Gjallarhorn


Gjallarhorn - 19.04.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 19.04.1911, Blaðsíða 1
GJALLARHORN Ritstjóri: Jón Stefánsson. V, 18. Akureyrí 19. apríl. 1911. Heilsufar í ^kureyrarhéraði.* 1910. Engar lífskæðar farsóttir gengu þetta ár, en fremur mátti heita kvilla- samt. Til mín leituðu rúmlega 1000 sjúklingar, en Valdemar Steffensen læknir segir að sín hafi Ieitað 1185 sjúklingar. Auk þessa hefir Sig. lækn- ir Hjörleifsson haft aðsókn margra sjúklinga og margir hafa eflaust leitað hómopata. Af þessu sézt að kvillasemin hefir verið talsverð, þó aðgætandi sé reyndar, að margir sjúklingar hafa farið frá einum lækni til annars. Á þessu ári bar óvenjulega mikið á illkynjuðum bólgumeinum og blóð- eitrunum. Það eru áraskifti að því hvað sumar bakteríutegundir þróast vel, eins og það eru áraskifti um góða grassprettu og þróun ýmsra jarðarávaxta. Af farsóttum voru helztar, kíg- hósti, skarlatsótt, kvefsóttir og tauga- veiki. Kíghósti var að ganga í árslok 1909 og hélt áfram þrjá fyrstu mán- uði þessa árs, en fór smárénandi, svo ekkert bar á honum úr apríl- byrjun. Hann var yfirleitt vægur. Skarlatsótt gerði vart við sig hér í bænum fjóra síðustu mánuði árs- ins, en barst aðeins á fáa bæi út um sveitir. Hvaðan veikin fluttist hingað er óvíst; hún var í vægasta lagi og sýndist vera Iítið sóttnæm, því á sumum heimilum veiktust að- eins eitt eða tvö börn, þó mörg fleiri væru fyrir. Eitt barn dó úr ill- kynjaðri hálsbólgu, sem veikinni fylgdi. Kvefsóttir gengu hver af annari og bar á þeim alla mánuði ársins, en skæðust var sú kvefsótt, sem gekk í desembermánuði og kom mjög hart niður á sumum börnum og gamalmennum, en þó varð hún ekki mörgum að bana. Taugaveiki kom upp í nokkrum húsum á Oddeyri býsna svæsin, en varð þó engum að líftjóni. Sjúkling- arnir voru flestir fluttir á spítalann. Holdsveiki. Þrír holdsveikir eru nú í héraðinu og hafa engir nýir sjúklingar bæzt við á árinu. Berklaveiki. 20 nýir sjúklingar hafa bæzt við á árinu, en 15 hafa dáið. Telst svo til að nú séu um 30 berkla- veikir menn í héraðinu. í síðustu ársskýrslu voru miklu fleiri taldir með berklaveiki, en við nánari at- hugun hefir sýnt sig að mikill hluti þeirra, sem skráðir höfðu verið með berklum, var löngu orðinn albata og mátti því stryka þá út af skýrsl- unum. • Útdráttur úr skýrslu lil landlæknis. Sullaveiki. Á henni bólar lítið, enda eru hundalækningar í góðu lagi og þrifnaður og varúð gegn veikinni í stöðugri framför. Samrœðissjúkdómar. 27 sjúklingar leituðu okkar læknanna vegna lek- anda og af þeim voru 22 íslending- ar. Aðeins 1 sjúklingur leitaði læknis- hjálpar vegna syfilis (fransós) en það var útlendingur. Hin síðarnefnda veiki virðist, sem betur fer, ætla seint að ílendast hér, svo vonandi verður ekki fyrst um sinn brúk fyrir Hata 606. Slysfarir. Þessar slysfarir voru helztar: 3 unglingspiltar fóru úr liði, tveir um olboga en sá þriðji um axlar- lið. Vildi það til við glímur í öll skiftin. 3 manneskjur brutu á sér fram- handlegg og 2 upphandlegg. Or- sakaðist það af byltum, þó ekki -væri í glímu og í tveim tilfellum varð það við fall af hestbaki. 2 viðbeinsbrot komu fyrir. Maður sem var við vinnu niður í lestarrúmi á skipi varð fyrir mikl- um bjálka, sem ofan á hann datt. Brotnuðu í honum tvö rif, en rif- brotin rákust inn í lungað og blés upp hliðin af lofti sem þrýstist íit í holdið úr lunganu. Hann var flutt- ur á sjúkrahúsið. Öll þessi meiðsli sem nú eru tal- in, gréru vel. En versta slysið kom fyrir við útskipun við bryggju. Síld- artunna slóst í höfuð á manni, svo hann féll við. Sprakk við það æð í heilanum og beið maðurinn bana eftir stuttan tíma. Slæmt brunatilfelli kom fyrir á bæ einum í Hörgárdal. 6 ára gömul stúlka, sem send var út í eldhús, kom of nærri hlóðunum svo eldur komst í föt hennar og mætti fólk henni eins og eldstólpa í göngun- um. Hún brendist ákaflega, bæði í andliti, brjósti, holinu og öllum lim- um, og líggur enn á sjúkrahúsinu, en á góðum batavegi. Sum sárin gróa þó ekki nema með því að flá skinn af einhverjum og græða á hana. Konur i barnsnauð. 