Gjallarhorn


Gjallarhorn - 04.05.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 04.05.1911, Blaðsíða 2
60 GJALLARHORN. V. D. D. P. A. D. D. P. A. Til kaupmanna og útgerðarmanna. Nú þegar fiskiaflinn fer að byrja, þurfa menn á steinolíu að halda til mótorbátaútgerðar- innar, og ættu því að kaupa hana í tíma hjá kaupmönnum þeim er maður verzlar við og muna þá að taka fram, hvaða olíu maður Vill fá. Nú þykir bezta og ódýrasta olían sem til mótora þarf Special Standard White á 22.50 kr. fatið. frá „hinu danska steinolíuhlutafélagi" á Akureyri. Enn fremur eru til margar aðrar teg. með ýmsu verði eftir gæðum. Kaupið því og semjið við undirritaðan um oiíukaup áður en þið semjið við aðra. Sylinder- og maskínuolía verður til sölu hjá undirrituðum með mjög góðu verði, frá 12 til 24 aura pundið eftir gæðum. Akureyri 1. maí 1911. Carl F. Schiöth. Alþingi. Rvík 4. maí. Landsbankaendurskoðari var endurkosinn Benedikt Sveinsson með 21 atkv. Jón Laxdal skrifstofu- stjóri fékk 16 atkv. Fulltrúaráð (slandsbanka. Bitana þá fengu þeir Ari Jónsson og Sig. Hjörleifsson, fékk hvor þeirra 20 atkv., en Lárus H. Bjarnason og Stefán skólameistari fengu 19 atkv. Endurskoðun landsreikn- ingfanna. Efri deild kausLárusH. Bjarnason, en neðri deild Skúla Thor- oddsen. Gœziustjóri »Söf nunar- sjóðsins* var kosinn Magnús Ste- phensen fyrv. landshöfðingi. Fékk öll atkvæði. Verðlaunanefnd við sjóð Jóns Sigurðssonar. í þá nefnd hlutu kosn- ingu: Hannes Porsteinsson, Björn Olsen og Jón Þorkelsson. Gæzlustjóra við Landsbank- ann kaus neðrideild séra Vilhjálm Briem. Kjörtímabil Eiríks Brierns verður útrunnið áður en næsta þing kemur saman. Konungkjörnu þingmenn- irnir. Reir sitja út þetta þing hinir sömu, samkvæmt konungsbréfi frá 11. f. m. Séra Björn Þorláksson var opinberlega í ísafold látinn biðja séra Sigurð í Vigur fyrirgefningar á öllum stóryrðunum í hinni orð- lögðu bannlagaræðu hans og gekk þá séra Sigurður aftur — í flokkinn. Qasrnfrœðaskólapiltar efndu til skemtunar hér í bænum, 29. f. m. Fjöldamargir baejarbéar sóttu skemtunina. Ágóða varið til eflingar sjúkrasjóði skólans. Þjóðskáldið okkar, sr. Matthías hélt þar ágætan fyrirlestur. Sjö af nemend- nm skólans sýndu íslenzka glímu. Var það góð skemtun þvf yfirleitt var glímt vel, og sumir glímdu énda af- bragðsvel, viljum vér þar sérstaklega nefna þá Jón Sveinsson og Tryggva Svörfuð. Jóni voru veitt tvenn verð- laun og Tryggva ein. Mannalát. Sigurður Tómasson bóndi á Hall- dórsstöðum í Bárðardal, andaðist 28. f. m., eftir nokkra vanheilsu undan- farið, á heimili sínu. Banameinið var brjóstæring. Er það ekki fyrsta skarð- ið sem »Hvíti dauði< heggur í sveit ungra efnismanna íslands. Sigurður heitinn var dugnaðar- og áhugamaður hinn mesti, lét sig og miklu skifta um ýms framfaramál. Hans Holm beykir andaðist 29. f. m. á Hjalteyri, úr lungnabólgu. Um hann má með sanni segja það, að hann stundaði með miklum dugnaði og af fullri kunnáttu starf sitt, meðan hon um entist heilsa. Var heilsulasin síð- ustu árin. Henry Qad lautinant, er stýrði póstskipinu »Ce- res« um nokkur ár, hér við land og gat sér góðan orðstýr, er orðinn kap- teinn f sjóliðinu danska. BréfRafli úr Þingeyjarþingi Vs ’i1. »Hvað er að frétta?« Þannig spyr þú í síðasta bréfi þínu. Spurning þín er nokkuð stuttaraleg, en af,jþvf eg þekki þig, að fornu fari, og áhugamál þín, gizka eg á hvert þú stefnir. Þú hugsar auðvitað' mest um »pólitíkina«, eins og vant er. En, hvað kemur til þess, að þið, borgarbúarnir, eruð nú að forvitnast um »pólitíska þanka« bændaræflanna út um sveitir? Já, nú skil eg. Þú stendur eflaust í sambandi við »miðstjórnina« og ert þegar byrjaður á því, eftir bending frá henni, að grafast eftir því, hvernig í okkur muni liggja, hérna í sveitinni, við næstu kosningar. Ekki er ráð, nema í tíma sé tekið. Mér finst þetta samt vera heldur snemt, og því máttu ekki búast við ljósum svörum. Ber margt til þess. Líttu nú rólega á alla aðstöðu, og þá muntu sjá, að við eigum ekki að taka fasta ákvörðun að svo komnu máli. Við höfum beðið með óþreyju í all- an vetur eftir þingfréttum, bæði þeim, sem blöðin flytja, og eigi síður eftir símfréttum