Gjallarhorn


Gjallarhorn - 06.04.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 06.04.1911, Blaðsíða 2
46 GJALLARHORN. V. yUþingi. Rvík 2/4. Gæzlustjóra landsbankans kaus efri deild í dag í stað Kr. Jónsson- ar ráðherra og hlaut Jón Ólafsson alþm. kosningu, svo hinir ólöglegu gæzlustjórar Björns Jónssonar munu nú alveg vera úr sögunni. „Björn- ungar'' í efri deild greiddu atkvæði Jóni Gunnarssyni samábyrgðarstjóra, sem er annar af þeim gæzlustjór- unum, er Björn fékk síðast, til þess að takast embættið á hendur, eftir að þeir Jón Hermannsson skrifstofu- stjóri, Hannes Porsteinsson alþing- isforseti, séra Guðm. Helgason o. fl. höfðu afsagt að gegna því, ólög- lega kvaddir til þess. Frestun bannlaganna. Sig- urður Stefánsson frá Vigur flutti í gær í efri deild frumvarþ um frest- un á framkvæmd á lögun um að- flutningsbann á áfengi. Hann tók fyrstur til máls og hélt langa ræðu og snjalla. Kvað frestunina vera ó- hjákvæmilega vegna fjárvandræða, og vegna þess, hvernig allur fjár- hagur landsjóðs væri nú orðinn. Menn hefðu átt von á að Björn Jónsson fyrv. ráðherra mundi reyna að koma með frumvarþ fyrir þetta þing, er bætti úr vandræðunum og sem hefði einhvern ábyggilegan gjaldstofn að bakhjalli, er gæti kom- ið í stað áfengistollsins. Fór yfir- leitt þungum orðum um fjármála- stjórn B. J. Umræður urðu æstar. Temþlarar (stórstúkan?) hótuðu að þeir mundu reyna að fella alla frá kosningu við næstu þingkosningar, er ekki vildu styðja að framkvæmd bannlaganna og hleypti sú hótun mjög »illu blóði" jafnvel í þá þing- menn, sem annars vor’u bannlögun- um fylgjandi. Nefnd var síðan sett í málið og hlutu kosningu: Sigurður Stefánsson, Lárus H. Bjarnason, Steingrímur Jónsson, Stefán Stefánsson skólameistari, Sigurður Hjörleifsson. í Reykjavík eru miklar æsingar í í dag út af málinu og ganga Temþl- arar berserksgang milli þingmanna að afla sér fylgis. Ekki þykjast menn neitt vita enn hvernig endalok þess verði. (irundarþlnz. Prestskosning fór fram á mánudaginn í Grundarþingum. Porsteinn Briem fékk 8ó atkv. Jónmundur Halldórsson 74 atkv. og Sigurður Guðmundsson 14 atkv. — Það hafði verið ráðgert um það, þegar í sumar í sóknunum að kjósa Þorstein Briem og áttu menn því von á að hann fengi allan þorra atkvæðanna. Nú fór svo að enginn fékk helming greiddra atkvæða og er því kosningin ógild, svo stjórnarráðið veitir embættið eftir eigin geðþótta. Biskup kvað halda Þorsteini Briem fast fram, enda er hann efnismaður sagður. Aflabröítð. Um helgina var allgóður síldarafli í lag- net hér á innfirðinum. Gestir í bænum. Séra Árni Jóhannesson í Grenivlk, séra Sigurður Guðmundsson á Ljósavatni og frú hans og Þórður Gunnarsson kaupntaður í Höfða. Sýs/ufundur Skagfirðinga var haldinn á Sauðárkrók 27. febr. —4. marz þ. á. Á íundinum gerðist þetta meðal annars: Ullarmat. Framlagt var erindi frá kaupmönnum í sýslunni um að sýslu- nefndin beittist fyrir því að skipaðir yrðu ullarmatsmenn til tryggingar nægilegrar vöndunar vöru þessarar og þar af leiðandi aukinnar verð- hækkunar á erlendum markaði. Um þetta málefni samþykti sýslunefndin svohljóðandi ályktun: »Sýslunefndin viðurkennir þýðing þessa málefnis og telur mjög æski- legt, að ullarmat komist á um land alt á sama hátt og fiskimat, þannig að varan verði flokkuð vandlega af lögskipuðum matsmönnum og undir umsjón þeirra pökkuð niður og merkt eftir gæðum, en álítur að ekki sé auðið fyrir sýslunefndina að taka að sér málið, heldur þurfi þar til full- tingi löggjafarvaldsins. í tilefni af þessu skorar sýslunefndin á alþingi að setja þegar á þessu þingi lög um ullarmat, og felur þingmönnum kjör- dæmisins mál þetta til frekari fyrir- greiðslu.