Gjallarhorn


Gjallarhorn - 13.04.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 13.04.1911, Blaðsíða 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefánsson. «»»««»••• V, 17. Akureyri 13. apríl. 1911. Eyrarlandsfúnið. Nokkurar dagsláttur úr því eru til sölu með mjög góðum borgunarskilmálum. Listhafendur semji við ritstjóra þessa blaðs. »-•-•-•-•- Ávarp ráðherra, Kr. Jónssonar. Þegar Kr. Jónsson háyfirdómari tók við ráðherraembættinu og lýsti yfir því í efri deild alþingis, hélt hann þar ræðu um fyrirætlanir sínar fram- vegis, og sagði þar meðal annars, að hann vildi stuðla að friði í landinu og leggja alt kapp á, að gera fjár- lögin sem bezt úr garði. Stórpólitík- ina kvaðst hann vilja láta bíða um nokkurt árabil. Kvaðst vilja koma fram á þinginu breytingum á stjórn- arskránni, en lýsti yfir, að þótt þær ekki næðu samþykki, mundi hann samt sem áður rjúfa þingið. Hann taldi sig nú milliflokkamann og kvaðst vænta góðrar samvinnu við báða flokka. Heimastjórnarmenn svara. Lárus H. Bjarnason las upp svo- hljóðandi svar við ávarpi ráðherra frá Heimastjórnarmönnum: »Fyrverandi stjórnarandstæðingum er ánægja að sjá mannaskiftin, sem orðin eru í ráðherrasætinu, jafnvel þó að þar muni, því miður, ekki vera orðin skoðanaskifti um það málið, sem skilið hefir flokkana hingað til, enda er afstaða vor gagnvart hæst- virtum ráðherra frjáls og óbundin að öðru leyti en því, að vér munum ekki bregða fæti fyrir hann að á- stæðulausu á þessu þingi.« Opinberunarbók. Páll V. Bjarnason sýslumaður á Sauðár- króki og ungfrú Margrét Ámadóttir í Höfn- um á Skaga. Kristinn Briem (amtm. sál. P. Br.) verzl- unarmaður f Englandi og ungfrú Kristín Björnsdóttir óðalsbónda Péturssonar á Hofs- stöðum í Skagafirði. Jóhannes Björnsson búfræðingur á Hofs- stöðum í Skagafirði og ungfrú Kristín Jós- efsdóttir uppeldisdóttir Einars hreppstjóra Jónssonar í Brimnesi. Sigurður Björnsson búfrseðingur áVeðra- móti f Skagafirði og ungfrú Sigurbjörg Ouð- mundsdóttir frá Holti í Svínadal. Slnurður Elnarsson dýralæknir kom heim úr fyrirlestraferð sinni, er áður var getið hér í blaðinu, 10. þ. m. Lætur hann vel yfir Skagfirðingum, heim að sækja. Jóhannes Jósefsson. Frœgð hans i útlöndum vex. A'þingi. Kirkjugaröar. Rvík í gær. Háskólinn. Fjárveiting til hans var feld á aðalfjárlögunum í neðri deild, og voru helztu forgöngumenn þess þeir dr. Jón Þorkelsson og Bjarni frá Vogi. Verður því að hætta við háskólahaldið um nýjárið í vetur, ef hann verður settur á laggirnar 17. júni, eins og áður var ráðgert, og tekur til starfa 1. október, eins og fé var veitt til á fjárlögunum. Hún er sjálfri sér samkvæm, neðri deild þingsins. Jón Þorláksson verkfræðingur hefir, að tilhlutun Þórhalls biskups, ritað í >N. Kbl.« ftarlega leiðbeiningu um byggingu á steinstypu-kirkjugörðum. Væri óskandi, að það bæri þann á- rangur, sem til er ætlast. Og þjóðin getur naumast heldur lengur látið kirkjugarðana »drasla«, eins og við- gengist hefir til margra ára. Það er henni til stór-minkunar. — Garðarnir verða heldur eigi dýrir eftir fyrirsögn Jóns, og varanlegir eru þeir þá fyrst. Þýzka íþróttablaðið »Athletik«, sem er aðal-málgagn fjöldamargra íþrótta- félaga í Þýzkalandi og Austurríki, hef- ir 23. febr. þ. á. flutt langa grein um Jóhannes Jósefsson. Fyrirsögn grein- arinnar er: »Aðdáunarverð fþróttasýn- ing í Lundúnum. Hinn íslenzki glímu- kappi Jóh. Jósefsson.« Greinin byrjar á þvf, að glíma og sjálfsvörn Jóhann- esar hafi vakið geysimikla eftirtekt í Lundúnaborg; þurfi þó mikið þar til, í föðurlandi íþróttanna. Nokkrir voru þó, er héldu því fram, að glfman væri stæling eftir japönsku glímunni Jiu Jitsu; aðrir héldu fram því gagn- stæða. Kusu nú íþróttafélög mann, er skyldi skera úr þrætunni, en þá tókst svo illa með valið, að prófessor Garrud, kennari við Jiu Jitsuskólann í Lundúnum, var valinn; sjá allir, að hann mun ekki vera óhlutdrægur dómari. Dómur hans var á þá leið, að íslenzka og japanska glíman væru eiginlega það sama, og ef ísl. og jap. glímumenn glímdu saman, mundi sá standa, er sterkari væri og liðugri. Próf. Garrud endar þó með þessum orðum: »Eg fór í leikhúsið með þeirri sannfæringu, að eg mundi ekki sjá þar nein brögð, er eg ekki þekti áð- ur, — en það reyndist ekki á þann veg. Eg sá mörg ný brögð og margt undravert til Jóhannesar.