Gjallarhorn


Gjallarhorn - 02.03.1911, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 02.03.1911, Blaðsíða 3
V. GJALLARHORN. 25 Dr. Alfred Russel Wallace. Hann er nú kominn nær níræðu, en ern og ungur í anda. Hans er nú vfða minst, bæði fyrir ræðu, er hann ný- lega hélt á afmæli sínu, og nýrrar bókar »um lífsgáturnar«, sem margt er ritað um. En að ö. 1. er hann, og próf. Hækel á Þýzkalandi, elztur og frægastur allra vísindamanna, sem nú lifa. Russel kalla landsmenn: »öldung- inn mikla* (eins og þeir kölluðu Glad- stone). Ritstjóri stórblaðsins »DaylyNews«, átti langt samtal við hann í f. m., og þótti hann leysa vel úr spurningum samtfðarinnar. Spurningu ritstjórans um það, hvort skoðun manna á til- verunni væri að verða andlegri en áð- ur, svaraði Russel svo: »Já, sannlega svo. En segið mér ekki frá Oliver Lodge. Hann villsam-' þýða vísindi og guðfræði. Ekki ætla eg að það takist. Vísindamenn eru hættir hér í landi að vera kreddu- menn. Að vísu hefi eg þótt fara nokk- uð lengra í sumum bókum minum en tvísindin hafa leyf, en heimsskoðanir þurfa ekki að koma í bág við guðstrú manna. Eg hefi sagt og segi enn, að mekkaniska útlistunin sanni oss ekk- ert; vér megum til að grfpa til hins yfir-vísindalega, til Guðs eða guð- dóma ...» »Hvað auðsainkeppnina snertir til að auðga einstaka menn og félög, þykir mér hún hinn versti Götu- Þrándur á vegi siðmenningarinnar. Þér megið eigi um siðmenta þjóð, ef meiri hluta hennar skortir bæði menning og viðurværi, og þótt þér gefið gamal- mennum 4—5 kr. á viku, sýnir það og sannar óyndisúrræði, sem þó er einhver byrjun til betra.« — Um forn- vin sinn og keppinaut Darwín sagði hann: »Eg gaf honum mfnar skoðanir, og hann mér sfnar, og létum heim- inn ekki vita. Aldrei hefi eg mætt hans líka að vitsmunum og mannkostum. Hann var bæði spekingur að viti og óviðjafnanlegur afkastamaður, en fram- ar öllu var hann góður maður og rétt- vís; mildin og mannúðin alveg óum- ræðileg. Hvað skarpleik snertir myndi eg máske setja Huxley ofurlftið ofar en Darwín, en Spencer ofurlítið ofar en þá báða. Hann var tröllaukið hugs- unarbákn.c Wallace trúir á ódauðleika allra sálna, og hefir í elli sinni staðið fremst- ur í hinum nýju sálarrannsóknum, en þó hvorki selt sig flokki rannsóknar- félagsins, né félögum spfrftistanna. En áður var hann lærisveinn Spencers — eða máske heldur Hækels, sem hann lofar enn. En honum fór eins og þeim Myers, Hodyson, Hyslop, Lodge, o. fl. materíalistum, að rannsóknirnar sneru gersamlega skoðunum þeirra ^frá hin- um atómisku kenningum. í si'nni síð- ustu bók, (sem eg hefi ekki séð), er sagt, að hann kenni einskonar fjöl- gyðis-tröppugang í sköpun og tilorðn- ing heimsins, þar sem hin lægri »makt- arvöld* ráði miklu um skilyrði lífs- greininganna (differensation) á lægri stöðvunum. En yfir öllu ráði sá, »að hvers ljósi enginn fái-til komizt.* M. J. Etnzráfl J. V. Havsteen kom til Kaupmannahafnar með »Botnía« á þriðjudaginn og gerir sér góða von um bót á sjóndeprunni, sem hann fór að leita sér lækninga á. Kaupamennirnir. Gorgeir »Blekkingar« heitir grein- “arstúfur í »N1.