Alþýðublaðið - 11.04.1921, Side 4

Alþýðublaðið - 11.04.1921, Side 4
4 ALÞYÐURLAÐIÐ E.s. Sterling fer héðan vestur og norður um land á fimtudag 14. a.prll kl. io árdegis. — Vörur afhendist þannig: — I dag tíl Vestmannaeyja, Diúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskiljarðar, Norðfjarðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar og Kópaskers. — A. morgun til Húsavíkur, Akureyrar, Sigiufjarðar, Hofsóss, Sauðarkróks, Skagastrandar, Böndu- óss, Hólmavfkur, Norðurfjarðar, Ingólfsijarðar og ísa- fjarðar. — Flutningsgjald og útskipun óskast greitt um leiÖ og fylgibréfin eru afhent. — Konúr, gerið börnin ykkar hraust. Gefið þeim tvær matskeiðar á dag af gufubræddu lýsi; fæst hvergi betra en f matvöruverzlunjnni Von. Nýkomnar birgðir af Jökul fiski og rikling. Allar nauðsynlegar kornvörur fyrirliegjandi. Hreinlæt- isvörur, fægilögur, ostar, kæfa, smjör, tólg, smjörliki, dósamjólk, saltkjöt, mikið af niðursuðu, þurk- aðir og ferskir ávextir. hið bragð- góða kaffi, brent og maiað ex- port, kókó, Konsum-suðusúkku- (aði, hveiti nr. i, ait tii bökunar. Til Ijósa sólarljós, spritt, ekki til að drekka, en drekkum útlenda maltextrakt, gosdrykki, ávaxtavfn frá Mfmi og hinn heilnæma og góða magabitter Kfna Jffselexir. Margt nauðsynlegt ótalið. Gerið kaup f Von á nauðsynjum yðar. Vinsaml. — Gunnar S. Sigu ðsson. A Laugaveg 26 (skúrnuro) er gert við slitinn skófatnað. Vöaduð vinna, góð skil. Alþht. er blað allrar alþýðu. Jack London'. Æflntýri. kona gæti vænt sér í heimi hér, væri hjónaband — og verið sæl æfintýri. En í stað þess að gifta mig, lendi eg vegna gjaldþrots föður míns, beinlínis í æfintýri". „Hvað er langt slðan?" spurði Sheldon. „í fyrra. Árið, sem hrunið varð mest í kauphöllinni". „Við skulum sjá", sagði Sheldon hugsandi og alvar- legur. „Sextán og fimm og einn við eru tuttugu og tveir. Þú ert þá fædd 1887?" „Já, en þetta er ekki fallegá gert". „Það hryggir mig, en það var svo auðvelt að leysa gátuna". „Geturðu þá ekki sagt neitt fallegt? Eða er enska tfskan svona?" Glampa brá fyrir í gráu augunum, og hláturdrættir komu kringum munninn. „Eg ræð þér til, herra Seldon, að lesa bók Gertrude Athertæus: Amcriskar konur og ciginmcnn „Þakka fyrir, eg á hana. Hún er þarna". Hann benti á fullan bókaskáp. „Eg er hræddur um, að hún Bé mér fjandsamleg". „Það hlýtur alt, sem ekki er enskt, að vera", svaraði hún. „Mér hefir aldrei fallið framkoma Englendinga. Síðasti Englendingurinn, sem eg þekti, var ráðsmaður. Pabbi varð að reka hann burtu". „Ekki þarf nema einn gikk í hverri veiðistöðl" „Sá Englendingur bakaði okkur svo mikil vandræði. En gerðu mig nú ekki fjandsamlegri þér, en eg er". „Eg er einmitt að reyna það". „Nú, þannig lagað--------“. Hún leit upp og opnaði munninn til þess að ljúka setningunni; en alt 1 einu greip hún fram í fyrir sjálfri sér. „Eg ætla að halda áfram að segja þér sögu mína. — Pabbi átti hreint og Beiat ekkert eftir af eigum sínum, og afréð að gefa sig aftur að sjónum. Honum hafði altaf þótt vœnt um haf- 9, og eg held, að hann hafi glaðst af því, að svona ór. Hann varð ungur í annað sinn, og var önnum k&finn við að hugsa upp ráð og gera áætlanir frá morgni til kvölds. Oft var hann á fótum fram á miðjar nætur og ræddi málin við mig. Fyrirtæki sfn hafði hann byrjað í Kyrrahafinu — með perlur og perluskeljar — og hann þóttist þess fullvís, að þar mundi mega græða eitt og annað. Uppáhalds- hugmynd hans var sú, að stofna til kokosplantekru. Hann hafði skifti á skemtiskipi sínu og skonnortunni Mielc, og við létum í haf. Eg þjónaði honum og lærði sjómannafræði. Hann var sjálfur skipstjóri, en stýrimað- urinn var danskur og hét Eriksen, og skipshöfnin var japanar og hawajibúar. Við silgdum fram og aftur milli eyjanna um miðjarðarlínuna, unz pabba fór að bresta kjarkinn. Alt var breytt. Eyjarnar voru leigðar út og þeim hafði verið skift milli ýmissa ríkja, og stór félög voru risin upp, sem höfðu gleypt alt jarðnæði, trygt sér viðskiftin, veiðiréttinn, í stuttu máli alt. Þá sigldum við til Marquesas-eyjanna. Þar var fagurt en frumbyggjarnir voru því nær upprættir. Pabbi varð alveg frá sér. þegar hann frétti að Frakkar hefðu lagt útflutningstoll á kopra — hann kallaði það miðalda- heimsku — en honum leist vel á landið. Á Núka-Hiva var fimtán þúsund ekra stór dalur, og var framundan honum ágæt höfn; honum leist mætavel á hann og keypti hann fyrir tólf hundruð dollara. En skattaálögur Frakka voru hreinasta rán — það var ástæðan til þess, hve dalurinn var ódýr — og verst af öllu var það, að við gátum enga verkamenn fengið. Þeir svertingjar, sem eftir lifðu, vildu ekki vinna, og svo var að sjá sem yfirvöldin legðu hreint og beint næturvökur á sig til þess að gera okkur æfina sem erfiðasta. Eftir sex mánaða strit poldi pabbi ekki lengur við. Ástandið var óþolandi. „Við förum til Salomons-eyjanna," sagði hann, „og látum ensk lög leika um okkur. Og ef þar er ekkert að gera, förum við til Bismarck-eyjanna. Eg held að stjórnin þar sé ekki enn þá orðin siðspilt af menningunni." Nú var búist til brottferðar, farangur okkar var fluttur á skipsfjöl, og ný skipshöfn tahiti- manna var lögskráð. Við vorum í þann vegin að sigla

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.