Gjallarhorn


Gjallarhorn - 13.03.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 13.03.1911, Blaðsíða 2
32 OJALLARHORN. -•-•-•-•-•--•- Mr. Stead* og 21 árs starfsemi hans. Þessi mikli mannréttindaskörungur Englendinga byrjar nýárstölublað blaðs síns í vetur með yfirliti yfir mál þau og umbætur utanlendis og innanlands, er hann hefir barizt fyrir í blaði sínu Review of Reviews síðan hann stofnaði það fyrir 21 ári síðan. R. of R. er nú orðið 42 stórbindi, öll með sæg af myndum og botnlausri margbreytni af efni. Hverju mán. blaði hefir jafnan fylgt grein ritstjórans, er hann kallar: Prógress of the world, 0: framfarir heimsins. Áður hafði hann stýrt 2 stórblöðum í 20 ár, komist í stórmæli, setið í dýflissu og orðið frægur áður en hann náði þrítugsaldri. Hér verður minst af því talið eða rökfært, en af því ágripi sem fylgir má geta sér til hvílíkur afkastamaður, hvílík hamhleypa, og hvílík frelsishetja og frömuður allra góðra framfara þessi »blaðamannakóngur« er. En mótstöðu- mönnum heflr staðið mikill geigur af Stead, því að skæðari óvin hafa i 11— ræðismenn og kúgarar sjaldan átt, enda vissu .þeir vel, að hann var aldrei einn í leiknum, heldur hafði oftast nær meira fylgi hjá beztu mönnum þjóðar sinnar, t. d. Victoriu drottningu og síðar Játvarði 7., Gladstone, Salisbury, Morey og mörgum öðrum en ef tíl vill nokkur annar Englendingur. Um rit- stjórn sfna segir hann margt eftirtekta- vert og maklegt því stórmenni, sem hann er. Hann kveðst hafa lifað af stokki nálega öll stórmenni Evrópu, sem stýrðu lögum og lofum fyrir 40 árum — nema Franz Jósef í Austur- ríki og fáein höfuð enskra forsprakka, sem nú séu taldir uppgefnir. Segir hann að flesiir, sem stórblöðum stýri, kvarti snemma undan því starfi, enda sé en viðkvæðið um stjórnmálamenn, að svo ergist hver sem hann eldist. En ekki taki hann þetta til sín. »Nú eftir 40 ára samfieytt stríð — segir hann — hefi eg aldrei verið hraustari en nú, aldrei þolnari og aldrci bjart- sýnni, þótt eg sé kominn á sjötugs aldurinn. Aldrei hefi eg kunnað eins vel við lífið og tilveruna eins og nú, og aldrei heflr trú mín á guð verið jafn íöst, og gildir sama um trúna á framfarir mannkynsins og þess ágæti, sérstaklega kvenkynsins.* Ýmislegt erf-' itt hafi sér mætt, en sérstaklega nefn- ir hann ófarir frelsisfiokksins á Eng- landi 1874, og Búa ófjiðinn 1899. »Ekkert gekk mér nær hjarta; en þá sem fyrri sá, að samvizka þjóðar vorr- ar sefur aldrei lengi í senn.« Hann kvað sér renna kalt vatn milli rilja þegar hann liti á þau ógrynni blaða sinna og bóka, sem liggja fyrir aug- um ákæruengilsins, »því hvar var eg, að ætla mér ir frá ári að hafa áhrif á örlög veraldarinnarl* Þó kveðst hann að því leyti hafa óskerta samvizku, að hans fyrsta blaðagrein og til hinnar síðustu og allar þar á milli, hafi stefnt að einu og sama marki: að fylgja því djarflega fram, sem hann áléit dýrustu velferðarmál landa og þjóða; reglur sínar hefðu verið fáar, en samkvæm- ar meginreglu kristinnar trúar, og hinu enska orðtæki: Honesty is the best poíisy (d: ráðvendnin er bezt f við- skifum). »í Búa ófriðnum hopaði eg aldrei á hæli þó að flestar illar fylgj- * Framborið: Stedd. ur þá væru á sveimi og lífi manna væri hætt. Alt fór þó að lokum eins °g eg fyrirsagði og vonaði, en þeirri snerru gleymi eg aldrei.