Gjallarhorn


Gjallarhorn - 30.03.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 30.03.1911, Blaðsíða 2
44 GJALLARHORN. • • • • • •• • • • • • Guðm. Friðjónsson í leikhúsinu. •--•-•••••••••••••••••••••••••••••• • -•- Eg stend efst í leikhúströppunum utan við dyrnar. Fólkið streymir að og ryðst inn. Rétt eins og pólitískur æsingafundur væri á ferðinni. Það er þó ekki. Og fólkið sjálfí sýnir að það er ekki. Of fáir kjósendur á ferðinni til þess. Allur þorrinn eru »yngri« menn, fjörlegir, skarplegir. Og svo litfríðar blómarósir, einþykkar á svip eins og dúfur, en með bylgjandi barm- inn af löngun og lífsþrá í laumi. — Og svo dálítið af eldra fólki, körlum og konum. — Hvern fjandann á nú að gera þarna, kallaði einhver náungi neðan af götunni. — Guðmundur Friðjónsson heldur fyrirlestur, var svarað uppi á tröpp- unum. Þegar leikhúsið var að verða fult og menn byrjaðir að hverfa frá vegna þrengsla, tróð eg mér inn. Eg komst nær alla leið inn að leiksviðinu og gat holað mér niður í sæti. Leiktjaldið var ekki dregið fyrir, heldur blasti alt leiksviðið galopið við. Ekki var það eins og það átti að vera. Og svo skaut fyrirlesaranum upp meðal áhorfenda. Hann gekk upp á sviðið, yfir það og á bak við það. Annar maður kom á eftir . honum og var að ganga af og til fram og aftur um sviðið, þangað til fyrirlesturinn byrjaði. Næst þegar G. F. heldur fyrirlestur og hefir jafn gott húsrúm og hér, á hann að láta draga leiktjaldið fyrir áður en húsið er opnað, og ekki að láta draga það frá og ekki að sýna sig áheyrendum, fyr en hann er þess albúinn að ávarpa þá og hefja erindi sitt. Og allra sízt að láta aðstoðar- mann sinn vappa um sviðið framan við áheyrendur áður en hann byrjar. Eg tek þetta fram af því, að fyrir- lesaralisi Guðmundar er svo sönn, að augað heimtar hið ytra form. Og þeg- ar hægt er að fullnægja því, er sjálf- sagt að gera það. Eg hafði ekki »heyrt« G. F. fyr en í þetta sinn og var forvitinn. Nú kom hann fram, gekk að altarinu, óhikað látlaust og snyrtilega, og tók til máls. Kvaðst vera kvefaður (áem var satt, en ekki ræðumanns-látalæti) og illa fyrir kallaður. Og þó talaði hann nær tvær klukkustundir, ait af með jöfnum rómi og án þess hann sýndist þreytast. Fyrirlesturinn var »góður«, í venju- legri merkingu þess orðs. Efnið gott, orðaval vandað og vel fiutt. Mér fanst efnið vera þetta: Ef þú lærir að vinna, svo að þú finnir ánægju í vinnunni, þá ert þú sæll. En á yfirborðinu var efnið alt annað, þar mest um skáld- skap, skáldaskoðanir og skáldaáhrif. Og svo segi eg ekki meira um það. Fyrir eitthvað 3 árum heyrði eg Paul Singer, jafnaðarmannaoddvitann þýzka, sem nú er nýdáinn, halda fyr- irlestur fyrir skoðanabræðrum sínum. Það var f Berlfn, og áheyrendur hans voru 4—5 þús. manna. En svo var hljótt um þá, meðan hann taiaði, að eg heyrði hvert orð þangað sem eg var, yzt í mannhringnum. Og þó tal- aði Singer ekki hátt, en stilt og greinilega. Þjö var Singer, sem mér datt í hug þegar eg heyrði og sá Guðmund á Sandi sem fyrirlesara. Hann var stiltur og prúður eins og Singer. Raddarfall hans óhikað, liðugt og hljómmikið eins og hjá Singer. Og allir þögðu meðan Guðmundur hélt sína löngu ræðu, svo heyra hefði mátt flugu anda — eins og hjá Singer. — Singer lifði með ríkri þjóð, og mælska hans* ruddi honum svo veginn, að nær tvær miljónir manna fylgdu honum til grafar, þegar lík hans var jarðað, og má af því marka fylgi hans, auk annara gæða er hann naut, — en Guðmundur er íslendingur og lifir með íslendingum, og hefir líklega ekki annað gagn af mælsku sinni en ánægju er fylgir því að geta skemt öðrum og stytt þeim leiðindastundir. Einu sinni var mér sagt, að G. F. » ges ikuleraði eins og apaköttur « þegar fnnn talaði. Það» er ósatt. Þvert á móti eru líkamshreyíingar hans svo náttúrlegar, að maður gæti hugsað að hann hefði horft á ýmsa fræga crlenda fyrirlesara og valið sér þar fyrirmyndir. Hann stendur að mestu kyr og er ekki alt af að benda framan í áheyrendur, eins og mörg- um íslenzkum ræðumönnum hættir til. Höfuðleðrið eitt er að eins dá- lítið á ferðinni, svo mér duttu í hug viprurnar á andlitinu á Georg Brandes. Og þeim »kæk« ir^á Guðmundur halda óhræddur. Eitthvað var það reyndar fleira, sem eg ætlaði að segja, e.n. nú slæ eg botninn í. Steindórr. Aths. Grein þessi hefir legið lengi hjá »Gjh.