frá áreiðanlegum manni er við fengum í Reykjavík. Hvað skeður svo? Nú er þing búið að standa í fullar 10 vikur, og komið að þinglok- um, og enn vitum við ekki til að neitt mál hafi verið undirbúið, er sé þess vert, að það skifti flokkum við næstu kosningar. Auðvitað verður það stjórnarskrár- breytingin sem þá verður talin í fyrstu röð, en það eru ekki líkur til að menn verði þar alment ósammála og hún er heldur ekki nœgilegt verkefni til næsta kjörtímabils. Við þurfum meira. Svo reyndist það eftir síðustu kosningar, að sambands- málið eitt var ekki nóg til þess að fá vel skipað þing með ákveðnum stefn- um í helztu framkvæmdarmálum, er fyrir hendi voru. Þið talið altaf, blaðamennirnir, um »bardagann um völdin*. Við trúum því nú ekki, um hvorugan flokkinn, alment tekið, að þið hafið þar rétta sögn að flytja. Nei, meinið hefír legið í hinu, að áhugabeztu mönnum þingsins hefir ekki tekist að sameina sig í flokka eftir föstum hugsjónum, eftir ákveðinni stefnu í skipulagi og framkvæmdar- málum okkar litla þjóðfélags. Ekkert það hefir hingað til, skift kjósendum eða þingmönnum okkar, sem alment skiftir mönnum f flokka meðal þeirra þjóða sem búnar eru að slíta barnaskónum. Það er þetta, sem þarf að breytast og ekki þolir að bíða lengur. Hvað gerir svo þetta þing til að fá okkur þroskaðra manna verkefni í hendur, með skýrum megindráttum? Verkefnið er ókomið enn. Kemur má ske alls ekki. Hvað þá? Þá verðum við að finna verkefnið sjálfir, blöðin að flytja það, ræða og undirbúa til næstu kosninga. Það er lfka má ske hið bezta. Við áttum aldrei von á miklu af þessu þingi, hvort sem var. Og satt að segja tókum við öt'lum fréttunum með ró. Ráðherravalið t. d. lá okkur í léttu rúmi. Við vissum, að enginn gat haft fylgi til að berjast fyrir neinu djúptæku máli, vildum að vísu að þeim væri hreift, en ekki til lykta ráðið. Pingrof, sem fyrst, það var fyrsta ósk okkar. Reyna svo rólegan undirbúning til næstu kosninga. Nóg er fyrir hendi af þýðingarmikl- um málum, þó sambandsmálið verði látið hvíla sig; málum, sem hafa djúp- ar rætur og snerta hvern einn fulltíða mann f landinu, og sem gætu skift mönnum í flokka, og eiga að gera það, eftir skoðunum á mannlífinu yfir höf- uð, og farsælu og réttlátu skipulagi þjóðfélagsheildarinnar. Við höfum t. d. á dagskrá skatta- mál og kirkjumál. Nú um skeið hefir franska þjóðin verið »í spenningu* út af kirkjumál- um sfnum. Eldur áhugans logar nú um alt Bretland út af skattamálum, og útlit er fyrir að f því sambandi fái írar sína margþráðu heimastjórn. Svo mikið skal nú til vinna. Okkur vantar því ekki mannadœmin. En manndáðina þá? Ekki dugir að örvænta. Þú sérð á þessu, sem nú er sgagt, að þér er ekki til neins að forvitnast fyrst um sinn, um hugi okkar með þingfylgi, hérna í sveitinni. Við viljum sjá hvort þingið leggur nokkurt stórt verkefni til úrlausnar fyrir kjósendur. Bregðist það, viljum við fúslega styðja alvarlegar og æsingalausar umræður um þau mál, sem fyr voru nefnd, fram að næstu kosningum. Og þið, blaðamennirnir! þessir tólf litlu spámenn, eða hvað þið eruð nú margir, þið hafið ekki mikið þreytt ykkur á því, um sinn, að tala um framtíðarmálin, til skýringar og undir- búnings, viljið þið nú ekki taka ykkur sprett í sumar og sá góðu framtíðar- sœði? Vera má að enn sé til góður jarðvegur í þjóðlífsakrinum, og ekki held eg það holt að kitla altaf það, sem ógöfugast er í manneðlinu. Beztu óskir frá » Oráskegg« gamla. „Halastlarna” heitir nýtt suðuáhald, sem er upp- fundið í fyrra í Stokkhólmi. Eftir voru áliti tekur áhald þetta fram öllum þessháttar áhöldum, enda hefir það þegar náð afarmikilli útbreiðslu erlendis. »Halastjarna« eyðir aðeins olíu fyr- ir 2V2 eyrir á klukkustund, sjóðhitar 1 pott af vatni á ca. 5 mfnútum og er þó algerlega laus við alla ólykt er steinoliuvélum vill oft fylgja. Kaupm. C. F. Schiöth hefir sýnt »Gjh.« áhald þetta og mun hann fljótlega hafa fyr- irliggjandi byrgðir af því. Hafíslnn ok skipln. ísinn liggur enn að mestu á sömu sviðum. Hefir þó lónað lítið eitt frá hér við norðurland. Skipin komast hvergi, liggja flest innibyrgð.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.