Gjallarhorn


Gjallarhorn - 06.04.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 06.04.1911, Blaðsíða 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stepánsson. ##• # •• ### •••#•• V, 16. Akureyri 6. apríl. 1911. ' #' • # #■ •-■#-< oooo# PASKAHATÍÐJN ER I NAND! „E DIN B O R G“ hefir á boðstólum eins og vant er alt sem húsmæðurnar þarfnast í páskamatinn, bæði fjölbreytt, vandað og hlutfalls- lega ódýrt, miðað við vörugæðin. Af nýkomnum vörum má nefna: Reykí svínslœri, mjög ljúffengur matur, sem sagt er að taki fram öllu hangiketi. Kef- og fisk-réttir niðursoðnir í dósir. Margar tegundir. Mikið úrval. Ostar: Schweitzerostur, Goudieostur o. fl. teg. Ávexíir niðursoðnir í dósum. Ennfremur epli og app- elsínur. Kaffibrauð er hvergi í bænum ódýrara, og hvergi eins margar tegundir af því á boðstólum eins og í »Edinborg«. Ghocoíade Ótal margar ieg. bæði át- og drykkjarchocolade. Biiidindismannavm og JVIörk Carlsberg. Ef ykkur vanhagar um eitthvað þá spyrjið um það í „Edinborg“. EZZ3 Utan úr heimi. Baronessa. Vaughan, fylgikona Leo- polds heitins Belgjakonungs, giftist snemma í vetur yfirbryta, er var hjá Leopold. Nú hefir hún heimtað skiln- að, og hefir ný ástaáform. »Svarta höndin.« Hið ægilega óþekta glæpafélag, sem svo er nefnt, hefir enn einu sinni gert vart við sig. — í nóvembermánuði síðastl. komu þrír ungverskir menn inn á skritstofu fram- kvæmdarstjóra stórverzlunar einnar í New-York, Hugo Karo að nafni, og báðu hann að þýða fyrir sig, á ensku, bréf, er þeir voru með, til Rocke- fellers steinolíukóngs. í bréfinu var Rockefeller skipað að borga 200,000 dollara á tilteknum stað, á vissum tíma, ella yrði hann tafarlaust drep- inn. Karo neitaði að þýða bréfið. Bófarnir sögðu honum þá, að ef hann segði lögreglunni frá komu þeirra og erindi, skyldi hann tafarlaust verða skotinn. Þrátt fyrir það skýrði Karo lögreglunni frá því. í janúar sl. var Hugo Karo skotinn eitt kvöld, er nann var á gangi á einni kyrlátri götu borgarinnar. Enginn vissi hvað- an skotið kom. Kpna í Stórþinginu. í Noregi hefir kona, frk. Rogstad að nafni, verið valin á Stórþingið. Það er fyrsta kon- an, sem valin er á þing í Noregi. Verkfall í Portúgal. Stórkostlegt verkfall hófst í Portúgal 16. f. m. Þátttakendur þess eru: Sjómenn, gas- verkmenn, vatnsverkmenn, járnbrauta- menn, ökumenn og vefnaðarvöruvinn- endur. Tugir þúsunda hafa sameinað sig um verkfallið. Stjórnin hefir bann- að hermönnum að neyta vopna, fyrst um sinn, við verkafólkið. Aðalverkfall yfir alt landið ráðgert 22. marz. Flugvélar allmargar hafa Tyrkir pant- að trá Þýzkalandi og Frakklandi. Eru þær ætlaðar til póstflutninga á þeim svæðum, sem verst eru yfiríerðar. Þyk- ir þetta óvanaleg framtakssemi hjá þeirri þjóð. Kjraftmesti mótorbátur heimsins er í f. m. smíðaður í Cowes. Mótorinn hefir 800 hesta afl, og báturinn er gerður á þann hátt, að hann flýtur alveg, að heita má, ofan á vatninu. Ekki hægt að gera hann nægilega sterkan, til þess að kljúfa öldurnar, vegna ofurafls mótorsins. Báturinn