Gjallarhorn


Gjallarhorn - 16.03.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 16.03.1911, Blaðsíða 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: Jön Stefánsson. 9 • • • • V , 12. J -•-•-••- •••••• »-••-• • -•-•-•- Akureyri 16. marz. »-•-•-•-•-•-•-•-•- 1911. Lexicor) Poeticum. Finnur prófessor Jónsson býr undir prentun. Finnur Jónsson hefir nú nýtt þrek- virki með höndum; nýja >aukna og endurbætta* útgáfu af Lexicon Poetic- um (d: skáldskapar-orðabók) Svb. Eg- ilssonar. Það er afar torvelt starf, sem prófessorinn segir að nú sé lokið — aðalverkinu, en eftir sé vel tveggja ára endurskoðun þess. Fornkviðusafn- inu er lokið til fulls, en á prentun stendur fyrir þá sök, að dánargjöf Konráðs Gíslasonar, sem kostar útgáf- una, hafði ekki nóg fyrir hendi. Nú er nýlega látinn stjúpsonur Konráðs, er naut framfæris af sjóðnum, og verð- ur þá greiðara að ljúka við þetta merki- lega verk, sem Finni verður jafnt til sóma, sem ótal bókavinum til fróð- leiks og fagnaðar. Þó að Finnur þyki ekki rita svo fagurt mál eða heflað eins og sumir sýnast óska (hann vill helzt gera ann- að hvort, rita hreint 12. eða 13. aldar mál, ellegar hversdagsmál), er það ekki lítill gikkskapur af yngri mönn- um, að væna hann kunnáttuleysi á tungu vorri — einhvern hinn lærðasta og þvældasta þýðara vors forna bók- máls og menta, sem nú er uppi, auk hans dæmalausa dugnaðar. Líka kur- teisi dirfast nokkrir hinna yngri »fræð- ara?« þjóðar vorrar, að sýna þeim Birpj M. Ólsen, Þorv. Thoroddsen, B. Th;,! Melsted og — hverjum ekki. Ef þetta bendir í betri áttina, þá er varla langt að bíða hins lakara fyrir land og lýð. M.J Gistihöllin >Hotel Kongen af Danmark« er ein af hinum beztu gistihöllum í Kaupmannahöfn. Hún Iiggur skamt frá >Kongens Nytorv«, öðrum miðdepli Hafnar, beint i móti að- albyggingu Landmandsbankans, og við hliðina á Þjóðbankanum, örskamt frá Kon- unglega leikhúsinu, KauphöIIinni, Magasin du Nord og ýmsum fleiri nafnkendum stór- byggingum. Rafmagns-strætisvagnar Kaup- mannahafnar staldra við rétt framan við aðaldyr gistihallarinnar og þjóta svo í ýmsar áttir, svo hægt er að fara með þeim hvert sem vill um borgina fyrir eina 10 aura. Það eru ekki smávegis þægindi. Gistihöllin hefir yfir 200 sali og herbergi, bæði dýr og ódýr, og við hvers eins hæfi. Auk þess herbergis, er hver gestur fær út af fyrir sig, hafa þeir aðgang að reykinga-, hljóðfæra-, lestra- og skrifsölum með dýr- ustu húsgögnum og öllum þægindum nú- tímans. Lyftivél er öllum gestum stöðugt til ókeypis afnota, svo þeir þurfi aldrei að ganga upp eina einustu tröppu, þó þeir leigi á efstu lofthæð. Rafmagnslýsing er um alla höllina. Á hverri Iofthæð eru bað- herbergi, vatnssalerni o. s. frv. Gistihöllin býður íslendinga velkomna, °g getur meðal gesta sinna nefnt ýmsa pekta íslendinga. Geta má þess, að þar bjó millilandanefndin 1908, og að íslenzku r»ðherrarnir búa þar, er þeir eru í Höfn. Strandgæsluskipið »|ón Sigurðsson< ^lmenr) samskot. Þau eru oft þörf og virðingarverð, svo sem >Heilsuhælið á Vífilsstöðum« og fl., er stefnir í líka átt. Samskotafé til minnisvarða er miklu viðsjálla; þeir listar eru þó helst til tíðir og satt að segja er mörgum sveitamanni