Gjallarhorn


Gjallarhorn - 02.03.1911, Side 1

Gjallarhorn - 02.03.1911, Side 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefánsson. t • tftt •••••# ttt tt ttt t V, 9. * t t t 4 • • • Stjórnmálaspillingin. í ræðu þeirri, hinni snjöllu og rök- studdu, er Jón í Múla alþingismaður hélt í neðri deild á föstudaginn var, þegar umræðurnar voru um vantraust það er þjóðin hlyti nú að hafa á Birni Jónssyni, drap hann á stjórnmálaspill- ingu þá er nú væri orðin með þjóð- inni og nefndi sem dæmi að »póli- tískum labbakútum væri nú fyrirhug- uð ráðherrastaðan*. Þegar Jón talaði þessi orð hefir hann sennilega haft í huga einhver af nöfn- um þeim — eitt eða fleiri, sem sög- urnar segja að ýmsir menn í Sjálf- stæðisflokknum hafi látið sér koma til hugar í sambandi við það er farið yrði að velja ráðherraefni flokksins. Og það væri heldur ekki undar- legt. Að vísu má ganga að því vísu að talsvert sé ýkt til muna af sögunum um það hver ráðherraefni hafi verið nefnd til. Nokkrum þeirra hefir senni- legast verið logið upp af einhverjum meinfyndnum háðfuglum til þess að draga dár að þeim manngreyum er þeir hafa gert að ráðherraefnum. Hvað finst mönnum um sfðustu sög- una, þá að Björn Jórsson vilji óvægur gera Sigurð Hjörleifsson að ráðherra? Björn hefir auðvitað Iátið sér koma ýmislegt til hugar, sem mörgum öðr- um hefir þótt óhugsandi. En þetta..... Orð Jóns í Múla eru í tíma töluð. Hér er um alvöruþrungið mál að ræða. Ráðherraembættið er veglegasta og jafntramt ábyrgðarríkasta embætti ís- lands. Þjóðin er í hræðilegum vanda stödd ef illa tekst valið á þeim er það skal skipa. Dæmið er deginum ljósara! Virðing þjóðarinnar er í veði sé það embætti lítilsvirt. Og hætta leik- ur á að það geti orðið lítilsvirt ef maðurinn sem í því situr er ekki mik- ilhæfur á marga vegu. Þar er þörf margra góðra hæfileika. Þess vegna verður hver flokkur, er velja skal mann í það sæti, að skipa það sínum bezta manni. Manni er fyrst og fremst getur skipað það með full- um skörungsskap út á við, kann að hegða sér og koma fram í viðmóti svo sem embættinu sómir og á- þann hátt, að hann geti haldið virðingu manna og unnið sér hana. Að auki þarf hann að eiga stjórnarahæfileika, réttsýni, óhlutdrægni o. s. frv. í sem ríkustum mæli, í vitum sínum. Og þess vegna ennfremur, má ekki nefna sem ráðherraefni aðra en mik- ilhæfustu menn hvers flokks. Virðingu embættisins er háskaleg hætta búin sé »labbakútunum« nokkuð við það dreyft. Nöfn þeirra mega ekki koma nærri þvf. Það hefði sömu áhrif og þegar ösku er kastað á nýfallna mjöll. Labbakútana, sem engu ráða, ekki • • • • • • • • «-• •-• • • • • • • • • Akureyri einusinni í stjórnmálaflokkunum, sern ekkert gera þar annað en elta odd- vita flokkanna, sem kaghýða sannfær- ing sína hvenær sem vera skal, eða sem enga sannfæring hafa í öðru en brauðbitapólitík — þá má ekki nefna í sambandi við ráðherraembætti ís- lands hvað sem liggur við, hvorki í háði né alvöru (þvi síður). Hvernig ættu slíkir menn að geta