Gjallarhorn


Gjallarhorn - 09.03.1911, Side 1

Gjallarhorn - 09.03.1911, Side 1
Gjallarhorn. Ritstjóri: Jón Stefánsson. Akureyri 9. marz. 1911. - #•#••• #-#-#-♦#-#-♦-#- Björn Jónsson beiðist lausnar. Vantraustsyfirlýsingin til Björns Jóns- sonar var samþykt í neðri deild á laugardagsnóttina, aðfaranótt 25. febr. Hann sendi lausnarbeiðni til kon- ungs þegar á laugardagsmorguninn í símskeyti. Og ekki stóð á svarinu. Það kom sama daginn. Og drottinn lét þjón sinn í friði fara. Þó mælti hann svo fyrir að Björn yrði við embætti þang- að til nýr ráðherra yrði »útnetndur.« B. J. lét »ísafold« sína flytja þessi málalok á laugardaginn 25. febr., á- samt kjarnyrtri lýsingu á flokksmönn- um sínum, þeim, er lyftu honum í valdasessinn í hitt eð fyrra, lofuðu sólinni að skína þar á hann í tvö ár og spörkuðu svo í hann. Hann nefnir þá »valdafíkinhálaunagráðug smámenni« og er honum manna bezt trúandi til þess að fara nærri um það og orða lýsinguna rétt, gamla manninum! Ög þá var nú næst að koma sér saman um ráðherraefni. Flokksfundir voru haldnir dag eftir dag. Fyrst leit svo út sem Björn Jónsson og flokks- menn hans, »þeir þrettán*, mundu ráða mestu um ráðherravalið og fóru oft fram »prótkosningar« hjá þeim með það fyrir augum. Oftast hafði Björn Kristjánsson haft mest fylgi í flokknum. En líkurnar fyrir því að þeir félagar gætu ráðið nokkru um ráðherravalið minkuðu dag frá degi. Síðast var það sagt að B. J. hefði hugkvæmst að freista þess að fá einn af dyggustu skósveinum sínum, nefnd- an til sem ráðherraefni. Ætti sá að vera leppur og ekki annað og B. J. síðan að stjórna öllu einn, eins og að undanförnu, ábyrgðarlaus í skjóli lepps- ins. En svo hafði sú ráðagerð þótt fjarri öllu viti, að ekkert fylgi fékk hún, að sögn, hjá þeim félögum og var þar með úr sögunni. Eftir símfréttura. Glerá. Ár eftir ár flæðir Glerá af og til úr úr farvegi sínum, og kvíslir úr henni renna suður á Oddeyri, dreifast svo þar yfir nærfelt alla »Eyrina« og valda stórskemdum á eignum manna, og miklum óþægindum fyrir íbúa þessa bæjarhluta. Á Oddeyri er búsettur meir en helm- ingur allra íbúa Akureyrarkaupstaðar, og er því þaðan greitt, í bæjarsjóð, all-rffleg fjárupphæð, svo ætla mætti að reynt væri, 'að hlynna dálftið að þeim bæjarhlutanum ekki síður en öðr- um. Sér ekki bæjarstjórnin sér fært ð ráða bót á þessu, eð': hefir hún amáske gleymt því? Oddeyringur. Ráðherravalið. Þegar búið var að velta Birni gamla úr embætti, — eða þó í rauninni nokkru áður — klofnaði »Sjálfstæðis(!!)flokk- urinn« eins og »Gjh.