Gjallarhorn


Gjallarhorn - 04.05.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 04.05.1911, Blaðsíða 1
Gjallarhorn. Ritstjóri: Jön Stepánsson. ► ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ -♦-♦ -+--♦-♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦-♦-♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦-♦-♦-+-♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦ ♦ i V, 20. t Akureyri 4. maí. • 1911. Hinn kvenelski psykolog frá JVÍesi. (Aðsent.) Kátlegt þótti mér að heyra hve nafni minn frá Nesi læzt vera orðinn lærð- ur, í 20. tbl. Norðurlands og hversu myndariega kvenelskur hann er orðinn. Raunar hefi eg altaf vitað, að nafni minn er og hefir verið mjög hneigður fyrir það kyn, því jafnvel á »Krukks- ástandinuc leyndi slík tilhneiging sér ekki, en satt að segja hafði mér aldrei til hugar komið, hvílíka djúpsetta þekk- ingu maðurinn hefir á eðli og starf- semi kvenna yfir höfuð. Það þarf svei mér enga smá þekkingu til þess, að staðhæfa það, að konan geti gert upp- reisn gegn karlmönnunum og neitað að elda mat og sauma föt. Þ?tta hvor- tveggja geta karlmennirnir líklegá ekki gert sjálfir, eða, að minsta kosti, hlýt- ur það að vera sjaldgæft f hinum ment- aða heimi, úr því að nafni minn minn- ist ekki á það, þó þyrfti kvenfólkið líklega að borða og klæðast sjálft, en ef það skyldi finna upp á þeim skolla, að vilja hvorugt gera fyrir sjálft sig, þá yrði slíkt ekki uppreisn gegn karl- mönnunum, heldur gegn kvenfólkinu sjálfu, en það lítur ekki út fyrir að nafni minn viti þetta. Samt sem áður er hann svo skír, að hann veit, að samvinna beggja kynja þarf til þess að viðhalda mannkyninu, og að þeirri samvinnu getur konan aldrei skorað sig undan, hvernig sem hún lætur, enda segir nafni minn að að guð og náttúran hafi falið henni þetta. Þarna er eg viss um að nafni mtffwrbyggir á eigin reynslu (Erfarings- kundskab), því hann er svo sanngjarn, að hann vill helzt að hvort kynið fyr- ir sig væri sjálfstætt án hins, en hitt er ekki rétt, að konan megi ekki yfir- gefa barn sitt, enda eru mörg dæmi til þess, að slíkt hefir verið gert og orðið báðum fyrir beztu, eftir kring- umstæðum, þótt slíkar undantekningar væru ekki æskilegar sem almenn regla. Það sem mér kom einna ókunnug- legast fyrir hjá nafna mínum í nefndri grein hans, var það, að sálarlíf kvenna virðist nú liggja honum þyngst á hjarta, en meðan við þektumst, áleit eg, að hann hugsaði mest um hitt lífið. Um lifandi kensluna þykir mér hann nokk- uð langorður og jafnvel sneiða þjá því sem hann meinar; mér fyndist lang- bezt fyrir nafna minn að segja eins og hann hugsar, en það ímynda eg mér að sé eitthvað á þessa leið: »Eg vil hafa lifandi kenslu í kvenna- skólunum. Það er eg sem get veitt hana, þó eg ætli mér ekki að koma fram með ákveðnar tillögur um kenslu- aðferðir f þetta sinn, en væri eg orð- inn kvenna-kennari, myndi eg leggja hina mestu áherzlu að innræta hjá þeim hina frjósömu, sjálfstæðu og lif- andi námsgrein, og stefna henni ein- mitt að því, er mest heillar hugann, en ávöxturinn af slíku innræti mundi verða hraustur og heilsugóður og jafn sálarlega þroskaður og eg er sjálfur.