Gjallarhorn


Gjallarhorn - 16.02.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 16.02.1911, Blaðsíða 1
Gjallarhorn. Ritstjóri: Jón Stepánsson. V, 7. t Akureyri 16. febrúar. t 1911. Bréf Björns ráðherra. Nú er hann farinn að skrifa flokks- mönnum sínum, gamli maðurinn, til þess að reyna að tryggja þá í trúnni á óskeikulleik sinn og stjónkænsku, enda mun ekki af veita. Fyrsta bréfið skrifaði hann f Jót- landsferðinni frægu í vetur. Var það aðallega til þinghjúa hans og efni þess að setja ofan í við þau fyrir að sum þeirra létu sér detta í hug að hann ætlaði að brjóta stjórnarskrána með útnefning nýrra konungkjörinna þingmanna og héldu því fram að hann ætti að gera það, Annað bréfið er Um ýms »véfræði« stjórnarandstæðinga og áform þeirra til þess að steypa sjálfu goðinu af stalli og hvernig varast beri þau brögð. Þriðja bréfið kvað eiga að koma út í »ísafold« eða er ef til vill komið þar út nú. Úr þvf bréfi er hér prent- aður fyrsti kaflinn, sá er ræðir um þingfrestunina. Hinir hlutar þess eru um undanhald Björns í sambandsmát- inu, fyrirgefningarbón hans út af við- skiftaráðanautnum og tvöfeldnina í botnvörpusektamálinu. Er hann að reyna að þvo sig, og bera af sér, ámælið er hann hefir hlotið fyrir framkomu sína í þeim málum. »Gjh« telur líklegt að lesendum sínum þyki fróðlegt að sjá hvers vegna Björn hélt ekki þingfrestuninni svo fast fram að hann legði embætti sitt og völdin í hættu. Hann talar ekki um þjóðina í heild sinni, gamli maðurinn. Það var ekki hagur hennar sem hann hafði fyrir augum! Nei — ónei! Það var flokkurinn hans, sem að hans hyggju, tapaði á þvf, að hann slepti stjórnartaumunum — eða með öðrum orðum: hann sjálfur. »Of miklu spilað úr hendi sér með því«!! En hér kemur nú pistillinn: Háttv. flokksbróðir! Eg hefi heyrt nokkra heiðvirða stjórn- málamenn vora halda því fram, að ráð hefði verið af mér að halda fastara fram í haust þingfrestuninni (til vors 1911) en eg muni hafa gert, jafnvel leggja við embætti mitt. Og mundi þá, segja þeir, hafa verið undan látið. En lítt mun þeim hinum sömu kunn- ugt vera, hve fast eða laust eg hefi haldið henni fram, og því síður mun vera á þeirra færi um það að dæma til nokkurrar hlítar, eða mér framar, hvern árangur borið hefði hið allra- ítrasta kapp af minni hendi til fylgis því máli, — sem sé: bein embættis- lausnarbeiðni að öðrum kosti, — hvort heldur veiting þingfrestunarinnar eða þá lausnarbeiðninnaiy ásamt þar með fylgjandi skipun annars manns í ráð- herrasessinn. Þeir ættu raunar að fara nærri um það, að sé þjóð við Eyrarsund nokk- urt mál áhugamál, það er til fslenzkra stjórnmála kemur um þessar mundir, þá er það skammlífi meiri hlutans á alþingi, sem nú er eða var 1909, þingflokksins, sem þeir eru fulltrúa um, eftir skrifum og skeytum heðan, að búi yfir einlægum skilnaðarlaunráð- um, með minni forustu í pukri, af ó- tvíræðu falsi og fláttskap mínum. Og þá mun hverjum manni liggja í augum uppi, hvort hægt er að ábyrgj- ast, að eftirmaður minn mundi tekinn úr áminstum meiri hluta áfram, er þar syðra vilja allir menn feigan, en ekki úr minnihlutanum, sem á þar hinu mesta ástríki að fagna íyrir frammi- stöðuna 1908 andspænis »uppkastinu« þá, og