farið að leiðast andríki og uppgötvanir þeirra, sem f því brjótast að heiðra minningu liðinna stórmenna á þenna hátt. Nú er fjölmenn og góðmenn nefnd í Reykjavík búin að senda um land alt áskorun til samskota. Það á að reisa Jóni riddara Sigurðssyni veglegan minn- isvarða, sem bæði þjóðinni og honum sjálfum verði sæmd að. Og enginn Islendingur á betur skil- ið að þjóðin geymi minningu hans hreina og heita en Jón Sigurðsson. En aðferðin ? — um hana sýnist sumum þetta, og öðrum hitt. Einn hefir — að mig minnir — stungið upp á því, að samskotafé er safnaðist til að heiðra Jón og starf hans, yrði var- ið til þess að stofna lýðháskóla, og geðjast mér það miklu betur en lík- neskissmíðið, enda þótt það yrði meira íþróttaverk en látið er af að likan Jónasar Hallgrímssonar sé. Miklu bést geðjast mér þó að þeirri uppástungu, sem sveitabóndi hreyfði nýlega, þeg- ar um það var rætt hvernig heiðra skyldi minningu þessa göfugmennis á maklegan hátt: >Samskotafénu ætti að verja til þess að koma upp íslensku strandgæsluskipi er bæri nafn Jóns Sigurðssonar*. Með þessum hætti var unnið tvent og er hvorttveggja maklegt. Jóns er minst stórmannlega með því fyrir- tæki er æ yrði getið í sögu landsins og fastbundið nafni hans og starfi. Annað hitt: þá sýndi þjóðin að hún hefði mannast og þroskast að hvöt og dæmi þess manns er átti því láni að fagna að vinna langa æfi fyrir endur- reisn og frelsismenning hennar. Meðan þjóðin hefir ekki þor til að ráðast í svo bráðnauðsynlegt verk sem það er sjálfstæði hennar og mann- dáð að verja sjálf strendur sínar, þá er ekki vert að láta mjög borginmann- lega, né heimta freklega frelsið. Eitt- hvað karlmannlegt þarf aðvinna; orð- in, stór og glæsileg, eru ekki einhlýt til sjálfstæðis; framkvæmd, þrautseigja og samtök þurfa að fylgja, og fylgia fast. Skipið væri lifandi bg starfandi minnismerki, sem yki landsmönnum þrek og sjálfstraust, aflaði virðingar hjá öðrum þjóðum og gæfi frelsisbar- áttu vorri góðan byr undir vængi. Steinlíkan eða, málm-líkneski stendur fast á fótum; kalt og starfiaust fyrir allan þorra manna. íþrótt smíðarinnar Brunabótafélagið e^* JMordisK Brandforsikring ^a tekur í brunaábyrgð hús, innbú, vörur o. s. frv. Umboðsmaður: JÓN STEFÁNSSON, Akureyri. —¦ ef svo verður — gleður augu þeirra er sjá og prýðir borgina (Reykjavík). Svo mikilsháttar verður varði þessi ekki, að sjón hans vekji jafn mikla fegurðarkend og mestu fossar lands- ins. Otal mörg náttúru afbrigði má finna um land allt, sem hefja hugann hærra og göfga betur en nokkur minn- isvarði. Látum oss njóta þess sveita- menn og fjarðabúa; Reykjavík nýtur varðanna og hún ætti að bera kostn- að skrautsins hjá sér og allrar þeirr- ar prýði, sem menn vilja og geta hlaðið þar upp, til þess að auka veg hennar og virðing. Til Englendinga er oft vitnað sem forsjálla manna, sannmentaðra og framkvæmdamikilla, hvernig minnast þeir konungs síns nýlátna; ekki er það efst á baugi að þeir ætli að kosta of fjár til íþróttlegs minnisvarða hon- um til vegs; heldur er ætlast til að það verði þjóðþrifleg stofnun og mann- úðleg: Sjúkrahús fyrir berklaveika menn er lífvænir teljast, svo minnir mig það sé, og er það eftirbreytnis- vert fyrir aðrar