Gjallarhorn


Gjallarhorn - 23.02.1911, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 23.02.1911, Blaðsíða 3
21 GJALLARHORN. V. • # Duglegur og áreiðanlegur maður sem er vel að sér, og vanur bók- haldi, getur fengið atvinnu sem bók- ari við Klæðaverksmiðjuna á Akureyri frá 1. maí n. k. Árslaun 1000 — 1200 kr. Skriflegar umsóknir, ásamt upp- lýsingum um aldur umsækjanda, sendist hið fyrsta til Klœðaverksmiðjunnar d Akureyri. á fiskimið Sunnlendinga. En ekki ætti það að vaxa í augum að sækja þang- að ef farkostir væru góðir. Utlending- ar eiga lengri leið þangað en Norð- lendingar. „ Vissirðu hvað Frakkinn fekk til hlutar? Fleytan er of smá, sá grái er utar. Hve skal lengi dorga drengir dáðlaus upp við sand?“ A seglskipunum litlu, sem farið hefir verið á héð^n, til fiskiveiða, að und- anförnu, hefir þótt óðs manns æði að leggja suður fyrir land um háveturinn. Tíðu, sorglegu slysin sem verða oft á fiskiskipaflotanum héðan, fyrst á vor- in, sýna bezt að svo er. En á gufuskipum er það hægðar- leikur. Gufuskipið »Súlan« iiggur fyrir land- festum við hafnarbryggjuna á Akur- eyri. Það var laugardaginn 12. febr- úar 1911. Daginn eftir, á súnnudag, um hádegi ætlar hún að leggja upp. Ferðinni er heitið beina leið til Reykja- víkur fyrst og þaðan á fiskimið Sunn- lendinga. Það er í fyrsta skifti sem gufuskip fer frá Norðurlandi um hávetur til þess að stunda þorskveiðar fyrir sunn- an land. Þar er merkilegt spor stigið mann- dáðar og framkvæmda. Vonandi að fyrirtækið hepnist vel, eins og allar líkur eru til, svo margir komi á eftir og fiski-gufuskipafloti Norðlendinga aukist og margfaldist ár frá ári! Það eru þeir bræður Otto Tulinius konsúll og Þórarinn Tulinius stórkaup- maður í Khöfn sem eiga »SúIuna« og halda henni nú úti til þorskveiða. Hún er um 120 smálestir að stærð og sterklega bygt skip að sjá. Skipstjór- inn heitir Ingvar Benediktssön og er sunnlenzkur að uppruna, æfður sjó- sóknari og þaulkunnugur á öllum fiski- miðum syðra. Stýrimaðurinn heitir Arni Þorgrímsson og er frá Húsavík. Báðir eru þeir stillilegir menn og knálegir. Hásetarnir, 30 að tölu, er einvalalið. Vélstjórinn er norskur. Eg fór niður f herbergi skipstjóra. Það var rúmgott eftir atvikum og mjög þrifalegt. Skipstjóri sat þar við borð og var að athuga sjókort sín og leiðarbréf. — Nú ætlið þið að fara að sigla? — Já, ef veður leyfir. Kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða, segir máltækið. Annars munum við komast leiðar okkar þó hvessi, bara ef ekki verður mjög dimt. — Alténd þyrftuð þið að fá bjart veður á Húnaflóa og þangað til þið eruð komnir fyrir Horn. Og svo má ekki gleyma Skaga gamla. — Eg sigli fyrst nokkuð til hafs • ••••••••••••••• • ••t þegar kemur hér út fyrir og »tek svo stryk* »djúpt fyrir Skaga og Horn«. Eg er annars óhræddur um að ferðin gangi ekki vel suður til Reykjavíkur, og svo fer eg strax á veiðar þaðan. — Hvert sækið þið fyrst þaðan? — Eg veit ekki með vissu ennþá hvar eg byrja. En við reynum líklega í Eyrarbakkaflóanum, úti fyrir Reykja- nesi, á Faxaflóamiðunum og víðar eft- ir því sem bezt gengur. Síðari hluta sumarsins fer Súlan líklega á síldar- veiðar. — Þér hafið gott lið ? — Já, marga duglega drengi og góða sjómenn. Eg vona fastlega að þessi tilraun héðan að norðan hepnist vel svo að fleiri komi á eftir. Svo kvaddi eg skipstjórann og ósk- aði honum góðrar ferðar og þeim öll- um heillar heimkomu. Eg gæti trúað því, að skipstjórinn hlyti fljótlega fult traust og virðing háseta sinna og und- irmanna. Hann er yfirlætislaus og stilt- ur en lítur fyrir að vera »þéttur á velli« og þrautgóður, svo óhætt sé að öllu leyti, sem bezt má vera, að trúa honum fyrir skipi og lífi skip- verja. Ægir. Kaupamennirnir. Þakkirnar. Mönnum þykir það senni- lega ótrúlegt, en samt er það dags^tt, að eftirfarandi klausa stendur í »N1.