Gjallarhorn


Gjallarhorn - 06.04.1911, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 06.04.1911, Blaðsíða 3
V. OJALLARHORN. 47 Parft framfaranýmæli. »Fisk-þurkhús Edinborgar.« Afvinna yfir háveturinn! Það þótti nýmæli hér nyrðra, er forstjóri Edinborgarverzlunar lét byggja í Hrísey, síðastliðið vor, hús mikið og útbúa til þess að þurka fisk þar inni hvernig sem viðraði úti. Fiskurinn er — þegar búið er að þvo hann — lagður á grindur sem til þess eru gerðar og má draga þær upp og ofan eftir vild. Fjórir stórir ofnar eru í húsinu og eru þeir kyntir með viðarkolum, þangað til nægilega heitt er orðið, til þess að þurka fisk- inn. Hægt er að þurka í einu alt að 20 skippund af fiski og tekur það til- tölulega stuttan tíma. Fyrirtækið veitir fjölda fólks atvinnu, eins og gefur að skilja. Fyrst við það að láta þvo fiskinn og svo við þurk- unina, að breiða hann á grindurnar, snúa honum þar og taka svo saman, þegar þur er orðinn. Og svo síðast við að búa um fiskinn í pökkum til útflutnings o. s. frv. í vetur hafa oftast haft atvinnu við fiskverkunina í húsinu um 30 manns á mánuði, karlar, konur og unglingar, mismunandi lengi þó hvert um sig, en ekki allan tímann stöðugt. Verkstjóri hefir verið Helgi ívarsson verzlunarmaður, en yfirumsjón með fyrirtækinn hefir haft Guðm. Jóhann- esson verzlunarstjóri við »Edinborg« og hefir hann farið úteftir af og til. Hugmyndin um þurkhúsið mun vera frá Ásgeir konsúl Sigurðssyni, aðaleiganda Edinborgar. Hann hefir oft áður rutt nýjar leiðir í verzlun íslands og mun ekki láta við svo búið liggja. Svona er það þegar þjóð- hollir áhugamenn, fésterkir og mann- lundaðir skipa verzlunarstétt þessa lands. Pá fer ekki verzlunararðurinn og framkvæmdir þeirra út úr landinu. Þeir sjá að nóg er hér að vinna. Hjálp í nauðum. 57 mönnum bjargað. 200 kr. verðlaun. Laugardaginn 11. f. m. var fiskiskip- ið »Fríða« eign Edinborgarverzlunar statt nálægt Krisuvíkurbergi um 1V2- 2 mílur frá landi á leið til Reykjavík- ur og skall þar á hana ofsaveður með miklu ölduróti kl. 3 um daginn. Bar þá að henni 6 fiskibáta hvern á fæt- ur öðrum, með 57 mönnum úr sama bygðarlagi, er voru búnir að gefa upp alla vörn og voru að hrekjast til hafs og er ekki að orðlengja að »Fríða« bjargaði þeim öllum og flutti til Iands, að einum undanteknum (Þorgeiri Þórð- arsyni), er marðist til dauðs milli báts og skips við björgunina, en náðist þó fljótt. 2 bátum kom hún einnig til lands en 4 brotnuðu á leiðinni. Þegar mannvinur einn í Reykjavík frétti þetta, afhenti hann útgerðarmanni »Fríðu«, Ásgeir konsúl Sigurðsyni, 200 kr. gjöf er hann bað að skifta með skipshöfninni að verðlaunum. Hann lætur ekki nafns síns getið. Upplestrar. Það er kunnugt, áð altítt er erlendis að góðir raddmenn, einkum leikarar og enn heldur, höfundarnir sjálfir lesi fyrir kvæði ’og sögur. Er það ýmsum yngri rithöfundum hálf atvinna eða fremur. Fjöldi alþýðu kaupir ekki ritin, sízt fyr en þau hafa náð almanna lofi, enda verðið orðið niðursett. Gæti eg nefnt fjölda danskra höfunda, sem slíka upplestra hafa tamið og sumir sér og ritum þeirra til mikils frama. Hér er þetta haft öðruvísi og hver sem gefur sig fram, er óðara orðinn upplestrar- maður, og það er eins og Guðm. á Sandi sé sá eini höfundur, sem hér þyki hlutgengur að veita slíka lista- skemtun, enda skal því ekki neitað, að hann les rétt vel og áheyrilega. Karl kennari Finnbogason er nú aðallesar- inn í Ungmennafélaginu. Hann les líka skynsamlega, og þó ekki svo snjallt sem skyldi, þótt áherzlur séu víðast nær réttu. En