andstygð hans á allri »Lösriv- else«, er þeir (Danir) standast eigi reiðari en ef nefnda heyra á nafn, af lítilmögnum, er eigi engan skapaðan hlut undir sér, en ætli sér þá dul, að láta sér þrítugfalt máttugri þjóð (og bet- ur þó) gugna fyrir. En 4 mánuðir til þings, hins reglulega þingtíma, og sama sem engin tök að komast í snatri fyrir vilja meiri hlutans um eftirmann minn, svo sem samgöngum hagar hér á iandi, þótt hlýða hefði þótt eftir honum að fara, ekki meiri líkur en til þess voru þó eftir þessum bókum.* Og loks hins vegar engin fyrirstaða að láta minni hluta mann taka við völdum, með því að það má nú orðið gera með sjálfs hans undirskrift einni með konungi. En ekki nein ægileg hætta á of tæpu fylgi við hann, er á þing kæmi, ekki færri en reynast munu hér á landi sem anndrstaðar fylgispak- ir heilræðinu um að fága þá eik, sem undir skal búa, og ekki færri en trú- að munu hafa sunnan hafs því, sem fullyrt var þar af minnihlutans hálfu eftir kosningasigur vorn þá (1908): að þá til orðinn meiri hluti lyddi ekki samjn á öðru en fjandskapnum við fyrirrennara minn og valdagræðgi í ráðherraefnum vors flokks, sem fara mundi allur í mola, er að því kæmi að koma sér saman um nýjan ráð- herra. — Eða þá (er sú spá brást mót öllum vonum), ef hlunnindagráð- ugir flokksmenn hefðu minna upp úr krafsinu hjá hinum nýja valdhafa handa sér og sínum en þeir þættust eiga skilið eða við hefðu búist, sem er kunnugra en frá þurfi að segja að vera þykir einna algengast flokkssundrung- arefni. En það eitt ærinn ábati á því að koma að, þótt ekki væri nema í svip að kalla má, ráðherra úr minni hlutanum, að þá var ráð fengið til að skipa aftur menn í konungkjörnu sæt- in úr sama flokki, ininni hlutanum, og það til 6 ára, til andróðurs meiri hlutanum i önnur full 6 ár. Og vænt- anlega honum til algerðs falls, áður lyki. Því var það, hvernig sem á er lit- ið, sýnilegur hagur flokknum, að eg tók það ráð sem eg gerði: að leggja ekki stöðu mína við framgangi þing- frestunarinnar, — of miklu spilað úr hendi sér með því. Bréfið endar á þessa leið: »Eg hefi ritað þenna pistil í því skyni að eyða í tíma óþörfum mis- skilningi, en öðru ekki. Reykjavík 24. jan. 1911. Með virðingarf. alúðarkveðju. Björn Jónsson. Svo mörg eru þau orð! Kvennaskólahúsið á Blönduósi b r u n n i ð. Það brann til kaldra kola, aðfara- nótt 11. þ. m., á tæpri klukkustund, að sögn, eftir að eldsins varð vart. Ekkert er með vissu víst um upptök eldsins, en þó talið sennilegt að stafi frá eldavél í eldhúsinu, er var í kjall- ara hússins. Eldsins varð fyrst vart um klukkan tvö um nóttina og voru þá allir í svefni í húsinu. Þó komust allir heilir úr brunanum. Nokkuru varð bjargað af lausafé. Samt líða ýmsar lærimeyjar skólans talsvert tjón og þó sérstaklega tilfinn- anlega kenslukonurnar, ungfrúrnar Ingi- björg Benediktsdóttir og Ingibjörg Sig- urðardóttir og skólastýran, ungfrú Guð- ríður Sigurðardóttir. Samskota verður leitað í því skyni að bæta þeim skað- ann að nokkuru. Tilraun á að gera til þess að halda skólanum áfram til vors, og ráðgert að fá til þess hús Templara og bind- indisfélagsins á Blönduósi. Skólahúsið var 10 ára gamalt, bygt 1901, undir umsjón Snorra