* Á þenna hátt hlýtur nafni minn að hugsa, og ættu allir, ekki sízt kven- fólkið, að stuðla að því, að hann gæti sem fyrst stofnsett slfkan lifandi til- raunaskóla, en launa þyrfti þá nafna vel úr landssjóði, því ella gæti hann orðið »krúkk« á Iíkamanum líka, en þá er hætt við að frjósemin yrði minni og yrði það tap fyrir skólann. Með mikilli virðingu. Gamli Adam í Paradís. Því var svarið svona? Nokkrum orðum þarf eg að svara þeim kaupamanninum, sem rilað hefir greinarstúfinn í 15. bl. »Norðurlands« með fyrirsögninni: »Innbyrðis ósam- þykkur*. Annars eru þeir menn ekki svaraverðir, sem ekki hafa annað fram að færa, en rangar getsakir og r^ng- færslur í stað. röksemda, og við bull höfundarins er ekki annað að gera, en vísa því heim til föðurhúsanna aftur. Það er aðeins dálítill kafli í grein- inni, sem eg þarf að athuga; hann hljóðar þannig: »Hann segir t. d. fyrst, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi klofnað litlu eftir að þing var sett, en eftir það talar hann þó aðeins um einn flokk, sem sé innbyrðis ósamþykkur. Það lítur svo út, sem flokkurinn sé alls ekki klofnaður í huga bóndans þótt hann sé það á pappírnum í »Gjh.«. »Ef flokkurinn er klofnaður, þá er hann eigi lengur einn flokkur heldur tveir eða fleiri flokkar.» Síðasta málsgrein sýnir, að kaupi hefir slegið því föstu, að þegar ein heil«d klofnar, verði úr því tvær eða fleiri heildir. Eftir almennri málvenju er þetta ekki ætíð svo. í fornsögum vorum er getið um að menn hafi ver- ið klofnir í herðar niður, en þó er þess eigi getið, að þeir hafi við það orðið tvíhöfðaðir. Eins er oft tekið svo til orða, að nefndir klofni, en þó verða aldrei úr þeim hálfu fleiri nefndir, heldur er þá talað um meiri og minni hluta hinnar klofnu nefndar. Með því að segja að nefnd hafi klofnað, er ekki meint ann- að en að hún sé innbyrðis ósamþykk• Svo þetta tvent er þá nákvæmlega hið sama. Með sama rétti má segja að flokkur klofni, þegar hann er inn* byrðis ósamþykkur þótt hann eigi al- veg slíti þau bönd, er tengdu hann saman — 0: samþykt eða samning — En að flokkur gerir það er skilyrðið fyrir því, að hann verði að tveimur eða fleiri flokkum. Eg var alls ekki einn um það, að segja Sjálfstæðisflokkinn klofinn, það höfðu nokkur af blöðunum áður gert; en engan rétt þóttist eg hafa til að tala nema um einn flokk, á meðan engin ný skírnarathöfn fór tram. Eg efast um að kaupi sé svo get- spakur að hann geti vitað með vissu hvað býr í huga manna um þennan sjálfstæða(l) flokk. En sá hann annars ekki alt, sem eg sagði um flokk þenn- an, á pappírnum í »Gjh.«? Kaupi man líklega enn eftir flokkum, sem voru kallaðir Landvarnarflokkur og Þjóð- ræðisflokkur, en runnu saman í einn Sjálfstæðisflokk, og hafa á þessu þingi stundum eigi hangið saman á öðru en skírnarnafninu Á þessu þingi hefir einn maður verið rekinn úr flokknum og tveir gengið úr honum. Að þessu leyti hefir hann klofnað, samkvæmt skilningi kaupa, og þó enginn nýr flokkur myr.dast, því þessir þrfr menn munu teljast utan flokka. Eg þykist nú hafa sýnt og sannað, að ekkert sé hægt að hafa upp úr grein kaupa annað en það, að öllu sé snúið öfugt í »Norðurlandi«. Bóndi. Ráðherraþrætan. Þó eigi sé langt liðið síðan að hinn nýi ráðherra vor var útnefndur, hefir þegar verið rifist eigi all-lítið um hann, og útnefningu hans. »ísafold«, og blað það hér á Akureyri, er virðist sækja fæðu sína til hennar, hafa látið hátt um, að með útnefningunni hafi verið framið þingræðisbrot o. s. frv. »Gjallarhorn« hefir hingað til látið mál þetta afskiftalaust, og mun gera að sinni að mestu leyti. Oss hefir bor- ist »ísafold« frá 22. marz s. 1. Þar hefir »ísa« gamla orðið að birta bréf frá neðrideildarforseta, Hannesi