er smíðaður handa hertoganum í Westminster, til kapp- siglinga. Caruso, söngsnillingurinn heimsfrægi og mesti, er veikur af illkynjuðum hálssjúkdóm, svo engar líkur eru tald- ar til þess, að hann geti sungið á komandi sumri. Caruso borgar lækn- um þeim, er stunda hann 20,000 kr. um vikuna. Hegning fyrir *baktal< og slúður, hefir einn hinna helztu lögmanna Svía, S. Dahlbáck, lagt til við þingið, að semja lög um. Sérstaklega vill hann hegna meira þeim, er vel eru ment- aðir, en brjóta móti þessum lögum. Þingið tekur vel í málið. Ekkert af- gert þó enn. Hvernig mundu svipuð lög eiga við hjá okkur? Kynvillu-rannsókn stendur yfir um þessar mundir í Khöfn. Tveir liðsfor- ingjar og rithöfundurinn Stellan Rye þegar settir í gæzluvarðhald, og ýmsir »háttstandandi« menn koma við málið. Brennivínslög hefir Dúman rússneska samþykt, er kveða svo á um brenni- vínssölu, að eigi megi selja fyrir minna en 50 kópek (áður 2 kópek) hér eftir. * Iþróttasýning. Nemendur í III. bekk gagnfræða- skólans, efndu til kvöldskemtunar í leikhúsinu á laugardagskvöldið, og ber þar fyrst að telja íþróttasýningu þeirra sjálfra. — 13 af þeim þriðjubekking- um sýndu ýmsa leikfimi undir stjórn Lárusar Rist leikfimiskennara og tókst yfirleitt vel. Mun óhætt að fullyrða, að framfarir þeirra séu góðar, ekki lengri tíma en þeir hafa átt kost á æfingum. Bezt tókst hástökkið. En þar er þó að^ athuga, að enginn þeirra náði vel þeirri lipurð og þeim létt- leik í hreyfingum, er þeir komu niður af stökkinu, sem er hið fegursta við hástökkið og sem vel æfðir leikfimis- flokkar erlendis Ieggja mikið kapp á. Jafnvígastur til alls, er þeir sýndu, virtist vera Ari Guðmundsson frá Þúfna- vöilum og má geta þess, að hann t. d. gekk á höndunum fram og aftur um gólfið nær 2 mínútur. Annars voru þeir félagar mjög jafnir yfirleitt og mátti þar lítt milli sjá, þótt ýmsum þætti hinir og þessir af þeim, skara fram úr, hver um sig, í einhverju ein- stöku og leggur »Gjh.« engan dóm á það. íþróttasýningin var þeim félögum til sæmdar, enda virtust áhorfendur á- nægðir með hana og hafa gaman af. — Þeir Jónas Jónasson og Karl Finn- bogason kennarar Iásu upp »fyrir fólk- ið«. Jónas sögubrot, en Karl kvæði eftir Stephán G. Stephánsson og stigu þeir báðir í stólinn áður en fþrótta- sýningin byrjaði. Nýtt síldveiðahlutafélag. Til íslands. í Kaupmannahöfn er nýstofnað hluta- félag, er heitir »Arktisk Fiskeoliefa- brik, Aktieselskabc. Markmið þess er að veiða síld við norðurstrendur ís- lands og bræða jafnótt úr henni lýsi. Hefir félagið þegar keypt allstórt veiðiskip (600 smálestir) og látið út- búa í þv{ bræðsluverksmiðju. Hlutaféð er 60,000 kr. og ráðgert að auka það að mun, ef vel hepnast með þetta fyrsta skip félagsins, sem heitir » Alfa«. Framkvæmdarstjóri félagsins er Al- fred Olsen stórkaupmaður í Kaup- mannahöfn, áður framkvæmdarstjóri fyrir »Nordisk Mineraloliefabrik*. Tvíritunarbœkur af ýmsum tegundum fást í bókaverzlun Odds Björnssonar.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.