Gjallarhorn


Gjallarhorn - 19.04.1911, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 19.04.1911, Blaðsíða 3
OJALLARHORN. 53 t • • • # •••♦•••♦ • ♦ • • ♦♦ • •-•-•- V. •- söngfólki á svölum og áheyrendum niðri. Söngnum stýrði oftast söngkenn- ari skólans: Kristján Sigurðsson frá Halldórsstöðum. Fór hann vel fram, að almennu áliti. »Frjáls ræðuhöld«. Það var síðasti þátturinn. Ræðurnar snerust enn mest um mentalífið. Meðal annars var því haldið fram, að fræðslulöngunin væri samgróin eðli mannsins, og honum ó- missandi. Mætti hana því eigi kefja. Ef skólarnir kæmu þar eigi að tilætl- uðu liði væri það óhentugu fyrirkomu- lagi að kenna, sem þá þyrfti að breyta. Góða unglingaskóla vildu allir hafa í sveitunum. Gekk á þessu um hríð, þangað til einhver góður búmaður slökti ljósin. Sá þá allur íýður að dagur var kom- inn um loft alt. Tóku þá allir rösk- lega til brottbúnings, og héldu heim- leiðis f bezta veðri, eins og verið hafði alla nóttina. Vona eg flestum fundargestum hafi fundist líðandi stund- in s*tutt, og endurminningar hennar ljúfar og gagnlegar. Fundargestur. Skúla-gæla. Nú skal kveða bíum-bamba barninu stóra’, er var að þamba fram um þingsins fjalla-kamba fylgis til að leita sér. — Blása norðan-byljirnir! Til andstœðinga oft sást ramba ötull Skúli í leynum. — Gaman er að geta börn í meinum! Horfði i sþegil hjörva-þórinn, hárið strauk og ennisbjórinn; þjóðrœðis drygja hygst nú hórinn, hurðina svo hann klaþþar á — fagurt galaði fuglinn sá. Oþnast dyr, enn áður en fór inn innir hann dyra-geyma, hvort ekkju-frúin Heimastjórn sé heima. Arkar inn Skúli biðils-búinn brúna-sþertur, krúnu-rúinn, krýpur hann svo á kné sin lúinn: „Kanske þú vildir,“ hann þá tér, „til vinstri handar vígjast mér?“ „Ónei! Svei þér!“ anzar frúin. Upp stóð hann og stundi. — Hryggbrotinu illa maðurinn undi. Lengri mœtti söguna segja, sárt og grátt þvi lék hann Freyja, þar vil eg ekki tal um teygja: taki nú annar við af mér. Einn kemur þá annar fer. Fái’ eg koss fyrir kvæðið, meyja, kóngur verð eg i sloti. Annars heiti eg bara Xarl í koti. SkipaferOir. »Ingólfur< fór til ísafjarðar 13. þ. m. Hann hefir lengst af síðan legið á Skagafirði, lagði þó á stað vestureftir í morgun. Farþegar: JRagnar Ólafsson, Páll Stefánsson, frú Sig- TÍður Davíðsson með dóttur, Helgi Eiríks- son bakari með fjölskyldu, alfarinn til ísa- fjarðar, Jón Stefánsson o. fl. >Ask< og »Austrí< liggja á Eskifirði. >H6lar< fóru frá Seyðisfirði f gær, norð- ur um, menn hræddir um að þeir hafi snú- ið við, sökum íss, við Langanes. Fjárpestin. Það hafa verið talsvert ýktar þær fréttir, er símaðar voru hingað um fjárpestina í Sandfellshaga um daginn. Sigurður dýralæknir er nú kominn að norðan, og skýrir hann svo frá, að aðeins I kind hafi verið drepin. 5 kindur hafa mist annað auga, en kom- nar úr hættu. Um 60 kindur orðnar frískar aftur. Sýkin stafar af sólargeisl- unum. Aðeins hvítar kindur hafa sýkst. Smittsöm er veikin tæpast. Það voru nágrannar Björns f Sand- fellshaga, en ekki Sig. dýralæknir, er símuðu til stjórnarráðsins um, að dýra- læknisskoðun væri æskileg. Peary. Hann varð ekki aðmírdll. Eins og »Gjh.« hefir áður skýrt frá var lögð fram tillaga í öldungaráðinu í Washington um það að Peary yrði sæmdur aðmfrálsnafnbót f virðingar- skýni fyrir heimskautsferð hans. Allir töldu sjálfsagt, að sú tillaga yrði sam- þykt. Það vakti því mikla eftirtekt, þegar sú frétt kom út, að öldungaráð- ið feldi tillöguna. Orsakirnar voru þær, að nefnd sú, er dæmdi um skjöl Pearys, þótti ekki nægilega augljósar sannanir fyrir, að hann hefði náð til heimskauts- ins. Peary hvað taka sér þetta mjög nærri. / LeikhúsiO. Tveir smáleikir voru sýndir nú á pálma- sunnudaginn og annan í páskum. „Gæfu- munurinn“ og „Ofvitinn í Oddasveit." Vegna tilgangsins (að styrkja