Gjallarhorn


Gjallarhorn - 13.04.1911, Page 2

Gjallarhorn - 13.04.1911, Page 2
50 OJALLARHORN. V • • • • Með s/s „Ingolf" hefir verzlun undirritaðra fengið miklar birgðir af allri nauðsynjavöru ennfremur afarfjölbreytt úrval af allskonar vefnaðarvöru. Alt selt með vanalega góðu verði. Si Sigurðsson & Einar Gunnarsson. -#-#-# # # ## • Nafnasmíði. Það er nú víða orðið að tízku að gefa ný nöfn, sem engir hafa áður borið. En þótt það stundum hepnist, svo ekki veki hneyksli, verður hitt oftlega ofan á, að nafnið verður orð- skrípi. Og sé nafnið gefið við skfrn- ina, má barnið engu valda um það, heldur hafa sitt ljóta nafn eins og hundsbit — nema það síðar fái sér viðurnefni; ef það þá tekst betur. En alþýða manna stendur þar oftast illa að vígi, og ætti varlega að fylgja einræði sínu með nafnasmíði. Gæti eg til fært ýms dæmi þess, að eg var látinn skfra börn því nafni, sem mér þótti vera skrípanafn, en nenti þó ekki að fást um það, úr því athöfnin var byrjuð. Þannig skfrði eg eitt barn Orámann, annað Rðsintá, þriðja Ouð- þór, o. s. frv. Barni mætti eg á ferða- lagi, sem hét Á(\) — ekkert nema Á! Samsettu nöfnin fara yfirleitt illa, stundum hræmuglega illa, og af þeim er mesti urmull til, einkum hér norð- an lands. Eins fer oftast hjákátlega að nefna stúlkubörn karlmannaheitum, þótt kvennending sé bætt við, svo sem: Bjarney, Eiríka, Jóna, Rristensa, Porsiensa. AVestfjörðum eru eða hafa verið ýms vandræðanöfn, eins og Rósinkar, Elísabetf!), Dósódeus o. fi. í nafnaregistri hinu alkunna, sem á prenti er til, finnast t. d. hin argvít- ugustu kvennanöfn: Qlersvunta og Al- mannagjá (!) En það má æra óstöð- ugan að telja upp ónefnin. Hin nýja tízka, að taka upp ættarnöfn, t. d. upp á -dal eða -fjörð, fer nokkuru betur, en þó eru þau endingarlaus, eða rétt- ara að segja enda á dönsku. Viður- nefnin Ramban, Svörfuður o. þessh. fara bezt, en ekki er þar af miklum forða að taka, enda er sá gallinn á, að fáir skilja meiningu þeirra viður- nefna. Úr latínu hafa myndast hjá oss nokkur nöfn, eða nokkur heiti hlotið latneskan búning, eins og Vídalín (úr Víðidal), Thorlacius (af Þorlákur), eða eftir dönsku, eins og Melsteð og Fjœld- steð. Alt til þessa hafa ættarnöfn (ná- lega öll dönsk) lítið gengi haft hér á landi, og hætt, þegar niðjar þeirra, sem báru, annaðhvort urðu múgamenn ellegar erfingjarnir sjálfir lögðu nöfnin niður. En frá eldri tímum eru til nokkur »klassisk« nöfn, sum latnesk en sum grísk — og hin grísku þó fleiri, svo sem Filippus, Filippia (rétt myndað), Sofía, Raritas, en latnesk: Júlíus, Júlía, Emíl og Emilía. Úr grísk- unni lægi ekki illa við að veljaAnörg álitleg nöfn, en mundu þykja æði- gortaraleg, ef þau væri skýrð upp og fslenzkuð. Sofía yrði Speki, Filipp- us héti Hestumkcer eða Hestvinur, Kar- ítas Ásta eða Ástmær, Eirene Frið- semd (sbr. Friðkolla f sögunum), Poly- krates Margramaki eða Margvaldur, Aristodemos Fólkvaldur, o. s. frv. — Grikkir sýndu smekk sinn og snild í nafnamyndun eins og f öðrum hug- smfðum, og nokkuð í sömu stefnu hafa forn-gotnesk nöfn verið mynduð, þótt menn þýði þau óglögt nú. En lang-venjulegast kendu gautskar og norrænar þjóðir nöfn niðja sinna við goð og goðmögn, svo og dýr og steina. Þarf ekki annað en fletta upp landnámu vorri og öðrum fornsögum til að sjá það. En þótt viðurnefni fornmanna falli oss nú misjafnlega í eyrum, voru menn lausir við skrfpa- nöfn, létu eitt nafn nægja, og höfðu nálega aldrei samsett nöfn. Af biblíu- nöfnum eigum vér fjölda. Eitthvert hið elzta, er eg man, frá n. öld, er Jón biskup helgi; mun hann fyrstur hafa verið skírður eftir Jóni skírara af íslendingum. Eftir honum má geta til að Loftur prestur Sæmundsson hins fróða hafi gefið syni sínum Jóns- nafnið; var þar forn vinátta á milli, og líkindi eru til, að Jón biskup hafi tekið Loft til náms f uppvexti hans. Biblfunöfnin hafa haldið sér vel hér á landi, svo fæst þeirra hafa aflagast til muna. Jón (Jóann) ekki orðið Hans eða Jens, því þau nöfn eru dönsk, svo menn hafa ekki vitað uppruna þeirra. James og Jack (úr Jakob) þekkja menn og ekki hér. Matth. Jochumsson. SKRÁ yfir erindi til alþingis 1911. 