kaupmanns Jónssonar á Oddeyri. Það var mikið hús og vandað 24x16 al. Vátrygt hafði húsið verið í »Nye Danske« fyrir 20 þúsund krónur og lausafé skólans fyrir 6000 kr. Kvenréttindamálið og Ingólfur. í 50. og 52. tölublaði Ingólfs síð- astliðið ár, eru tvær greinar um kven- réttindamálið. Fyrri greinin er aðvör- un til þjóðarinnar út af áskorun þeirri, er »Hið t'slenzka kvenfélag« lét birta í flestum blöðum landsins í vetur. Síðari greinin er svar gegn grein, sem Þjóðviljinn flutti 16. des. síðastliðinn. Því miður hefi eg ekki átt kost á að sjá þessa Þjóðviljagrein. Greinar þess- ar eru að vísu orðnar nokkuð gamlar, og þeim hefir ef til vill verið svarað í fleiri blöðum en Þjóðviljanum. Væri því síður ástæða til að fara fleirum orðum um það efni, ef að mótbárur þær, sem þar koma fram, gegn kven réttindum, væru ekki sömu grýlurnar, sem jafnan er otað að formælendum þessa ináls. Mótbárum þessum mætti skipa í þrjá flokka: 1. Málið er ótímabært, af því það er of lítið undirbúið frá hendi þjóð- arinnar. 2. Konur eru þvf ekki vaxnar, að fá jafnrétti við karlmenn. 3. Þjóðfélaginu stafar hætta af mál- j inu. Hvað fyrsta liðnum viðvíkur er rit- stjóri Ingólfs óánægður með hve lítið og einhliða málið hefir verið rætt í blöðum landsins, og má það að vísu til sanns vegar færa. Eg er þó ritstjór- anum ekki samdóma um, að það sé sönnun fyrir því að almenningur hafi enga hugmynd gert sér um málið. Mörg stórmál hafa verið á dagskrá hjá oss á síðari tímum, en það þyk- ist eg mega fullyrða, að um ekkert þeirra hefir nærfelt hver einasti mað- ur myndað sér eins ákveðna skoðun eins og kvenréttindamálið. Eg þori ó- hrædd að vísa ritstjóranum til kjós- enda landsins, því fæstir þeirra munu þykjast óviðbúnir að greiða atkvæði um málið. En ef til vill er það það, sem honum þykir að, að málið hefir ekki verið gert að pólitísku æsinga- máli, svo kjósendur hafa haft frið til að mynda sér sjálfstæða skoðun á því. Ennfremur ætti ritstjóranum að vera það ljóst, að þó ekki hafi verið mik- ið sérstaklega rætt um kosningarrétt og kjörgengi kvenna til alþingis, fyr en nú, þá eru þær kröfúr þó bygðar á alveg sama grundvelli, eins og kröf- urnar um kosningarrétt og kjörgengi kvenna til sveitastjórna og bæjarmála. Lög, sem veita konum þau réttindi, eru eins og kunnugt er gengin í gildi fyrir rúmu ári síðan, og Reykvíkingar hafa jafnvel búið við þau nokkur ár. Lög, sem ganga í sömu átt, hafa einn- ig verið í gildi hér á landi síðan 1882. Mótstöðumönnum málsins, ef þeir ann- ars eru svo margir sem ritstjóri hygg- ur, hefði því sannarlega verið vorkun- arlaust, að vera búnir að koma fram með kröftug andmæli gegn málinu í öll þau ár, sem það hefir verið á prjón- unum. Eg vil ekki geta þess til að þjóðmálaskúmar þessa lands, séu svo önnum kafnir við að hnotabitast og hártoga hverir aðra, að þeir hafi ekki tíma til að gefa gætur að stórmáli, sem jafnvel ritstjóri Ingólfs, kannast við að gangi »eins og faraldur um svo að segja allan hinn. siðaða heimc. Aftur á móti er ekki hægt að bú- Stafrofskver séra Jónasar (með 50 myndum), er bezt allra stafrofskvera. F^est hjá öllum bóksölum. Verð í bandi 50 aurar.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.