stjórnað heilli þjóð, þó smávaxin sé ? Hvernig ættu þeir að geta felt sjálf- stæða rökrétta úrskurði, sem aldrei geta áttað sig á hverju þeir skuli fylgja, öðruvísi en í sífeldri mótsögn við sjálfa sig og hvíldarlausum hringl- anda ? Eða þeir sem hafa ekki þrek til að halda fram hugsun sinni óbrjálaðri, þó þeir kunni að látast hafa hana ein- hvérja — mundi ekki alt snúast öf- ugt í höndum þeirra fyrir áblástri gráðugra flokksmanna þeirra? — Það er sagt, að hver einstakl- ingur sé á fallandi fæti tnanngildis og dáða, ef svo illa er komið fyrir hon- um, að hann hefir glatað virðingunni fyrir sjálfum sér. Hið sama gildir um þjóðir í heild sinni — safn einstaklinganna. Með því að sýna ráðherraembætti íslands virðingu, sýnir íslenzki þjóðin sjálfri sér virðingu. Hún verður því sjálfs sín vegna að halda því í sem mestum heiðri og reyna af alefli að bægja frá því öllu, er kastað getur skugga á það. Og um fram alt að velja sem vand- legast manninn, sem í því skal sitja. Um stjórnmálaspillinguna yfirleitt, sem nú geysar yfir landið, þyrfti að rita rækilega hið allra fyrsta. En hér er ekki tækifæri til þess í þetta sinn. Landsdómurinrj. Samkvæmt lögunum um skipun lands- dóms frá 1905 tóru fram kosningar í hann um vorið 1906. A alþingí 1907 var svo »rutt úr dóminum*. Ruddu Heimastjórnarmenn 14 og Þjóðræðis- menn 10 dómendum. — í sameinuðu þingi 10. júlf voru svo dregnir út með hlutkesti 24 menn er skipa skulu landsdóminn og urðu það þessir: Árni Kristjánsson bóndi í Lóni. Gísli ísleifsson sýslum. Blönduós. Bjarni Bjarnason bóndi á Geitabergi. Tómas Sigurðsson hreppst. á Barkarst. Hjörtur Snorrason skólast. Hvanneyri. Eyjólfur Guðmundsson sýslun.m. Hvammi á Landi. Halldór Jónsson verksm.eig. Álafossi Kristján Jörundsson hreppstj. á Þverá. Ólafur Magnússon pr. Arnarbæli Ólafur Ólafsson próf. Hjarðarholti. Benóní Jónasson hreppsn.oddv. Laxárdal. Jón Bergsson bóndi á Egilsstöðum. Jón Sveinbjarnarson hreppst. Bíldsfelli. Sigfús Halldórsson hr. n.o Sandbrekku. Ágúst Helgason bóndi í Birtingaholti. 2. marz. Magnús Jónsson sýslum. Vestmannaeyjum. Guðm. Hannesson héraðslæknir Rvík. Janus Jónsson próf. Holti. Ólafur Erlendsson hr. n. ov. Jaðri. Kristinn Guðlaugsson bóndi á Núpi. Hallgr. Hallgrímsson hr.st. Rifkelsstöðum. Magnús Helgason kennari í Hafnarfirði. Pétur Pétursson sýslun.m. Gunnsteinsst. Páll Bergsson kaupm. Ólafsfirði. Þá eru aðrir 24 vara-dómendur. Ekki er »Gjh.« kunnugt um að dánir séu af aðaldómendunum aðrir en Sig- fús Halldórsson sýslunefndarmaður ,á Sandbrekku og kemur í hans stað Guðmundur Davíðsson bóndi á Hraun- um. Þessir eru varadómendur: Gunnar Ólafsson verzlunarstj. Vík Grímur Thorarensen bóndi í Kirkjubæ. Eggert Benediktss. bóndi í Laugardælum. Gunnl. Þorsteinsson bóndi á Kiðabergi. Vigfús Guðmundsson bóndi í Haga. Ásgeir Bjarnason bóndi á Knararnesi. Guðmundur Ólafsson bóndi á Lundum. Snæbjörn Kristjánsson bóndi i Hergilsey. Þorvaldur Jakobsson pr. í Sauðlauksdal. Bjarni Símonarson próf. Brjánslæk. Kristján