Good-Templ- arahúsið) og sumra leikendanna mun rétt- ast að fjölyrða ekki um leiklistina? þar. Búnaðarþingið. Það var sett, eins og lög stóðu til, 17. febr. Fulltrúar: Ágúst Helgason, bóndi í Birtingaholti, Ásgeir Bjarnason, bóndi í Knararnesi, Björn Bjarnarson, hrepp- stj. í Grafarholti, Eggert Briem, bóndi í Reykjavík, Guðmundur Helgason, búnaðarfélagsforseti í Reykjavík, Jón Jónatansson, búfræðingur á Ásgauts- stöðum, Pétur Jónsson, umboðsmaður á Gautlöndum, Sigurður Stefánsson, prestur í Vigur, Stefán Stefánsson, skólameistari á Akureyri, Þórarinn Benediktsson, bóndi á Gilsárteigi, Þórhallur Bjarnarson biskup, Reylya- vík. Annan fulltrúann af Áusturlandi vantaði. Þetta gerðist þar helzt markvert: Flóaáveitan. Fallist á tillögu fé- lagsstjórnarinnar um að byrja hana með áveitu á Miklavatnsmýri og svæð- ið þar í kring, og fá þannig reynslu og æfingu til undirbúnings undir aðal- áveituna. Skyldi leita alþingis um 25000 kr. lán handa jarðeigendum á áveitusvæðinu með hagkvæmum kost- um, en fullri tryggingu. Búnaðarfé- lagið veití alt að 6000 kr. styrk, sem greiðist á 3 árum, og að auki aðstoð starfsmanna sinna eftir því sem við verður komið. Varnir gegn vatnságangi í Rangár- vallasýslu. Óskir höfðu komið þaðan um rannsókn á því, hvað hægt væri að gera til verndar Safarrnýri (fyrir hleðslu í Djúpós) og hvort stífla mætti rensli Markarfljóts í Þverá. Ut af því var samþykt að fara þess á leit við alþingi, að fé yrði veitt til þess, að fenginn yrði vatnsvirkjafróður mað- ur í þjónustu búnaðarfélagsins eða landstjórnarinnar, til þess að gera áætlanir yfir meiri háttar áveitur og varnir gegn vatnsgangi og jafnframt til að veita einstökum mönnum ódýra aðstoð til meiriháttar áveitufyrirtækja. Fengist þetta, skyldi láta það ganga fyrir, að athuga og gera áætlun um fyrirhleðslu í Djúpós og vörn fyrir rensli Markarfljóts í Þverá. En fengi aðaltillaga þessi ekki framgang, skyldi fara þess á leit við landstjórnina, að hún Iéti þá gera athuganir og áætl- anir um áðurnefndar varnir fyrir vatnságangi í Rangárvallasýslu. Pípnagerð úrsteinsteypu tilframræslu. Heimilað að veita Böðvari Jónssyni styrk til að kaupa pípnagerðarvél, 2/s verðs hennar, alt að 450 kr. Kynblöndun sauðfjár til sláturfjár- framleiðslu. Kynblöndunarfélagi Þing- eyinga heitið alt að 500 kr. styrk til að kaupa frá Englandi 8 kindur af 2 kynjum í þvf skyni, ef innflutningur þeirra verður leyfður. En því treyst, að leyfið verði því að eins veitt, að örugt sé að ekki stafi sjúkdómshætta af. Heimilað var að verja 200 kr. til samskonar tilrauna með innlendum kindum. Föðurforðabúr. Heimilað að verja alt að goo kr. til styrks til að koma upp kornforðabúrum til skepnu- fóðurs og megi styrkurinn nema alt að þriðjungi kostnaðarins við að gera skýli yfir kornið. Mælt með 2000 kr. * viðlagasjóðsláni til þeirra hvort árið 1912 og 1913. Verðlaun úr styrktarsjóði Kristjáns konungs IX. og Rœktunarsjóði. Fé- lagsstjórninni var falið að gangast fyrir því að breytt verði reglum fyrir verðlaunaveitingum, þannig að hlut- aðeigendur þurfi ekki að sækja sjálf- ir, heldur sé frumkvæðið um konungs- verðlaunin hjá Búnaðarfélagi íslands, en um Ræktunarsjóðsverðlaunin hjá búnaðarsamböndunum, og sé skýrsl- urnar um verðleika gefnar af mönn- um, sem samböndin tilnefna, — í þeim sveitarfélögum, sem ekki eru í búnaðarsambandi, komi sveitarstjórnir í stað sambandsins — og að enginn fái Ræktunarsjóðsverðlaun oftar en þrisvar. Sambönd búnaðarfélaga. Reynt sé a. að koma á samvinnusamböndum með öllum búnaðarfélögum lands- ins undir yfirstjórn Búnaðarfélags íslands; b. að deildaskipun búnaðarsamband- anna verði þannig: 1. deild: Frá Skeiðará að Hellis- heiði (eða Hvalfirði), 2. deild: Frá Hellisheiði (eða Hvalfirði) að Gilsfirði, 3. deild: Frá Gilsfirði að Hrúta- firði, 