« Margt fleira merkilegt segir höf. um þau hörðu við- skifti. En hér skal nefna helztu afskifta- mál hans utanríkis önnur en nýlendu- mál Breta og baráttu hans með Glad- stone fyrir málum íranna, er hann nú loks telur komin f gott horf. Stead hefir farið ótal ferðir milli landa og heimsálfa og ávalt á eigin kosnað, ýmist til að bera sáttarorð milli þjóða, eða kynnast höfðingjum og afstöðu þeirra ríkismála, sem hann vildi leiða til góðra lykta. Þannig barð- ist hann lengi við að afstýra ófriði Englendinga og Prússa (og berst enn), Englendinga og Þjóðverja sömuleiðis, og ekki sízt Englendinga og Frakka, svo og umfram alt hefir hann ávalt lagt alhug á samdrátt Bandaríkjanna og Englands. Hann var einn elzti og ehlzti frumkvöðull að stofnun friðar- þingsins í Haag, og er stórmikið hon- um að þakka, að allsherjarfriðurinn er hvergi lengur kendur við draumóra. Hvervetna þar sem þjóðhölðingjar beittu ofríki og ólögum við þegna sfna — eins og Rússar við sakamenn sína, og við Finnana, eða Tyrkir við Armeníumcnn, Leopold kóngur við Kongonegrann, o. fl. — Þar var Stead æ á ferðinni. Er oflangt mál að rekja þann feril, og skal nú að lokum nefna hinar helztu réttarbætur innanlands, er hann hefir stutt með mestu fylgi. Má þá fyrst nefna hinn aukna kosn- ingarrétt, sem Gfadstone tókst að koma í lög; hlutu þá 3—4 miljónir manna full borgaraiéttindi, og er kosn- ingarréttur kvenna framhald þeirrar réttarbótar, og skortir þar ekki fylgi hans fremur en fyr, og þótt ekki sé enn sigur unninn í því máli, fjölgar fylgismönnum þess ár frá ári. Þá er hann einhver öflugasti fylgismaður sjálfsforræðis borga og sveitafélaga, sem næst má komast kenningu jafn- aðarmanna. Þá má nefna baráttu hans gegn ofdrykkju í landinu og allskonar siðaspilling og hleypidómnm, en efl- ing hinsvegar uppeldis menta- og skólamála, svo og frelsis, jafnréttis og umburðarlyndis í kirkju- og trúar- málum. Alla siðspilta menn, sem set- ið hafa eða sóttst hafa eftir sæti 1 Parlamentinu, hefir hann ákært og of- sótt hlífðarlaust, (t. d. þá Parnell og Charles Dilke), því Stead er hinn mesti siðvendnismaður. Og enn er ótalinn andróður hans móti lávarðadeildinni; eiga þeir háu herrar fáa harðvígafi mótstöðumenn en hann. Ótal fleiri stofnanir og lagabætur mætti enn nefna, sem Stead hefir stutt eða stofnað í fyrstu, en þetta, sem hér er talið er nóg að sýna hver höfuð- skörungur hann er, enda dregur hann auðsjáanlega heldur úr afrekum sínum, en að hann bæti við. En