« er ræðir einféídni. um vantraustsyfirlýsinguna til —— húsbóndans og er aðallega beint til »Gjallarhorns«. Veður þar á höf. um »blekkingar« blaðsins í þvi máli og »meira en það« o. s. frv. En sá galli er á fyrir höf. að annað- hvort gerir hann sig heimskari og fá- fróðari en hann er og skrifar þá móti betri vitund — eða að hann veit lítið hvað það er sem hann er að bulla um. Hvort heldur sem væri — ætti hann að skrifa með minni gorgeir en hann gerir. Hann segir að með tillögu er var samþykt af meiri hluta kjósenda á þingmálafundi Akureyrar 1909 og var þvert gegn vilja þingmannsins hafi greitt atkv. að eins 114 kjósendur en helmingur kjósenda eftir aðalkjörskrá hafi þá verið 188. Enn fremur að 154 kjósendur hafi nú greitt atkv. vantraustsyfirlýsingu til þingmannsins (Sig. Hjörleifssonar) af 356 kjósendum er séu á aðalkjör- skrá og vanti þvf 24 atkv. til þess að helmingur kjósenda hafi lýst yfir van- trausti sínu á þingmanninum. Höf. fer rétt með þessar iölur, ekki skal því neitað. En þarna gerir höf. sig þó sekan f ódrengilegri blekkingartilraun annað- hvort af einfeldni eða ásettu ráði og þá móti betri vitund. Það vita flestir að mikill fjöldi þeirra kjósenda sem settir eru á kjörskrá þegar hún er samin, getur ekki greitt atkv. við hinar ýmsu kosningar. Marg- ir eru fluttir búferlum burtu, aðrir dánir o. s. frv. Þeir eru með öðrum orðum ekki lengur kjósendur í bænum þó þeir séu þar á kjörskrá. Arið 1905 voru 283 kjósendur á kjörskrá, en að eins 204 greiddu atkvæði við kosningarnar. Árið 1908 voru 378 á kjörskrá en 296 greiddu atkvæði. Af þessu sézt glögglega að hérum- bil 30 % af kjósendum, sem eru á kjörskrá, geta ekki notað, eða nota ekki kosningarrétt sinn þegár til kosn- inga kemur. Og höfuð orsökin er þessi: að þeir eru dánir eða fluttir burtu úr kjördæminu svo ekki er hægt að telja þá sem kjósendur í bænum, þó nöfn þeirra standi enn á kjörskrá. Það er því ómótmælanlegt: að þingmaðurinn (Sig. Hjörl.) hefir virt að vettugi yfirlýstan vilja meiri hluta kjósenda Akureyrar, að meiri hluti kjósenda Akureyrar hefir lýst fullu vantrausti sfnu á þing- manninum (Sigurði Hjörleifssyni) vegna framkomu hans »er ósæmilega verður að telja heiðarlegum stjórnmálamanni« og enn fremur harðlega mótmælt að hann væri að hanga á alþingi oftar, sem þingmaður þessa kjördæmis. Þetta hefir meiri hluti kjósenda á Akureyri samþykt. Það verður ekki hrakið! Hér duga því »Norðurlandi« engar blekkingar. Ekkert rógburðaryfirklór, enginn fáfræðisþvættingur eða bull gegn betri vitund. Vill ekki »N1.« annars hætta að hæla húsbóndanum? »Gjh.« hálfleiðist að hafa miklar umræður um hann við kaupamennina meðan hann er ekki sjálfur við. Sannleiksvitnið Hann er nú aítur á Ingimar Eydal. ferðinni í síðasta »Norð- urlandi«. Fyrst segir hann að »Gjh.« hafi »játað það, að rangt hafi það hermt frá« um »traustsyfirlýsinguna« til S. H. eða, réttara sagt, flutning hennar á »þingmálafundinum«. — Þar segir hann ósatt. »Gjh.