Gjallarhorn


Gjallarhorn - 03.02.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 03.02.1911, Blaðsíða 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefánsson. V, 5. I Akureyri 3. febrúar. 1911. Þingmálafundur Hörgdæla. Ár iqii, þann 18. jan., hélt annar þingmaður Eyfirðinga, Stefán Stefáns- son, þingmálaíund að Staðartungu í Hðrgárdal. Til fundarstjóra var kos- inn dbrm. Guðmundur Guðmundsson hreppsstjóri að Þúfnavöllum, en skrif- arar Árni Jónsson oddviti í Lönguhlíð og Eiður Guðmundsson búfræðingur á Þúfnavöllum. — Þessi mál voru tek- in til umræðu: i- Stjórnarskrárbreyting. Eftir langar umræður um málið var borin upp svohljóðandi tillaga: »Fundurinn skorar á næsta alþingi, að gera þær breytingar á stjórnar- skránni, sem nauðsynlegar eru, og telur hann þar til: a) að tryggja þjóð og þingi skjót úrræði gegn hverskon- ar gerræði stjórnarinnar. b) afnám kon- ungkjörinna þingmanna. c) að kosning- ar og kjörgengi til efri deildar tryggi þjóðinni meiri staðfestu í málum henn- ar, en ella má með einföldum kosn- ingum. Fundurinn telur eina málstofu á alþingi mjög varhugaverða; einnig óskar hann, að sameinað alþing kjósi 3 endurskoðendur landsreikninganna, með hlutfallskosningu.* Samþykt með öllum atkv. 2. Eftirlaun ráðherra. Svo hljóðandi tillaga borin upp: »Fundurinn skorar á alþingi að af- nema eftirlaun ráðherra.« Samþykt með öllum atkv. 3. Sambandsmálið. Borin upp svo hljóðandi tillaga: »Fundurinn lýsir óánægju yfir með- ferð meirihlutans á sambandsmálinu á síðasta alþingi og síðan.« Samþykt með öllum atkv. 4- Aðflutningsbannið. Eftir ítarlegar umræður var borin fram svohljóðandi tillaga: »Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir aðgerðum síð- asta alþingis í bannmálinu, þar eð hann telur bannlögin ganga of nærri persónulegu frelsi manna, og enn- fremur vegna þess, að hann sér ekki ráð til, að fylla það skarð í tekjur landssjóðs, sem verður með missi vínfangatollsins, án þess að íþyngja þjóðinni með nýjum álögum.« Sam- þykt með meiri hluta atkv. 5. Skattamál. Eftir miklar umræður kom fram svo hljóðandi tillaga: »Svo framarlega sem bannlögin verði ekki numin úr gildi, eða þeim frestað, tjáir fundurinn sig meðmæltan hækkuðum tolli á þeim tollstofnum, sem þegar eru lögboðnir, að undanskildum sykri, en mótmælir algerlega farmgjaldi eða faktúrutolli. Að öðru leyti telur fundurinn sig meðmæltan aðaltillögum skattanefnd- arinnar.« Samþykt með öllum atkv. gegn einu. 6. Vegamál. Eftir umræður um málið var borin upp svohljóðandi tillaga: »Fundurinn skorar á þingið og Iandsstjórnina að láta gera akfæran póstveginn um Þela- mörk á næsta fjárhagstímabili, þar eð akbrautin vestur frá Akureyri kemur ekki að fullum notum að öðrum kosti, en árlegt stórtjón fyrir nærliggjandi sveitir, að bíða eftir framhaldi akveg- arins. Ennfremur að veita fé til end- urbóta á póstveginum fram Öxnadal. Fundurinn skorar sérstaklega á þing- menn kjördæmisins að beita sér fyrir þessu máli,« Samþykt með öllum atkv. 7- Stjórnarráðstafanir. Eftir allmiklar umræður var borin upp svohljóðandi tillaga: »Fundurinn skorar á næsta alþingi, að skipa þing- nefnd, til að rannsaka aðgerðir stjórn- arinnar í landsbankamálum,» Thore- samninginn, lántökuna í utlöndum, leigu silfurbergsnámanna, sem og alt annað er að fjárstjórn stjórnarinnar lýtur, er orkað hefir tvímælis.* Sam- þykt með öllum atkv. Viðaukatillaga: »Fundurinn krefst fullrar uppreisnar fyrir hina ólöglega afsettu gæzlustjóra.« Samþykt með meiri hluta atkv. « Fleiri mál voru ekki afgreidd frá fundinum. Fundargerðin lesin upp og samþykt. Fundi slitið. Ouðrn. Quðmundsson. Arni Jðnsson. Eiðar Ouðmundsson. %áðgjajinn og „danska mamma". Höfn 9/1 'ti. »Politiken« flytur 5. þ. m. viðtal, er blaðamaður þess átti við hann^ sama dag og hann (ráðgj.) fór burtu héðan. Vér setjum hér þýðingu á þeim kafla, er snertir íslenzk stjórnmál: Blaðamaðurinn (Kristján Dahl): Hvað er sannleikur af fregnunum um skiln- aðarmenn? — Lítið eða ekkert. Að menn hér eru á annari skoðun, er að kenna samvizkulausum fregnberum í dönsku blöðin. — íslenzkum fregnberum? — Já, íslendingum hér og heima. Maður eins og cand. mag. Melsteð hefir fengið rangar upplýsingar teknar upp í »Berlingske Tidende*. Hann er sár, af því fjárlagaveitingin