Gjallarhorn


Gjallarhorn - 09.03.1911, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 09.03.1911, Blaðsíða 3
V. QJALLARHORN. , 29 tt • i ittttttttttt• • • - • • •• • • • • •-•^•••••^# •♦♦••♦•• ••♦•••♦♦-•••••h Utan úr heimi. f Oustaf Fröding. Eitt af þjóðskáld- um Svía Gustaf Fröding er nýlátinn. Hann var af gáfuðum foreldrum kom- inn, á Vermalandi. Dvaldist Fröding lengstan tima æfinnar þar, einkum í Karlstað, þar sem hann var meðrit- stjóri að blaði einu. 1891 lét hann géfa út fyrsta ljóðasafn sitt: Quitarr och dragharmonika; sjálíur dvaldist hann á Þýzkalandi og beið þar eftir dómi þjóðarinnar um skáldgáfu sína. Sjálfur virtist hann efast um hana þá. Er bókinni var tekið með fögnuði miklum, sneri Fröding heim til Karl- stad. Nú gaf hann út fleiri kvæði, Nya dikter 1894, St'ánk och flikar 1896 o. fl. í fyrsta safni sína lýsír hann aðallega lífinu á Vermalandi: bændum og borgurum, herragörðum o. fl. í svo léttum hendingum og lipurð í búningn- um, að hann hefir oft verið nefndur Shakespeare ljóðlistarinnar. í síðari kvæðum sínum velur hann sér þyngri yrkisefni; kvæði hans er áður voru þrungin af fyndni og fjöri, kveða nú við af þunglyndi hans og efasemdum þeim, er kvöldu hann, það eftir var æfinnar. Enda orti hann lítið sem ekkert eftir aldamótin. Og þó tókst honum að vinna bug á sjálfum sér og tilfinningum sínum; honum, sem hataði bæði heiminnn og sjálfan sig, tekst þó oft í kvæðum sínum að kom- ast upp í þann heim, þar sem fegurð- in og ástin ríkir. >Ó nafni minn! Eg hata þig Narkissos, en ann þér samt, og hvergi huggun hlít«, segir hann um sjálfan sig í kvæðinu Narkissos (í hinni ágætu þýðingu sr. Matthíasar í Eimreiðinni 1911, I) og seinna í sama kvæði: »Og alt kom aftur: aflið, gleðin, andinn. Því ástin kom til hjálpar þer, Narkissos'. Sá maður, sem yrkir þannig, hefir sigrast á sjálfum sér. Enska þingið. Eins og kunnugt er orðið, sigraði frjálslyndi (stjórnar) flokk- urinn, við kosningarnar í desember síðastl. Þó verður stjórnarflokkurinn að sameinast írsku flokkunum tveim (O’Briens og Redmonds) og verkmanna- flokkinum til þess að hafa sæmilegan meiri hluta (126 atkv.). 31. jan. kom þingið saman; verður það sennilega frægt þing í sögunni, því nú verður sennilega neitunarvaldi efri málstofunnar hnekt. Þar næst verður tekið fyrir lagafrumvarp um breytingu á atkvæðaréttinum. Sumir höfðingjar hafa margra atkvæða-rétt og mundi þetta því hnekkja aftur- haldsmönnum (—höfðingjum). Enn eru á döfinni lög um dagpeninga handa þingmönnum, aðallega til þess að létta fátækum mönnum þingsetu. Og síðast en ekki sízt stendur til að írar, Skotar og Wales-búar fái sjálf- stjórn (home rule). Verður Westminster- þingið þá sambandsþing þessara ríkis- hluta, fyrirkomulagið yrði svipað og á sér stað meðal þýzku ríkjanna. Ekki mundi þó samband ríkisins sennilega losast neitt við þetta; aðal-afleiðingin yrði sú, að írar fengju færri sæti á sambandsþinginu en nú hafa þeir og hefðu minni áhrif á enska pólitík. Sem stendur hafa írar flest sæti á þingi í tiltölu við íbúa; þessu mundi verða breytt. Prófi í mannvirkjafræði lauk nýlega Geir G. Zöega með 2. einkunn. Áfengiseyðsia Dana. Ekki er ófróð- legt að kynna sér, hversu miklu fé Danir eyða árlega í áfengi. í landinu eru 4600 veitingastaðir. Þeir seldu 1909 milli 60 og 80 mil- jónir bjóra og var þó miklu meira drukkið af þeim Ijúffenga drykk heima fyrir — sem sé undir 200 milj. bjóra. Borguðu þeir fyrir allan bjórinn 32 til 34 milj. króna. Af brennivíni eyddu þeir nál. 32 miljónum flaskna og gáfu fyrir þær um 12-—14 milj. króna. 