-skella sannfær- inguna, úr því Björn áleit það réttara. (Eftir símfrétt.) Barnslút. Steingrímur Matthíasson héraðs- læknir og frú hans urðu fyrir þeirri sorg 20. þ. m. að missa yngsta son sinn, Ingva, rúmlega tveggja ára gamlan, mjög efnileg- an dreng. Dýr húsgrunnur. Bæjarstjórn Akureyrar- kaupstaðar ákvað á fundi 24. þ. m. að selja lóðina á horninu við Torfunefslækinn ofan við „Edinborg". Hlaut hana Þorvaldur Sig- urðsson kaupmaður fyrir 4800 kr. Stærð lóðarinnar er 1200 □ álnir. Hafís hefir verið mikill úti fyrir Vest- fjörðum. Um helgina var voru þar allir firð- ir fullir af ís suður að Patreksfirði. En nú hefir hann rekið frá aftur út í hafsauga. Loksins hafðist hann þó — þingmað- urinn okkar, Sigurður Hjörleifsson, hinn fylgispaki, trúi skjaldsveinn Björns ráð- herra — til þess að kveðja kjósendur kjördæmisins á þingmálafund. Hann var haldinn á mánudags- kvöldið var í Templarahúsinu. Hófst kl. 6 e. h. og stóð þangað til stundu eftir miðnætti. Og eftirminnanlegur mun hann verða, sá fundur, þeim er hann sóttu. Enginn vafi á því, að hann er hneyksli í þingmálafundasögu íslend- inga. Og gott sýnishorn er hann enn- fremur af því, hvernig fylgismenn Björns Jónssonar telja sæmilegt að hegða sér þegar ræða skal alvarleg- ustu áhugamál íslenzku þjóðarinnar á opinberum kjósendafundum. Þegar þingmaðurinn kemur ekki þeim ályktunum í gegn, sem hann hefir átt að fá samþyktar, þá er fund- uriun þýðingarlaus fyrir hann sjálfan og húsbóndann. Þá er ekki um ann- að að velja en hegða sér eins og götudrengur og reyna að fá sem flesta til þess að elta sig í ósóman- um. Hóflegar umræður, rök og ástæður var þýðingarlaust að fást við. Þegar meiri hluti kjósenda vildi ekki syngja Birni Jónssyni Iof og dýrð, þá hafði þingmaðurinn ekkert að gera lengur á fundinum. Þá stökk hann af hon- um og kjósendur voru reknir út — lögreulan fengin til þess — og Ijósin slökt. Fundargerðin, eins og gengið var frá henni af fundarstjórum og skrif- urum, er svohljóðandi: Ár 1911, mánudaginn 23. janúar, var þingmálafundur fyrir Akureyrar- kaupstað settur í stóra sal Goodtempl- arahússins, samkvæmt undangengnu fundarboði 21. þ. m. í blaðinu Norð- urlandi frá þingmanni bæjarins. Fundarstjóri var kosinn bankastjóri Bjarni Jónsson og til vara kaupm. Otto Tulinius. Fundarstjóri setti fund- inn og tilnefndi skrifara Jakob Karls- son og Stefán Björnsson. Þingmaðurinn lagði dagskrá fyrir funcjjnn og voru málin fyrirtekin og rædd sem hér segir: l. Stjórnarskrármálið. í máli þessu kom fram tillaga frá ritstjóra Birni Jónssyni svohljóðandi: »Fundurinn skorar á alþingi að samþykkja breytingu á núgildandi stjórnarskrá, í öllum höfuðatriðum, að því leyti, sem nú getur átt við, samhljóða frumvarpi því, sem stjórnin lagði fyrir síðasta þing, sérstaklega að því er snertir afnám konungkjörinna þingmanna og rýmk- un kosningarréttar, og kosningar til efri deildar.« Samþykt með 133 atkvæðum gegn 128 atkv. Sundurliðuð tillaga í sama máli kom fram frá þingmanni kjördæmis- ins og voru eftirfarandi liðir hennar ræddir og samþyktir þannig: 1. Fundurinn tjáir sig hlyntan fjölg- un ráðherra, þó með því skil- yrði að eftirlaun þeirra séu með öllu afnumin, eða veitist aðeins sem biðlaun til eins árs og ekki hærra en 2000 kr. Lög um ráð- herraeftirlaun vill fundurinn að sett verði á þessu þingi. Þessi liður samþyktur með miklum meirihluta. 2. Hann vill að eftiriaun embættis- manna megi afnema með sér- stökum lögum. Samþ. í einu hljóði. 3. Telur rétt að slíta megi sam- bandi ríkis og kirkju með sér- stökum lögum. Samþykt með miklum meirihluta atkvæða. 4. Vill að allir alþingismenn verði þjóðkjörnir. Viðaukatillaga frá skólam. Stefáni Stefánssyni: »og séu þingmenn eigi fleiri en 36.« Samþykt með miklum meiri hluta. 5. Alþýðuatkvæði er hann með- mæltur og vill að ákvæði um það, sérstaklega málskotsréttinn, verði tekið upp í stjórnarskrána. Samþykt með miklum meirihluta atkvæða. 6. Ennfremur aðhyllist fundurinn þá tillögu, að endurskoðendur landsreikninganna verði framveg- is ákveðnir 3 og séu kosnir með hlutfallskosningu af sameinuðu þingi. Samþykt í einu hljóði.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.