Gjallarhorn


Gjallarhorn - 03.02.1911, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 03.02.1911, Blaðsíða 3
OJALLARHORN. 11 >«»«»»» « » »»»»»»••• •••••••••>« • • • • • •••••• • • • • »««»»«»♦ /K Skoðun á síld. Otto Tulinfus kaupmaður og konsúll lagði fram tillögu er hljóðar svo: Með því að reynslan hefir svo ljós- lega sýnt, hve illa síld vor hefir selzt undanfarin ár, á útlendum markaði, sem stafar af því, að mikill hluti henn- ar er farinn að skemmast þegar hún er söltuð, þá skorar fundurinn á al- þingi að samþykkja lög um skyldumat á nýrri síld, með svipuðu fyrirkomu- lagi og farið var fram á í frumvarpi því er lagt var fyrir síðasta þing, og æskir þess að lög þessi geti komið til framkvæmda fyrir I. júlí næstkom- andi. Og jafnframt skorar fundurinn á þingmann kjördæmisins að framfylgja því af alefli. Breytingartillaga kom frá E. Laxdal um að í staðinn fyrir orðið »nýrri síid< komi »útfluttri síld«, var feld en að- altillagan samþykt með meginþorra atkvæða gegn 2. V. Styrkur úr fiskiveiðasjóði. Frá verzlunarstjóra Pétri Péturssyni kom þessi tillaga: Fundurinn skorar á alþingi að breyta lögum frá 31. júlí 1907, þannig, að skýrt verði tekið fram, að fé það, er samkvæmt þeim skuli verja til efling- ar síldarútvegi innlendra manna, verði aðeins úthlutað til útgerða skipa þeirra sem veiða síldina, og útgerðarmaður- inn hafi innborinna manna rétt á ís- landi, enda sé skipið að öllu leyti eign íslendinga og reki veiði sína einungis hér við land. Tillagan samþykt með öllum atkvæð- um gegn 1. VI. Síldarnœtur. Tillaga kom fram frá kaupmanni og konsúl Otto Tuliníus: Fundurinn bendir á að lögum um síldarnætur 25. sept. 1902 hafi ekki verið framfylgt, og skorar á stjórn- ina að framfylgja þeim. Samþykt í einu hljóði. VII. Útgerðarmannafélag. Frá Ásgeiri Péturssyni kom fram svohljóðandi tillaga: Fundurinn er hlyntur því, að stofn- að verði útgerðarmannafélag fyrir alt land, og telur sjálfsagt, að það þá fái styrk úr landssjóði. Feld með 70 atkvæðum gegn 62 atkvæðum. VIII. Oufubátsferðir fyrir Norðurland. Svohljóðandi tillaga kom fram: Fundurinn Htur svo á, að styrkur til gufubáts fyrir Norðurlandi megi ekki vera lægri en hann er nú. Samþykt í einu hljóði. IX. Brúargerð á Eyjafjarðará. Þingmaður Sigurður Hjörleifsson hóf íyrstur máls og lagði fram eftirfarandi tillögu: Fundurinn vill enn af nýju brýna fyrir alþingi nauðsynina á brú á Eyja- fjarðará, því vatnsfallinu, sem nú mun vera fjölfarnast yfir af öllum þeim ám landsins, sem enn eru óbrúaðar. Tel- ur hann sjálfsagt að sú brú verði gerð á »Hólmavöðum«. Fundurinn telur brú þessa lang- þörfustu vegabótina í sýslunni og óskar því fastlega eftir að fé verði veitt til hennar á þessu þingi. En sjái þingið sér það ekki fært, fjárhagsins vegna, eða vegna þess að undirbúningur þyki ekki nægilegur, skorar fundurinn á þing og stjórn að láta þann undirbúning fara fram svo snemma, að hægt sé að veita fé til brúarsmíðisins í fjáraukalögum á þing- inu 1913. Samþykt í einu hljóði. X. Skoðun og stimplun á kjöti. Frummælandi Sigurður Einarsson dýralæknir kom fram með svohljóð- andi tillögu: Fundurinn telur það með öllu ótíl- tækilegt, að fela öðrum mönnum en lærðum dýralæknum skoðun og stimpl- un á kjöti því, er seljast á til út- landa, en telur hinsvegar skoðun og stimplun á slfku kjöti hið mesta nauð- synjamál. Af þessum og fleiri ástæð- um telur fundurinn óhjákvæmilegt að þing og stjórn stuðli til þess að fjölga dýralæknum f landinu, en til þess að bjarga við kjötskoðuninni þangað til væntanlegir íslenzkir dýralæknar fást, virðist eina ráðið að fá hingað í slát- urtíðinni hæfilega marga dýralækna frá Noregi eða Danmörku, og væri rétt að veita til þess opinbert fé að einhverju leyti. Jafnframt telur fupdurinn nauðsyn- egt að það sé trygt með lögum, að óleyfilegt sé að merkja kjöt með stimplum, er séu of líkir þeim dýra- læknisstimplum, sem hér eru notaðir. Samþykt með meginþorra atkvæða gegn 3- XI. Skilyrði fyrir styrk til búnaðarfélaga. Sigurður Hjörleifsson alþingismaður agði fram svohljóðandi tillögu. Fundurinn telur fjölgun áburðarhúsa eitt af þýðingarmsetu skilyrðunum fyr- ir ræktun landsins, og skorar á bún- aðarþingið að taka það mál til íhug- unar og koma fram með tillögur um á hvern hátt beri að styðja að þess- ari nauðsynlegu umbót á búnaði lands- manna. Samþykt í einu hljóði. XII. Skifting