Gjallarhorn


Gjallarhorn - 23.02.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 23.02.1911, Blaðsíða 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stepánsson. V, 8. £ Akureyri 23. febrúar. 1911. Bókmentir. (Bækur sendar „Qjallarhorni".) Skírnir 85 ár I. h. Rit- stj. dr. Björn Bjarna- son- Rrík 1911. Elmreioin XVII, 1. Rit- stj. dr. Valtýr OuS- mundsson. Khöfnl911. Raunar ætti að nefna Eimreiðina fyr, því Skírnir er bæði bragðminni og ósjálfstæðari — ekki svo að skilja, að hann sé að verða óþjóðrækinn, sussu nei, heldur hitt, að hann ber mark heimapólitíkarinnar, sem segir: ísland fyrir íslendinga, Reykjayík fyrir Reykjavík og B,ókmentafélagið fyrir — Reykjavík! Verði Hafnardeildin flutt heim, eins og sumt mælir með að gert verði, verður ef til vill hægra að skilja þetta, sem hér er sagt í meinleysi. Þá munu margir setjast að pottinum, þvf félagið er efnað, og mundu þá þeir, sem langt þurfa til að seilast, þykjast vanskiftir af feita kjötinu. Að- skilnaður og Landvörn, hin tröllauknu hjón, mundu að vísu vilja ná í ketil- hölduna við og við, en ekki mundi félagið fitna eða verða frjálsara við það. Mætti þá svo fara, að bannlög kæmi á öll viðskifti við víða veröld, nema norska síldarmenn; yrði þá sú kenning efst, að einungis með fullri einangrun geti íslenzkt þjóðerni varið sinn tilverurétt og þróast eins og Sarons rósa!! Málgagn slíks félags má ekki láta öll — ekki láta nokkur allsherjarmál afskiftalaus, þótt ekki sé beint stjórn- málaatriði, sfzt flokksrit; allskonar ný- mæli og viðfangsefni á það sömuleiðis að bera upp til sóknar og varnar — án þess þó að leyfa að þrefað sé lengur um hvert efni fyrir sig en ritstjóran- um þykir ritinu vaxið, þvf að ritstjórn- inni á að fylgja fult forræði ritsins, engin ritnefnd, alls engin. Slíkt er skaðræði, enda úrelt í öllum löndum, að eg hygg. Ritstjóravöldin eru samt nægilega vandhaldin, ef þau eru á valdi aðalfunda félagsins ár eftir ár. Ríður lífið á að ritstjórinn sé vel til- kjörinn, enda hafi einveldi meðan stjórn hans varir; er þá ábyrgðin hjá hon- um einum og fer síður í veður og vind. En nefndir stjórna aldrei slíkum ritum til gagns, og er fyrir því nóg reynsla. Að vísu stýrði ritnefnd Nýju Félagsritunum (þá stýrðu nefndir öllu), en sálin í stjórn þeirra var ein, og hún var Jón Sigurðsson. Fjölni feldi ritnefnd, eftir það að Tómás Sæmunds- son dó. Að setja nefnd yfir stjórn er að setja »major domus«, til höfuðs konungi. Þessar bendingar munu nú þykja nógar í einu. í I. hefti þ. á. færir Skírnir oss rit- gerð um Leo Tolstoj ásamt ágætri mynd. Höf. er Jón sagnfræðingur, og er greinin honum til sóma eins og annað sem hann ritar. Það eitt finn eg að, að höf. er heldur bjartsýnn, og svo er hann einnig hér að vissu leyti. Hann málar ekki nógu svart tjaldið á bak við Tolstoj og einræni hans og öfgar; hann sýnir ekki hvernig hin margfalt öfgameiri óstjórn á Rússlandi gerir alt stjórnleysi ekki einungis eðli- legt þar í landi, heldur óumflýjanlegt. En Tolstoj sneri sér frá ofbeldi anar- kista og níhilista og kaus heldur — Fjallræðuna. Annars eru svo margir dómar um hin mikla spámann á boð- stólum, að líklegt er, að engin þeirra sé réttur. Helgi Jónsson er næstur með fróð- lega grein um sægróður íslands. Þá