« Jóhannes ritaði þá grein gegn þess- um dómi próf. Garruds og sýndi ljós- lega fram á, að íslenzka glíman og Jiu Jitsu væru sitt hvað, og færði að því mörg rök. Urðu nærfelt allir sér- fræðingar íþróttamanna á hans máli þar. Þá er lýst sjálfsvörn Jóhannesar og fluttar margar myndir af honum f þeim bardaga. Er undravert að sjá hann — segir blaðið — verjast í einu þrem vopnuðum mönnum. Hér er ekki rúm til að skýra nákvæmar frá þessari grein í »Athletik«, en getið skal þess, að blaðið er mjög hrifið af íþróttum Jóhannesar. Tímaritið »Strand Magasine* flutti nýlega ritgerð um íslenzku glímuna eftir Jóh. Jósefsson, með mörgum myndum. Stúdentafelagið hélt mótmæla- fund út af þessari samþykt deildar- innar í gærkvöld. Drepsótt í sauðfé. Iskyggileg fjárpest. í síðustu viku kom upp mjög ein- kennileg veiki á sauðum hjá Birni hreppstjóra Jónssyni í Sandfellshaga. Varð hennar fyrst vart á þann hátt, að bólga kom á háls sauðanna, er síðan færðist upp á höfuðið; leit svo út, sem þeir hefðu miklar kvalir. Síð- an duttu af þeim eyrun og augun úr augnatóftunum, og drápust þannig 6 sauðir á fyrsta degi. Ennfremur sáu menn bólgu vera byrjaða á 90 sauð- um. Sendi nú Björn þegar til Húsa- víkur, að síma til Sigurðar dýralækn- is og leita ráða. Sigurður var þá eigi heima. Var þá leitað ráða til Magn- úsar dýralæknis Einarssonar, en eftir þeim lýsingum, sem hægt var að gefa af veikinni, sáu þeir læknarnir fá ráð. Strax og Sigurður Einarsson kom heim, símaði hann til stjórnarráðsins þá skoðun sína, að nauðsynlegt mundi að hann færi norður að skoða féð. Kom svo í gærdag skipun stjórnar- ráðsins um að hann skyldi tafarlaust fara norður að Sandfellshaga, og borg- ar landssjóður kostnað við ferðina. — Davfð Jónsson hreppstjóri á Kroppi er fylgdarmaður Sigurðar. Skipaferöir. „Helgi kóngur" fór héðan til útlanda 9. þ. m. Með honum fór til Kaupmannahafnar Ásgeir kaupmaður Pétursson. Til Húsavíkur fór Júlíus Sigurðsson bankastjóri. »Ingólfur" kom hingað í gærmorgun. - Farþegar: Júlíus Sigurðsson bankastjóri, Hallgr. Einarsson myndasmiður og Karl Ouðnason verzlunarmaður. Klæðaverksmiðlan. Þar er ráðinn bókari ívar Helgason áður verzlunarstjóri Edinborgarverzlunar hér í bænum. Hrognkelst aflast í góðu meðallagi, út með firðinum. ReyOarfiarOarverzlun O. Wathnes erfingja, hús, bryggjur o. s. frv. hefir Rolf Johansen kaupmaður á Reyð- arfirði keypt fyrir 22 þús. kr., að sögn, og er það talið gjafverð. Landsyfirdómurinn. Jón Jensson yfirdómari er settur dóm- stjóri, en þriðji dómari Eggert Briem skrif- stofustjóri. Árni Vœni segir að varla muni bregðast, að síldar- afli verði hér á Pollinum nú um páskana. MinnisvarOi Jóns SlscurOssonar. í Hofsós var haldin kvöldskemtun 1. þ. m. til ágóða fyrir minnisvarða J. S. — Þar hélt síra Pálmi Þóroddsson langan og ítarlegan fyrirlestur um J. S., Anton Proppé verzlun- arstjóri sýndi leikfimi, Jón Áraason búfr. á Vatni söng lag Jóns Laxdals við kvæði Guðm. Guðmundssonar um J. S., og enn- fremur söng þar söngflokkur nokkur lög. Kvöldskemtunin var vel sótt, þvi Höfð- strendingar Iáta sér mjög ant um niinnis- varðamál J. S. Velkindl eru talsverð víðsvegar í Skagafirði. Tauga- veiki, lungnabólga og illkynjuð kvefveiki stingur sér þar niður hér og þar. Mannslát. Jón Hannesson á Daufá í Skágafirði and- aðist í f. m. „Vandaður maður og vel lát- inn í Skagafirði." „tieim aO Hólum." Námspiltar á Hólum í Hjaltadal buðu nýlega öllum bændum í Lýtingsstaðahreppi „heim að Hólum". Peir dvöldu þar tvo daga og þrjár nætur í bezta yfirlæti, hlýddu þar á fyrirlestra og ýmislegt til skemtunar og fróðleiks. - í fyrra þáðu bændur Akra- hrepps samskonar heimboð að Hólum, og ráðgerir skólinn að gera jafnan bændum eins hrepps í sýslunni slíkt heimboð á hver- jum vetri eftirleiðis. ~l_i_i_'-r»~"IJ~M ""¦**"-f~*~~~W~^'~"T^~*'~~~M~>'---^-^—^—^g*^-**-"*"~^----^**" — 'i'" * Tvíritunarbœkur 4 af ýmsum tegundum fást í bókaverzlun Odds Björnssonar.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.