Gjallarhorn


Gjallarhorn - 11.05.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 11.05.1911, Blaðsíða 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: Jön Stefánsson. Akureyri 11. maí. 1911. •-•-•-•-•-•-•-•-•-• Unglingaskólar í sveitum. Ein mikilsverðasta skylda mannkyns- ins er án efa sú, að inna af hendi foreldraskylduna. Þessi skyldumeðvit- und hefir glöggvast mjög hér á landi hjá alþýðu nú á síðastliðnum áratug. Það virðist svo, fljótt á litið, að þessi vakning hafi komið utanað frá löggjöf landsins, en þetta er ei að öllu rétt og dylzt ekki ef vel er at- hugað. Vakningin hefir komið innan að, og orðið til fyrir aukna athugun á manneðlinu, sem aftur hefir aukið trúna a göfugleik og þrosaþrótt hæfi- leikanna. Þessi aukna ábyrgðartilfinning á skyldum lffsins hefir meðal annars komið fram í verklegri framkvæmd hjá sveitarfélögum þeim, sem af sjálfsdáð- um hafa komið upp hjá sér unglinga- skólum. Með stofnun þessara skóla hafa sveitarfélögin viljað leitast við að veita .æskulýðnum heima þá skemtun og þann fróðleik, sem hann virðist þrá; gefa unglingnum tækifæri til að prófa hvað hann getur, og um leið fullnægja að nokkru leyti útþrá æskunnar; þeirri þrá að reyna kraftana á fleiri við- fangsefnum en heimilið getur lagt til, en leggja þó ekki f Iangferð eða skifta alveg um loftslag frá því sem var. Fullnaðardvölin er all-dýr við hinar almennu mentastofnanir; það er alls ekki öllum foreldrum fært að kosta börn sín á þær. — Hér er því auðsæ þörfin á unglingaskólum í sveitum. Dvölin þar er fær þeim fátæku, sem annars mundu að miklu leyti fara á mis við fræðslu. En þeir, sem lengra geta farið, fá á unglingaskólunum nokkur undirstöðuatriði, svo að þeir þurfa ekki að byrja á því að stafa, þegar á námsbekkinn kemur. Það er mikið komið undir fyrstu stefnunni, þegar unglingurinn leggur af stað frá æskuheimili sínu og út í heiminn. Það er mikils um vert að heimilið hverfi honum ekki alveg sjón- um; það þarf að halda áfram að vera sá arin, sem hann væntir sér hlýleika og hamingju frá. Hann þarf að finna til þess á námsárunum, að hann skuld- ar æskuheimili sínu alt. Sveitaskólarnir eru sérstaklega vel settir, hvað ofangreind málsatriði snert- ir, því á - meðan unglingurinn er á sveitaskólanum er bann vanalega ekki enn kominn of langt að heiman. Það eru einmitt þessi hugtök, sem hér hefir verið hreyft, sem unglinga- skólarnir eru vaxnir út frá, og skal nú hér í fám orðum sagt frá einum slíkum skóla. Veturinn 1904 var stofnað til skóla- halds á Ljósavatni í Suður-Þingeyjar- sýslu. Átti skólinn að vera fyrir fermda unglinga. Tvö sveitarfélög bjuggust þegar við að styrkja skólann og nota hann, og hefir það verið svo síðan. Nemendur hafa lagt matarefni á borð D. D. P. A. D. D. P. A. Til kaupmanna og útgerðarmanna. Nú þegar fiskiaflinn fer að byrja, þurfa menn á steinolíu að halda til mótorbátaútgerðar- innar, og ættu því að kaupa hana í tíma hjá kaupmönnum þeim er maður verzlar við og muna þá að taka fram, hvaða olíu maður vill fá. Nú þykir bezta og ódýrasta olían sem til mótora þarf Special Standard White á 22.50 kr. fatið. frá „hinu danska steinolíuhlutafélagi" á Akureyri. Enn fremur eru til margar aðrar teg. með ýmsu verði eftir gæðum. Kaupið því og semjið við undirritaðan um olíukaup áður en þið semjið við aðra. Sylinder- og maskínuolía verður til sölu hjá undirrituðum með mjög góðu verði, frá 12 til 24 aura pundið eftir gæðum. Akureyri 1. maí 1911. Cail K Schiöth. með sér eftir texta, sem skólanefndin hefir samið. Matreiðslukona hefir ver- ið ráðin yfir starfstíma skólans. — Nemendur hafa því haft samlagsmötu- ncyti og fætt aðalkennarann. Flesta vetur hefir skólinn verið sótt- ur einnig úr nágrannasveitunum, enda eru þau sveitarfélög, sem halda skól- anum uppi, alls ekki fjölmenn. Tala nemenda skólans hefir verið þessi fyr- ir hvort starfsár: 1904 16 nemendur. 