sýslumanns- og bœjarfó- getaembœttisms. Þá kom fram tillaga frá frummæl- anda málsins, kaupm. og konsúl Otto Tulinius, er hljóðar svo: Fun^iurinn lítur svo á, að bæjarfó- getaembættið á Akureyri og sýslu- mannsembættið í Eyjafjarðarsýslu sé orðið svo umfangsmikið, að það sé ofætlun einum manni að þjóna því, og það því fremur sem embættis- störfin fara sívaxandi. — Jafnframt telur hann fjárhagslega hættu af því yrir landssjóðinn, að ekki sé á Siglu- firði maður með fullu embættisvaldi, alt að því helming ársins, og brýna nauðsyn að valdsmaður hafi þar lengri dvöl, meðan þar er mest skipkoma. Fyrir því skorar hann á þing og stjórn að taka malið til rækilegrar meðferðar, þegar á þessu þingi. Samþykt í einu hljóði. XIII. Kosningar til bœjarstjórna. Eggert Laxdal frummælandi máls- ins lagði fram þessa tillögu: Fundurinn vill að lögum um kosn- ingar til bæjarstjórna verði breytt í þá átt, að kjósendum gefist kostur á að kjósa um alla þá menn, sem á lista eru settir. Feld með þorra atkvæða. XIV. Opinber endurskoðun. Alþingismaður Sigurður Hjörleifsson kom fram mcg tillögu sVohljóðandi: Fundurinn tjáir sig meðmæltar því, að sett verði í lögum ákvæði um op- inbera endurskoðun á reikningum þeirra félaga, er hafa sér til tryggingar sam- ábyrgð margra manna. Samþykt í einu hljóði. Fleiri mál voru eigi á dagskrá. — Fundi slitið. Guðl. Guðmundsson, (fundarstjóri). Hallgr. Kristinsson, J. Karlsson, (skrifarar). Til Ástu. Reynið Boxkalf-svertuna T |\| og notið ekki aðra skósvertu. OvJJN Fæst hjá kaupmönnum alstað- ar á íslandi. Buchs Farefabrik Köbenhavn. Skíðaefni fæst í verzlun SN. JÓNSSONAR. Hér situr þú döpur og syrgir, nú sólfagra vormorgun tíð, því vetur er kominn með kuldann — það kveður við grenjandi hríð. Og hætt er nú heiðlóa’ að kvaka og hreiðrin því tómleg að sjá, og blómin í brekkunni fríðu nú blikna og falla í dá. Og mér virðist eins og þú Ásta, sért einnig að falla í dá, því farið er fjör þitt og gleði og fölvari’ er orðin þín brá. Eg horfi samt enn á þig hrifinn, því hjarta mitt tyrir þig slær! Eg sé tyrir kulda þú kvíðir, en — komdu mér svolítið nær. Halla þér rótt mér að hjarta, því hitinn þar logandi er, og vetrarís kælir hann varla, því vor er í sálinni’ í mér! Eg kvíði ei komandi tímum, því kærleikur von mína ber, í kuldanum lamandi leiða, það Iifa hans vorblóm í mér. Og þú, sem átt æsku og yndi, er ástin ei lífsmagn í þér? Eg veit að hún vermir þig alla ef viltu’ aðeins hallast að mér! Pálmi. Verzlunin EDINBORG Sölubúðin verður opnuð á morgun. Með s/s Mjölnir kom mikið af allskonar ódýrrt vefnaðarvöru sem verið er nú að taka upp. Frestið ekki til morguns að líftryggja ykkur. í ágústmánuði s. 1. voru keyptar lífsábyrgðir í „Andels-Anstalten" fyrir kr. 1,114,280. F>að er ódýrasta og bezta lífsábyrgðarfélagið. „Andels-Anstalten" heimtar engin auka-iðgjöld af sjómönnum. „Andels-Anstalten" tekur menn í Iífsábyrgð með og án læknisskoðunar. „Andels-Anstalten" tekur börn í lifsábyrgð með mjög góðum skilyrðum. wAndels-Anstalten" veitir gjaldfrest á iðgjöldum ef veikindi eða önnur óhöpp bera að höndum, sé beðið um það í tíma. „Andels-Anstalten" starfar á grundvelli samvinnu-félagsskaparins og ber hag hvers einstaklings fyrir brjósti. Ltfiryggið ykkur í „Andels-Anstalienu. Umboðsmenn: ■ Snorri Jóhannsson, verksmiðjubókari, Reykjavík. Páll Zóphoniasson, kennari, Hvanneyri. Ólafur Sigurðsson, skipherra, Stykkishólmi. Bjarni Loftsson, kaupfélagsstjóri, Bíldudal. Ingólfur Kristjánsson, sýsluritari, Patreksfirði. Jóhannes Proppé, bókhaldari, Þingeyri. Hannes Jónsson, búfræðiskandidat, ísafirði. Björn Magnússon, ritsímastjóri, Borðeyri. Quðjón Guðlaugsson, kaupfélagsstjóri, Hólmavík Jóhannes Stefánsson, verzlunarstjóri, Hvammstanga, Jón Jónsson, héraðslæknir, Blönduósi. Jón Pálmasoti, verzlunarstjóri, Sauðárkrók. Anton Proppé, verzlunarstjóri, Hofsós. Sigurður J. Fanndal, verzlunarstjóri, Haganesvík. Halldór Jónasson, kaupmaður, Siglufirði. Hallgrímur Kristinsson, kaupfélagsstjóri, Akureyri- Páll Sigurðsson, símastöðvarstjóri, Húsavík. Sigurður Jónsson, dbrm., Yzta-Felli. Halldór Skaftason, ritsímastjóri, Seyðisfirði. Aðalumboðsmaður á íslandi: Jón Stefánsson, Akureyri. Umboðsmenn óskast á þeim stöðum, sem þeir eru ekki áður. Umsókn- ir um það sendist til aðalumboðsmanns félagsins.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.