« hefir áður skýrt frá. Samkvæmt öllum réttum þingræðis- reglum átti Skúli Thoroddsen að verða ráðherra 1909, en ekki Björn Jónsson. En Björn var þá margfalt harðsnúnari við að bera sig eftir björginni, hafði haft allar klær úti, til þess, en Skúli aftur varla hreyft sig eftir bitanum. Flestir munu þvf hafa litið svo á að nú væri alveg sjálfsagt að allur flokkurinn sameinaði sig um Sk. Th. sem ráðherraefni. Og það því fremur er Kristján Jónsson kvað enn sem fyr sitja fast við sinn keip að þverneita allri ráðherra-mensku. En það varð þó ekki. B. J. og fylgd- armenn hans gerðu, að sögn, það sem þeir gátu, til þess að bægja Sk. Th. frá ráðherrasessinum og verður víst varla sagt að þeir hafi þar haft »á- hugamál* flokks síns fyrir augum, það að »berjast gegn því að Heimastjórn- armenn smelli millilandanefndarfrum- varpinu frá 1908 á þjóðina«, eins og margir þeirra eru að geispa um enn þá. Mun ekki persónulegt hnotabit hafa ráðið þar meiru? Á mánudaginn 2ý- febr. mætti B. J. ekki á alþingi. Og ekki sagði hann þinginu frá Iausnarbeiðni sinni eða svari konungs fyr en á miðvikudag- inn. Sfmskeyti frá konungi kom til þriggja þingmanna 2 7- febr:, þeirra H. Haf- stein, Kr. Jónssonar og Skúla Thorodd- sen, um það, hvort þeir álitu ekki einhvern mann, innan þings eða utan, geta safnað að sér fylgi meiri hluta þingsins, er vildi svo taka að sér ráð- herraembættið. Ekki er kunnugt hverju þeir hafa svarað, hver um sig, en þó líkur til að eitthvað hafi það verið óákveðið, því 1. marz kom enn símskeyti frá konungi og var það til forseta sam- einaðs þings. Kveðst konungur þá fara til Svíþjóðar og ekki koma heim fyr en II. marz. Á meðan dragist það að skipa ráðherra, en vonar að þing- ið starfi sem duglegast á meðan og verði þá búið að koma sér saman um ráðherraefni. En samkomulagið gengur hægt og stirðlega enn þá, eftir því sem síðast fréttist, þegar þetta er skrifað. Ein sagan segir að einu sinni hafi allir »meirihlutamenn« verið búnir að koma sér saman um séra Sigurð Ste- fánsson í Vigur, sem ráðherraefni, en þá hafi hann þverneitað og sagt: »A1- drei mun eg það ráð upp taka að fara að leika fífl á gamals aldri.« »Gjh.« selur söguna ekki dýrara en það keypti. í gær (sunnud. 5. marz) hafði verið Brunabótafélagið B2T J^ordisK Brandforsikring ■*« tekur í brunaábyrgð hús, innbú, vörur o. s. frv. Umboðsmaður: JÓN STEFÁNSSON, Akureyri. prófkosning hjá »minnihlutanum í meiri- hlutanum« (o: vantraustyfirlýsingar- mönnum). Hlaut Sk. Th. þá 6 atkvæði og Kr. Jónsson 2, en 3 atkvæðaseðl- um var skilað auðum. — B. J. og hans menn höfðu þá einnig látið í ljósi að þeir mundu ekkert skifta sér af hver yrði ráðherra. Mestar líkur þykja þvf nú til að það verði annað hvort Kr. Jónsson eða Skúli Thoroddsen er verði ráðherra. Þó Kr. J. neiti enn vegsemdinni. Nokkrir spá því að konungur muni skipa einhvern utan alþingis. Telja þá líklegasta Kl. Jónsson landritara, eða ef til vill Halldór Daníelsson yfirdóm- ara. Eftir símfréttum. Taft forseti Bandaríkjanna. Hann er talinn fortakslaust með beztu stjórnvitringum heimsins. Hann og ýmsir helztu ménn í stjórnarráði hans fylgja flokki Unítara, og þykir enn sannast það, sem sagt hefir verið, að þeir séu »bezt siðaðir allra krist- inna flokka í heiminum.