Þor- steinssyni, er mótmælir Ijóslega því, að konungi vorum hafi verið símaðar rangar fregnir um flokkaskiftingu þings- ins, af Hannesi Þorsteinssyni. Bréf þetta upplýsir að flestu leyti vel hvern- ig flokkaskiftingin var þegar forseti símaði, og enn fremur má af því sjá, hvernig »ísafold« og taglhnýtingar hennar, leyfa sér að reyna að blekkja þjóðina. Umrætt bréf hljóðar svo: Hr. ritstjóri Ólafur Björnsson! Eg geng að því sem vísu, að þér séuð svo vandaður og góður drengur, að þér teljið yður skylt að afsaka og leiðrétta hafi yður orðið á að flytja sjálfur í blaði yðar eða láta aðra flytja þar ósanninda-óhróður um alsýkna menn, jafnskjótt sem þér fáið áreið- anleg gögn fyrir, að áburðurinn sé með öllu rangur. Nú hafið þér í blaði yðar ísafold 15- þ- m. dróttað þvf að mér, að eg hafi sem fotseti neðri deild- ar símað konungi ósatt um þingfylgi ráðherraefnanna Kristjáns Jónssonar og Skúla Thoroddsen og teljið framkomu mína í vægustum orðum sagt, alger- lega óverjandi og ófyrirgefanleg* og prentið frásögn um eitt atriði í skeyti mfnu 12. þ. m. með afarfeitu letri, eins og þar hefði eg framið eitthvert óhæfuverk með því að skýra frá því, að Sk. Thor. hefði fylgi 19 þingmanna, en Kr. J. mundi Kklega takast að ná fylgi hinna 21. Frá þessu er nokkurn veginn rétt skýrt hjá yður og ummæli mín um þetta efni hárrétt, eins og reynslan hefir sýnt. Eg sé því ekki í hverju þessi »algerlega óverjandi og ófyrirgefanlega« framkoma mín er fólg- in, því að naumast getur hún verið 1' því fólgin, að eg hefði átt algerlega að þegja um það, að nokkur annar en Sk. Th. mundi geta fengið jafn- mikið eða meira fylgi. En því datt mér ekki í hug að leyna, er eg, eins og forseti efri deildar, var krafinn um- sagnar um afstöðuna af Krabbe skrif- stofustjóra, sem þér (líklega vísvitandi) látið ógetið, til þess að láta Kta svo út fyrir almenningi, eins og eg hafi tekið það upp hjá sjálfum mér að síma ósannindi um afstöðu ráðherravalsins. Yður er það eflaust ljóst, að ofangreind ummæli yðar um framkomu mína sem forseta, sem embættismanns þingsins, gætu varðað yður abyrgðar, jafn-raka- laus og ósæmileg sem þau eru, ef eg hirti að að rekast í slfku. En eg vona að það sé ekki til ofmikils mælst af mér, að þér vilduð afsaka í blaði yðar þessi ummæli, þá er yður er orðið kunnugt um, að eg hefi á fundi neðri deildar 18. þ. m. skýrt frá allri af- stöðu minni til þessa máls, Iesið upp og lagt fram símskeyti mín, með því að eg heji þar engu að leyna, ekkert að blygðast mín fyrir, hvorki gagnvart konungi, þinginu eða almenningi. Þar er svo satt og rétt er frá öllu skýrt, sem frekast er unt, enda þekki eg vel þá ábyrgð, sem hvílir á forsetum þings- ins að gera hvorki sjálfum sér né þinginu vansæmd með ósönnum fregn- skeytum til hans hátignar konungsins. Símskeyti mín verða birt orðrétt f Þingtíðindunum og að líkindum annar- staðar áður, svo að þetta »algerlega óverjandi og ófyrirgefanlega« komi sem fyrst í dagsins ljós. En f blaða- deilum um þetta efni tek eg engan þátt, og skifti mér ekkert af þeim, með því að eg hefi gert fulla grein fyrir gerðum mínum d réttu varnarþingi, — gagnvart neðri deild alþingis — og þarf ekki að gera það frekar. Reykjavík 21. marz 1911. Hannes Porsteinsson. Y og 2 nauðsynleg handbók fyrir alla fæst hjá útgefandanum Oddi Björnssyni á Akureyri og öllum bóksölum landsins.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.