heyrnardauft fólk, sem utarlega situr (í leikhúsinu) mun trauð- lega geta fylgt efni og samhengi. Það er og það, sem eg finn upplestrum Karls kennara til foráttu, að honum eru mislagðar hendur með val þess," er hann les — miklu mislagðari en þeim Stefáni skólameistara og Guðlaugi sýslumanni, sem báðir lesa vel, enda velja vel — fyrir fólkið. Næst síðast, er K. F. las, valdi hann vel; voru það kvæði nýleg og við alþýðu hæfi. Sá Iestur tókst vel, þótt stutt skýring við annað kvæðið hefði komið sér vel, því eg sé ekki betur, en alt eða flest, sem upp er lesið, þurfi formála eða inngangsorða við áður en lesið er — eins og K. F. gerði á undan lestri kvæðisins »Elgfróði«. er hann gaf oss síðast. Samt varð sú frammi- staða (og önnur í vetur) miður en skildi. í bæði skiftin las hann kvæði eftir Stephan G. Stephansson (Kletta- fjallaskáld). Fæst af hans kvæðum eru vel fallin til fyrirlesturs. Þegar eg les eða heyri kvæði hans koma mér ávatt í hug orð Hrafns um kveðskap Gunn- laugs ormstungu við Ólaf Svíakonung: »Það er stórort kvæði ok ófagurt, nokkuð stirðkveðið, sem Gunnlaugur er sjálfur í skaplyndi«. Og þegar K. F. hóf Elgfróðaupplesturinn geltu niðri í mér orðin í Grettlu: »Grettir var orðigr at drepa járnið«. Mörg kvæði hins vitra klettaskálds er klárvígur kveðskapur og með miklu minna listagildi en ótal kvæði eftir minni hugvitsmenn, en nýtari og þýð- ari ljóðasmiði. Hvar er þá hinn magn- aði og fjölfimi andi (geníus) tungu vorrar, er yrkja skal svo styrfið og þungt, að meðalgreindur Ijóðavinur skilji ekki? En það er hvorutveggja, að öfgar í kveðskap eru á gangi í skáldskapnum, svo sumir kveða prósa í ljóðum, en aðrir Ijóð í prósa, enda elur Stephan aldur sinn fyrir vestan sól íslenzks samlífs — »langt frá sinni feðrafold, fóstru sinna ljóða«. En ekki skyldi þessi mín skoðun vera honum til hneysu, en mér er skylt að vanda um það, sem mér þykja vera brestir í voru bezta gulli: sannislenzkum kveðskap. Eg skal sérstaklega benda á hinn djúpsetta og rammeflda náttúrukveð- skap Stepháns. Þau kvæði hans eru víða meistaraverk, en eitt skortir þau flest öll (að minni hyggju): Þau skyldu hafa verið ort í óbundnu formi. Lífi og dýrð náttúrunnar verður því að eins lýst svo hrífi, að skáldið skifti ham með geðshræringum sínum á öðru hverju augnabliki, eða: að það leiki sér eins og indæll og efnilegur öviii við móðurkné. Svo ortu þeir Heine, Burns, Witman, Keats, Shelley o. s. frv. og þó eru Ijóð þeirra full af fegurð og speki. ___________ M. J. íþróttafélagið »Orettir« hefi sto/nað til glímuskóla er hófst 1. apríl og ráðgert er að haldi áfram fram um sumarmál. Er glímt í sam- komusalnum á »Hótel Akureyri* tvis- var á dag. Glímukennari er Karl Sig- urjónsson söðlasmiður. Þátt í glímun- um taka 5 menn af Akureyri 7 náms- piltar úr gagnfræðaskólanum og þessir 10 aðkomumenn: Kári Arngrímsson Ljósavatni, Þor- geir Guðnason Grænavatni, Jóhannes Helgason Tungu, Ólafur Magnússon Bitru, Jón Jónsson Skjaldastöðum, Eið- ur Guðmundsson Þúfnavöllum, Sigurð- ur Sigurðsson Öxnhóli, Stefán Vagns- son, Helgi Eiríksson Eyrarlandi, Tryggvi Jónasson Kjarna. »Grettir« borgar öll útgjöld við glímuskólann. Sýslunefnd Þingeyinga veitti félaginu 50 kr. styrk úr sýslu- sjóði, en sýslunefndir Eytirðinga og Skagfirðinga neituðu styrkbeiðni fé- lagsins og var slæmt að þær hafa séð sig neyddar til þess, því tilgangur og starfsemi félagsins er góð og lofsverð- Nemendur skólans munu glíma opin- berlega áður en þeir fara heimleiðis. Vel væri ef einhver þeirra treysti sér svo að sækja Grettisbeltið aftur til Reykvíkinga. Vélarbáta-póstferðir um Eyjafjörö. »Gjb.