marga skarpa mótstöðumenn á hann og hefir ávalt átt, því að við harðari og skæðari mann í viðskiftum en hann, er varla hægt að finna. Aí persónulegum skömmum, hrópi og spotti, hefir Mr. Stead ekki farið varhluta um dagana, en slíkt hefir hann þolað drengilega, og sjaldan ansað þesskonar — t. d. því að hann hefði selt sig fjandanum, að hann hefði hundrað sinnum fleiri haturs djöfla í hjartanu en María heitin Magðalena, að hann væri mesti gikkur og höfð- Nýtt tímarit með myndum. Það er í ráði, að gefa út á Akureyri, nýtt tímarit með afarfjölbreyttu myndaúrvali ef það fyrirtæki fær svo góðar undirtektir, að líkur séu til að það geti svarað kostnaði, og verður þá byrjað á útgáfu þess síðari hluta sumars eða í haust. Ritið er ráðgert að verði svipað að útliti „Hver 8 Dag" sem gefið er út í Kaupmannahöfn. Pess verður gætt að það beri engan keim af póli- tiskum flokkaríg og stjórnmál lætur það ekki að neinu til sín taka. Sérstaklega er ráðgert að það flytji: Myndir af íslenzkum mönnum, kaupmönnum, bændum, iðnaðarmönn- um, útvegsmönnum o. s. frv. (engu síður en embættislýð) þegar slíkir menn standa vel í stöðu sinni og eiga það skilið, að athygli sé vakin á starfi þeirra opinberlega. Einnig staðamyndir íslenzkar og þessháttar. Enn- fremur útlendar myndir eftir atvikum og að því er þörf krefur, bæði manna- myndir, staða og landshluta o. s. frv. Sögur helzt frumsamdar íslenzkar, eftir því sem föng verða til, en þá þýddar úrvalssögur eftir heimsfræga höfunda, áður lítt þektar meðal al- þýðu hérlendis. Bókmentadálk svo sem ritdóma og ýms tíðindi og srnápistla héð- an og þaðan, bókmentalegs eðlis. Ennfremur kvæði og skáldskap í bundnu máli og er þar þegar heitin aðstoð ýmsra góðskálda vorra. Sagnabáik íslenzkan, sagnir um einkennilega menn og fyrirburði, drauma og þessháttar.-Þá ýmislegt fleira, er ekki vérður talið að sinni. Nokkurir af hinum ritfærustu mönnum hér nyrðra hafa heitið fyrirtæk- inu ,aðstoð sinni, ef til framkvæmda kemur. Allur frágangur verður vandaður, bæði lesmáls og mynda og ritið prentað á góðan pappír (í prentsmiðju Odds Björnssonar) en þó verður það haft svo ódýrt, sem frekast verða föng á. Boðsbréf verða send út áður langt líður, en ekki verður byrjað á útgáfu ritsins, nema það fái góðar undirtektir. ingjasleikja i heiminum, og getinn og fæddur í Bedlam (o: á Kleppi), o. s. frv. Sumir hafa hundskað hann og þótst fyrirlíta, eins og þeir Charles Dilke og einkum Chamberlain sem Stead ofsótti í hverju blaði um og eftir Búa striðið, og kallaði fjanda allrar sið- menningar og »lndlands ískaríot*. Heim að sækja er Mr. Stead ein- hver hinn elskulegasti maður; hann iðar af fjöri og andríki og — forvitni. M.J. ,Lystigarður Akureyrar.' Til Lystigarðsins hafa gefið: 50 kr.: Frú A. Höepfner í Khöfn. 25 kr.: Hólmfr. og Sigvaldi Þor- steinsson. 20 kr.: Chr. Evensen framkvæmd- arstjóri, Guðrún og Ragnar Ólafsson. 