9 sinnum var mín vitjað við fæð- ingar og varð í 6 tilfellum að hjálpa fóstrinu fram með tangartaki eða handbrögðum. Ein af konunum var dáin áður en til mín næðist að hjálpa henni. Það atvikaðist þannig að fóstr- ið hafði dáið nokkrum tíma áður en fæðing byrjaði og því næst hafði hlaupið mögnuð rotnun í það, sem veiklaði legið og sprengdi það skyndi- Iega í sundur og olli með því bráð- um bana konunnar. Hinar konurnar allar fengu góða heilsu. Eitt barn kom liðið. Ennfremur hefir Sigurður læknir Hjörleifsson tvívegis og Valdimar Steffensen einu sinni hjálpað konum með verkfærum. Oekk það vel. Sjúkrahúsið. Aðsókn sjúklinga var allmikil. Sjúklingar urðu 120 og legudagar þeirra 4083. Af sjúklingunum voru 42 frá Akur- eyri, 30 úr Eyjafjarðarsýslu utan kaup- staðarins, 11 úr Suður-Þingeyjarsýslu, 14 úr öðrum sýslum og 14 frá út- löndum. 18 af sjúklingunum dóu, þar af 9 úr berklavéiki, 3 úr heilabólgu, 2 úr krabbameinum, 1 úr blóðeitrun, 1 úr sullaveiki, 1 úr lungnabólgu og 1 úr blóðleysi, eftir sprungið mein í kviðarholi. 52 óperatiónir voru gerðar, af þeim gerði Andrés Fjeldsteð 3. Af sjúk- lingum þeim, er skornir voru upp, dóu 5, þaraf 2 úr heilabólgu upp úr ígerðum á höfðinu, einn úr blóð- eitrun, einn úr berklum í bakinu, og 1 úr sullaveiki. Flesir af þeim sjúklingum sem dóu, voru svo illa haldnir, þegar þeir komu á spítalann, að fyrirsjáan- legt var, að þeim yrði ekki bjargað. Vill það því miður of oft brenna við, að sjúklingar eru ekki fluttir á sjúkrahúsið fyr en í ótíma er komið. Af helztu óperatiónum sem gerð- ar voru, má helzt geta þessara: einn botnlangaskurður, skorið burt leg með krabbameini, skorið burt eggja- stokksmein, gert við kviðsliti í sjálf- heldu, sullskurður, tekin út blind augu, teknar af allar tær eftir kal á báðum fótum, skorin burt mein úr brjósti og úr öðrum líkamahlutum fjórum sinnum, gert við kreptan fót o. s. frv. Ak. V3 1911. Steingrímur Matthíasson, héraðslæknir. Utan úr heimi. Ársskýrsla Hins sameinaða gufuskipafélags. Hún er nýlcga komin út, fyrir árið sem leið. Ekki leynir það sér, að fé- lag þetta er afar þýðingarmikið fyrir viðskiftalíf Danmerkur. Af skýrslunni sést, að félagið á nú 120 gufuskip og 14 þilskip, til sam- ans 155,952 tons að stærð. Og enn- fremur á það skip í smíðum. Hlutafé félagsins er 25,000,000 kr. í skýrslunni er sagt að reikningsárið 1910 verði að teljast í góðu meðallagi. Ferðir verið auknar til Suður-Ameríku, annarstaðar Hkt og árið 1909. Inntektir félagsins á árinu voru 28,000,000 kr., en útgjöldin 22,000,000 kr. Þar af laun starfsmanna félagsins 721,000 kr. Rússland og Kína. Verður bar öfriður? Eftir nýjustu blöðum, er hingað hafa borist, að dæma, lítur alt annað en friðlega út þar. Utanríkisráðaneytið rússneska hefir 23. marz s. 1. skipað sendiherra sínum í Peking að tilkynna kínversku stjórninni, að vegna óákveð- inna svara, er kínverska stjórnin hafi gefið viðvíkjandi bréfum rússnesku stjórnarinnar út af ágreiningsefnum í sáttmála þjóða þessara, krefjist rúss- neska stjórnin skýlausra svara fyrir 28.. marz. Verði þessu eigi sint, beri Kínverjar ábyrðina á því, er af því muni hlotnast. Blöðin telja miklar líkur til ófriðar. Etazráð Chr. Augustinus tóbaksverk- smiðjueigandi, andaðist io. marz s. 1. Dauðamein hjartasjúkdúmur. August- ínus var að mörgu mætur maður. HerkostnaðurEnglands, yfir árið 1911 —1912, er áætlaður 498,420,000 kr. Þar af á að verja 1,530,000 kr. til loftskipa og flugvéla. Fleirkvœni. í Kína ha(a konur stofn- að öfiugan félagsskap, er á að vinna á móti fleirkvæni. Ráðgert að byrja á að fá keisarann til að fækka konum f kvennabúri sínu. Blöðin kínversku taka mjög vel í málið. Stðrbruni varð snemma í marz í Konstantínopel. 128 hús brunnu til kaldra kola. Neyðin afskapleg. Leó Tolstoj. Ráðaneytið í Péturs- borg hefir samþykt að reisa Tolstoj minnismerki. Er þegar farið að safna til þess um alt Rússland. Sophus Bauditz. Gyldendals bóka- verzlun gefur út um þessar mundir öll rit Sophusar Bauditz (ca. 30 hefti á 50 aura). Verða það eigulegar bækur. »Grettir.« íþróttafélagið .Grettir' efndi til verð- launaglímu hér í bænum 13. þ. m. Þátttakendur io, þar af 9 af glímu- skólanum. Verðlaun blutu: 1. verðl. Kári Arngrímsson, Ljósavatni 10 kr. 2. verðl. Jóh. Laxdal, Tungu, 4 kr. 2. verðl. Sig. Sigurðsson, Öxnhóli, 4 kr. 3. verðl. Kr. Rafnsson, Grýtubakka 3 kr. Kári Arngrímsson þótti oss glíma bezt. Kappið nokkuð mikið hjá flestum. Komu- og fardagar pósta og póstskipa á Akureyri frá 20. Marz til ársloka 1911 fást nú í bókaverzlun Odds Björnssonar.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.