Gjallarhorn


Gjallarhorn - 03.02.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 03.02.1911, Blaðsíða 2
V. GJALLARHORN. 10 Blekkingatilraunir »Norðurlands«. ^Þingmálafundai^-lýgin. Rað er fyrir löngu viðurkent að blaðið „Norðurland" hefir afar sterka tilhneigingu til þess að reyna að blekkja lesendur sína, segja ekki nema hálfan sannleikann, og tæp- lega það, umhverfa og afbaka. — Oft kemur það því auðvitað fyrir, að það verður að reyna að klóra ofan yfir misfellurnar, og éta ofan í sig fyrri frásagnir sínar. En það verk hræðist blaðið ekki. Eitthvað tollir þó alt af við af ósannindun- um! Og sjálfsagt er að freista gæf- unnar í því efni! Óhætt mun að fullyrða, að aldrei hefir blaðið verið jafn bíræfið á blekkingaferli sínum eins og 31. janúar síðastliðinn, þar sem það skýrir frá leynilegum „klíku"-fundi í ráðherraliðinu, er haldinn var 25. jan. og er svo ófeimið og blygðun- arlaust að kalla þann flokksfund „Þingmálafund Akureyrar". Tilgangurinn er auðsær. Sá að reyna að draga úr óförunum á fundinum, sem þingmaðurinn hljóp í burtu af, um daginn. En ósvífnin! Þrátt fyrir það þó blaðið viti, að hver einasti kjósandi hér í bænum, jafnt flokksmenn þess sem andstæð- ingar, hljóti að vita, að það fer þarna með rakalaus ósannindi, blygðast það sín samt ekki fyrir at- hæfið. Það eru fleiri til, sem vert er að reyna að blekkja, en kjósendur hér í bænum, og þá 'er sjálfsagt að reyna það! Það er alþýða manna út um land. Hún veit þó ekki hvað gerzt hefir á þingmálafundunum hér í bænum, og henni er óhætt að flytja hvaða ósannindi sem er enn þá. - En hvað græðir svo ritstjóri »Norðurlands" og þingmaður Ak- ureyrar á þessum ósanna frétta- burði blaðsins? Vantraustsyfirlýsing'u frá meirihluta kjósenda kaupstaðarins. Á hinum leynilega «klíku"-fundi ritstjórans um dagmn hafði einn af aðstoðarmönnum ,Norðurlands‘ ver- ið fenginn til þess að bera upp hjartnæma traustsyfirlýsingu (!!) til þingmanns Akureyrar. — Sigurður Hjörleifsson hafði staðið fyrstur upp, mælt eindregið með henni og greitt henni fyrstur atkvæði, og síðan hver af öðrum, er á fundi voru, 137 að tölu, en ekki höfðu það alt verið kjósendur. „Norðurland" skýrir auðvitað frá þessu sem einu hinu merkilegasta, er skeð hafi á »þingmálafundin- um"! Þetta gátu stjórnarandstæðingar auðvitað ekki látið afskiftalaust og boðuðu því til mótmælafundar, eins og fundargerðin ber með sér, sem hér fer á eftir. Þess skal getið, svo enginn mis- skilningur geti átt sér stað, að á fundi stjórnarandstæðinga fór öll at- kvæðagreiðsla fram með nafnakalli, eftir kjcrskrá kaupstaðarins. Á þann fund var ráðherraliðum heimilt að koma, en fáir þeirra notuðu það, að eins ,systursonurinn‘ og örfáir aðrir. Kjósandi. Ár 1911, miðvikudaginn 1. febr., var settur og haldinn fundur í húsi Boga Daníelssonar, að tilhlutun Heimastjórnarfélagsins á Akureyri, og mættu á honum aðallega heima- stjórnarmenn og aðrir stjórnarand- stæðingar, kjósendur Ak.kaupst. — Fundinn setti yfirdómslögmaður B. Líndal og skýrði frá, að tilefni fund- arins væri aðallega það, að mótmæla fundargerð, sem út kom í Norður- landi 31. jan. ?f fundi, sem þing- maður bæjarins og hans flokks- menn héldu 25. jan. s.l. Kvað hann mikla ástæðu til að koma í veg fyrir þann misskilning, er stafað gæti af því, að nefndur fundur yrði skoðaður sem almenn- ur þingmálafundur fyrir Akureyrar- bæ, þar sem fundurinn