Gjallarhorn


Gjallarhorn - 04.05.1911, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 04.05.1911, Blaðsíða 3
OJALLARHORN. 61 • •-•-• Hugvekja. Það er jafn hlægilegt sem hryggi- legt þegar rnenn eru að æsa þjóðina með kóngsríkiskröfum, en þegja um alt, sem líf og framtíð lands og lýða er undir komið. Eitt þesskonar mála eru: Korn- og heyforðabúr. Um samtök sveita til slíkra ráða hefir að vísu oftlega verið rætt og ritað, en framkvæmd á engin orðið. Vorið í fyrir og ísinn nú í vor gefa þó átakanleg hugvekjuefni — þeir sem í raun og veru hugsa nokkuð nm ann- að en hálfbrjálaða stórpólitfk. Svo er sagt, að ís loki landinu horna milli að vestan og austan og að öll líkindi séu til, að skipakomur að norður- og austurlandinu geti vel dregist fram í fardaga — eins og oft hefir fyrir kom- ið — síðast 1888. Það er og stað- hæft að heyskortur muni bráðum verða almennur í útsveitunum, en kornbirgð- ir hvergi í kaupstöðum. Hvernig korn- forðabúrin skuli stofna verða aðrir vitrari mér að segja — líklegt er að reynslan mudni kenna það bezt. En hér vil eg minna á horfur hins unga höluðstaðar Norðlendinga: Akureyrar. í henni og á henni lifir á 3. þúsund manns, er lítið framleiða af landsaf- urðum, og þarf því á korni og öðru kaupmannanna að lifa. Hér lá við beinni hungursneyð vorið 1888, en sigling engin kom fyr en um messudaga. Eins yrði ef að líku ræki enn, enda er bærinn nú þrefaldur við það sem var að fólksfjölda, og fiskiafli, sem þau ár oftlega dró drjúgt, er nú horfinn bæði inn- og útfjarðar. Nú eru hér yfir 20 verzlanir og öflugt kaupfélag bænda, (með 70—100 þúsund kr. árlega út- sölu) en engin verzlunin á teljandi forða að selja. Eru það horfur! Því auk alls annars skaða og hnekkis, verða menn að lifa eingöngu á veikri og harðla óvissri von. Hvað liggur fyr- ír ? í ár getur enginn nokkru svarað. Beinast liggur við hvað bæ þennan snertir að skora á þingið áður en því nú er slitið, að það leggi fé fram, segjum 10—12000 kr. og veiti ráð- herra umboð til að semja við kaup- menn þá sem fyrir minstan styrk af landsfé lofuðu, að geyma kornbyrgðir til sumarmála handa bænum og nær- sveitunum, sem svaraði meðal skips- farmi, minna dygði með engu móti. Ætti svo sýslumaður að ábyrgjast að það loforð yrði efnt. Rættist svo bet- ur úr en áhorfðist væri eigendum innan handar að hafa birgðirnar sér til hagnaðar, en að öðrum kosti fólki og fé til hjálpar. Pöntunarfélög mundu koma á eftir og hjálpa sér sjálf, því hvaða félag er það á þessu landi, sem vantar svo sjálfsagða fyrirhyggju? En hvað aðra kaupmenn snertir og eins almenning er öðru máli að gegná, meðan framsýni og félagsskapur þjóð- arinnar kemst ekki af þessu menning- ar trumstigi, sem hún 1 nú er á. En — hvað sem öðru líður þarf þessum fjöl- menna bæ nú þegar við að bjarga, og helzt að líkindum með áður nefndu móti. 1. maí 1911. Akurtyrarbúi. S A P A. Kaupmenn og útgerðarmenn. Hið Skandinaviska-Ameríska steinolíufélag í Kaupmannahöfn, sem eg er aðalum- boðsmaður fyrir hér á landi, —liggur ætíð með nægar birgðir