« frá 11. þ. m. og verð- ur ekki annað séð af ritsmíðinni sem hún er úr, en að hún sé skrifuð í fullri alvöru: „Engum, sem óhlutdrœgt vill á hlut- ina líta, getur blandast hugur um það að starfhœfari þingmanni en Sigurði Hjörleifssyni hefir þetta kjördæmi ekki á að skipa. Um það ber raun vilni frá siðasta þingi. Mikill efi er um það, að nokkur annar í hans sœti hefði unnið jafn ötullega að málefnum kaup- staðarins á síðasta þingi og hann gerði, að öllum öðrum mönnum ólöst- uðum. Hér er ekki farið með neitt oflof, heldur að eins sannleikurinn sagður blátt áfram.“ Þetta á — sem sagt — að vera alvara! Svo eru talin upp ýms mál, er S. H. á að hafa komið einn í framkvæmd, Akureyrarbæ til hagsmuna, og mikið gumað af. Og þvf svo síðast bætt við, sem rúsínu í endann, að ekki sé vanþörf á að vekja athygli kjósenda á þessu, sem hafi verið svo hlálegir að senda honum vantrausts-yfirlýsing þrátt fyrir alt saman! Mikið er það vanþakklæti! Fyrst má nú geta þess, að ýmsar þær styrkveitingar sem »N1.« segir að S. H. hafi útvegað kjósendum eru blátt áfram framhaldsstyrkir, er ýmsar stofnanir og fyrirtæki í bænum nutu, löngu áður en bænum hlotnaðist sú ánægja að fá ritstjóra »N1.« fyrir þing- mann og verða þfeir þvf ekki taldir honum til ágætis. Ur því að þingmað- urinn heyrði til meiri hlutanum á þingi, hefði það mátt teljast bitur háðung fyrir hann, ef flokkur hans hefði þó ekki tekið svo mikið tillit til hans, að hann léti þessar styrkveitingar standa áfram. Það var blátt áfram sjálfsagt. Er það því ekki annað en hlægilegur • • • • • • • • • barnaskapur eða fáfræði að telja S. H. sem þingmanni það til gildis að þær voru ekki feldar burtu. »Kjarnamálið — afdrif þesS — mun vera það eina sem kjósendur Akur" eyrar geta talið S. H. að þakka frá síðasta þingi og getur árangurinn af starfi fulltrúa bæjarins á alþingi, tæp- lega verið minni eða auðvirðilegri, en að hann kæmi einu atriði í framkvæmd fyrir kjósendur. Þó verður að geta þess, að mörgum kjósendum voru úr- slit þess máls þvert um geð, enda telja margir að S. H. hafi fengið flokk sinn til að fremja þar réttarbrot á Hrafnagilshreppi með ofríki og verð- ur slíkt athæfi ekki fegrað. Starfhæfni Akureyrarbúa til opin- berra starfa er því ekki mikil, ef rit- stjóri »N1.« er sá »starfhæfasti þing- maður« sem þeir hafa á að skipa, eins og »Kaupi« segir og þarf raun- ar meira en meðal ósvífni til þess að kasta slíku framan í mörg humjruð manna (jafnvel þó blaðið sé látið flytja það til þess að dilla ritstjóra sínum), ekki sízt þegar skamt er að leita til þess að finna meiri starfsmann á þingi en S. H. er og honum mikilhæfari á flesta grein. Þvf ekki verður því mót- mælt, að ólíku er saman að jafna, því er síðasti þingmaður Akureyrar kom í framkvæmd og því er sá núverandi hefir afrekað enn þá. Nægir að benda á styrk til hafnarmálanna, hafnarbryggju og skipakvíar, gufuskipaferðanna um Eyjafjörð, iðnskólans á Akureyri, er Magnús Kristjánsson útvegaði kjördæmi sínu meðan hann var fulltrúi þess á þingi og er þó þar að auki ýmislegt er hann var forgöngumaður að og meir var til þjóðarþarfa 1' heildinni, svo sem Siglunesvitinn, lög um inn- lendan brunabótasjóð, breyting á lög- um um atvinnu við siglingar, sem hata haft afarvíðtæka þýðingu fyrir sjáfar- útveg landsmanna, og ýmislegt fleira. Virðist það þó koma úr hörðustu átt að »N1.« sé að draga dár að Sigurði sínum með því að láta sér annað eins »um munn fara« eins og það að Akur- eyri eigi ekki völ á »starfhæfari þing- manni« en honum! En eitthvað verða »Kaupar« að skrifa til þess að fylla »N1.