til íslands- sögu hans er nú loks afnumin. — Er eftir skoðun yðar enn þá meiri hluti á alþingi fyrir því, að breyta sambandinu við Danmörku í persónusamband? Brunabótafélagið $æ JNIordisK Brandforsikring ^ tekur í brunaábyrgð hús, innbú, vörur o. s. frv. Umboðsmaður: JÓN STEFÁNSSON, Akureyri. — Þangað stefnum við. Eftir að danska stjórnin hafði virt að vettugi gerðir síðasta alþingis og ekki komið fram með neinn miðlunargrundvöll, er hægt væri að byggja á, hygg eg, að bezt sé, að mál þetta hvílist fyrst um sinn. Eg hygg ei, að komandi alþingi geri neitt í þessu máli. Að öðru leyti mundi samkomulag takast, ef að Danir hliðruðu til í átt- ina að persónusambandi. En, eins og eg tók fram, er bezt, að mál þetta hvílist fyrst um sinn. Því næst sagði ráðgjafinn blaða- manninum frá, að hann hefði 24 laga- frumvörp með heimleiðis í pokahorn- inu og að hann mundi koma hingað aftur í maí eða júní, ef fjandmenn sínir væru ekki búnir að steypa sér áður. Þjóðlagasafn Bjarna Þorsteinssonar. Höfn 9/1 '11. Um þjóðlagasafn sr. Bjarna ritar Axel Olrik prófessor í norrænum íræðum við Hafnarháskóla, alkunnur vísindamaður, í tímarit sitt »Danske Studier« 3. h. 1910. Próf. Olrik finnur fyrst að niður- röðun efnisins. Hún sé ruglingsleg og sé ei hægt að sjá af henni, hvað útg. teljí íslenzk þjóðlög. Ennfremur sé útg. óljóst, hvað þjóðlög séu. Fjöldi af Iat- neskum kirkjusöngslögum séu með f safninu.. Útg. álíti auðsjáanlega, að þjóðlag sé íslenzkt, ef að handritið sé íslenzkt. Þetta geti vel verið erlend lög, sem afrituð séu til notkunar á íslandi. Líkt sé því varið um þær rúmar 50 bls., sem teknar eru eftir sálmabókum; utg. gefi að eins þær upplýsingar, að hann hafi ekki tekið upp lög þau, sem væru í Jespersens danska Grallara frá 1573, en tekið önnur upp, sem hann ekki vissi hvað- an væru. Hefði útg. því átt að pæla í gegnum fleiri danskar og þýzkar sálmabækur, áður en hann hefði tek- ið þessi lög upp sem fslenzk þjóðlög. Einkennilegast efnisval sé þó, er höf. taki upp 10 af lögum þeim, er standa í Laubs »Danske Folkeviser med gam- le Melodier* (1. hefti 1899). Slíkt sé nokkuð djarft, að setja islenzka texta við dönsk lög og taka þau upp í ís- lenzkt þjóðlagasafn. Merkileg séu þau orð útg., að handritið frá hans (útg.) hendi hafi verið tilbúið 1904 um vor- ið, einmitt um sama leytí, er höf. hafi fengið styrk á fjárlögunum til lengri utanfarar. Hafi höf. þá bætt litlu við. Útg. hafi því lokið verki sínu á þeim tíma, þegar vinnan að útgáfunni mundi byrja hjá öðrum. Árangurinn sé því þessi merkilega bók, og verði maður að hverfa 100 ár aftur í tímann til þess að finna maka hennar. Með þessu sé þó ekki sagt, að bókin hafi ekki talsvert gildi. Annar helmingur hennar innihaldi safn sr. Bjarna sjálfs og bjargi þeim lögum frá gleymsku, og sé það mjög mikils vert A. Island erlendis. Höfn Vi '11. Einar Jónsson myndhöggvari hefir nýskeð fengið tilboð frá þýzkum kon- unglegum hirðsala í Dresden um að halda sýningu þar á öUum listaverk- um sínum. Er ekki ósennilegt, að sú sýning fari fram að sumri komanda; mundi sú sýning koma Einari að miklu gagni. Oda Nielsen skemti íslendingum á síðasta skemtifundi íslendingafélags. Frúin las upp sögur og söng kvæði og var launað með dynjandi lófa- klappi. Atlanzeyjafélag (Skrælingjafélag) hélt fund seint í desembermánuði. Arne Möller lýðháskólastjóri flutti þar fróð- legt erindi um ísland. Að því erindi loknu voru umræður og tók þátt f þeim, m. a., Schack höfuðsmaður, er krafðist þess at ráðgjafa, sem var við- staddur, að hann segði frá, hvert væri nú markmið hans og flokksmanna hans. Ráðgjafinn svaraði með þvf að hella sér út yfir danska blaðamenn, er aldrei gætu sagt rétt frá því, sem gerðist á íslandi! Bankastjðri Sighvatur Bjarnason jústizráð kom hingað með „Ingolf" um daginn, til þess að líta eftir útbúi Íslandsbanka. Hann fer heimleiðis aftur með „Vestu." J. V. Havsteen etazráð fer til Reykjavfkur nú með „Vestu" og dvelur þar nokkura daga. Þaðan fer hann svo með „Botníu" til útlanda og kemur ekki heim aftur fyr en í apríl eða maí. Jóhann H. Havsteen stýrir verzluninni á meðan. .......... BmmmBíb Umslög með áprentuðu nafni hvergi ódýrari en í prentsmiðju Odds Björnssonar.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.