þjóðir, ekki síst þær, sem skortir fé, og vilja þó rísa á legg og taka til mikilla starfa. Því þjóðin vill eindregið verða frjáls og sjálfstæð; um leiðina að því tak- marki ri'fast menn og fáir vilja spara fé til þess að ná því takmarki: auka framleiðsluna, lána fé til þess að ber- ast mikið á, það er ríkast í hugum manna. Sparsemin er of kotungsleg og smámunasöm fyrir aldarandann nú. En þetta dugar ekki. Þjóðin þarf að spara og forðast allt hégómatildur, allt yfirlætisprjál og ónauðsynlega eyðslu. Forsjál og þrautseig við sönn nytsemdarfyrirtæki verður hún að vera og kappsöm til dáða. Þá mun henni vel vegna í landinu sínu. Eg fell ekki á kné fyrir stokka og steina og tilbið ekki líkneski goðanna. Minnisvarðar eru mér ógeðfeldir og þó ber ég eins hlýan hug til allra þeirra manna, sem hafa aukið menn- ing og frelsi þjóðarinnar og hver annar. Til allra þeirra sem hafa gefið dæmi til dáða og drengskapar; reynst þá mestir þrekmenn er í háskann var komið. Og yfir fáum íslendingum er jafn bjart og Jóni Sigurðssyni. Hann hefir sjálfur reist sér þann bautastein er óbrotgjarn mun standa. Og enginn hégómamaður var hann, það er þjóðin skyldug að muna. •Þess minnist Þorgils. „Danaveldi" heitir nýtt ádeilukvæði eftir St. G. St. vesturheimska skáldið — heldur stirð- lega ort og þó enn lakara að efni. Er það vissulega að >bjóða bakara- börnum brauð«, að senda oss skamm- arkvæði um Dani. Vér eigum nóg, og of mikið af heimskulegri óvild og hleypidómum til Dana. Flestar þjóðir, sem eg þekki — að Þjóðverjum með- töldum — dæma Dani fordómalaust, taka ávalt íram kosti þeirra, jafn skjótt og bresti, segja fólkið yfirleitt vel sið- að og hið vandaðasta og þjóðina í heild sinni einhverja hina jafnmentuð- ustu f allri Norðurálfunni. Eða hvenær rnundu blaðamenn vorir og þeir, sem þjóð sína vilja leiða, læra að þekkja rétt þetta land og þjóð, sem vér höf- um haft kynni við í 5 aldir? Eða hvers á þjo'ðin, eða fólkið að gjalda, þótt oss hafi þótt dönsk stjórn oftast nær öðruvísi en oss þótti betur fara? Eða höfum vér einskis góðs notið af 5 alda viðskiftum við þetta milda land? Hvenær mundum vér læra að sjá og viðurkenna betri hliðina af samskift- um vorum við danska menn og menn- ing? Gegnum danska siðmenning höf- um vér þó fengið stórmikið af þeim meðölum og menningarhug, sem vér nú þykjumst eiga. Það er sorglegt, það er blóðug skapraun fyrir réttsýna menn, að vita hverja andlega og lík- amlega gullkistu menn byrgja fyrir sér og afkomendum sínum, með því að byrgja kærleiks og velvildarbrunn heill- ar þjóðar með svo miklu vanþakklæti, fávizku, kulda og þjóðdrambi, sem alt of margir íslendingar sýna hinni dönsku þjóð enn í dag, í ræðum og riti — þótt meiri hlutinn sé þar að miklu leyti frá skilinn. Að þessum, hinum verstu kolum blæs nú hið stórstíga vesturheims skáld; og vilji hann með því efla veglyndi heimastjórnar- og landvarnarmanna, mætti kveða hans alkunna smellna vísupart á þá leið sem ráð sé: >ávalt í þynnra þynna þegnskap og drenglund hinna.t M. /. Hásetasamningar, Húsaleigusamningar, Byggingarbréf, Hjúasamningar, ^Vinnubækur og -töflur fæst í bókaverzlun Odds Björnssonar.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.