« hefir verið beðið að flytja eftir- fylgjandi: Sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu hefir far- ið þess á leit við póststjórnina, að leggja niður aukapóstferðir út með Eyjafirði, beggja megin, en mótor- bátsferðir komi í staðinn. Á hverju sýslunefndin byggir þessa beiðni sína er eigi gott að segja. Ef illa viðrar helst oft, svo vikum skiftir, svo mik- ið »brim« við útkjálkana, að ófært er í land, og enda innfjarðar líka, því hafnleysur mega heita frá Akureyri til Siglufjarðar. Ennfremur missir Skagafjarðarsýsla af talsverðum þæg- indum, er hún hefir af landferðinni, ef sjóleiðin verður valin. Að þessu athuguðu virðist eigi mikil ástæða til breytinga á þessum póstferðum, þar sem einnig má búast við, að skiftin hetðu talsverðan kostnaðarauka í för með sér fyrir póstsjóð, en ferðirnar yrðu stopulli og óáreiðanlegri. Kunnugar. Gjöld til prests og kirkju. Yfirleitt eru menn miklu ánægðari með fyrirkomulagið um það, eftirnýju lögunum (nefskattinn) en áður var, en þó getur út af þvf brugðið. T. d. voru nokkrir kjósendur nýlega að hall- mæla þingmanni sínum, að nýafstöðn- um þingmálafundi, fyrir að hann hefði greitt atkvæði með slíkum ranglætis- lögum. — Ha, gerði eg það, sagði þing- maðurinn. — Já, víst gerðir þú það, svaraði nágrannabóndi hans. Og þó varst þú búinn að lofa okkur að verða á móti þessari vitleysu. — Eg man ekki betur en eg greiddi líka atkvæði á mót^i þeim. — Nei, ónei. Svo voru þingtíðindin sótt og þing- manninum sýnt hvernig hann hefði greitt atkvæði í málinu 0: með nef- skattinum. — Þá er það víst satt, fyrst það stendur þarna, sagði hann svo. — Já, víst er það satt, en því gerð- ir þú það? — Ja, ef það er ekki misskilningur hjá skrifaranum, að eg hafi verið með, þá hefi eg misskilið frumvarpið við atkvæðagreiðsluna eða þá kannske mis- mælt mig — en annars vildu þeir þetta, minnir mig, allir í flokknum, og sögðu það væri það réttasta. _________ Gizur. SkipaferOir. E/s i„Kong jdelge" kom beint frá út- löndum á laugardaginn með 900 smálestir af kolum og 200 föt af steinolíu til Ragn- ars Ólafssonar. E/s »Leslie" kom frá Reykjavík á mánu- daginn. Farþegi var Jón Bergsveinsson síld- armatsmaður. Otto Tulinius konsúll hefir leigt „Leslie" til þess að flytja síld frá ís- húsi sínu til Reykjavíkur, er hann selur þar til beitu. Skipið fór suður aftur á mið- vikudagsnóttina. Hákarlaskipin fara nú að Ieggja út næstu daga. Litun. Dúka o. fl. sem húsmæðurnar ætla að senda á iðnaðarsýninguna í Reykjavík í sumar, er nauðsynlegt að senda fyrst til klœðaverksmið- junnar á Akureyri, sem þæfir og litar allskonar dúka, með mjög end- ingargóðum og fögrum litum; ló- sker og pressar. Vinnan fljótt og vel af hendi leyst. Fljót afgreiðsla. Innilegt þakklæti til þeirra Akur- eyrarbúa, sem styrkt hafa starf vort í vetur, með gjöfum til »Dorkas«. Það sem saumað hefir verið, verður almenningi til sýnis í Hjálpræðisherssalnum, mánudaginn 10. þ. m. Akureyi 6. apríl 1911. Marie Vind. Gudmanns Efterfl. verzlun. hefir nú fengið frá London °g París. Ilmvötn, margar tegundir, við allra hæfl. Tannduft, er gerir tennurnar hvítar og fallegar. Andlits- »cremé«. Handsápa, mjög mikið og tjöi- breytt úrval. Sérstaklega skal bent á sáputegund er gerir hörundið mjúkt og hefir mjög þægilegan ilm. Ennfremur ýmislegt fleira tilheyr- andi hreinlætisvörum. Alt eftir nýjustu Parísar- og Lund- úna-tfzku f verzlun Gudmanns Efterfl. kiwrH L.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.