* Taft og vin- ir hans, þar á meðal Roosevelt, hafa þegar stórum eflt og magnað fyrir- komulag Friðarþingsins í Haga. Mr. Forster, forseti fulltrúaþingsins (House of Representatives), sagði nýlega svo: Það er von mín, að þegar 5 ár eru liðin verðum vér búnir að festa sáttmáia við England, Frakkland og Japan, að vér og þær þjóðir skjótum öllum ágreiningsmálum til þingsins í Haga (Haag).« En eitt mál virðist Taft og stjórn hans ekki sjá nokkurt ráð við til bóta, það er strfðið milli auðs og örbyrgð- ar. Sá hnútur verður einungis leystur með einu móti, segja þeir, og þó smámsaman, en það er með því, »að breyta samkeppni í samvinnu.« Að hefja fjöldann til jafnari sið- menningar er verkefni nýtt 1' sögunni, að heita má, og á því ótrúlega langt eftir í landi, enda er »öll grindin í bygging þjóðskipulagsins ramskökk og sumstaðar fúin.« Einn stjórnvitringur jafnaðarrnanna, Jaurré, er talinn er einhver mesti mælskumaður í heimi, sagði nýlega (á friðarfundi, sem haldinn var f Al- bertshöllinni f Lundúnnm): »Vér þurfum nýjan sköpunaranda í siðmenning vora, alt er skakt og skælt og »frelsi« á móti frelsi, stétt á móti stétt, »réttindi« gegn réttvísi . . . Vér þurfum nýjan kristindóm, nýjan anda í alla kenslu, nýjan anda í alla samkeppni — eg ætlaði að segja: samtök og samvinnu. Ekkert ríki, eng- in stjórn má gleyma fjöldanum vegna hinna fáu (útvöldu)« . . . »Þjóðirnar eru að verða eitt, ein óslitin heild; enginn má því lifa eingöngu sjálfum sér — ekki heldur neitt félag, og ekki heldur nein þjóð. Það er allsherjarlög- mál, sem nú fyrst er að verða ótví- rætt.« M. J. Niels Finsen. 50 ára afmæli hans. í desember mánuði s. 1. voru 50 ár liðin frá fæðmgardegi þessa mikil- mennis. Danir minnast þess merkisdags mjög samúðarlega og á margvíslegan hátt, að makleikum. Finsen voru reist minn- ismerki, og áður reistir minnisvarðar blómum skrýddir, sýndar lifandi mynd- ir af honum og ljóslækningastofu hann. Blöðin fluttu flestöll ritgerðir um hann °g uppfyndingar hans og sögðu smá- sögur af honum frá uppvaxtarárunum. Ennfremur ritaði Ðr. W. Thulstrup dálitla bók um hann, einkar hugnæma, er þar sérstaklega lýst uppfyndingum Finsens svo og lundarfari og lífsskoð- unum hans. Allir þeir er kynnast vilja Finsen, ættu að lesa þá bók. »Súlan.« Tveir menn drukna. Á laugardaginn var hrepti »Súlan« ofveður í Eyrarbakkaflóa, með miklum sjógangi. Gekk sjórinn yfir skipið hvað eftir annað og tók út tvo af hásetun- um. Var ómögulegt að bjarga þeim, og druknuðu þeir báðir. Reir hétu Sigurpáll Sigurðsson frá Selá og Krist- ján Friðriksson frá Svínárnesi, menn á bezta aldri og mannvænlegir. Auk þess braut ýmislegt á þilfari skipsins og skemdist, og er nú verið að gera við það í Reykjavík. (Símfrétt.) Snæbiörn Kristiánsson hreppstjóri í Hergilsey, sá er botnvörp- ungurinn rændi, er orðinn dannebrogs- maður. Pétur Jónsson söngvari fer til Ameríku nú með vor- inu, snöggva ferð, ásamt dönskum söng- mönnum er fara þangað í söngleiðangur. Húsaleigusamningar fást í bókaverzlun Odds Björnssonar.

x

Gjallarhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.