« Sannleiksvitnið Hann var á ferðinni í Ingimar Eydöi. »N1-« hér um daginn ” út af »traustsyfirlýs- ingunni* til þingmannsins sem sagt var að hann hefði verið látinn flytja á »þingmálafundi« þeirra félaga. Hann segir það ósannindi að þing- maðurinn hafi »staðið fyrstur upp, mælt eindregið með henni og greitt henni fyrstur atkvæði* nefnilega traust- yfirlýsingunni til sjálfs sín! Það eru þá sennilega ósannindi lfka, að S. H. hafi samið traustsyfir- lýsinguna sjálfur, skrifað hana sjálfur, afhent Ingimar hana sjálfur og sagt honum sjálfum að lesa hana upp. Líklega lygi líka! Ingimar ætti að gefa upplýsingar »sannleikans« vegna um það atriði, við tækifæri. Annars hefði það verið einfaldast fyrir Ingimar að snúa sér beint til »Gjh.« um daginn og fá það tii þess að leiðrétta mishermið. Það hefði tafar- laust gert það. Og með því hefði hann enn fremur bezt náð tilgangi sínum með það að leiða »sannleikann« í ljós. — En þá hefði reyndar ekki orðið eins gott tækifærið að nudda sér upp við þingmann »þingmálafundarins«, með því að reyna að móðga »Gjh.« Kvenréttindamálið og Ingólfur, (Niíurl.) Þá er að minnast á reynsluna, sem karlmenn eingöngu eiga að hafa öðl- ast. Þegar talað er um reynslu ein- staklingsins, mun vanalega vera átt við þann lærdóm og þá lífsskoðun, sem hann hefir dregið saman og til- einkað sér af hinum ýmsu viðburðum í lífi hans. Á líkan hátt mætti segja um þjóðirnar, að reynsla þeirra bygg- ist á æfisögu þeirra. Hin stjórnarfars- lega reynsla þá einkum á stjórnarsög- unni. Sá arfur þekkingar og reynslu, sem þjóðunum hefir þannig smámsam- an safnast, hlýtur að vera jafn að- gengilegur fyrir alla, sem vilja til- einka sér hann, áh nokkurs tillits til kynferðis. — Hitt er annað mál að vera kann að konur almennt hafi hingað til minna hagnýtt sér þenna arf en karlmenn. En það sannar ekkert um hæfileika þeirra í þessu efni. Flestir eru svo gerðir, að þeir hafa minni á- huga á þeim málutn, sem liggja al- gerlega fyrir utan verksvið þeirra. — Konur hafa til skamms 'tíma undan- tekningarlítið verið útilokaðar frá stjórn- málum, og væri því ofureðlilegt að á- hugi þeirra væri daufur. Þó get eg fullvissað ritstj. um, að margar kon- ur hér á landi, munu hafa fylgst með viðburðum þeim, er gerst hafa, í póli- tíska lífinu á seinni árum, með engu minni áhuga en karlmenn. Þá kem eg að þriðja atriðinu, sem er það að þjóðfélaginu á að vera hætta búin af framgangi málsins. Ritstj. rök- styður þetta þannig, að þegar konur séu alment farnar að gefa sig að stjórn- málum, munu þær vanrækja heimilis- störfin. Til þess að’sýna hvllíka fjar- stæðu ritstj. fer með, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir,, hve miklum tíma, mestur hluti núverandi alþingis- kjósenda, eyðir til þeirra starfa. Eins og kunnugt er, er vanalega kosið til alþingis sjötta hvert ár, og .eftir nú- gildandi lögum er ómögulegt að kjós- endur þurfi að eyða meira en einum degi í hvert skiíti til að neita kosn- ingarréttar síns. Auk þess þurfa menn að afla sér þeirrar þekkingar á vel- ferðarmálum þjóðarinnar, sem er nauð- synleg til að geta myndað sér sjálf- stæða skoðun á þeim. Alþingistfðindin og dagblöðin munu einkum vera þeir brunnar sem ausið er af, en ýkjulaust mun það vera, að flest heimili á Iand- inu mundu standa svipað að vígi og nú, þó húsmæður verðu viðlíka mikl- um tíma til að kynna sér þessar heim- ildir eins og menn þeirra gera. Ekki má heldur gleyma þingmála- fundunum, þeir eru líka tímaþjófar. En lakast er að þeir munu þegar vera orðnir það í bæjunum, því þar trúi eg konur séu ekki farnar að horfa í að borga 25 aura til að komast inn, og hlýða á mál manna, þó þær hafi ekki kosningarrétt. Þó yrði kjörgengisskyldan óneitan- lega ennþá vafningasamari. Á alþingi eiga 40 menn sæti, og mun nóg að gera ráð fyrir að þar af yrði helm- ingur konur. Hugsið ykkur 20 konur af öllu landinu! Hvflíkur voði! Ef til vill yrðu nú fæstar af þeim húsmæð- ur, því það veit ritstj. eins og aðrir,

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.