4. deild: Frá Hrútafirði að Gunn- ólfsvíkurfjalli, 5. deild: Frá Gunnólfsvíkurfjalli að Skeiðará, og hafi hver deild lög og stjórn fyrir sig; c. að hvert búnaðarfélag greiði í sjóð sambands þess, sem það er í, að minsta kosti eina krónu árlega fyrir hvern félaga sinn; d. að sýslusjóðir eða bæjarsjóðir styrki samböndin árlega með fjár- framlagi, er svari 25 — 50 aurum fyrir hvert bygt ból í sýslunni eða kaupstaðnum, sem grasnyt hefir, nema samböndunum bætist álíka mikið fé á annan hátt, auk þess sem þeim veitist úr landsjóði og frá Búnaðarfélagi íslands; e. að samböndin hafi í þjónustu sinni búfróða menn, er annist mælingu jarðabóta í félögunuro árlega og leiðbeini í jarðrækt, notkun verk- færa, áburðarhirðingu og öðru, er að búnaði lýtur; f. að búnaðarsamböndin velji búnað- arþingsfulltrúana, 2. og 3. deild 1 fulltrúa hvor, 1., 4. og 5. deild 2 fulltrúa hver; g. að þau búnaðarfélög, sem ekki eru í neinu sambandanna, njóti ekki jarðabótastyrks eftir 1915. Kosin var félagsstjórn til 2 ára; Kappglíma um Akureyrarskjöldifi'n verður háð á Sumardaginn fyrsta (fimtudaginn 20. apríl) í Good-Templarahúsinu, kl. 6 síð- degis. — Húsið opnað kl 5>/2. Stjórn „Grettis“. forseti Guðmundur Helgason (endur- kosinn), stjórnarnefndarmenn Þórhall- ur biskup Bjarnarson og Eggert Briem skrifstofustjóri (endurkosnir), varafor- seti Eggert Briem bóndi, í stað sfra Magnúsar Helgasonar, sem mælst hafði undan endurkosningun, og varastjórn- arnetndarmenn Kristján Jónsson yfir- dómsforseti (endurkosinn) og Ásgeir Torfason efnafræðingur. (»Freyr.«) SKRÁ yfir erindi til alþingis 1911. 31. Erindi frá hreppsnefnidinn í Biskups- tungnahreppi um aukafjárveitingu til brúargerðar á Brúará. 32. Erindi til þingmanna Suður-Múlasýslu frá hreppsnefnd Geithellnahrepps um brúargerð á Hamarsá. 33. Erindi frá Borgfirðingum eystra um að gera hreppinn að sérstöku læknis- héraði. 34. íbúarSkarðsstrandarhreppsf Dalasýslu, 44 að tölu, leita þess, að stofnað sé nýtt læknishérað f vesturhiuta Dala- sýslu. 35. Ingibjörg Guðbrandsdóttir sækir um sama styrk og hún hefir haft á síðustu fjárlögum. 36. Sjötíu og þrír kjósendur í Neshreppi innan Ennis beiðast þess, að alþingi veiti á næsta fjárhagstímabili alt að 2000 kr. til þess að halda úti vélarbát til aðstoðar við landhelgisvörn á fiski- miðum Vallnara, Ólsara, Kefsara, Sand- ara og Gufsara. 37. Hnappdælir sækja um: ') að Miklaholtsprestakall verði látið hverfa í hið forna far. 2) að Borgarneslæknir eigi setur í Kolbeinsstaðahreppi eða Hraunhreppi. • 3) að veitt sé fé til framhalds Borgar- nessvegarins til Stykkishólms og þá til brúargerðar á Haffjarðará. 4) að veitt sé fé til talsímalagningjir úr Borgarnesi til Stykkishólms og úr Miklaholtshreppi um Búðir til Ólafs- víkur. 5) að veitt sé fé til hafnarmælingar í Skógarnesi í Hnappadalssýslu. 38. Áskorun frá no Snæfellingum og Hnappdælum um símalagning frá Borg- arnesi til Stykkishólms og í veiðistaði undir Jökli norðan. 39. Erindi frá yfirsetukonum í Eyjafirði um launahækkun, ásamt umsögn land- læknis. 40. Áskorun til alþingis frá 22. yfirsetu- konum í Stranda- Barðastrandar- Rang- árvalia og Borgarfjarðarsýslum um bót á Iaunakjörum. 41. Fimm Ijósmæður f Dalasýslu skora á þingið, að taka til rækiiegrar yfirveg- unar hækkun á launakjörum yfirsetu- kvenna. 42. Tíu Ijósmæður í Norðurmúlasýslu skora á alþingi, að taka til rækilegrar yfir- vegunar launakjör yfirsetukvenna og bæta þau. 43. Tólf Ijósmæður í Árnessýslu skóra á alþingi, að taka til íhugunar launakjö yfirsetukvenna og bæta þau. 44. Erindi frá yfirsetukonum í Kjósarsýslu um launahækkun. 45. Fjórar yfirsetukonur í Norður- ísafjarð- ar- og Vestmannaeyja-sýslum skora á alþingi, að taka til yfirvegunar launa- kjör yfirsetukvenna og bæta þau.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.