« sökum rúmleysis. Ur dagbók ferðamanns um JVliðjarðarhafið. Merkileg er umgerð þessa vínbláa spegils! Hann er bryddur Spáni,Frakk- landi, Italíu, Grikklandi Gyðingalandi, Egyptalandj, Arabíu og Afriku Vér sjáum ættjarðir Faraónna, Mósesar, Jesú, Móhammeds, Alexanders, Cæsars, Hannibals og Napoleons. Vér siglum gegnum trúarbrögð og lögmál, listir og bókfræði, sem stjó'rnað hafa, og enn stjórna heiminum. Hér voru Móses- bækurnar, sálmarnir, Jobsbók og guð- spjöllin, grísku sjónleikirnir, Kóraninn, Þúsund og ein nótt, fræði Rómverja, listir ítala og Don Quixoté. Hvað nema Shakespeare vantar að hér finn- ist hið snjallasta, sem saman hefir ver- ið sett frá bezta kafla Hómers til 13. kap Korintuborgar fyrra bréfsins? Við förum fram hjá Rómaborg, Aþenuborg, Alexandríu, Jerúsalem og Meska, og gegnum bláa bandið, sem tengir sam- an mesta ríki allra hinna — ríki Breta. Hver sá sem fer yfir þetta haf og kannast ekki við þessi undur, er ekki bóklæs maður. Hér slær sögunnar hjarta. __„______ M- J- Þorsrils giallandi. Þess gleymdist að geta við grein hans í síðasta blaði, að hún var í fyrstu samin handa usveitarblaði". Það hefir lengi tíðkast í flestum sveitum Þingeyjarsýslu, að halda úti skrifuðum „sveitarblöðum", og flytjaþau oft ýmsar góðar ritgerðir og hugvekjur. KOLASKIPI á eg von á á morgun. Geta pví bæjarbúar fengið keypt kol á bryggjunni meðan verið er að losa skipið, fyrir aðeins fufíugu kr. fonnið. Kolin eru af S Ö M U T E G U N D og pau er eg seldi síðastliðið sumar. „Kolaverzlunin Tordenskjold". Ragnai C/afsson. Útgerðarmenn. Sendið mér í umboðssölu með »Jörundi« allskonar aukfiski sem þið viljið selja. Sjómenn. Komið með alt ykkar aukfiski til mín í sumar. Eg borga ykkur í peningum eða öðru^sem þið þarfnist. Bændur. Snúið ykkur til mín með öll ykkar fiskkaup. Allar afurðir teknar sem borgun. Vinsamlegast. Eggert Einarsson. Akureyrarlíf. 11. ísinn á Pollinum. Pollurinn lá spegilsléttur. Svo kom Frosti og lagði á hann þykka húð, glerhála og gljáandi. Nokkrar nætur vann hann kappsamlega að því að gera hana sterkari og sterkari. Og svo einn góðan veðurdag, var orðið krökt af fólki á skautum á ísnum, alla leið frá Oddeyrartanga, í austur og vestur, og inn að Leiru. ísinn hélzt óskemdur í rúma viku. Logn og veðurbh'ða var á hverjum degi og hverju kvöldi og hverri nóttu. ísinn veitti mönnum margar ánægju- stundir. Það var gaman að vera t. d. á instu hafnarbryggjunni og horfa á fólksgrúann, sem var að skemta sér í sólskininu og hlusta á bumbuslátt og lúðrahljóm hornleikaraflokksins. »Skautafélag Akureyrar« fékk horna- flokkinn til þess að Ieika á lúðra sína úti á. ísnum og mannfjöldinn safnað- ist saman í kringum þá félaga, þang- að til ísinn ætlaði að svigna undan! Hefði nú alt farið á kolgræna kaf! — Þá hefði gamanið gránað. — — — Mest var þó alt af umferðin, þegar fór að líða á kvöldin, bæði í tunglsljósi og tunglsljósleysi. Víða voru bekkir, sem hægt var að setja sig niður á og hvíla sig. En ekki voru þeir alt af við hendina og þá var ekki umf annað að gera, en leggja sig á svellið. Það var hreint og þokka- legt! Og það gerðu margir, einn og einn, tveir og tveir saman — og tvö og tvö. Eg og Hrólfur kunningi minn svif- um langt austur á Poll, austur undir land. Tunglið óð í skýum. Við vorum að raula kvæði eftir Hannes Blöndal, sem hann kvað á Akureyrarárum sín- um um tsinn á Pollinum. Austur undir landinu var umferðin lítil. Fólkið, nem þangað var komið, var orðið þreytt af ferðalaginu og hvíldi sig. Þar voru engir bekkir. Ekk- ert nema svellið kyrt og þögult. »Klakahelsins hreini faðmur hjarta mínu friðinn býður, þar sem fallið blóm og baðmur bera frœ til annars lífs* kvað Einar Benediktsso'n. Við Hrólfur snerum heim á leið og reyndum að ónáða ekki neinn þar austast á svellinu. — Nú ætla eg að yrkja fallega sonnettu bráðum og biðja Sigfús Ein- arsson að gera hrífandi lag við, sagði Hrólfur, — smellið, fallandi lag. — Um hvað á sú að veraf — Efnið . . . eitthvað á þessa leið: Það sem guð hefir sameinað..... það sem sig hefir sameinað ... — Ja . . það á maður að láta í friði. Krákur. Fiskiskipin héðan frá Akureyri eru nú sem óðast að leggja út. Nokkur þeirra eru þegar komin vestur og suður fyrir land og fengu góða ferð eftir því sem símfréttir segja. — „Gjh." óskar þeim öllum góðrar ferðar, góðs afla og heilirar heimkomu. Prentsmiðja Odds Björnssonar,

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.