10 kr.: Olivia M. Guðmundsson, Sigríður Sæmundsson, Alma Thorar- ensen, Anna Schiöth, Anna Stephen- sen, Steinunn Stefánsson, Stefán Stef- ánsson skólameistari, Gerda og Otto Tulinius, Sigurlaug Jakobsdóttir, Hólm- fríður Jónsdóttir, Jóhanna Jónsdóttir, Helga Schiöth, Guðrún og Guðm. Vig- fússon, Sigtr. Jónsson, Guðrún Joch- umsson, Bertha L(ndal,> Sighv. Bjarna- son, Jórunn Norðmann, Þuríður og Sig. Hjörleifsson, Kristín og Steingr. Matthíasson, Anna og Þ. Thoraren- sen, Sig. Sigurðsson kaupm., ívar Helgason, Þóranna Pétursson, Sigur- jón Jóhannesson Laxamýri, Snjólaug Þorvaldsdóttir Laxamýri, Hallgr. Krist- insson, Hannes Hafstein, P. Ward, T. J. Júliníusson, J.óh. Jóhannesson bæj- arfóg., Sigríður Jónsdóttir. 5 kr.: Sigr. og Hallgr. Davíðsson, Margrét Schiöth, Soffía Þorvaldsdóttir, Halldóra Bjarnadóttir, Gfsli J. Ólafs- son, Álfh. og Páll Jónsson, Hallgr. Einarsson, Þorkell Þorkelsson, Bjarni Einarsson, Stefán Sigurðsson, Ragn- heiður og Friðrik Möller, Kristján Árnason, séra Björn í Laufási. 4 kr.: Kristín Pétursdóttir. 2 kr.: Marzelfa Kristjánsdóttir, Frb. Steinsson, Svava og Baldv. Jónsson, Kristjana Magnúsdóttir, Anna Frið- riksdóttir, Helgi ívarsson, Soffi'a Fr. Guðlaugsdóttir, Sigríður Ingimundar- dótlir. Árstillögum hafa lofað eftirleiðis: 10 kr.: Guðl. Guðmundsson, Ö. C. Thorarensen, Geir Sæmundsson, Step- hán Stephensen. 5 kr-.' Stefán Stefánsson, Gerda og Otto Tulinius, Sigr. og Hallgr. Da- víðsson, Margrét Schiöth, Pétur Pét- ursson. 2 kr-: Anna Schiöth, Svava og Baldv. Jónsson, Halldóra Bjarnadóttir, Álfh. og Páll Jónsson, Sigurlaug Sig- urgeirsdóttir, Lárus Rist, Hallgr. Ein- arsson, María Hafliðadóttir, Jón Guð- mundsson, Þorkell Þorkelsson, Áini Þorvaldsson, Kristín Pétursdóttir, Gui.;. Sigurðsson, Karl Finnbogason, Stefán Björnsson. 1 kr-: Marzelía Kristjánsdóttir. Árstillögum, er enn verður lofað og gjafir til Lystigarðsins verða svojafn- óðum auglýstar áfram. Stjórnin. Oestir í bœnum hafa verið margir undanfarið. Sýslu- nefndarmenn Eyfirðinga: séra Bjarni Þor- steinsson á Siglufirði, Páll Bergsson kaupm. í Ólafsfirði, Gísli Jónsson oddviti á Hofi, Davíð Sigurðsson Stóru-Hámundarstöðum, Guðm. Guðmundsson hreppstj. dbrm. á Þúfnavöllum, Eggert Davíðsson oddviti í Krossanesi, Júlíus Ólafsson bóndi í Hóls- húsum, Jóhannes Ólafsson óðalsbóndi í Melgerði og Kr. H. Benjamínsson bóndi á Tjörnum. Ennfremur Kr. Eldjárn Þórar- insson prestur á Tjörn, Páll Halldórsson kaupm. á Siglufirði, Helgi læknir Guð- mundsson á Sigluf., Þorv. Atlason veit- ingamaður Sigluf., Jón Guðmundsson verzl- unarstjóri Sigluf., Hafliði Guðmundsson hreppstj. Sigluf., Guðm. S. Th. Guðmunds- son póstafgreiðslum. á Siglufirði (sjúkur, hingað á sjúkrahúsið) o. fl. Sýslufundur Skagfirðinga er ný afstaðinn á Sauðár- króki. Verður nánar getið bráðlega. Prcntsmiðja Odds Bjiimssonar,

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.