Gjallarhorn


Gjallarhorn - 09.02.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 09.02.1911, Blaðsíða 2
16 OJALLARHORN. V. Mannalát. Jakob Thorarensen kaupmaður á Reykjafirði andaðist 29. f. m. Hann var atorkumaður hinn mesti og þótti lengi höfðingi héraðs síns, var vel efn- aður og lét mikið til sín taka, en hin síðari árin dró hann sig til baka, enda var hann háaldraður orðinn (yfir átt- rætt). Meðal barna hans er cand. Valde- mar Thorarensen málaflutningsmaður hér í bænum. Jón Pórðarson kaupmaður í Reykja- vík fanst nýlega örendur f flæðarmál- inu skamt frá bæjarbryggjunni í Reykja- vík og er mönnum ókunnugt hvernig atvikast hefir um dauða hans. Hann var sterk efnaður eftir íslenzkum mæli- kvarða, vandaður maður og vel látinn. Sigurður Sigurðsson sýslunefndar- maður á Húnsstöðum í Húnaþingi and- aðist nýlega af slysförum. Var á bezta aldri, hæfiieikamaður mikill, duglegur og góður bóndi er naut trausts sýslu- búa sinna og annara er hann þektu. Slysfárir. Sigurður Eiríksson snikk- ari, lenti í dag undir gaflinum á kola- húsi Höepfnersverzlunar, hér í bænum, sem verið var að rífa. Hann meiddist mikið og var tafarlaust fluttur á sjúkra- húsið. >IllusiratedLondon News<, hið heims- fræga myndablað, flutti nýlega myndir af nokkrum af verkum Einars Jóns- sonar. Frú — Ungfrú = Mínfrú. Sænskar konur héldu nýlega mjög fjölsóttan fund f Stokkhólmi, og var fundarefnið það, að ræða um, hvort ekki væri tiltækilegt, að breyta frúar- og ungfrúar-titlinum í nafn, er hefði sameiginlega merkingu fyrir hvort- tveggja. Eftir mikið utnstang og marg- víslegar umræður kom fundurinn sér saman um nafnið að það skyldi vera: vMínfrúa. Aðalkosti þessarar samsteypu kváðu þær vera, að ógiftar mæður losnuðu við ýms óþægindi er þær hefðu orðið að líða vegna »frú< og »ungfrú« titl- anna. Vilja ekki íslenzkar konur taka þetta mál til yfirvcgunar, og láta almenning heyra álit sitt við tækifæri? Mótmæla-fundurinn. »Gjh.« vildi ekki neita um rúm, fyrir grein þá sem hér fer á eftir, frá Jóni E. Bergsveinssyni sfldarmats- manni, þó það telji hana fremur þýð- ingarlitla, vegna þess, að í síðasta blaði »Gjh.« stendur að á hinum um- rædda fundi hat »mœtt aðallega heima- stjórnarmenn og aðrir stjórnarandsfœð- ingar« og ekki unt að misskilja það. Enda datt vísf engum stjórnarand- stæðing, er var á þeim fundi, í hug að herma eftir Norðurlandi og reyna að kasta ösku í augu almennings, með því að rtefna þann fund »ÞingmáIafund Akureyrar« eða nokkuð annað en flokks- fund. Því þó ráðherraliðinu væri »heim- ilt« að koma á fundinn, notuðu þeir það ekki svo teljandi væri. En grein herra J. E. B. er svo hæ- versk að »óhæverska« væri að blaðið neitaði honum um að flytja skoðun hans á þessu atriði, úr því hann ósk- aði þess. Herra ritstjóri! Eg vil vekja athygli yðar á [|ví, að í blaði yðar »GjaIIarhorni« 3. p. m. er skýrt frá því, af »Kjósanda« að sjálfstæðfsmönnum, ráðherraliðuqj nefn- ir Kjósandi þá reyndar, hafi verið heim- ilt að koma á fundi þá, sem haldnir voru af heimastjórnarmönnum hér á Akureyri I. og 2. þ. m. Húsið nr. 39 í Hafnarstræti, hér í bæ, seni St. Sigurðsson & Einar Gunnarsson verzla í, fæst til sölu með góðum kjör- um. Lysthafendur snúi sér til Gísla /. Ólafsson, ritsímastjóra. • ♦ »»•» •♦»»•-♦ »» »••»»• « Með þessu er gefið í skyn að nefndir fundir hafi ekki verið flokksfundir. En slíkt er alls ekki rétt og mjög villandi. Enda tók