kemur ofurlítil smásaga eftir Maríu Jóhannsdóttir, lipur en án listagildis; þá fróðleg og vel samin ritgerð um alheimsmál eitir Knud Krabbe; þá tíðavísur eftir Guðmund Friðjónsson, reknar í fornyrta spennitreyju sem sum- staðar kæfir efnið, og eru þó stefin fjölkunnug, því G. Fr. er merkilega orðhagur í íslenzku máli. En að kveða fornyrt eins og Sturla Þórðarson kann nú enginn maður. Annað í heftinu eru fréttir og skýrslur. i. hefti Eimreiðarinnar þ. ár flytur: i. Ljóðskáld Svía á 19. öld. Þýðing- ar eftir Matth. Jochumsson. Frumkvæð- in ókunn, en þýðingarnar smellnar. Efni kvæðanna fjölbreytt, en lítin kost mun alþýða gera öðru en kvæðunum eftir þá Snoilsky og Fröding, þau eru flest mjög svo eiguleg. Þá er ritgerð eftir Guðmund Björnsson: Um ný orð; það er góð hugvekja, einkum vill höf. finna styttra heiti fyrir orðið: lands- yfirréttarmálaflutningsmaður. Hann ræð- ur helzt til að kalla það: yfirréttar- lögmaður. En þá finst mér að leiðrétta þyrfti orðið yfirrétt; mætti ekki kalla hann: landsdóm, sbr. fjórðungsdóm og fimtardóm. Yfirréttur er danskt orð; betra væri: yfirdómur; ætti þá efsti dómarinn að heita: yfirdómari eða landsdómari, hinir meðdómarar. Þá kemur sagan Blái-dauðinn eftir Jón Trausta. Það er mergjaðasta hall- ærishistoría, sem færð hefir verið í Ietur hér á landi, enda á fárra færi, að búa til nema Guðm. skálds Magn- ússonar. Guðjón Baldvinsson býður Brotabrot úr ritum hins danska spekings Sörens Kierkegaards; vel valið sýnis- horn hans nöpru og nístandi árása á þjóðkirkju Dana. Þá minnist ritstjórinn á fráfall Tolstojs og tilfærir dæmisögu eftir hann. Þá koma 2 smákvæði, eftir Jóhann Sigurjónsson, bæði í anda Jón- asar Hallgrímssonar. Og loks kemur Draumur hins liðna eftir Jakob Jóhann- esson (frá Kvennabrekku), það er dul- ræn ástarsaga, kynlega vel samin. Sagan sýnist vera frumsmíði gáfumanns með mögnuðu, en et til vill sjúku, ímyndunarafii. Yfirleitt er hettið bæði efnismikið og skemtilegt, eins og oft- lega áður. Síðast kemur: Ritsjá og Hringsjá, báðar fróðlegar. P. Brunabófafélagið ter JMordisK Brandforsikring « tekur í brunaábyrgð hús, innbú, vörur o. s. frv. Umboðsmaður: JÓN STEFÁNSSON, Akureyri. Carl Kuchler; In Lava- wösten und Zau- berwetten auf Is- land. Það er 3. ferðasaga hins ágæta ís- landsvinar og óþreytandi ferðamanns. Bókin er skrautlega útgefin, 233 bls. í allstóru broti auk inngangs XX bls. og sérskilins kafla 107 ljósmynda (eftir höfundinn sjálfan) svo og 4 landsupp- dráttum — alt á 70 töflum, alt ljóm- andi góðar myndir. Bókin er tileinkuð stórhertoganum yfir Oldenborg. Verk- ið að einu og öllu hinn mesti dýrgripur svo eg minnist engrar terðabókar um land vort skrautlegri að heimangerð, eða fróðlegri og hnífréttari að efni, þótt bókin skýri einungis frá ferð höf- undarins og því sem hann nýtur eða reynir, sér og heyrir. Markmið höf. er eingöngu að fræða um náttúru landsins og gera það svo að bækur hans yrðu hjálp og hvöt fyrir menn úti um víða veröld til að heimsækja og ferðast um »töfraland« vort. Og hvers virði er það? Hinn mikli túrista- straumur er enn ókominn til vor, en hann er í vændum, og hann kemur jafn- óðum og slíkar bækur, sem meistara Kúchlers breiðast út, og jafnóðum og vér megnum að greiða veg þeim