21/3 milj. potta af innlendum hrein- um vínanda (100 % styrkleika) eyddu þeir til þess að blanda aðrar vínteg- undir svo sem romm, konjakk o. fl. með, og gáfu fyrir það um 8—9 milj. Utlendan vfnanda keyptu þeir fyrir 2 — 3 milj. kr. og aðrar víntegundir fyrir 8—10 milj. kr. Þeir hafa því alls eytt: Bjór.................32—34 milj. kr. Brennivíni...........12—14 — Innlendum vínanda . 8— 9 — Utlendum vínanda . 2— 3 — Ýms vín.............. 8—10 — Samtals . . 62—70 milj. kr. Arstekjur allra Dana eru reiknaðar á 1000—1200 miljónir króna. Eyðir þjóðin því 6. hluta af tekjum sínum í áfengi, eða meiru en borgað er f alla opinbera skatta. Hætti þjóðin að drekka, verður að draga frá 13 —14 milj. kr., er ríkið fær í öl- og vínskatta, veitingaleyfi o. s. frv. Enn fremur verður að draga frá um 10—20 milj. kr., sem eyðsla á kaffi, te o. fl. mundi aukast um. Sparn- aðurinn yrði því um 30—40 milj. kr. á ári. Og eru þó ótalin oll þau gjöld, er leiða af óhófssamri neyzlu á áfengi, svo sem fé til fátækrahúsa, sjúkrahúsa, fangelsa o. fl. Nýr viti verður bygður í sumar á Rifstanga á Melrakkasléttu, og var þess ærin þörf, þó fyr hefði verið. Qóð íbúð er til leigu. Listhafendur snúi sér til verzlunarstjóra Péturs Péturssonar, Oddeyri. PANTIÐ SJÁLFIR FATAEFNI YÐAR beint frá verksmiðjunni. Stórkostlegur sparnaður. Hver maður getur fengið gegn eftir- kröfu, burðargjaldsfrítt, 4 mtr. 130 cm. breitt svart, blátt, brúnt, grænt eða grátt, vel iitað fínullarklæði í fallegan og haldgóðan kjól eða útiklæðnað (Spadseredragt) fyrir einar 10 kr. (2/so pr. meter). Eða 3*/* mfr. 135 cm. breiff svart, dökkblátt eða grá- möskvað nýfízkuefni í haldgóð og falleg karlmannsföt fyrir að eins 14 kr. 50 aura. Séu vörurnar ekki eins og óskað er eftir, þá verður tekið við þeim aftur. Þykk ullar- mikil ferðateppi 2x3 al. að eins 5 kr. Gráleit hestateppi mjög þykk 2 x 23k al. að eins 4 kr. 50 aura. yiðrhUS Klædevæveri, Aarhus, Danmarl^. sem vilja sækja um brytastöðuna kolamokarastarf á gufubátnum og „Jörundur“ á komandi sumri, gefi sig sem fyrst fram við framkvœmdarstjóra félagsins Carl F. Schiöth. dansha smjörlihi cr be5f. Biðjið íim tegundirnar A „Sóleyw „ Inyólfur" „ Hehla " eða Jsafold’ Smjörlikið fce$Y einuingi$ frat Ofto Mönsted h/f. Kaupmannahöfn og /frosum i Danmörku. Það nýjasta nýtt er steinolíumaskínan „ Comet“ (halastjarna) (uppgötvunin gerð í fyrra, og heitir pví halastjarna), sem brúkar aðeins fyrir 2^ eyrir olíu á klukkustundinni, og hitar pott af vatni á fám mínútum. Hægt er að sjóða á peim allan mat, og eru mjög hægar og einfaldar í meðförum. Daglega til sýnis hjá undirrituðum frá kl. 11—2. Ætti að komast inn á hvert heimili á íslandi. Carl F. Schiöth. DE FORENEDE BR YG GERIERS EKTA KRÓNU0L. KRÓNUPILSENER. EXPORT DOBBELT ÖL. ANKER ÖL. Vér mælum með þessum öltegundum sem þeim fín ustu skattfríu öltegundum sem allir bindindismenn mega neyta. Biðjið beinlínis um: De forenede Bryggeriers Öitegundir.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.