málaflutningsmaður Björn Líndal það skírt fram við fundarsetn- inguna 2. þ. m., að til fundarins' hefði verið boðað að tilhlutun heimastjórnar- félagsins á Akureyri og væri fundur- inn þvt' aðeins flokksfundur heimastjórn- armanna. Jafnframt skýrði hr. Líndal fundarniönnum frá því, að einn mað- ur úr andstæðingaflokknum væri reynd- ar á fundi — átti hann þá auðvitað við mig — en hann sæi enga ástæðu til þess að meina honum að vera á fundinum. Af þessum ummælum mála- flutningsmannsins er það augljóst, að fundurinn var aðeins flokksfundur jog það leynilegur flokksfundur. Þótt einum vissum manni sé ein- hverra orsaka vegna leyft að vera á flokksfundi andstæðinga sinna, þá get- ur slíkur fundur verið alteins leyni- legur fyrir því. Enda stóð einmitt svo á hér, að það var af alveg sérstökum ástæðum að eg var á nefndum fundi. Eg þykist viss um að þér takið þessa athugasemd í næsta blað yðar, þar eð hún útilokar gersamlega allan misskilning, sem nefnd ummæli að öðrum kosti geta hæglega valdið út um landið. Jón. E. Bergsveinsson. PANTIÐ S|ÁLFIR FATAEFNI YÐAR beint frá verksmiðjunni. Stórkostlegur sparnaður. Hver maður getur fengið gegn eftir- kröfu, burðargjaldsfrítt, 4 mtr. 830 cm. breitt svart, blátt, brúnt, grænt eða grátt, vel litað fínullarklæði í fallegan og haldgóðan kjól eða útiklæðnað (Spadseredragt) fyrir einar 10 kr. (2/so pr. meter). Eða 3‘A mfr. 135 cm. breiff syart, dökkblátt eða grá- möskvað nýfízkuefni í haldgóð og falleg karlmannsföt fyrir að eins 14 kr. 50 aura. Séu vörurnar ekki eins og óskað er eftir, þá verður tekið við þeim aftur. Þykk ullar- mikil ferðateppi 2x3 al. að eins 5 kr. Gráleit hestateppi mjög þykk 2 x 23/r al. að eins 4 kr. 50 aura. yiarhus Klædevæveri Aarhus, DanmarK. DE FORENEDE BRYGGERIERS EKTA ÍCRÓNUÖL. KRÓNUPILSENER. EXPORT DOBBELT ÖL. ANKER ÖL. Vér mælum með þessum öltegundum sem þeim ínustu f skattfríu öltegundum sem allir bindindismenn mega neyta. ÍVT’Q BiðjiA beinlínis um: De forenede Bryggeriers Öitegundir. ♦ VTl'-'»■ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦ Prentsmiðja Odds Björnssonar. G.Gíslason & «#Hay«K Reykjavík og Leith, útvega ódýrastar og vandaðastar út- lendar vörur og selja langbezt ís- **lenzkarvörur.»* Kaupmonnum og kaupfélögum bezt að skifta Qia^»við þá. -vsrP 4 Sápa! Sápa! Hreinlæti og þrifnaður er ávalt talið hið augljósasta merki utn sanna tnenn- ingu hjá þjóðunum. tJví meira hreinlæti, þess meiri menning. Því meiri sápueyðsla, þess meiri þrifnaður. Þetta helzt alt í hend- ur. Við höfum nú látið ransaka nákvæm- lega og bera saman, hvaða sápugerðarhús búi til bezta, drýgsta,' en um leið ódýr- asta sápu og komist að þeirri niðurstöðu, að það er hin nafnfræga, nær 200 ára konunglega sápuverksmiðja þeirra Ogston & Tennants. Til þess því að gera Islendingum hægt fyrir mcð að geta fengið verulega góða sápu, sem að öllu leyti svari kröfum nú- tímans, sé drjúg, góð en ódýr, með þægi- Iegum ilm og bæti hörundið,^ höfum við útvegað okkur söluumboð á íslandi fyrir þessa ágætu verksmiðju. Sýnishorn og verðlistar eru til reiðu á skrifstofum okk- ar í Reykjavík og Leith og fjölgar þeim altaf jafnt og þétt er biðja okkur að senda sér nokkurar tegundir af hinum ágætu sápum frá Ogston & Tennants. Hreinlæti er öllum nauðsynlegt. Sápuverksmiðjan í Glasgow. Sápuverksmiðjan í Aberdeen. Sápa frá G. Gíslason& Hay.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.