Gjallarhorn


Gjallarhorn - 13.03.1911, Síða 1

Gjallarhorn - 13.03.1911, Síða 1
Gjallarhorn. Ritstjóri: Jón Stepánsson. ••• V, 11. • ••••• • ♦ ^♦♦» • • •••♦•• • • • ♦ • • • • • • • • • • • ♦•-♦-♦-♦-•-♦♦ • • •»• Akureyri 13. marz. 1911. »««» • • • • • « « « » »••••••••••••••••••••••••••• Með % „Austra" fekk Qránufélags- verzlun á Oddeyri allskonar nauðsynjavörur, járnvörur og alt er að skipaviðgerð og skipaútgerð lítur. Um næstu mánaðar- mót er væntanlegt mikið úrval at vefnaðarvörum. Saltskip vœntanleot í maí. Verzlunin óskar eftir viðskiftum áreiðanlegra manna, og væntir þess að geta uppfylt sanngjarnar kröfur peirra. íslenzkar vörur verða borgaðar með peningum eins og að undanförnu. Oddeyri 11. marz 1911. Pétur Péturssoip ' Með s/s „Vesta" kom í dag afarfjölbreitt úrval af allskonai vefnaðai- vörum mjög ódýrum og eftir nýjustu tízku. VFFNAÐARVÖRUVERZLUN GUDMANfJS EFTERFL. VerzSunin EÐINBORG, Nýkomnar allskonar vörur af öllum tegundum, er seldar verða akaflega ó- dýrt með hinu alþekta lága Edinborgar-verðlagi. Nánari auglýsing kemur í næsta blaði »Gjh.« Ráðherranri skipaður. Rvík 13/3 kl. i. e. h. Flokksfundir á laugardagskvöldið höfðu ráðherravalið til um- ræðu í síðasta skifti í þetta sinn. Heimastjórnarmenn 8, þeir konungkjörnu 6, Jóhannes sýslu- maður, Jón á Haukagili, Ólafur Briem, séra Hálfdan, Hannes Þorsteinsson og Sigurður ráðunautur greiddu atkvæði með Krist- jáni Jónssyni. Skúli Thoroddsen fékk atkvæði vantraustsyfirlýsingarmanna. „Björnungar" greiddu honum ekki atkvæði, en lýstu yfir að þeir ætluðu ekki að sýna ráðaneyti hans óvild („ekki amast við“) á þessu þingi. Pessi úrslit voru símuð til konungs á laugardagskvöldið. Svar kom frá konungi í dag og var lesið upp í þinginu kl. 4 Það er svolátandi: Justitiarius Kristján Jónsson. jeg opfordrer Dem til at overtage Stillingen som Islandsmin- ister, maa ganske overlade til Deres egen afgö- relse om De anser fornödent at reise til Kö- benhavn. Frederik R. (Háyfirdómari Kristján Jónsson. Jeg fel yður að takast á hendur ráðherraembætti íslands. Læt ýður sjálfan ráða hvert þér teljið nauðsynlegt að koma til Kaupmannahafnar.) Frederik R. Kristján Jónsson lýsti þegar yfir að hann yrði þegar við til- mælum konungs og er þá loksins lokið stappinu í þinginu um það, hver verði ráðherra. Seinna mátti það ekki vera. Vesta kom austan um land frá útlöndum í dag. Farþegar Snæbjörn Arnljótsson verzl- unarstjóri á Þórshöfn og frú hans, Jón Gauti Pétursson á Gautlöndum, Bjarni Benediktsson kaupm. á Húsavík o. fl. Emll Tómasson búfræðingur, er dvalið hefir undanfarið í Noregi og Danmörku til fullkomnunar í búfræðisnámi, 1rom hingað frá Khöfn með »Mjölni« í vetur, en fór aftur með »Austra< til Reyðarfjarðar og er ráðinn þar eftir- leiðis við búfræðisstörf. Grundarbing. Um þau sækja Jónmundur Halldórsson prestur á Barði í Fljótum, Sigurður Guð- mundsson prestur á Ljósavatni og Þor- steinn Briem aðstoðarprestúr í Görðum á Álftanesi. Opinberunarbók. Trúlofuð eru Arnór Björnsson búfræð- ingur á Hrísum í Svarfaðardal og ungfrú Þóra Sigurðardóttir frá Brekkukoti í Hjaltadal. Slsiufjarðarlsknlshérað sækja þeir um, héraðslæknarnir: Magn- ús Jóhannsson í Hofsós og Þorbjörn Þórð- arson á Bíldudal og Guðm. Þorsteinsson, settur héraðslæknir á Sauðárkróki. Séra Benedikt Kristlánsson præp. hon. frá Grenjaðarstað héfirfeng- ið lausn frá embætti. — Hann tók sér að- stoðarprest fyrir þrem árum, séra Helga Hjálmarsson á Helgastöðum og fékk hon- um Grenjaðarstað til ábúðar, en flutti þá sjálfur til Húsavikur og býr þar síðan. Séra B'. Kr. hefir jafnan þótt merkur prestur og hinn nýtasti félagsmaður í hvi- vetna. Heimili hans hefir um langan aldur verið meðal hinna allra fremstu í Þing- eyjarsýslu um rausn og höfðingshátt. Brunabótagriöid hefir félagið »Nordisk Brandforsikringc tært mikið niður, með nýrri iðgjaldaskrá, er gengur í gildi i. júlí næstk., og munu önnur félög, er hér starfa, einnig gera það frá sama tíma. Hin einstöku atriði iðgjaldaskrárinnar getur ritstj. »Gjh.« gefið upplýsingar um, þeim er forvitnast vilja um það. SkaKafiarðariæknishérað er veitt Jónasi Kristjánssyni héraðslækni á Brekku í Fljótsdal. Hann er sagður skurðlæknir með afbrigðum. Or Svarfaðardal %. Veðrátta hefir verið mjög umhleypinga- söm síðan um miðjan febrúar og allmikill snjór kominn. Frost alt af talsvert. Hrogn- kelsaafli byrjaður í nætur. Menn bíða ó- þreyjufullir eftir fréttum af þinginu og margir hugsjúkir yfir, hvernig alt þar muni fara.

x

Gjallarhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.