« Drangey. Framlögð var skýrsla um fuglaveiðar við eyna vorið 1910, er sýnir að þar hafa veiðst 70386 fuglar. Símamálefni. Skorað var á lands- símastjórnina að hlutast til um að símastöð verði sem fyrst stofnsett á Hraunum í Fljótum. Ennfremur var samþykt að skora á alþingi og stjórn landsins að létta al- gerlega af hlutaðeigandi hreppafélög- um og af sýslufélaginu öllum kostnaði við starfrækslu talsímastöðva í sýsl- unni, með því að nefndin lítun svo á, að allur slíkur reksturskostnaður ætti eðlilega að hvíla á landssjóði, sem er tekjutakandinn. Verðlaun úr Rœktunarsjóði. Mælt var með verðlaunaumsóknum frá þess- um mönnum: a. Stefáni Sigurgeirssyni bónda í Hvammi; • b. Baldvin Friðrikssyni bónda í Héraðsdal; c. Ólafi Sveinssyni bónda á Starra- stöðum; d. Jónmundi J. Halldórssyni presti á Barði; e. Jóni Björnssyni bónda á Ög- mundarstöðum. Fjárkláðaskoðun. Samþykt var að sameina búfjár- og kláðaskoðun á komandi vori eins og gert var í fyrra, og skyldu til búfjárskoðunar valdir menn, sem gegnt hafa fjár- kláðaskoðun eða hafa sérstaka þekk- ing á kláðanum. Rœktunarfélagið. í tilefni af erindi frá Ræktunarfélagi Norðurlands um, að félagið taki að sér mælingu á jarða- bótum búnaðarfélaganna og að veita nauðsynttgar leiðbeiningar í jarðrækt gegn i kr. ársgjaldi frá þeim búnað- arfélagsmönnum, sem ekki eru með- limir Ræktunarfélagsins, og 50 aura ársgjaldi úr sýslusjóði fyrir hvert býli í sýslunni, var samþykt svofeld ályktun: »Þrátt fyrir það, þótt tilboð Rækt- unarfélagsins sé á ýmsan hátt allálit- legt, sér sýslunefndin sér eigi fært að sinna því í þeirri mynd, sem það er komið fram, en hinsvegar samþykkir sýsluneíndin, að gefa hreppsnefndun- um í öllum hreppum sýslunnar heim- ild til að Ieggja sem svarar 50 aura gjald á hvert grasbýli í hreppi hverj- um um næstu 2 ár til Ræktunarfélags Norðurlands fyrir mælingar á jarða- bótum og leiðbeiningar viðvíkjandi jarðrækt.« Bryggjubygging á Sauðárkrók. Sam- þykt var að skora á alþingi, að veita að minsta kosti 6000 kr. til bryggju- gerðar á Sauðárkrók á næstu fjár- lögum. Fjármarkamálið. Á fundinum lágu fyrir álitsgerðir úr hreppum sýslunnar um fyrirhugaða breyting á fjármarka- löggjöfinni samkvæmt tillögum búnað- arþings 1909. Um málefni þetta var samþykt svohljóðandi tillaga: »Vegna undirtekta þeirra, er fjár- markamálið hefir fengið í flestum hreppum sýslunnar, sér sýslunefndin sér eigi fært að æskja breytinga á því fyrirkomulagi, sem nú er, að öðru leyti en því, að lög verði sett, er banni allar soramarkanir á sauðfé að haustinu.* Fjárveitingar ár sýslusjóði: Til sýslu- bókasafns 200 kr., til sundkenslu 240 kr., til sjúkrahússins á Sauðárkrók 1200 kr., til sauðfjárkynbótabúsins á Nautabúi 100 kr., til vegamála 1100 kr., til brúamála 500 kr., til drag- ferjuhalds 150 kr., til talsímastöðvar á Sauðárkrók 100 kr., til 100 ára af- mælishátíðar Jóns Sigurðssonar 75 kr., til afborgana og vaxta af lánum 519 kr. Sýslusjóðsgjald 1911 var ákveðið 5000 kr. Verðhækkun á tóbaki í vændum? Fæstir hafa hugmynd um hvílík ó- hemja það er, sem heimurinn fram- leiðir og brúkar af tóbaki yfir árið. Á Englandi er tóbak feiki-dýrt, enda er það engin smáræðis fúlga, sem þeir brenna þar upp í tóbaki. Eftir því, sem eg hefi séð, þá er það sam- tals í vindlum 