Gíslason bóndi á Prestbakka. Hálfdán Guðjónsson prestur á Breiðabólst. Rögnv. Björnsson bóndi í Réttarholti. Guðm. Davíðsson bóndi á Hraunum. Björn Jónsson pr. Miklabæ. Sigurður Jónsson bóndi í Yztafelli. Jónas Sigurðsson sýslun.m. Húsavík. Sölvi Vigfússon bóndi á Arnheiðarstöðum. Axel V. Tulinius sýslum. Eskifirði. Sighvatur Bjarnason bankast. Reykjavík. Ásgeir Sigurðsson kaupm. Reykjavík. Þorleifur Jónsson póstafgreiðslum' Rvík. D. Sch. Torsteinsson héraðsl. ísafirði. Jón Norðmann kaupifi. Akureyri. Varadómendur munu allir vera lifandi nema Jón Norðmann er andaðist x. júní 1908. Nú er svo langt liðið að margir hata gleymt hverjir skipa landsdóminn og hyggur því »Gjh.« að lesendur sínir hafi gaman af að sjá það hér. Hvenær . munu nú dómarar þessir fá færi á að setjast á rökstóla og sýna þar skarpleik sinn og lagavit? Jóhann Sigurjónsson skáld er afkastauiikill við skáldskap í bundnu máli um þessar mundir og flytja nú tímaritin eftir hann hvert kvæðið á fætur öðru. Nú hefir hann einnig lokið við leikrit sitt »Fjalla Eyvindur« og verður gaman að sjá hvað dönsk blöð og listdómendur segja um það, þegar það verður sýnt í Þjóðleikhúsinu í Höfn, en víst er um það, að miklar vonir gera menn sér um það. Alþingi ætti nú að veita Jóhanni styrk, fyrst um sinn, meðan hann er að koma fyrir sig fótum í heimi skáldskapar og bókmenta. Hér flytur »Gjh.« tvö smákvæði eftir Jóhann og eru þau prentuð í síðasta hefti »Eimreiðarinnar«. Haustvísur. Hvíslar mér hlynur hár í skogi sögu sviplegri: Óx mér við hlið ei fyrir löngu i}urkr\i blaðmjúkiír. Drakk hann að morgni munngát nœtur geisla um hádag heiðan, hugði hann sól og sumarástir vara æfi alla. Kom hin haustkalda hélugrima, skalf þá veikstilka vinur: „Svikið hefir mig Sól í trygðum, nú mun eg bana biða.“ Brosti eg að hans barnslyndi, mundi’ eg eigin æsku; falla munu blöð þín bleik til jarðar, en víst mun stofn þinn standa. Leið nótt lýsti nýr dagur, huldi héla rjóður; en vininn minn veikstilka sá eg aldrei aftur. Drúpir dimmviður dökku höfði, dagur er dauða nær; hrynja laufatár litarvana, köldum af kvistsaugum. Sonnetta. Vorið er liðið, ilmur ungra daga orðinn að þungum, sterkum sumarhita, æskan er horfin, engir draumar lita ókomna timans gráa sinuhaga. Við erum fœddir úti á eyðiskaga, eilifðarsjórinn hefir dimma vita, fánýtar skeljar fyrir blóð og svita fengum við keyptar, það er mannsins saga. Pó hefi eg aldrei elskað daginn heitar, —eilifðarnafnið stafarbarnsins tunga— fátæka líf! að þinum knjám eg krýp, áþekkur skuggablómi, er tjóssins leitar — leggurinn veldur naumast eigin þunga — fórnandi höndum þína geisla eg grip. •.Súlan" fekk fljóta og góða ferð til Reykjavíkur og er Iögð þaðan út aftur á þorskveiðar. Síldarafll hefir verið dágóður hér á Pollinum und- anfarna daga. • ••••••••♦•••#••••« Stafrofskver séra Jónasar (með 50 myndum), er bezt allra stafrofskvera. Fæst hjá öllum bóksölum. Verð í bandi 50 aurar.

x

Gjallarhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.