vitanlega væri að eins flokksfundur stjórnar- liða. Að því búnu gekst B. Líndal fyr- ir kosningu fundarstjóra og hlaut þá kosningu Carl F. Schiöth kaup- maður, í einu hljóði. Nefndi hann til skrifara á fundinum þá Friðbjörn Bjarnarson og Jón Þ. Kristjánsson. Tók þá til máls á ný B. Líndal og lagði fram svolátandi tillögu: »Með þvf að fundur sá, sem skýrt er frá í blaðinu »Norður- land" í gær að haldinn hafi ver- ið 25. f. m., var aðeins leynileg- ur flokksfundur stjórnarliða hér í bænum, sem meira en helming allra kjósenda kjördæmisins var alls eigi gefinn kostur á að mæta á, og var ókunnugt um að hald- inn yrði, telur fuudurinn það mjög ósæmilega misþyrming á sannleik- anum og hneykslanlegt athæfi, að nefna fundinn 25. jan. þingmála- fund Akureyrar og mótmælir því harðlega að svo hafi verið." Eftir nokkrar umræður var tillaga þessi samþykt með samhljóða 135 atkvæðum, að viðhöfðu nafnakalli. Því næst lagði Jón Þ. Kristjánsson fram eftirfarandi tillögu, sem hann mælti með: »Með því að þingmaður kjör- dæmisins, Sigurður Hjörleiffsson, hefir margsinnis virt að vettugi yfirlýstan vilja .meirihluta kjós- endanna í helztu velferðarmálum þjóðarinnar, og framkoma hans, bæði í blaðinu //Norðurland" og á opinberum mannfundum, hefir verið slík, að ósæmilega verður , að telja heiðarlegum stjórnmála- mönnum, Iýsir fundurinn yfir fullu vantrausti á honum sem þingmanni, og skorar á hann að afsala sér þingmenskuumboði sínu nú þegar, og mótmælir því, að hann mæti framar á þingi sem þingmaður þessa kjördæmis." Tillaga þessi var samþykt með 133 atkvæðum, sömuleiðis með nafnakalli. Fleiri mál voru eigi rædd á fund- inum, en þar sem þá voru fram kom- in tilmæli frá allmörgum kjósendum þessa bæjar, er ýmsra orsaka vegna höfðu eigi getað mætt á fundinum, um það að þeir vildu gjarnan greiða atkvæði um þetta mál, var fundi frestað til næsta dags kl. 8 e. m. Daginn eftir, fimtudaginn 2. febr., var fundinum haldið áfram á sama stað. Þar sem kaupm. Carl F. Schiöth ekki var mættur á fundinum sök- um lasleika, var kaupm. M. J. Krist- jánsson kosinn fundarstjóri í hans stað. Skrifarar voru sömu og dag- inn áður. Voru þá enn ræddar hinar sömu tillögur og daginn áður, og bætt- ust þá við atkvæðin, samkvæmt nafnakalli: Við fyrri tillöguna 24 atkv. og 1 á móti, en við síðari tillöguna 19 og mótatkv. 3. Verða þá atkvæði samtals með fyrri tillögunni 135 + 24 == 159 — og með síðari tillögunni 133 + 19 = 152, gegn 3 mótatkv. Ennfremur má geta þess, að yf- irlýstur vilji 5 kjósenda þessa bæ- jar, um að þeir væru samþykkir fyrri tillögunni, kom fram í símtali eftir að tillögurnar höfðu verið lesn- ar upp fyrir þeim frá fundarstaðnum. Einnig komu fram á fundinum 2 skriflegar yfirlýsingar frá kjósend- um, um að þeir væru samþykkir báðum tillögunum. Verða þá með fyrri tillögunni alls 166 atkvæði, og með hinni síðari 154 atkv. Fundargerðin lesin upp og sam- þykt. — Fundi slitið. Carl F. Schiöth, M. J. Kristjánsson, fundarstjórar. Friðbj. Bjarnason, Jón P. Kristjánsson, fundarskrifarar. Framhaldsþingmálafundur Akureyrar var fyrir forgöngu bæjarstjórnarinnar haldinn 29. jan. eins og fundargerðin frá þeim fundi, sem birt er hér í blaðinu, ber með sér. Fór þar alt vel fram og friðsamlega enda voru engin stórpólitísk mái á ferðinni, heldur að- eins atvinnu- og bæjarmál er flestir voru einhuga um. Þess skal getið að þingmaðurinn sat allan