1. Einar Jónsson málari í Rvík sækir um iooo kr. styrk til þess að geta fengið meiri tilsögn í málaralist. 2. Jóhannes S. Kjarval sækir um 2000 kr., til þess að auka mentun sína i málaralist. 3. Magnús Guðlaugsson á Bjarnastöðum óskar að þingið vildi líta í náð til sín um sómasamlegan árlegan styrk, svo hann geti haldið áfram lækningum. 4. Ólafur prestur Ólafsson í Hjarðarholti sækir um 2000 kr. árlegan styrk, til þess að halda áframhaldsskóla fyrir fermd ungmenni. 5. Ólafur Jónsson sækir um 6000 kr. lán til þess að setja á stofn í Rvík mynda- mótunarstofu og starfrækja hana. 6. Ingvar Eymundsson ísdal trésmiður sækir um 6000 kr. lán, til þess að endurreisa verksmiðju sína. 7. Benedikt Björnsson biður um 600 kr. styrk, til þess að semja kenslubék f þjóðfélagsfræði. 8. Sigtryggur Jónsson biður um 800 kr. styrk hvort árið á næsta fjárhagstíma- bili handa syni sínum, til þess að stunda nám í Mittweida í Þýzkalandi. Umsókn frá forstöðunefnd kvennaskól- ans á Blönduósi, um að skóla þessum verði veittur ríflegri styrkur en að undanförnu, ásamt skýrslu um ástand skólans. 10. Hofshreppsmenn í Öræfum, 101 að tölu, karlar og konur, sækja um að síra Jóni N. Jóhannessyni sé veitt 500 kr. árleg þóknun fyrir að hafa á hendi og halda uppi lækningum þar í hreppi. 11. Beiðni um 600 kr. styrk fráÓlaStein- back Stefánssyni til tannlækninga. 12. Þakkarávarp til Alþingis frá Torfa Bjarnasyni í Ólafsdal, ásamt tilmælum um ellistyrk. 13. Stjórnarnefnd hinnar »Norðlénzku bind- indissameiningar* biður um 600 kr. styrk til bindindisútbreiðslu. 14. Sigurður Einarsson dýralæknir biður um 3-400 kr. launahækkun til að kenna einföldustu atriði dýralækninga. 15. Sláturfélag Austurlands sækir um 10000 kr. styrk til þess að koma upp slátur- húsi í Reyðarfirði. 16. Símon Dalaskáld mælist til þess, að alþingi veiti sér landssjóðsstyrk í við- urkenningarskyni fyrir ritverk sín. 17. Benedikt Þorkelsson biður um ellistyrk. 18. íþróttafélagið »Grettir á Akureyri biður nm 500 kr. styrk á ári næsta fjárhags- tímabil til þess að efla íþróttir. 19. Hannes alþm. Þorsteinsson sækir um 2500 kr. árlegan styrk til þess að semja æfisögur lærðra manna íslenzkra á síðari öldum. 20. Gísli Guðmundsson biður um 100 k ellistyrk hvort árið á næsta fjárhags timabili. 21. Skýrslu um húsmæðraskólann á Akui eyri, skólaárið 1909—10 og 1910—1: sendir Jónína Sigurðardóttir, forstöði kona skólans, ásamt beiðni um 200 kr. styrk á næsta fjárhagstímabili t þess að halda áfram skólanum. 22. Matthías skáld Jochumsson sækir ui hækkun eftirlauna. 23. Síra Jónas Jónasson, kennari við gagr fræðaskólann á Akureyri, sækir um 40 kr. persónulega launaviðbót. 24. Ungmennafélag Gagnfræðaskólans Akureyri, sækir um 400 kr. styrk t þess að koma upp leikvelli. 25. Metúsalem Stefánsson skólastjóri sæk fyrir hönd íbúa Hróarstungulæknishéi aðs um 300 kr. styrk, til þess að kom upp læknisbústað í héraðinu. 26. Málaleitun frá Davíð Stefánssyni Fornahvammi til þm. Mýramanna ui styrkhækkun. 27. Beiðni úr Breiðdalshreppi um 300 k styrk til vegagerðar. 28. Beiðni úr Eiðahreppi um 2000 k styrk til vegagerðar. 29. Erindi frá Borgfirðingum eystra u símalagning um Áshöfn að Bakkager í Borgarfirði. 30. Áskorun til alþingis frá 30 kjósendu í Mýrasýslu, um að hinn fyrirhuga sími til Stykkishólms verði lagður fi Borgarnesi. Kartöflur afargóðar og ódýrar, nýkomnar í EDINBORG. Nýkomið með s|s „INGOLP': VINDLAR margar teg. mjög góðir og ódýrir MUNNTÓBAK (Augustinus). REYKTÓBAK. RJÓL og CIGARETTUR. Eggei t Einarsson. Munið eftir að hinar heimsfrægu prjónavélar frá Irmcher & Co •9 ^resc*ei útvegar með verksmiðjuverði Hallgi. Kiistinnsson kaupfélagsstjóri. Agætar Kartöflur nýkomnar til St. Sigurðssonar & E. Gunnarssonar. Prcntsmiðja Odds Björnssonar.

x

Gjallarhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.