5 milj. sterlingspunda, í »Cigarettum« 9 milj. sterlingspunda, í tóbaki 11 milj. sterlingspunda = 25 milj. sterlingspunda, eða c. 10 kr. á mann Samvinnufélagsskapur á milli tó- baksframleiðenda í Ameríku er í vændum, eftir þvf sem stendur í »Neue Badische Landezeitung*. Þar er sagt frá þvf, að tóbaksbændur í Kentucky , Vestur - Virginia, Ohio, Indiana og Missouri séu að mynda félagsskap sín á milli og ætli sér að mynda einn sameiginlegan forða af uppskerunni í haust, og jafntramt ætli þeir að koma sér saman um að takmarka sáningu á tóbaki til næsta árs, eða hafa eftirlit með framvegis hve miklu sé sáð, svo framleiðslan verði ekki meiri en svo, að þeir geti ráðið verðinu á tóbakinu. Verði af þessu er gert ráð fyrir að félags- skapurinn komi til með að telja sem meðlimi um 100,000 tóbaksbændur, sem hafi 300 miljón punda meðaltals- uppskeru á ári, og er talið óhjá - kvæmilegt að tóbak hækki í verði og það að mun, ef verði af félagsskapn- um, sem blaðið telur engan efa á. P. Jón Sigurðsson. Bautasteinn á Rafnseyri. Vestfirðingar sækja um 1500 kr. styrk til alþingis, til þess að reisa J. S. bautastein á fæðingarstað hans, Rafnseyri. Áætlað að steinninn kosti 3000 kr. en helminginn ætla þeir að fá með frjálsum samskotum. »N. Kbl.« segir að aðalhugsunin sé að á bauta- steininn »verði festur eirskjöldur með sverði á bak við. í skjaldarbólustað verði andlitsmynd af Jóni«. Við af- hjúpunina verði haldin almenn hátíða- samkoma, haldnar ræður og sungin kvæði. Aðalkvæðin og lögin við þau nÝ- Og þjóðminningarhátíð ennfremur ráðgerð 1' sambandi við samkomuna. Einar Jónsson smíðar skjöldinn. Ráðgert að bautasteinninn verði full- ger 17. júní og afhjúpunin fari þá fram. Þingmaður Akureyrar í höfuðstaðarblöðunum. „Síðan talaði Sig. Hjörleifsson, (umr. um rannsóknarnefndarskipun í e. d.) mælti með breytingartillögu sinni og sagði það með 5000 orðum, sem hann hefði getað sagt með 5 orðum.“ („Ingólfur" 23. febr.) „Pessi smárœða er Sig. Hjörleifs- son hélt var öll i þeim dúr (o: per- sónulegar slettur). Pað er fyrsta ræð- an er vér höfum heyrt til hans. Ef hann getur ekki talað þingmannlegar, vœri gustukaverk fyrir flokkinn og aðra, að gera hvað auðið er til þess að hann tali ekki oftar. Pað var hörmulega bágborin rœða.“ („Þjóðólfur“ 24. febr.) „Sig. Hjörleifsson talaði á eftir Lárusi H. Bjarnason og kom þá fram með alt hið sama sem „Isafold“ flutti 11. þ. m. og átti að vera vitnisburð- ur frá núverandi bankastjórn gegn gæzlustjörunum. “ („Lögrétta“ 18. marz.) Leikhúsið. Að öllu forfallalausu verða nú sýndir um helgina Ieikir þeir, ei getið er um í síðasta blaði, að verið væri að æfa. Til Reykjavíkur fóru snöggva ferð með e/s „Leslie" þeir Einar Finnbogason fiskimatsmaður, Þorvald- ur Sigurðsson kaupmaður, Björgvin Jóhanns- son verzlunarmaður, Sigurður Sumarliða- son skipstjóri. Nýtt flutninsrasklp verður að forfallalausu á ferðinni hér um Eyjafjörð í sumar, og er það verzlunin „Edinborg" (verzlunarstjóri Guðm. Jóhann- esson), er heldur því úti. Það á einnig að fara til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og mun Sérstaklega taka fisk til flutnings þaðan,- Skipið er nú í Reykjavík, en Ásgr. Guð- mundsson skipstjóri fer þangað næstu daga, til þess að sigla því hingað. Það er vandað vélarskip og heitir „Victoria". Stórt hænuetrz. Steinmóður Þorsteinsson í Krossanesi sýndi „Gjh." nýskeð hænuegg sem var 21V2 kvint að þyngd.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.