til- komandi gestasæg. Aðalferðalag höf. var um Snæfells- nes og sýslurnar kring um það, svo og ferð um Reykjanesskagann. Eina íslandsferð enn hefir þessi góð- kunni vinur vor 1 hyggju, og komi hann þá út nýrri ferðabók, ritar hann meira landi voru til gagns og frægð- ar fyrir heiminn, en nokkur annar út- lendur maður hefir gert. Meistari C. Kúchler er, eins og kunnugt er, yfir- kennari, en laun eru lág í Iandi hans og hefir hann orðið að kljúfa þrítjig- an hamarinn til þess að standast kostn- að ferða sinna. Elju- og framkvæmda- maður er hann hinn mesti, og þó um leið einhver hinn hógværasti og hug- ljúfasti maður í viðkynningu. Enda á hann nú hvervetna vini og velvildar- menn, þar sem hann hefir áður farið yfir. í formála bókar sinnar getur hann þess, sem oss er mikið gleðiefni, að hinar fyrri bækur hans (»Unter der mitternachtssonne*, Leipzig 1906, og »Wiistenritte und Vulkanbesteigangen auf Island«, Altenburg 1909) hafa selst og útbreiðst framar vonum víða í Evrópu og ekki s'ízt í Ameriku. Hra. C. K. endar inngang sinn með þessum fögru línum: »Eg vil því vona, að þessi þriðja ferðabók frá eyjunni frægu íss og elds, sem hvar sem farið er eykur unað og aðdáun, fái sömu góðu viðtökur og sömu útbreiðslu eins og báðar fyrri bækur mínar hafa hlotið, ekki einungis hvar sem þýðversk tnnga er töluð heima fyrir, heldur og í allri Evrópu, og þó sér í lagi í Ameríku — til ágætis hinni fámennu íslenzku bræðra- þjóð norður á hjara storðar. Þjóð sem hefir varðveitt, ekki einungis sjálfri sér, heldur öllum germönskum þjóðum, í hinum óviðjafnanlega miklu og fögru bókmentum gullaldar sinnar, þrátt fyrir storm og ís heimskautsnæturinnar, það sólskin, sem gefur bókmentum allra Germana hlutdeild í ljóma sínum, lík- an Ijóma, sem jöklar þess töfralands birta augum hvers þess manns, er þorir beint í móti að horfaU Matthías Jochumsson. Þjóðlagasafn séra Bjarna. Eg varð hálfhissa þegar eg las í »Gjh.« um daginn útdrátt úr grein eftir Stór-Dana einn, Axel Olrik að nafni, sem hann hefir skrifað til þess að gera lítið úr starfsemi séra Bjarna og Þjóðlagasafni hans. Mér fannst ó- þarft af íslenzku blaði að vera að hafa alt það bull og sleggjudóma eftir. En þessar línur skrifa eg til þess að skýra frá, að söngmentaður íslendingur og sérstaklega fróður í allri söngsögu hefir í hyggju að svara dr. Olrik aft- ur í sama tímariti, ef það fæst til að taka það og munu kenningar Olriks verða greinilega hraktar þar lið fyrir lið. Því verður aldrei neitað með rök- um, að Þjóðlagasafnið hefir afarmikla þjóðmenningarlega þýðingu fyrir oss íslendinga og þá er hitt ekki síður mikilsvert, hve mörgum lögum það forðar frá gleymsku. Vér eigum að vera safnara þess þakklátir fyrir það að hann »tók alt með« þó vafi kunni ef til vill að vera á um ætterni nokk- urra söngva. Hitt hefði verið ófyrir- gefanlegt að skilja þau lög eftir, sem nokkurar líkur voru til að væru ís- lenzk, en um slíkt má lengi þræta. _________ Aumulus. Siðnleiki hafa Eyfirðingar sýnt nokkur kvöld, und- anfarið, á Þverá. Hafa þeir verið fremur vel sóttir, enda gaman að sjá þá, yfirleitt leikið vel. Hásetasamningar, nýir og Byggingabréf jarða fást í bókaverzlun Odds Björnssonar.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.