af hinni ágætu steinolíu ^aE* »Diamant« og »St. White« ©^ í steinolíuhúsi mínu á Oddeyri, — og er reynslan búin að syna, að steinolía frá pví félagi er sú bezta á mótorbáta, og til ljósmetis, sem flutt er til landsins. — Semjið pví við mig um kaup á steinolíu áður en pið festið kaup á henni annar- staðar, og reynslan mun fljótt sanna, að pað borgar sig. — Olían verður send FRÍTT á allar hafnir kring um Iandið, par sem skipin koma við á, og einnig beint frá Kaupmannahöfn sé pöntun gerð í tíma. Oddeyri í maí 1911. , Ragnar Ólafsson. fer á undan. — Leiðinn til þess að fyrra kaupstaðinn og nærliggjandi sveitir vandræðum, þó líklega önnur nær, en sú er höf. bendir á (þó mögu- leg sé) o'g mun verða vikið að því hér í blaðinu fljótlega. Aíhs. ritstj. Eigi dýlst oss það, að alvarlegt at- hugunarefni er »Hugvekja« sú er hér Páll postuli fyrir hliðum Rómiaborgar. Effir Karl Gerok. ? Hannibal við hliðin stendur, hersi vora sex er vann, og sem við þann eið er kendur, oss að steypa skyldi hann.« Þessi fregn lík dauðadómi dunaði forðum yfir Rómi; eins og leifturs loga brendur lýðurinn skalf við boðskap þann. Aftur nálgast hetja hliðið: hræðstú, mikla Róm, í dag! Drottning heims sá haslar sviðið, hvert hans orð er reiðarslag. Bústú, Neró, vígin verja, vopnast láttu þína herja, bið nú sigursöngva liðið syngja með þér styrjarbrag. Samt með engu heiftar hóti hetjan nýja ógnar þér, enginn hér með hjörvi og spjóti, hógvær þjónn er kominn hér, skip hans brotið, bundinn fjötrum, borinn sökum, klæddur tötrum; allri Róm þó ræðst í móti, ríkið alt því heimtar sér. Trúin skjöldur hetju heitir, heilagt orð hans bitra sverð, lið hans eru englasveitir, andinn ræður víkings ferð. Hátt hann kallar: »Kaupið griðin!< klappar fast á borgarhliðin, sálna vegna vopnum beitir, voldug er hans ráðagerð. Pálus heitir hann sem stríðir, heimsins drottni sendur frá.— Út nú koma kristnir lýðir kappan fræga til að sjá. Drottinn sali Cæsaranna sagði fyr hann mundi kanna; lengur hann ei heiftum kvíðir, hvessir sjónir staðinn á. Ránum bygðan, svikum sorfin, sér hann þennan regin stað; trygð er flúin, trúin horfin, taumlaust ólgar lastabað, yfir hofum hreggi barinn hnípir sljór inn gamli arinn. Kristí dúfa kærleik búin kom nú með þitt olíublað! Sjá hve kappans sjónir loga sárri raun og trúarglóð. Kapftóls við breiðum boga borgin skín og Tífurflóð; húsamergð sem haf að skoða: hér á Drottins náð að boða! þar við rama reip að toga reynast mun, og kosta blóð. Herrans vottur, heill og friður! hjartaprúða stóra sál. Sigurlúðra svelli kliður, syrgi nú þitt raddarstál! Áfram goðin blind að brjóta, banna stein og málm að blóta! Loks er vopnin leggur niðnr lifa skal þitt frægðarmál! Dýrð sé þeim er lífs þig leiddi Iandi Zíons frá til Róm, fleyi þfnu götu greiddi, gegnum stormsins feigðaróm. Dýrðarhús úr dauðans strandi Drottinn reisir allsvaldandi; Krossins hans, sem dauðann deyddi dýrstan prýði helgidóm! Hetja fyrir hliðum stendur! Heyrið eigi lúðraskval? Opnið sjónir, önd og hendur — öðrum þó en Hanníbal: Friðarherrann hér er sjálfur! Hneigið yður lönd og álfur! öllum lýð til lausnar sendur, lúta gervalt^honum skal. M.J. Bréfskeyti til ,Gjh.' frá Norðmanni. Orðið »innlimun« virðist vera fluga, sem frelsishetjur ykkar nota sem »slag- orð«, en bygt er á misskilningi. Heima- stjórn útrýmir innlimun, þvf heimastjórn þýðir fult sjálfforræði í sambandi við annað eða önnur ríki. Heimastjórn er sú stjórn, sem Kanada hefir hjá Eng- lendingum og Búar, og þá stjórn—og hvorki meira né minna—vilja írar láta sér linda. Lengra verður ekki farið. Aftur eru Suðurjótar innlimaðir að mestu Prússum svo og Pólverjar. Því að Prúss- ar skapa þeim löndum lög og rétt að sinni vild, leggja á þá herskyldu og beita kúgun við tungu þeirra og þjóð- erni — eins og Rússar gera við Finn- ana. Þetta er bæði innlimun og ójafn- aður. Að ykkur sé boðið þetta, eru skaðleg ósannindi, og það er það, sem nú glepur ykkar pólitík, og samkomu- lag við Dani. Sameiginleg mál eru ekki ykkar réttur sérstaklega fremur en þeirrar þjóðar, sem þið út á við stand- ið jafnfætis tiltölulega hvað varnir snert- ir. samgöngur, póst- og tollmál. Eða munduð þið ekki una slfku sambandi við oss Norðmenn, eða þó heldur við öll Norðurlönd, ef þau væri öll í ríkja- sambandi? Munduð þið líka kalla það innlimun? Bíðum við: Mundi sú sam- bandshugsun vera svo fjarri hinni dönsku þjóð? En hvað sem því líður er sam- hugur þjóðanna nú að verða lífsskil- yrði. Ættuð þið sem mest að leita vin- áttu og samhygðar við forsprakka Dana og allra Norðurlanda, en leggja niður erringar og hleypidóma. Hvað persónusamband við konung einan finst oss Norðmönnum vera lftt hugsanlegt eihs og nú er tfmum kom- ið. Konungur yðar er bæði »bundinn« og ábyrgðarlaus, og fyrir því verður ykkar sameiginlegu mál við Dani samn- ingsmál og sambandið rea/-samband, er þið og konungur ykkar ráðið ekki við til úrslita. Bundinn konungur rík- ir en ræður ekki. Hann skal gæta þess, að landsstjórn og lögum sé hlýtt, eins og forseti gætir þingskapa, og fjárráð hefir hann engin né heldur á- byrgð stjórnarmála. Um skilnað ykkar við Dani skal eg ekki tala, þótt heyrst hafi að flokkur nokkur sé að myndast hjá ykkur með þeirri stefnuskrá. Til hennar mun Dön- um, og líklega fleiri nágrönnum ykkar, þykja h'til ástæða að sinni, og á því þroskaskeiði, sem þjóðin ykkar er nú, en þið kjósið heldur að vera f skjóli vor Norðmanna, mundum vér ekki lasta það, sakir margra hluta, en þó finst oss téttara að þið farið gætilega með þetta mál og hrapið að engu. En eng- inn ann ykkur betri tramtíðar en vér Norðmenn. Ath. Þó að þetta skcyti bærist oss f prívat-bréfi, þykir oss það svo eink- ar vel ritað, að vér réðumst til að birta það í blaði voru. ..Jðrundur" fjarðarbáturinn hér á firðinum, er nú byrjaður ferðir. Framkvæmdarstjóri félagsins er skipið á, Carl F. Shiöth, fer fyrstu ferðina með skipinu til að ráða afgreiðslumenn o. fl. AUmargir fóru héðan með »Jörundi« til Siglu- fjarðar og luku þeir lofsorði á lipurð skipfólksins.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.