« sagði að eins frá »leiðréttingu« Ingimars í »N1.« á dögunum, blátt áfram, án þess að rengja hana, og benti um leið á að Ingimar hefði ekki notað þá aðferð sem talin er sjálfsögð, er menn skrifa að eins til þess að leiðrétta mishermi. Líklega hefir honum ekki sárnað það? En »Gjh.« hefir ekkert »játað« um þetta efni. Það hefir hvorki játað né neitað. Ekki gert annað en segja ó- hlutdrægt frá, lagt gögnin á borðið svo lesendurnir gætu sjálfir felt dóm í málinu. Það flutti greinina frá »Kjós- anda« án þess að segja nokkuð um hana og það skýrði (óbeðið) frá mót- Eg hefi í sumar lánað undir öl fjóra 10 pt. eikarkúta brenni- merkta >Sjutt«, til einhverra náunga, sem ekki hirða um að skila þeim aftur. Sá sem getur vísað mér á hvar þeir eru niður komnir fær 1 kr. fyrir hvern kút. mælum Ingimars án þess að rengja þau. Þetta getur hver maður sannfært sig um af síðustu tölublöðum »Gjh.« Ingimar byrjar því grein sfna með ferlegum ósannindum. Og því miður sýnist augljóst að hann geri það af ásettu ráði, því að efast um það, væri svæsin árás á vitsmuni hans. Hann skrifar spámannlega um aðstöðu þeirra er svo stendur á fyrir og »Gjh.« er honum að öllu samdóma um að ó- þægilegt sé að standa sem ósanninda- maður frammi fyrit allri þjóðinni. Og síðasta setningin í grein Ingimars er svo falleg og svo mikill sannleikur í henni fólginn að »Gjh.« telur réttast að láta lesendur sína sjá hana orð- og áherzlurétta einmitt á þessu stigi málsins. Hún hljóðar svona: »Að ljúga f annara orða stað getur verið afsakanlegt, en vísvitandi lýgi kemur ætíð frá saurugum huga.« Máske Ingimar geri nú þessi orð að kvöldbæn sinni fyrst um sinn og festi þau sér í minni á þann hátt? Það væri ekki svo vitlaust. Goudie- ostur á 55 aura pundið fæst í Akureyri 28. febr. 1911. A. Schiöth. EDINBGRO. Lysfigarðsféíag ~iii| mr ^kureyrar heldur kvöldskemtun í Ieikhúsinu, sunnudagskvöldið 5: þ. m. til ágóða fyrir hinn fyrirhugaða lystigarð bæjarins. Þar verður til skemtunar: 1. Hornablástur. 2. Upplestur (V. Knudsen). 3. Söngfélagið „Gígja" syngur. 4. Grammofónmusik (Pétur Jónsson syngur íslenzk lög). 20 mínútna hlé. 5. Söngfélagið „Gígja" syngur. 6. Eintal? (V. Knudsen). 7. Leikur (Eg vil ekki giftast). 8. Hornablástur. Aðgöngumiðar kosta 50 aura og fást í Iyfjabúðinni á Akureyri, hjá Kolbeini kaupmanni Árnasyni á Oddeyri og við innganginn. Húsið verð- ur opnað kl. 6 e h. en skeintunin byrjar kl. 6V2 e. h. Akureyri 2. marz 1911. Stjórnin. Það nýjasta nýtf Er steinolíumaskínan „ Comet“ (halastjarna) (uppgötvunin gerð í fyrra, og heitir pví halastjarna), sem brúkar aðeins fyrir 2% eyrir olíu á klukkustundinni, 'og hitar pott af vatni á fám mínútum. Hægt er að sjóða á peim allan mat, og eru mjög hægar og einfaldar í meðförum. Daglega til sýnis hjá undirrituðum frá kl. 11—2. Ætti að komast inn á hvert heimili á íslandi. Carl F. Schiöth. ♦ • ••••••••••• •• ••••••••••• • • • i Agœtur

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.