Gjallarhorn


Gjallarhorn - 19.04.1911, Blaðsíða 4

Gjallarhorn - 19.04.1911, Blaðsíða 4
54 GJALLARHORN. V. • • « • • • ♦ ♦ ♦ • ♦ • » ♦ ♦♦-*-«-« • • ♦ ♦ ♦ •♦• •••••• 46. Guðrún J. Norðfjörð biður þm. Mýra- manna að flytja á þingi erindi yfir- . setukvenna um Iaunakjarabót. 47. Erindi frá jSigtryggi presti Guðlaugs- syni um 1200 kr. árlegan styrk til unglingaskólans á Núpi í Dýrafirði, ásamt skýrslu um skólann. 48. Erindi frá átta yfirsetukonum í Gull- bringusýslu og Hafnarfjarðarkaupstað til alþingis, um að taka kjör yfirsetu- kvenna til rækilegrar íhugunar og bæta þau. 49. Erindi frá Vestur-ísfirðingum um 1500 kr. styrk til að reisa Jóni Sigurðssyni minnisvarða á Rafnseyri. 50. Guðmundur Hjaltason sækir um 500 kr. árlegan styrk til þess að halda alþýð- lega fyrirlestra á íslandi. 51. Einar Árnason í Miðey skorar á þing- menn Rangvellinga, að beitast fyrir því á þingi, að veittar verði á næsta fjárhagstímabili minst 1500 kr. styrkur hvort árið til vélabátaferða milli Vest- mannaeyja og Rangársands; ennfrem- ur, að ógoldnar 1000 kr. af áður veitt- um styrk verði borgaður á næsta ári. 52. Karl Sveinsson biður um 1000 kr. styrk hvort ár næsta fjárhagstímabils, til þess að geta haldið áfram rafmagns- fræðisnámi í Mittweida á Saxlandi. 53. Fimm Ijósmæður í Reykjavík óska þess, að alþingi taki til íhugunar launa- kjör Ijósmæðra og bæti þau. 54. Fjórar yfirsetukonur í Skagafjarðar- sýslu skora á alþingi, að taka til ræki- legrar yfirvegunar launakjör yfirsetu- kvenna og bæta þau. 55. Ingunn Loftsdóttir, prestsekkja, sækir um 300 kr. styrk í fjáraukalögum fyrir 1911 og sömu upphæð í fjárlögum 1912 og 1913. 56. Þorvaldur læknir Pálsson sækir um alt að 2000 kr. styrk á ári, til þess að stunda sérgreinar nokkurar í læknis- fræðinni í Reykjavík. 57. Erindi frá Birni Þorsteinssyni í Bæ til þm. Borgfirðinga um brúargerð á Hvítá. 58. Magnús dýralæknir Einarsson leggur til, að alþingi veiti nú í fjárlögum 2000 kr. sem gjöf til próf. dr. C. O. Jensen í heiðurs og þakklætisskyni frá íslendingum fyrir starf hans í þágu landsins. 59. Presturinn á Kvennabrekku í Dölum sækir um 2000 kr. styrk úr landssjóði, til þess áð byggja upp bæjarhúsin á prestssetrinu. Sumargjafir, mest úrval og langódýrastar í EDINBORG. [Brunabótafélagiðj ffcjf JMordisK Brándforsikring ' tekur í brunaábyrgð hús, innbú, vörur o. s. frv. Umboðsmaður: JÓN STEFÁNSSON, Akureyri.J dan$ka smjörlihi er betf. Ðiðjið L»m \e$und\rnar ^ „Sóley" „Ingóifur” Mehia''eða Jsafold* Smjðrlikið fœ$Y einungi$ fra : \ Ofto Mönsfed h/f. Kaupmnnnahöfn oð/írd5um /0 i Oanmörku. PANTIÐ SJÁLFIR FATAEFNl VÐAR beint frá verksmiðjunni. Stórkostlegur sparnaður. Hver maður getur fengið gegn eftir- kröfu, burðargjaldsfrítt, 4 mtr. 130 cm. breitt svart, blátt, brúnt, grænt eða grátt, vel litað fínullarklæði í fallegan og haldgóðan kjól eða útikiæðnað (Spadseredragt) fyrir einar 10 kr. (2/so pr. meter). Eða 3‘A mfr. 135 cm. breiff svart, dökkblátt eða grá- möskvað nýtízkuefni í haldgóð og falleg karlmannsföt fyrir að eins 14 kr. 50 aura. Séu vörurnar ekki eins og óskað er eftir, þá verður tekið við þeim aftur. Þykk ullar- mikil ferðateppi 2x3 al. að eins 5 kr. Gráleit hestateppi mjög þykk 2 x 23k al. að eins 4 kr. 50 aura. yiarhus Klædevæveri, Aarhus, DanmarK. Eyrarlandsfúnið. Nokkurar dagsláttur úr því eru til sölu með mjög góðum borgunarskilmálum. Listhafendur semji við ritstjóra þessa blaðs. ♦ •♦♦•••♦*,»♦ ■>♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦» + •♦ +»»♦»44+ ♦ + ♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦.♦« Tré og borð unnin og óunnin er nýkomið til Gránufélags- verzlunar á Oddeyri. Alt sœnskui viðui. Von á meiru síðar. Aðalfundur Gránufélagsins. Kunnugt gerist að aðalfundur Gránufélagsins fyrir 1911 verður að forfallalausu haldinn á Akureyri, föstudaginn 30. júní næstkomandi og byrjar kl. 11 f. h. — Þar sem á fundi þessum væntanlega verður tekin ákvörðun um sölu á félaginu, sér stjórnin sér eigi annað fært vegna skjalasafns félagsins, en að halda fund þennan á Akureyri í staðinn fyrir á Seyðisfirði, og af sömu ástæð- um verður hann haldinn fyr á árinu en venjulega. Þetta tilkynnist hinum kjörnu fulltrúum og öðrum er sækja ber fund þennan. Akureyri, 12. apríl 1911. I stjórnarnefnd Gránufélagsins. Frb. Steinsson O. C. Thorarensen Björn Jónsson. DE FORENEDE BRYGGERIERs EKTA KRÓNU0L. KRÓNUPILSENER. EXPORT DOBBELT ÖL. ANKER ÖL. Vér mælum með þessum öltegundum sem þeim 1 n ustu /■ skftafríu ölfegundum sem allir bindindismenn mega neyfa. MQ Biðjió beinlínis um: IMD De forenede Bryggeriers Öitegundir. Litun. Dúka 0. fl. sem húsmæðurnar ætla að senda á iðnaðarsýninguna í Reykjavík í sumar, er naaðsynlegt að senda fyrst til klœðaverksmið- junnar á Akureyri, sem þæfir og litar allskonar dúka, með mjög end- ingargóðum og fögrum litum; ló- sker og pressar. Vinnan fljótt og vel af hendi Ieyst. Fljót afgreiðsla. Hjá undirrituðum búendum í Olæsibæjarhreppi fá ferða- menn engan greiða, nema hann sé borgaður um leið. Snorrí Ouðmundsson, Steðja. Jón Guðrnundsson, Krossastöðum. Rósant Jóhannsson, Grjótgarði. Benedikt Guðjónsson, Moldhaugum. Ágúst Jónasson, Sílaslöðum. Kristján Bjarnason, Einarss 'öðum. Ásgeir Porvaldsson, Hóli. Jónas Ólafsson, Steinkoti. Prentsraiðja Odds Bjömssonar,

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.