1905 12 — 1906 16 — 1907 24 — 1908 25 — 1909 23 — 1911 20 — Fyrstu tvo árin stóð skólinn yfir í í tvo mánuði, síðan hefir hann verið þrjá mánuði. Veturinn 1910 starfaði skólinn ekki. Tvö fyrstu starfsár skólans var að- eins einn kennari; nú síðustu árin hafa verið tveir stundakennarar að auki. Kenslan hefir að miklu leyti farið fram eftir lýðháskólasniði. Þroskaðri nemendur hafa verið látnir halda fyr- irlestra sjálfir. Söngurinn hefir verið föst námsgrein. Sérstaklega hafa ver- ið lærð lög við þá texta, sem hreyfa við dýpstu og hreinustu tilfinningum hjartans, svo sem um sveitirnar, ætt- landið og þá menn, sem flestir eru sammála um að landið hafi átt bezta. Almennir fyrirlestrar hafa verið hald- nir við skólann, og hafa þeir verið sóttir af 150—250 manns. Þessir fyr- irlestrar hafa verið haldnir af bændum, klerkum og kennurum. Þar hafa bænd- urnir flutt erindi þegar þeir voru »bún- ir úti«. — Þannig hefir samtíðarreynsl- an og daglega lífið fengið sinn rétt. Á þennan hátt verður bilið milli bók- námsins og lífsins styttra en ella. Auk styrksins frá sveitarfélögunum hefir skólinn notið fjárstyrks af lands- sjóði. Fé skólans hefir verið varið til styrktar nemendum, og auk þess einn- ig til að auka kensluáhöld skólans og aðrar eignir hans. Á þennan hátt hef- ir skólinn staðið á dálftið sjálfstæðari fótum með hverju ári. Reynt hefir verið að gera skólann svo ódýran sem ástæður hafa leyft, án þess þó að veikja um of starfs- krafta hans. Reynslan sýnir að hoilast er í verklegri framkvæmd að miða kröfurnar við það sem hœgt er að gera, en hugfesta hitt, sem þarf að gera, — eiga það sem takmark til að ná þeg- ar kraftar leyfa. Þessi holla bending reynslunnar hefir sérstaklega lífsgildi fyrir unglingaskólana. Sú skoðun er nú mjög að ryðja sér til rúms, að stutt námsskeið séu ekki einungis hagkvæm með tilliti til tíma og fjármuna, heldur einnig hvað á- rangurinn snertir. Og þriggja mánaða unglingaskólar eru einmitt miðaðir við það hvað unglingarnir mega vera lengi að heiman, margir hverjir, frá daglegum lífsönnum á veturna. Þetta síðasta at- riði hafa þeir tekið til greina, sem ráðið hafa tilhögun og námstíma Ljósa- vatnsskólans. Hvað hefir þá unnist með starfinu? Skólinn hefir áunnið sér sæmilegt traust héraðsbúa. Hann hefir, meðal annars, vanið nemendurna á að taka hið fvlsta tillit hver til annars, og á þann hátt þroskað samúð unglinganna. — Þetta atriði ætti að verða vænlegt fyrir heil- brigði sveitalífsins. Það eru allstórar sveifiur á skoð- ununum með þjóð vorri, eins á nauðsyn skólanna sem öðru, en um það ættu # menn þó að geta sameinað skoðanir- . nar, að unglingaskólar í sveitunum væru líklegir til þjóðþrifa. „Sápuhúsið Oddeyrl." Hinn 9. þ. m. var það opnað. Auðséð var þegar, að »eitthvað stóð til á Eyrinni". Allir sem vetlingi gá^u valdið streymdu lír öllum áttum að hinu mikla húsi Ragnars kaupm. Ólafssonar. Þar hefir sérverzlun þessi Ieigt sér veglegan bústað, og látið út- búa eftir nýjustu tízku. En þá var nú eftir að vita hvernig vörurnar voru og verðlagið. Vér fengum tækifæri til að skoða vörurnar áður en opnað var, og um þær er það að segja í fám orðum, að slíkar birgðir af alls konar hreinlsetisvörum eru hvergi til annar- staðar á norðurlandi, sérstaklega er það virð- ingarvert við verzlunarhús þetta, hve ant það hefir látið sér um, að hafa vörurnar sem allra fjölbreytnastar, svo við allra hsefi væru, og ýmsar tegundir flytur það er eigi hafa verið fáanlegar hér áður, og veldur það mönnum þæginda. Verðlagið yfirleitt gott. Fulltrúi eiganda verzlunarinnar, hr. Fischer dvelur hér i bænum nálægt mánaðattíma. Blómsturfrœ allskonar og rófuftœ, nýkomið í Akureyrar Apothek. Fæst í bréfum á 5 oglQ aura.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.