fundinn,' eins og vera bar, en þaut ekki burt í miðju kafi. Hugsuðu sumir að hann hefði skanimast sín þar, frammi fyrir kjósendum, vegna framkomu sinnar á fyrri fundinum. Fransósmeðalið Hata 606. Það er nú komið á heimsmarkaðinn og víða verið að reyna það, en misjafnir eru dómarnir um áhrif þess. í Árósum var það nýskeð reynt við kvinnu eina, en hún þoldi það eigi og lézt af þvf. 57 tíma ferð yfir Atlanzhafið. Flug- maðurinn Harry Carber kunngerir að hann í byrjun marzmánaðar muni reyna að fljúga yfir Atlanzhafið á flugvél sinni, og ráðgerir að verða 57 klukku- stundir á leiðinni, flugvél hans er öll úr niálmi. Bjarni Einarsson skipstimburmeist- ari kom hingað með »Mjölnir« um daginn. Hann hefir dvalið erlendis í vetur og kynt sér þar ýmiskonar véla- fræði. > • • ••••••••»««»«»••• Þingmálafundur Akureyrar. (Framhaldsfundur.) Ár 1911, 29. janúar var samkvæmt fundarboði frá bæjarstjórn Akureyrar- kaupstaðar haldinn þingmálafundur í stóra sal Goodtemplarahússins þil þess að ræða ýms atvinnu- og bæjarmál. Fundinum stýrði oddviti bæjarstjórn- arinnar sýslumaður og bæjarfógeti Guð- laugur Guðmundsson. Hann tilnefndi til aðstoðar við fundarstjórnina Krist- ján Sigurðsson bæjarfulltrúa og sem skrifara Hallgrím Kristinnsson kaup- félagsstjóra og J. Karlsson sýsluskrif- ara. Samkvæmt framlagðri dagskrá voru þessi mál fyrirtekin. I. Brunabótamál. Friðbjörn Steinsson bóksali kom fram með svohljóðandi tillögu: Fundurinn skorar á þing og stjórn að koma sem allra fyrst í framkvæmd innlendri brunaábyrgð á kaupstaðar- húsum og lausafé manna þar. Annað- hvort með því að semja ný lög um brunamál, eða breyta lögum frá 22. nóvember 1907, þannig að þau geti komist í fulla framkvæmd. Samþykt í einu hljóði. II. Iðnaðarmál. Frummælandi var Sigurður Sigurðs- son bókbindari og lagði fram tillögu sem hljóðar svo : Fundurinn telur nauðsyn á, að þing- ið taki iðnaðarmál landsins til ræki- legrar íhugunar, og mælir með því, að sett verði sérstök milliþinganefnd til þess að athuga, á hvern hátt hægt verði að bæta úr atvinnuskorti Iands- manna, sérstaklega kaupstaðarbúa, er ganga atvinnulausir marga mánuði ársins. Við tillögu þessa kom fram svo- hljóðandi breytingartillaga frá skóla- meistara Stefáni Stefánssyni. Niður- lagið frá á hvern hátt orðist svo: iðnaður og verkleg kunnátta verði efld í landinu. Breytingartillagan og síðan aðaltil- lagan með áorðnum breytingum sam- þykt í einu hljóði. Þá kom fram tillaga frá gkólameist- ara Stefáni Stefánssyni svohljóðandi: Fundurinn telur æskilegt að næsta þing veiti Verksmiðjufélaginu á Akur- eyri sem ríflegastan styrk, svo fjár- skortur standi félaginu eigi fyrir þrif- um eða hefti lilfinnanlega framkvæmd- ir þess. Samþykt með miklum fjölda atkvæða gegn 1. III. Atvinna við sig/ingar. Otto Tuliníus hóf fyrstur máls og kom fram með tillögu er hljóðaði svo: Fundurinn skorar á þingið að rýmkva þann rétt, sem gefinn er í lögum 10. nóvember 1905, um atvinnu við sigl- ingar (2. gr.), þannig að skipstjórar þeir er uppfylla þau skilyrði, er þar eru sett, megi færa þilskip, að gufu- skipum undanskyldum, alt að 75 smá- lestir að stærð. Eggert Laxdal kom fram með við- aukatillögu svohljóðandi: enda verði þessi undanþága aðeins veitt innbornum mönnum. Aðaltillagan samþykt með fjölda at- kvæða gegn 2. V ðaukatillagan samþykt í einu hljóði

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.